Þjóðviljinn - 06.08.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. ágúst 1983
Húsiö að Suðurgötu 7:
Flutt í
Árbæjarsafn
Sl. fimmtudagskvöld var húsiö
Suðurgata7 í Reykjavík, flutt
upp í Árbæjarsafn þar sem því
var komiö fyrir á góðum stað,
við hom eins og áður. Að sögn
Nönnu Hermannsson minja-
varðar í Árbæjarsafni, tókst
flutningurinn ágætlega enda
góðir fagmenn sem unnu verk-
ið. „Það þarftæknioghugvittil
að færa svona hús og það var
hvort tveggja til staðar. “ sagði
Nanna. Nokkuð erfiðlega gekk
að finna þyngdarpunkt á kran-
ann sem hífði húsið af grunnin-
um og dróst því flutningurinn
nokkuð. Lagt var af stað með
húsið um miðnætti og komið
upp í Árbæ um klukkan þrjú.
Klukkan sex var ávo búið að
koma því fyrir þar, að sögn
Nönnu.
/ raun tvö hús
Um sögu hússins Suðurgötu 7
segir svo í plaggi sem blaðinu barst
frá Árbæjarsafni: ,
„Árið 1833 var Teiti járnsmið
Finnbogasyni mæld út lóð „á Hóla-
kotstúni fyrir sunnan Suðurbæ og
austan veginn". Lóðin náði frá'veg-
inum (Suðurgötu) og niður að
tjörninni. Þetta var skammt suður
af Teitsbæ, sem Teitur vefari
Sveinsson, afi Teits Finnbogasonar
hafði reist 1797.
Teitur Finnbogason reisti á lóð
sinni einlyft íbúðarhús. Það sneri í
austur og vestur með gafl að
Suðurgötu. Árið 1842 reisti Teitur
smiðju á lóðinni, sunnar og austar
en húsið.
Björn Hjaltested sem hafði lært
járnsmíði hjáTeiti keypti smiðjuna
af honum 1859 og nokkru síðar
(1864?) íbúðarhúsið. Björn byggði
annað hús áfast því að norðan (ein-
hvern tíma á árunum 1865-1874)
og var það hús tvflyft með gafl í
norður. Árið 1884 byggði Björn
einnig hæð ofan á eldra húsið og
fékk byggingin þá það útlit sem
hún enn hefur. Suðurhluti hússins
Suðurgötu 7 er frá 1833, en þá var
Húsið híft af grunninum við Suðurgötu á bílinn sem flutti það upp í Árbæjarsafn. „Smiðirnir gengu með
bílnum nær alla leið“, sagði Nanna Hermannsson sem sést sitja inni í bílnum, „Það var þrengst að komast
fram hjá gamla iðnaðarhúsinu við Vonarstræti.“ Ljósm. Leifur.
það fyrsta húsið við Suðurgötu.
Norðurhlutinn ér yfir hundrað ára
og 1884 hatði húsið fcngið þá mynd
sem það hefur enn. Síðan hafa
mjög litlar breytingar verið gerðar
á húsinu."
Áður en húsið var flutt var
klæðningin tekin utan af því og
fyrst um sinn verður það klætt
bárujárnrtil hlífðar. Síðan verður
það klætt á ný og lítur þá út eins og
það hefur gert sl. 100 ár. EÞ
p i tst jor nargrei n
Allir á móti öllum —
saman á móti þjóöinni
Það er um margt skrítið sam-
starfið með þeim aðilum sem nú
mynda ríkisstjórn. Á þetta bæði
við um samstarfið á milli ráð-
herra og um samskiptin á ntilli
þeirra flokka sem að stjórninni
standa. Stundum fær maður á til-
fínninguna að þarna sé lcikið eftir
þeim leikreglum, sem við köll-
uðum stundum „allir á móti öll-
um“ þegar við vorum í fótbolta
hér forðum tíð.
Fyrst var það sumarþingið. Þar
sagði Steingrímur, að einhugur
væri um að halda ekki sumar-
þing. Vart hafði hann sleppt orð-
inu, þegar ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins fóru að láta það berast
út, að þeir hefðu gert tillögur um
sumarþing í ríkisstjórn.
Síðan hóf Albert að selja ríkis-
fyrirtæki, gegnum fjölmiðla.
Landssmiðjan til sölu, sagði fjár-
málaráðherra. Landssmiðjan er
ekki til sölu, sagði Sverrir
iðnaðarráðherra. Þormóður
rammi er til sölu segir Albert.
Þormóður rammi er ekkert til
sölu - segir þá Pálmi á Akri. Svo
undarlegt sem það má teljast þá
hefur Albert fengið bestar undir-
tektir við söludillu sína, hjá hæst-
virtum félagsmálaráðherra Alex-
ander Stefánssyni, sem síðan hef-
ur bætt.á ríkisbáknið með því að
ráða sér aðstoðarmann í hið smáa
félagsmálaráðuneyti.
Síðan kom að orkuverðinu,
rafmagni, hitaveitum og þvíum-
líku. Tíminn gaf út aðvörun til
sinna manna í ríkisstjórn: ekki
hækka um of, sagði málgagnið,
það gerir illt verra. En hækkunar-
beiðnirnar voru samþykktar án
athugasemda. Síðan kom
Steingrímur og sagði að enginn
ágreiningur væri um þessar
hækkanir í ríkisstjórn. Hann
þorði ekki öðru en að koma á
fundinn með iðnaðarráðherra til
að láta það sjást á alvarlegu and-
litinu. að hann gengi nauðugur til
þessa leiks.
Hækkanirnar eru „þrotabús-
mál“ sagði iðnaðarráðherra og
vildi kenna fyrri ríkisstjórn um
málið. Hún hefði svelt orkufyrir-
tækin. Nei, takk - sagði þá for-
sætisráðherra. Fyrri ríkisstjórn
heimilaði orkuhækkanir umfram
almennar verðlagshækkanir. Og
síðan gaf hann orkufyrirtækjun-
um ádrepu fyrir óráðsíu í með-
ferð almannafjár.
Síðasta „allir á móti öllum“
málið fjallar um gengismun
vegna gengisfellingarinnar og
ráðstöfun hans. Þar hefur sjávar-'
útvegsráðherra lagt fram tiílögur
um að vanskilamál og vandræði
togaranna verði að hluta leyst af
gengismunasjóði. Um þessa til-
lögu segir sjávarútvegsráðherra,
að það sé „enginn ágreiningur um
ráðstöfun gengismunar", og slær
Morgunblaðið þessu upp í fyrir-
sögn. í frétt undir þessari fyrir-
sögn er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins Olafur G.
Einarsson leiddur fram til að
vitna og segir að „snúa verði af
þeirri braut, sem gengin hefur
verið hvað varðar ráðstöfun
gengismunarsjóðsins“, og fer
fram á að „núverandi ríkisstjórn
taki tillit tii slæmra aðstæðna í
saltfisk- og skreiðarverkun.“
Þeim sem standa að stjórn
landsins tekst semsé heldur
óhönduglega að koma sér saman
um hlutina. Þeir lenda meira að
segja í vandræðum með sam-
stöðuna í jafn einföldum málum
og því, að svara spurningum um
hve miklu ríkissjóður tapi með
afnámi skatts á ferðamannagjald-
eyri. Aðspurðir á biaðamanna-
fundi tilgreindu ráðherrarnir töl-
ur allt frá 30 miljónum upp í 90.
Það hefur kannski verið í von
um að bæta samstöðuna í ríkis-
stjórninni, að í fyrradag var hald-
inn harla sérkennilegur ríkis-
stjórnarfundur. Á þeim fundi var
fjallað um fjárlagagerð næsta árs,
forsendur hennar og þjóðhagsspá
fyrir 1984. Þar voru til umræðu
tillögur um 400 miljóna kr. niður-
skurð ríkisútgjalda.
Það sem gerði þennan fund svo
merkilegan var, að fjármálaráð-
herra var ekki á fundinum, sem
þó fjallaði um mikilvægasta þátt-
inn í starfsemi hans ráðuneytis.
Hann var norður á Siglufirði að
selja fyrirtæki.
Uppboðsbeiðnum
fjölgar
En þótt þeim ráðherrunum og
aðstandendum þeirra í þingi og á
málgögnum gangi illa að finna
samhljóm radda sinna og allir
virðist vera á móti öllum, þá hef-
ur þeim tekist að standa mjög vel
saman um að keyra lífskjörin í
landinu niður úr öllu valdi. Þótt
ráðherrarnir séu allir á móti öll-
um eru þeir þannig saman á móti
þjóðinni.
Sú kjaraskerðing, sem þessi
stjórn hefur leitt yfir þjóðina er
slík, að stór hluti almennings í
landinu sér ekki fram á að vera
matvinningar á næstu misserum.
Við höfum fjallað nokkuð um
vanskil fólks við hitaveitur, raf-
veitur, símann og bankana.
Framhald þessarar þróunar birt-
Engilbert____
Guömundsson
skrifar
ist okkur í því, að upp-
boðsbeiðnum fjölgar nú stórlega
hjá fógetum og sýslumönnum.
Auðvitað er málum oft bjargað á
síðustu stundu, þannig að ekki
kemur til uppboðs, en þessi
aukning sýnir þó hve það kreppir
að fólki. Og á þó ástandið eftir að
versna á haustmánuðum.
80% lán - hvað
er nú það?
Uppgjafartónar berast nú
hvaðanæva úr þjóðlífinu. Einna
háværastir eru þeir úr byggingar-
iðnaðinum.
Fyrir kosningar gólaði íhaldið
ákaflega um slaka frammistöðu
Alþýðubandalagsins í húsnæð-
ismálum og lofaði öllum nýbyggj-
urum 80% láni. Lítt hefur frést af
efndum þessa kosningaloforðs,
ekki einu sinni rætt um framtíðar-
efndir. Það eina sem gert hefur
verið var björgunaraðgerð
vegna þegar orðinna og yfirvof-
andi vanskila. Lán voru lengd,
með því að fólk fékk frest á
fjórðungi afborgana og vaxta.
Ástandið er þannig varðandi
sérleg óskaverkefni íhaldsins í
húsnæðismálum, að Grafarvog-
urinn blessaður, þetta dýrðar-
land, sem fólk á víst að slást um
að byggja á, hann gengur hrein-
lega ekki út. Hundruð lóða
standa og bíða eftir umsækjanda.
Og sérstakt uppáhalds bygg-
ingafélag íhaldsins, og reyndar
hið ágætasta kompaní á margan
hátt, Byggung hefur boðað upp-
sagnir starfsmanna sinna ef ekki
rætist úr með lánamálin.
Staðan er einfaldlega sú, að
miðað við þann kaupmátt, sem
fólk veit að því verður skammt-
aður á næstunni, treystir enginn
sér til að hefja byggingu, nema þá
að eiga aðra eign fyrir. Og þá get-
um við botnað kosningaslagorð
íhaldsins: eign fyrir alla - sem
eiga eign fyrir.
Þannig lemur stjórnin á al-
menningi, þegar hún má vera að
fyrir innbyrðis karpi. Best væri
auðvitað að þeir létu okkur í
friði, en einbeittu sér að karpinu.
:, eng.