Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Atvinnuhorfur
á Skaga:
i
' ; 1
y-Pf 1 h < T* '■ í-i mgm
I ;
Einn fjögurra togara á Akranesi hefur verið í viðgerð frá júníbyrjun og hefur það ekki bætt atvinnuástand á Skaga. Fiskvinnsla hefur þó ekki stöðvast,
-húsin fengið fisk hvert hjá öðru ogfrá Reykjavík. „Það hefur dugað, rétt dugað“ sagði Óskar Þórðarson starfsmaður hjá frystihúsi Þórðar Oskarsson
lar hf. en það fyrirtæki á umræddan togara ásamt Haferninum hf. o.fl. Engum hefur verið sagt upp hjá frystihúsinu en hinsvegar ekki verið ráðið í stað
starfsmanna í fríum. Viðgerð á togaranum Óskari Magnússyni er nú að Ijúka og heldur hann væntanlega til veiða í vikunni. Myndina tók eng.
Stefnir í vandræði
Komið hefur í Ijós að atvinnuleysi hefur aukist all-
verulega hér á Akranesi í sumar ogernú skráð atvinn-
ulaust milli50-60 manns og hluti afþví eru sjómenn.
Á sama tíma liggja hér margir bátar bundnir við
bryggju og eru ekki gerðir út.
Því villfundur í Verkalýðsfélagi Akraness haldinn
21.7.1983 skora á atvinnumálanefnd bœjarins og
atvinnurekendur á Akranesi að vinna að þvíað lagt
verði kapp á það að láta atvinnutœki bœjarbúa ganga,
svo þœr launaskerðingar sem bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar hafa lagt á launafólk komi ekki til við-
bótar auknu atvinnuleysi og almennum vandrœðum
sem virðiststefna í hér í bœ effram heldursem horfir
með atvinnuástandið.
í lok júlí voru 63 á atvinnuleysis-
skrá á Akranesi. 24 konur, 39 karl-
ar, þaraf 26 sjómenn. Þetta er ekki
nýlunda á staðnum, um síðustu
áramót fór að bera á auknu atvinn-
uleysi og í ár hafa milli 50 og 70
manns verið án vinnu. Eftir nokk-
urn blómatíma hefur færst deyfð
yfir atvinnulífið á Skaga. „Menn
eru uggandi um framtíðina“ sagði
einn viðmælenda blaðsins um horf-
urnar.
Einsog sjá má hér á síðunni hef-
ur verkalýðsfélagið látið til sín taka
í málinu, og sl. fimmtudag ákvað
atvinnumálanefnd bæjarstjórnar-
innar að kalla saman fund for-
stöðumanna fyrirtækja og verka-
lýðsfélagsins.
Dauft
„Þetta er ekki slæmt í fiskvinnsl-
unni“ sagði Guðmundur M. Jóns-
son hjá verkalýðsfélaginu, verra
hjá sjómönnum, verkafólki og
iðnaðarmönnum. Það er stutt í al-
mennt atvinnuleysi hjá iðnaðar-
mönnum. Togarinn sem hefur ver-
ið bilaður á sinn þátt í þessu, en
mín skoðun er sú að þetta ástand
endurspegli fyrst og fremst afkom-
una í sjávarútveginum, það er að
dragast saman útgerð, enda engin
vitglóra að gera út skip í þessari
stöðu. Þegar útgerðin klikkar fer
þetta svona, - verkefnaskortur á
öllum sviðum og erfitt um vinnu.“
„Það er dauft ástand“ sagði Gísli
Sigurðsson verkstjóri í Trésmiðj-
unni Akri. Þar vinna 40-50 manns,
og er nú þegar verið að segja
nokkrum upp. „Það gætu orðið
fleiri uppsagnir síðar, en maður má
aldrei missa vonina. Við erum
núna að smíða vinnuskúra sem fara
að Blöndu, en eftir það er ekkert
sjáanlegt. Fólk byggir minna, það
er hrætt við að fjárfesta, sumir hafa
nú þegar tekið meiri lán en þeir
ráða við. Það er almennt peninga-
leysi hjá almenningi.“ Gísli sagði
horfur einnig slæmar hjá öðrum
iðnaðarmönnum á Skaga en trés-
miðum. „Þetta hefur verið deyfð-
artími síðan um áramótin."
Porgeir Jósepsson framkvæmda-
stjóri Þorgeirs & Ellerts (dráttar-
braut og vélsmiðja) var öllu hress-
ari: „Ef staðið verður við ríkis-
stjórnarloforð eru næg verkefni í
2-3 ár. Það hlýtur að verða, það er
sjaldgæft að ekki sé staðið við lo-
forð þó að skipti um stjórn." Fyrir-
tækið hefur þegar lokið einu af
fjórum raðsmíðuðum skipum sem
því var heimilað að hleypa af
stokkunum, og selt það til
Breiðdalsvíkur. Annað er í
smíðum. „Rekstur á þessu sem
raunverulegum iðnaði byggir á ný-
smíðum. Viðgerðirnar eru auðvit-
að alltaf í gangi en þær verða helst á
vissum tímabilum þegar ekki fisk-
ast.“ Hjá Þorgeiri og Ellert vinna
um 150 manns.
Engar framkvæmd-
ir hjá bœnum
„Atvinnumálanefndin hefur á-
kveðið að reyna að kalla saman
fund með mönnum frá verkalýðs-
félaginu og atvinnurekendum,
hann gæti orðið í næstu viku,“
sagði Jóhann Ársœlsson formaður
nefndarinnar. Jóhann er alþýðu-
bandalagsmaður og í minnihluta í
bæjarstjórn. Meirihlutann skipa
sjáífstæðis- og alþýðuflokksmenn.
„Það eru ýmsar ástæður að baki
dráttur eftir töluverða spennu
undanfarin ár, spennu sem meðal
annars orsakaðist af járnblendi-
verksmiðjunni og Borgarfjarðar-
búnni. Það hafa verið hér miklar
oyggingarframkvæmdir, en nú er
varla neitt í gangi. Bærinn hefur
skorið niður hjá sér, það eru engar
ráðstöfunartekjur, verið að borga
niður skuldir og öllum fram-
kvæmdum frestað jafnvel venju-
legri holræsa- og gatnavinnu. Ég er
ekki viss um að þetta sé skyn-
samleg stefna." Jóhann sagði að
það þyrfti að endurskoða allt kerf-
ið til að finna leiðir. Til dæmis ynnu
margir langan vinnudag í bónus hjá
frystihúsunum, lengri en þeir
vildu, og það þyrfti að kanna hvort
atvinnulausir gætu komist þar inn.
Uggandi um fram-
tíðina
„Já, ég er nú ekki viss um að
þessi skráning sé alveg rétt, menn
efast á vissan hátt um að þessar
tölur séu marktækar" sagði Hörður
Pálsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks um atvinnuleysisskrána.
„Hitt er annað mál að menn eru
uggandi um framtíðina. Það eru
engar byggingar í gangi og eins víst
að byggingarmenn verði atvinnu-
lausir hér með haustinu. Að vísu er
verið að fara af stað með 10 íbúðir
fyrir aldraða, sem gætu bætt ást-
andið eitthvað." Hörður sagði eng-
ar ráðstafanir uppi í bæjarstjórn
um að grípa inní. „Svo lengi sem ég
hef verið viðloðandi bæjarstjórn-
ina hefur hún ekki þurft að hafa
afskipti af atvinnumálunum, nema
einu sinni. Það hafa engar tillögur
komið fram um að grípa inní. Enda
er ástandið slæmt hjá bænum. Við
erum núna að endurskoða fjár-
hagsáætlun og dæmið er ansi
skakkt. Bankarnir eru allir
harðlokaðir og ekki í mörg húsa-
skjól að venda eftir peningum."
Um mögulegan stuðning frá opin-
berum aðilum sagði Hörður að
engin beiðni hefði borist frá at-
vinnufyrirtækjum um slíka aðstoð.
„Það er svona viss hætta á ferðum“
sagði bæjarfulltrúinn,“ og það
verður að styrkja atvinnuvegina.
Það er til dæmis áhugi á því hér að
skipið sem verið er að smíða hjá
Þorgeir og Ellert haldist í bænum
og menn eru að vinna að því.“
Jón Sveinsson, framsóknar-
rnaður í bæjarstjórn sagði að málin
hefðu verið rædd í bæjarráði á
fimmtudag. Menn eru áhyggjufull-
ir. Fyrirtækin berðust í bökkum
miðað við ástandið áður og at-
vinnuleysið væri orðið alvarlegt.
„Þetta er auðvitað hluti af al-
mennum efnahagsvanda á landinu,
en það verður líka að hafa í huga að
fólki hefur fjölgað mikið undanfar-
ið hér og segir til sín þegar aftur
kemst á jafnvægi eftir framkvæmd-
ir einsog á Grundartanga. Bæjarfé-
lagið á sjálft í miklum vanda, og
það hefur verið lokað fyrir allar
framkvæmdir á þess vegum í sum-
ar.“ Jón sagði einsog aðrir viðmæ-
lendur blaðsins að verðbólgan færi
mjög illa með sveitarfélögin, „en
við sem höfum verið í minnihluta
höfum bent á að það hafi skort á
aðhaldssemina hér áður, menn
spenntu bogann of hátt. Nú fer allt
fé í að borga lánin. Það þarf að
skera upp herör, og við höfum lagt
til að menn setjist niður og skoði
rekstrar- og útgjaldsliði í heild til
að geta byggt á einhverju. En
meirihlutinn gerir ekki neitt og
lætur reka á reiðanum.“ -m
Frá Akraneshöfn
&4i
^rgatv^
Brottfarar-
tími frá
Reykjavík
°g
nágrenni
í Friðar-
göngu
’83
Leið 1.
Vesturbær:
Mýrarhúsaskóli Seltjarnarnesi kl. 7.00.
Sundlaug Vesturbæjar kl. 7.05.
Landakotstún v/Túngötu kl. 7.10.
Vonarstræti/Tjarnargata kl. 7.20.
Félagsstofnun stúdenta kl. 7.25.
Umferöarmiöstöö - BSl kl. 7.30.
Leið 2.
Miðbær/Skerjafjörður
Verslun viö Einarsnes I Skerjafiröi kl. 7.00.
Hjónagaröar v/Suðurgötu kl. 7.05.
Fríkirkjuvegur 11 kl. 7.10.
Regnboginn v/Hverfisgötu kl. 7.15.
Skátaheimilið v/Snorrabraut kl. 7.20.
Umferðarmiðstöð - BSl kl. 7.30.
Leið 3.
Bústaðir - Háaleiti:
Biðskýli v/Bústaöaveg kl. 7.00.
Grímsbær v/Bústaðaveg kl. 7.05.
Verslanamiðstööin Austurveri kl. 7.10.
Miðbær við Háaleitisbraut kl. 7.15.
Kennaraháskólinn kl. 7.20.
Hlíðaskóli við Hamrahlíð kl. 7.25.
Umferðarmiðstöð - BSl kl. 7.30.
Leið 4.
Kleppsholt - Vogar:
Hátún 12 kl. 7.00.
Sundlaugarnar Laugardal kl. 7.05.
Sunnutorg v/Langholtsveg (biðskýli) kl
7.10.
KRON mótum Langholtsvegar og Skeið-
arvogs kl. 7.15.
Verslanamiðstöðin Glæsibæ kl. 7.20.
Umferðarmiðstöð - BSl kl. 7.30.
Leið 5.
Árbær -
Bakkar:
Rofabær/Grundarás kl. 7.00.
Ársel - Félagsmiðstöð kl. 7.05.
Rofabær/Höföabakki kl. 7.10.
Póstútibúiö Arnarbakka kl. 7.15.
Umfe.ðarmiðstöð - BSl
Leið 6.
Fell - Sel:
Menningarmiðstöð Gerðubergi kl. 7.00.
Fellaskóli kl. 7.05.
Verslunin Kjöt og fiskur Seljabraut kl. 7.10
Seljaskóli Kleifarseli 28 kl. 7.15.
Umferöarmiðstöð - BSÍ kl. 7.30.
Leið 7.
Kópavogur - Hafnarfjörður:
Bensinstöð Essó við Engihjalla kl. 7.00.
Verslun KRON Álfhólsvegi 32 kl. 7.05.
Verslunarmiðstöð Hamraborg kl. 7.10.
Biðskýlið Borgarhólsbraut/Kópavogs-
braut kl. 7.20.
Bensínstöð Skeljungs Kópavogshálsi kl
7.25.
Amarnessvegamót kl. 7.30.
Biöskýlið Garðabæ kl. 7.35.
Matvörumarkaður K.H. Miðvangi kl. 7.45.
Bæjarútgerðarplanið Hafnarfirði kl. 7.50.
(þróttahúsið Strandgötu kl. 7.55.
Biðskýlið Hvaleyrarholti kl. 8.00.
Leið 8.
Mosfellssveit:
Reykjalundur kl. 7.00.
Verslunin Kjörval kl. 7.10.
Lágafell kl. 7.15.
Umferðarmiðstöð - BSÍ kl. 7.30.
Leið 9.
Selfoss:
Ferð verður frá Kirkjuvegi 7 á Selfossi kl
7.00 og fylgir sú rúta göngunni og skilar
Sunnlendingum heim.