Þjóðviljinn - 06.08.1983, Page 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. ágúst 19^3
daegurmál (sígiid?)
,/í ekki að spyrna viðfœti.. ?
„The Boys from Chicago"
Þorlákur Kristinsson og
hljómsveitin ik.irus: Beggi, Bragi,
Kommi, Megas.
Raddir: Finnbogi Pétursson,
Guðbjörg Thoroddsen, Kristinn
Morthens. Gunnar Smári og Júlíus
Agnarsson tóku upp í Grettisgati.
Þá er hún loks komin platan
hans Tolla sem upphaflega stóð
til að birtist á þjóðhátíðardegi
allra Islendinga en rétt hafði að
komast á markaðinn frjálsa fyrir
hátíð þjóðarbrotanna Vest-
mannaeyinga og verslunarmanna
um síðustu helgi. Þessir árlegu
viðburðir eru auðvitað hinir
tnerkustu hver á sinn hátt og vel
þess virði að miða plötuútgáfu
við, en það er góð tilviljun(?) að
platan skuli hafa birst svo nálægt
deginum í dag, þegar Friðarg-
anga ’83 er farin frá herstöðvar-
hliði í Keflavík til höfuðborgar-
innar, því að „platan er innleg í
baráttu líðandi stundar", eins og
Tolli eða Þorlákur Kristinsson
fullu nafni, sagði í viðtali við JVS
Aðstandendur „Drengjanna frá Chicago“ á bæjarrölti. Þorlákur Kristinsson er lengst til hægri (ber í
Bankastræti núll).
sem fullorðna fólkið er ekki eins
fúst að ræða og „hneykslanlegt"
framferði unglinga, en það er
kynferðisleg misnotkun full-
orðinna karlmanna á börnum.
Um það kveður og syngur Megas
Krókódílamanninn, sem bíður
oní kjallaratröppum og kemur
auga á píu sem stendur vart á ■
löppunum og á ekki fyrir bíl
heim. Krókódílamaðurinn
„býðst“ til að aka henni „heim“
og dregur bráðina upp Bröttug-
ötu, því að skyldi nokkur taka
eftir þótt æpi drukkin, lítil dama?
En þessi saga endar betur en á
horfist, því að bjargvætturinn
Laufey birtist „blásvört í framan"
þegar krókódílamaðurinn hel-
tekinn „gráa fiðringnum" er að
troða bráðinni inn í gráa Lödu.
Hann hefur þá miklu „siðgæðis-
kennd“ að hann veit að enginn
má verða vitni að slíku athæfi,
sleppir bráðinni og leggur á flótta
heim til „konunnar“.
Þessi texti Megasar er því mið-
ur sönn lýsing á því sem gerist í
Reykjavík um hverja helgi. Ekki
eru allir svo heppnir að Laufey,
sem rekur athvarf að eigin frum-
kvæði í Grjótaþorpinu fyrir vega-
lausa unglinga og illa til reika,
stöðvi slíkar „boðsferðir“ áður en
innifalin þjónusta er látin í té.
Lag Tolla næst á undan um
Ikarus-strætisvagnana, Ungver-
ska vorið, rifjar upp fyrir manni
að SVR hafði efni á að kaupa þá
ekki, heldur miklu dýrari Volvo-
bíla. Hins vegar ákvað hægri
meirihlutinn í borgarstjórn að
sama fyrirtæki hefði ekki efni á
að reyna að koma í veg fyrir að
unglingsstúlkur bíði misjafnlega
varanlegan skaða af áðurnefnd-
um „boðsferðum“, meðþví að
vera með næturferðir um helgar.
„The Boys from Chicago" er
engin venjuleg hljómplata og á
vel skilin langlokuskrif sem ég
vona þó að ekki verði til að fólk
springi á limminu, því að heyrn er
frásögn hressari.
Ádeilutextar Tolla eru auðvit-
að kjarni plötunnar, en músikin
er í þéttu sambandi við ákveðna
afstöðu hans til manna og mál-
efna. Hún (músikin) er af rótum
þjóðlagarokks Dylans, þegar
hann var ungur reiður maður, vel
blönduð nýbylgjurokki. Hljóm-
listarmennirnir standa sig líka
þrælvel, t.d. er gítar- og bassa-
leikur sérlega skemmtilegur,
rödd Finnboga og flutningur
Kristins Morthens, föður Tolla, í
frumlegu lagi sem heitir Glugg-
inn á plötuhulstri en Fallið á
textablaði. Þá er Megas „spes“
eins og alltaf í þeim 4 lögum sem
hann á á B-fleti, en þó frábærast-
ur í Krókódílamanninum.
Hljóðblöndun finnst mér góð,
en „græjudellumenn kvarta
undan „sándinu" sem þeir segja
því að kenna hversu mörg lög eru
á plötunni. En það plagar mig
ekki.
Tolli sjálfur skefur ekkert
utanaf flutningnum á textum sín-
um. Rödd hans hljómar líkt og í
Bubba, hans yngri og frægari
bróður, en mismikið þó - og svo
sem ekkert hægt að fullyrða um
hvor sé líkur hvorum. Þó þarf
hvorugur á upphefð hins að
halda, og báðir eiga þeir erindi á
hljómplötu og ná til breiðari
aldurshóps en flestir hérlendir
rokkarar.
Ég hugsa að Þorláki Kristins-
syni takist með „Drengjunum frá
Chicago" að ýta við einhverjum
sofandi sálum, og fá þær til að
„spyrna við fæti áður en hann
dettur af. Sumir eru að byrja að
haltra af stað“... Sjáumst í Frið-
argöngu ’83.
A
í Þjóðviljanum um síðustu helgi.
„Við veröum að láta heyra í okk-
ur áður en kjarnorkusprengjun-
um rignir yfir okkur“...og að
| eint endurteknum orðum birt-
um við kaldhæðnislegan texta
hans um okkur sem „hér uppi á
skerinu sitjum... saman í næði"
sem áskorun til værukærra friðar-
sinna, sem ennþá heima sitja, að
drífa sig í Friöargöngu ’83:
Hér skeöur ahlrei neitt
Kaldastrídskálinu í guddavírsmnnan-
um dansar.
Hvers viröi er líj'id ef ekki era teknir
sénsar?
Einn á móti þústtnd ad við kotnumsl
af
Einn á móti þúsund að við komumst
af
Einn á móli þúsutul ad við komumst
af
Pað er nú það.
Mœðtir, þið fóstrið upp fallbyssu-
fóður í tilbúnum fjöldagröfum.
Heimurinn sjóður af kjurnorkubomb-
um á hinum og þessum stöðum.
A ekki að spvrna viðJ'œti áðuren Itann
dettur af?
A ekki að spyrna við Jieli áðuren hann
dettur af?
A ekki að spyrna við fœti áður en hann
dettur af?
Sumir eru að byrja að hahra af stað.
Járntjaldið œðir gegnum hug og vit-
und okkur allrtt.
Við bíðum og bíðum, hvenœr láta þeir
bomburnar falla?
Ókeypis regnltlífar áðttr en bvrjar að
rigna.
Ókeypis regnhlífar áðttr en byrjar að
rigna.
Ókeypis regnhtífar áður en byrjar að
rigna.
Undan farginu allt er tekið að svigna.
Hér uppi á skerinu sitjum við saman í
nœði.
Finnst ykkur vídeodallasinn hreint
ekki vera œði?
Gaman vœri að vitu hvernig síðasli
þátturinn j'er.
Gaman vœri að vita hvernig síðasti
þátturinn fer.
Gaman vœri að vita hvernig síðasti
þátturinn fer.
Pað skeður ekkerl hér.
„The Boys from Chicago“
nefnist þessi fyrsta hljómplata
Þorláks Kristinssonar, en
Chicago-drengirnir eru hag-
fræðingar úr háskóla þeirrar
borgar, með Milton Friedman í
broddi fylkingar. Þeir boða þá
„frjálshyggju" að „afsósíalisera"
þjóðféiög, og láta einkafram-
takiö njóta sín á öllum sviðum;
afnema félagslega samábyrgð og
þar með félagslega þjónustu sem
kemur augljóslega harðast niður
á fátækari hluta þjóðfélagsins
sem verður æ öryggislausari og
hefur æ minna bolmagn til að
framfleyta sér í lífsbaráttunni.
Að sama skapi eykst þá svigrúm
þeirra sem fyrirtæki „eiga“. Þeir
borga minna til samfélagsins af
gróða sínum og verða enn ríkari.
Síðan kemur atvinnuleysið því að
einkaframtakið hefur einungis
áhuga á að reka þau fyrirtæki sem
mestan arð gefa og launum
verkafólks er síðan haldiö niðri í
skjóli atvinnuleysis og neyðar
þess.
Besta dæmi um slíka stjórn,
sem fer hvað vandlegast eftir
kokkabókum drengjanna frá
Chicago, er herforingjastjórnin í
Chile og á plötunni flytur Tolli
auk titillagsins lag Bubba Mort-
hens bróður síns um Chile (á
sólóplötu Bubba, Plágunni), og
segir það enda eiga við um fjölda
kúgunarstjórna í S-Ameríku sem
ríkja einungis vegna hernaðar-
legs og fjárhagslegs stuðnings
„frjálshyggjustjórnar" Reagans.
Þorlákur Kristinsson hefur
veriö í fararbroddi í baráttu far-
andverkafólks fyrir rétti þess til
mannsæmandi viðurværis og er
helmingur A-flatar þessarar
plötu úr lífi þess og baráttu við
bæði atvinnurekendur og verka-
lýðsforystu (m.a. lag hans Kyrr-
látt kvöld við fjörðinn sem Utan-
garðsmenn leiíca á Geislavirkir).
Þar er auk þess Kyrkingarólin:
Frá iðnvceddum hájöklum landsins
falla stórfljót í túrbínudans
en í tíftínu stálmastra á milli
liggur kyrk 'tnguról þessa lands.
Þá vinnttndi lýð af httfi og úr sveit
verður veitt inn í verksmiðjugeim,
í kolsvörtu reykjurkófi
kafnar krafun um betri heim.
Bréfnefs er ekki getið á „Drengjunum frá Chicago“ þótt hann skreyti
albúmið með heiðursmerkjum og unglingafjöld. Þar eru hins vegar
nefndir þjóðkunnir íslendingar eins og Gunnar, Geir, Guðmundur J,
Hjörleifur og Stefán í Eyjum.
Ég er fúndamenlal gœi
sýni á Gullströndinni
borgarana rœgi
ég er seif í kúnstinni.
Sagan á eftir ttð setja Hjörleif Gtttt-
ormsson Austfirðing á stall með frels-
ishetjum okkar þjóðar. Og eins og
aðrttr frelsishetjur okkar íslendinga er
honum launað með sviksemi
auðsveipra rakka erlends valds sem
lirtedd og rttgluð þjóðin krýnir siðan
sem heljtir.
Á flöt A syngur Tolli lög sín og
texta við kassagítarundirleik.
nema hvað Hér skeður aldrei
neitt er rafmagnað mjög
skemmtilegum bassa. A fletinum
lýkur meðlaginu Fúndamental
gæi þar sem hann hæðist að
aðstandendum (og þá sjálfum sér
líka) Gullstrandarinnar, sýning-
arinnar sem haldin var í mót-
mælaskyni við „borgaralega" list-
sýningu á Kjarvalsstöðum. Lagið
er flutt á fyndinn hátt, Tolli syng-
ur aðalrödd, aðrir „úa“ gamal-
dags með, ekkert undirspil:
Jón Viðar
Andrea
Flöt B mætti kalla unglinga-
síðuna. Hér er það tekið fyrir,