Þjóðviljinn - 06.08.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Síða 5
Þrír ísbirnir á dýragarðinum á Skansinum hafa nú drcpist vegna eitrunar að því er talið er, og er aðeins einn eftir. Ráðgert er að selja hann vegna þess að ekki er hægt að stækka ísbjarnarsvæðið eins og yfirvöld hafa krafist. Þrír ísbirnir deyja í dýragarði á Skansinum í Stokkhólmi: Var eitrað fyrir þá? Þrír ísbirnir á dýragarðinum á Skansinum í Stokkhólmi hafa dáið undanfarið ár og iíkleg dauðaorsök þeirra er eitrun. Margir hafa orðið til að gagnrýna vanlíðan bjarnanna í dýragarðinum og nú liggur grun- ur á að einhver hafi tekið sig til og eitrað iýrir þá til að lina þjáningar þeirra. Aðeins einn ísbjörn er nú eftir og yfirvöld dýragarðsins hyggjast selja hann innan tíðar. Dýralæknar hafa krufið dauðu birnina og þeir telja langlíklegast að eitrað hafi verið fyrir þá, þó að ekki hafi það verið fullsannað enn- þá. ísbirnirnir hafa mikla þörf fyrir að reika um langar vegalengdir og mörgum hefur runnið til rifja hversu vankaðir þeir virðast í hinu takmarkaða rúmi í dýragarðinum. Sænska landbúnaðarráðuneytið hefur nú krafist þess að rýmkað verði um birnina en til þess eru litlir möguleikar á Skansinum og því er nú ráðgert að selja síðasta ísþjörn- inn, en hann var á sínum tíma keyptur frá Rússlandi. crlendar bækur Heinrich Böll: Sögur og greinar Heinrich Böll: Hierzulande- I)u fáhrst oft naeh Hcidelberg und andere Kr/áh- lungen. DeutscherTaschenbuch Vcr- lag 1982. Heinrieh Böll: The Bread of Those Early Years. Translated from the German by Leila Vennewitz. Penguin Books 1982. Smásögurnar sem hér birtast bera öll höfuð einkenni höfundar- ins, hann dregur upp myndir þeirra, sem einhverra hluta vegna hafa farið halloka í samfélaginu, eru ofsóttir vegna skoðana sinna eða eru á flótta undan einræðis- stjórnum heimalandsins. Þessar skissur eru frá árunum 1947-79 og höfuð efni þeirra er einstaklingur- inn og stöðugt þrengra svigrúm hans til athafna og baráttu gegn ríkjandi samfélagsanda og pólit- ísku valdi og valdbeitingu, einnig rýrnandi valkostir hans varðandi atvinnu og búsetu. í „Hierzulande" koma fram persónulegar skoðanir höfundar um sjálfan sig og skyldu hans við samtímamennsína. Hann ræðir um afstöðu sína til ríkisvaldsins og landa sinna, samfélagið, kirkjuna og trúna. Böll er kaþólskur og hef- ur þá skoöun að kirkjan eigi að taka afstöðu í öllum þeirn efnum sem snerta skyldu kristins manns við náunga sinn. Hann álítur að sem rithöfundur og skáld beri hon- um að álykta og dæma ástand sam- félagsins og berjast gegn þeim þátt- unt tíðarandans, sem hann álítur strangast gegn skyldu kristins manns við sjálfan sii>, náungaiin og Guð. I þessu kveri er að finna „bréfið til ungs kaþólsks manns" sem er víðkunnugt. Hann fjallar einnig um „hættuna við að skrifa" og um rithöfundinn og móðurmálið. „Das Brot der frúhen Jahre" kom fyrst út 1955 og er nú gefið út í Penguin, kom fyrst út á ensku 1976. Aðalpersónan segir sögu sína frá upphafi og fram á þann dag. þegar hann fær skeytiö um komu Hedwig. Hann lifði hungrið og vonleysi fyrstu áranna eftir fyrri heimsstyrjöld, þegar brauð og vindlingar voru keppikeflið, hann kynntist græðginni, eigingirninni og hrárri hörku. Og síðan þegar efnahagsundrið var hafið og hafði staðiö í nokkur ár, þá fann hann fyrir sömu einkennum í fari sam- tíðarmanna sinna eins og áður, nú var hræsnin meiri og bak viö allt réttlætistalið var sama græðgin og fyrrum. Honum verður „brauðið" tákn, að „gefa brauðið" veröur honum mælikvarði á manngildið. Hann þóttist sjá í gegnum eðli mannanna og flestir falla á „brauðprófinu". Hann fyllist hatri, uppgjöf og vantrú. Svo kynnist hann Hedwig, breyting verður á skoðunum hans og hann byrjar nýtt líf. Sagan er lipurlega skrifuð, en persónurnar eru fyrst og fremst gerðar fyrir samfélagsboðskapinn sem höfundur vill koma til skila og verða því daufar. Helgín 6.-7. ágúsf 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Skyndilokan- ir á Stranda- grunni Síðustu vikurnar hafa skyndilok- anir verið tíðar á Strandagrunni og hefur ráðuneytið því ákveðið, að tillögu Hafrannsóknarstofnunar að banna allar veiðar með botn- og fiotvörpu á svæði á Strandagrunni, sem markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta: 1. 66°30’48 N 21°17’46 V 2. 67°02’09 N 21°40’01 V 3. 67°05’12 N 20°39’59 V 4. 66°59’05 N 20°36’45 V Bann þetta tók gildi sl. föstudag, en áður hafði stærstum hluta þessa svæðis verið lokað með skyndilok- un frá 23. júlí sl., og gildir um óákveðinn tíma, en Hafrannsókn- arstofnun mun fljótlega kanna á- standið á svæðinu, og verður þá tekin afstaða til áframhaldandi lok- unar þessa svæðis. Leiðrétting I frásögn Þjóðviljans sl. miðviku- dag um nýtt hús Vita- og hafna- málastofnunaríKópavogi var mis- hermt að þeir Sigurður Oddsson og Snorri ITauksson hönnuðir hússins væru arkitektar. Sigurður er tækni- fræðingur og Snorri innanhússarki- tekt. KVEIKJUNA Heimsþekktar vörur á frábæru veröi. Kerti frá AUTOLITE — BOSCH — CHAMPION. Platínur — Kveikjulok, Hamrar, Þéttar og Kveikju- þræöir frá USA og V.-Þýskalandi. j I Verð 18.400. SKOTLAND 24. ágúst — 2 vikur Rútuferð um „Lake Distict1' upp til Invemess í Skotlandi 5 daga sigling með M/s EDDU — ■ 9 daga rútuferð með íslenskri rútu. Gisting á viðkomustöðum með hálfu fæði. LONDON 31. ágúst — 2 vikur 5 daga sigling með ™/s EDDU - 9 daga gisting með morgunmat, þar af 7 í London. A o 113] Verð 13.720. Verð kr GOLF ÍSKOTLANDI 14. september — 1 vika 3ja daga sigling með “Vs EDDU - 4 daga gisting með hálfu fæði í Skotlandi. „Greenfee" allan tímann. Flogið tilbaka frá ' Glasgow. VALKOSTIR með Atlantik og Eddu HAMBORG 17. ágúst — 2 vikur 1 vika sigling með M/s EDDU - 1 vika gisting í Hamborg m/morgunmat. Verð .jqj 14.360.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.