Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 3. ágúst 1983
Krydd-
þáttur
Lárviðar-
lauf
(Laurus
nobilis)
Lárviðarlaufin scm þið kaupið í
pokum eiga að vera fölgræn að lit -
ekki grá eða dökkbrún því þá cru
þau farin að missa bragð og ilman.
Lárviðarlauf hafa verið þekkt
nokkuð lengi hérlendis og þá eink-
um notuð í fínni matargerð, svo
sem í fyllingu í fugla. En þau eru til
margra annarra hluta nytsamleg,
eins og nú skal upplýst.
Lárviðurinn er upprunninn frá
löndum Miðjarðarhafsins og not-
uðu bæði Grikkir og Rómverjar
hann sem tákn skálda og hetja.
Guðinn Appólló, sólarguðinn og
tákn karlmannlegrar fegðurðar,
var ávallt sýndur með lárviðarsveig
á höfði. Rómverjakeisari bar slík-
an sveig á sigurgöngum og nú
skreyta þeir höfuð sigurvegara í
kappaksturskeppnum.
Nú er lárviðurinn ræktaður víða
um heim og stendur sig m.a. vel í
suðurhluta Englands. Hann þolir
þó illa frosthörkur og því mun von-
laust að rækta hann utandyra hér á
landi. En hann má rækta innandyra
og víða er hann notaður til skrauts
og þá klipptur til í hæfilega stærð.
Lárviðurinn er ræktaður upp af
fræjum og kannski geta blóma- og
trjásalar útvegað slík fræ.
Lárviðarlauf eru ómissandi í svo-
kallað „bouquet garni“ eða krydd-
jurtapoka. Slíkir pokar eru útbúnir
fyrir margs konar rétti, fugla-, fisk-
og kjötrétti. Góð hlutföll í slíka
poka, ef þið viljið spreyta ykkur,
eru þessi:
2 greinar af stcinsclju (1 tsk. ef
þurrkuð)
2 greinar af kerfli (1 tsk. ef þurrk-
aður)
1/2 tsk. af mnrjoram
1/2 tsk. af tímian
1/2 lárviðarlauf
Prófið þessa uppskrift t.d. næst
þegar þið eldið kjötsúpu. Ég lofa
að hún svíkur engan. Prófið einnig
að baka fisk í ofni í álpappír, setja
smjörklípu ofan á fiskinn ásamt 1/4
af lái viðarlaufi á hvert stykki. Slík-
ur fiskur rennur ljúflega niður.
Munið þó, að lárviðarlauf er sterkt
krydd og bragðið verður sterkara
sé það mulið. Þaö ætti því ávallt að
lotast í hófi. ast
Fólk þarf líka að borða í friðargöngum. Munið að skilja vel við þegar staðið er upp á ný.
Undirbúning-
urfriðargöngu
Samtök herstöðvaandstæðinga
hafa boðað til friðargöngu þann 6.
ágúst nk. eins og öllu friðsömu
fólki á ífclandi mun eflaust vera
kunnugt um. Gengið verður frá
Keflavík til miðbæjar Reykjavíkur
og er reiknað með 12 tíma göngu
með nokkrum viðkomustöðum á
leiðinni. Á einum þeirra, Kúa-
gerði, verður boðið uppá heita
súpu og er verð hennar innifalið í
þátttökugjaldinu. Að öðru leyti
verður fólk að nesta sigsjálft. Þetta
er ströng ganga, jafnvel þótt sest sé
uppá rútu einhvers staðar á leiðinni
til að hlífa fótunum, og því skiptir
máli að búa sig vel.
Fatnaðurinn skiptir miklu máli
og betra að hafa með sér meira en
minna af honum. Margoft hefur
komið fram í göngum að skórnir
eru upphaf og endir á göngubún-
aðinum og margar sögur hafa geng-
ið um hvar fætur hafa bilað á
leiðinni vegna lélegs skótaus.
Gamalreyndir göngugarpar benda
á, að aldrei skyldi ganga í ný-
keyptum skóm, þeir verði að vera
nokkum brúkaðir áður en lagt er af
stað og um að gera að hafa með sér
tvenna og jafnvel þrenna til að
hvíla fæturna. Það er því um að
gera að huga strax að skónum því
nú fer lítill tími að verða til stefnu.
Maturinn kemur næst á eftir
skónum í forgangsröðinni, því illt
er að ganga'á tóman maga eða með
lélegt nesti. Nestispakkinn gæti
t.d. innihaldið soðna sviða-
kjamma, harðfisk og einhvern
drukk, t.d. ávaxtasafa í handhæg-
um litlum fernum. Smurt brauð
með margvíslegu áleggi er einnig
nauðsynlegt og þá má ekki gleyma
„Án orða" var þessi mynd umsvifalaust skírð þegar hún birtist á sínum
tíma í Þjóðviljanum. Hugið vel að fótunum og umbúnaði þeirra, því svo
sannarlcga komist þið ekki lengra en fæturnir bcra ykkur.
ávöxtunum eða súkkulaðinu.
Ávextirnir gefa okkur hin nauð-
synlegu vítamín til að vera spræk í
göngunni og létt í lund og súkkul-
aðið sér um orkuna. Reynið um-
fram allt að pakka nestinu snyrti-
lega inti - slíkt er alls ekki óþarfa
pempíuskapur heldur eykur slíkur
frágangur matarlystina og gleður
auga og maga. Og svo er að tína vel
upp eftir sig þegar staðið er upp til
göngu á ný og því gott að hafa með
sér auka-plastpoka fyrir ruslið.
ast
Tveir amrískir túrhestar að versla í íslenska markaðnum á Keflavíkurflugvelli. Mynd: -áþj
íslenskur markaður hf.
Góð afkoma á síðasta rekstrarári
íslensku ullarvörurnar vinsælastar
Á síðasta rekstrarári fslensks
markaðar hf. voru seldar vörur
fyrir um 2,2 miljónir Bandaríkja-
dala í versluninni á Keflavíkur-
flugvelli og voru um 90% af
sölu verslunarinnar í erlendum
gjaldeyri. Þetta svarar til rúm-
lega 60 miljón kr. á núverandi
gengi og lætur því nærri að sala
fyrirtækisins skapi u.þ.b. 50-60
ársstörf í framleiðsluiðnaði. Að
meðaltali starfa um 25 manns
hjá fyrirtækinu íslenskur mark-
aður sem er hlutafélag margra
fyrirtækja sem framleiða ís-
lenskar iðnaðar- og landbún-
aðarvörur. Stærstu hluthafar
eru Samband íslenskra sam-
vinnufélaga og Álafoss hf.
Það var með stórauknum far-
þegafjölda á leiðinni yfir Norður-
Atlantshafið á sjöunda áratugnum
að mönnum varð ljóst mikilvægi
þess að kynna og selja íslenskar
vörur í flugstöðinni á Keflavíkur-
flugvelli. Nokkur fyrirtæki tóku sig
til árið 1970 og stofnðu íslenskan
markað hf. og hefur rekstur versl-
unarinnar yfirleitt gengið þokka-
lega þótt vissulega hafi verið
sveiflur í rekstri í hlutfalli við far-
þegafjölda, hverju sinni. Á þessum
árum hefur verlsunin einnig gegnt
veigamiklu hlutverki í kynningu á
íslenskum iðnaðarvörum meðal
þeirra tugþúsunda ferðamanna
sem átt hafa leið um Keflavíkur-
flugvöll. íslenskur markaður hf.
rekur einnig póstverslun og í því
sambandi er gefinn út vandaður
póstpöntunarlisti sem dreift er í
130 þúsund eintökum, Eru
viðskiptavinirnir víða að en mestu
kveður þó að Bandaríkjamönnum.
Þá er félagið með verslunarrekstur
um borð í Ms. Eddu nú í sumar og
hefur það mælst vel fyrir meðal
farþega. Næst þar til fólks sem að
öðru jöfnu myndi ekki kaupa ís-
lenskar vörur. Af þeim vöruflokk-
um sem boðnir eru til sölu eru ís-
lensku ullarvörurnar vinsælastar
en af öðrum vörum er mest selt af
skinnavarningi, matvælum ,skart-
gripum og ýmsis konar smávöru.
I stjórn íslensks markaðar hf.
eru: Oskar H. Gunnarsson for-
maður, Pétur Eiríksson varafor-
maður, Orri Vigfússon ritari, Jón
H. Bergs, og Hjörtur Eiríksson.
Varamenn eru Steinþór Þorsteins-
son og Gerður Hjörleifsdóttir og
framkvæmdastjóri er Ófeigur
Hjaltested. - áþj