Þjóðviljinn - 06.08.1983, Síða 27

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Síða 27
Hdgin-6>-7. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍHA 27 Landið og landhelgi Færeyinga verði vopn- laust svæði segir í yfirlýsingu 60 norrænna móðurmálskennara Nýlega voru um 100 norrænir móðurmálskennarar á námskeiði í Færeyjum. Blaðinu hefur borist yfirlýsing sem sextíu þeirra undir- rituðu. Hún er skrifuð til stuðnings baráttu Færeyinga fyrir herlausu landi en á engu að síður erindi til okkar og sýnir hve bar- átta Færeyinga og Islendinga á margt sameiginlegt. Hún er svo- hljóðandi: „Við undirrituð, sem erurn norræn- ir móðurmálskennarar á námskeiði í Færeyjum, styðjum þá Færeyinga sem vilja stuðla að friði í heiminum. í landinu eru herstöðvar tengdar hem- aðarbandalaginu Nató og við teljum Færeyingum eins og okkur öllum best borgiðef þeir búa íherlausu landi. Við mótmælum því að Færeyjar og hafið í kringum þær sé notað í þágu hemað- ar. (Það sama gildir á íslandi). Við viljum að Færeyingar eins og aðrar Norðurlandaþjóðir fái sjálfir að ráða því að land þeirra og landhelgi verði vopnlaus svæði og þeir leggi þannig sitt af mörkum til þess að Norðurlönd og loks veröldin öll verði án kjam- orkuvopna og heimurinn fái að búa við frið." EÞ Skatturinn Slysagildrur við borholur hita- veitunnar á Sauðárkróki Barn féllí 75 stiga heitt vatn Ungt barn slasaðist illilega um síðustu helgi á Sauðárkróki þegar það féll í affallstjörn einnar af bor- holum Hitaveitu Sauðárkróks. Hlaut barnið 2. stigs brunasár en vatnið í tjörninni er um 75 gráðu heitt. Að sögn Dags á Akureyri, var það baminu til happs að fullorðinn maður kont að í sömu svipan og slysið varð. Hlúði hann að því og kom síðan á sjúkrahúsið í bænunt og mun bamið vera á góðum batavegi. Blaðið hefur það eftir Páli Pálssyni hitaveitustjóra á Sauðárkróki að von- andi verði hægt að setja lokur á allar holur veitunnnar fyrir veturinn og koma þannig í veg fyrir slysagildmr sem þá er bamið féll í urn síðustu helgi. Þykir að sögn kunnugra mesta ntildi að ekki skuli hafa orðið fleiri ámóta slys, þar sent böm leika sér gjaman nærri yfirfallslækjunum frá borholunum. -•g- / A vegum Samtaka um kvennallsta Mishemit var í blaðinu í gær, að Guðrún Agnarsdóttir, þingkona, og María Jóhanna Lámsdóttir, kennslu- kona, færu í friðarförina Osló - Was- hington á vegum Friðarhreyfingar ís- lenskra kvenna. Hið rétta er, að þær fóm utan á vegunt Samtaka urn kvennalista. ast. Heyskaparhorfur á Suðurlandi: Indriði Benediktsson: Erfítt að láta enda ná saman „Öll skerðing hlýtur að koma sér mjög illa. Nú er staðan sú að þcgar búið er að borga húsa- leigu og mat og aðrar skyldur þá er alls ekkert eftir. Ég óttast að cf af skcrðingu verður þá komi hún mjög harkalega niður á okkur“, sagði Indriði Bene- diktsson en hann stundar nám í líffræði við háskóla í V-Berlín. . „Pað hefur veriö mjög erfitt aö láta enda ná saman. Ég vann allt árið áður en ég fór utan til náms en námslánin dugðu alls ekki íyrir framfærinu. Ég er í vinnu núna hér heima, en það er erfitt að komast í vinnu, því skólinn úti er alveg fram í miðjan júlí. Þjóðverjar gera alls ekki ráð fyrir að náms- menn séu í sumarvinnu. Þeir sem fá lán hjá þýskum námsián- asjóðum fá lán fyrir alla mánuði ársins. Það sem við fáum í lán dugar hins vegar alls ekki yfir skólatímann“, sagði Indriði. ' -»g. Hœstu menn á Vesturbndi og Vest- fjorðum Vegna tafa við úrvinnslu skatta- gagna fyrir Vestfirði hefur ekki verið hægt að birta nöfn gjald- hæstu einstaklinga þar fyrren nú. Þeir eru Jón Fr. Einarsson, Bol- ungarvík (761 þús.), Hrafnkell Stefánsson, Isafirði (653 þús.), Hans G. Bæringsson, Isafirði (575 þús.), Ruth Tryggvason, ísafirði (493 þús.), Gunnlaugur Jónasson, Lsafirði (361 þús.). Á Vesturlandi vom þessir einstak- lingar gjaldhæstir: Zophanías Cecils- son, Gmndarfirði (702 þús.), Stefán Sigurkarlsson, Akranesi (553 þús.), Guðrún Ásmundsdóttir, Akranesi (505 þús.), Ása Bjömsdóttir, Hvítár- völlum (459 þús.), Bragi Níelsson, Akranesi (351 þús.). Af fyrirtækjum og stofnunum á Vesturlandi borgar Kaupfélag Borgfirðinga mest (4.611 þús.), þá Olíustöðin, Hvalfirði (4.137 þús.) og Haraldur Böðvarsson, Akra- nesi (2.046 þús.). Aðrar helstu upplýsingar um skatt- greiðslur voru birtar í Þjv. 28. júlí sl. -m Það er tæknin sem gildir Ekkert má koma uppá segja Hólmfríður og Steinn sem stunda nám í Barcelona á Spáni Það hefur verið mjög slæmt ástandið hjá mörgum okkar sem stundum nám á Spáni. Námslánin hafa skilað sér mjög seint. Til dæmis vcit ég um námsmcnn sem fengu vorlánin ekki fyrr en í byrjun júní. Það vill sem betur fer til að það er ekki tiltölulega dýrt að stunda nám á Spáni cn námslánin eru mjög skorin við nögl, duga rétt fyrir rnat og húsaleigu", sögð'u þau Hólmfríður Matthíasdóttir og Steinn Ragnarsson setn stunda nám í Barcelona á Spáni. Hólmlríður í spönsku og katal- ónísku og Steinn í spönsku. „Það má í raun ekkert koma uppá, veikindi eða annað, þá er allt komið i rúst. Læknishjálp er t.d. rnjög <Jýr á Spáni, það þarf að borga þar allt úr eigin vasa. Ég er alveg dauðhrædd ef það á að fara að skera af þessu sniá- ræði sem við höfum fengið hingað til í lán,“ sagði Hólm- friður. -Ig- - Já, nú er það að verða dökk- leitt, sagði Hjalti Gestsson, ráðu- nautur á Selfossi, er blaðamaður innti hann eftir heyskaparhorfum á Suðurlandi. Að vísu hendir að upp- rof verði og það votti fyrir þurrk- flæsum, en þær standa stutt og not- ast því misjafnlcga. Þó eru ekki allir bændur jafn illa settir. Þar sem tæknin og annað, sem til þarf, er í góðu lagi, þá þok- ast þetta áfram, en þar sem tækn- ina vantar má segja að alger kyrr- staða sé í heyskapnum. En sem betur fer er tæknin víða góð og auk þess sumsstaðar allnokkur vot- heysgerð. En þar sem hvorugt er fyrir hendi eru menn mjög illa staddir. Víða er talsverð grænfóðurrækt- un en vöxtur þess er síðbúinn. Annars eru tún orðin kafsprottin og verða innan skamms ofsprottin verði þau ekki slegin. En það er svo sem ekki öll nótt úti enn. Bráðum mun vera stór- streymt og ýmsir spá þá breytingu til hins betra. Vonandi rætast þær spár. Alvarlega horfir með kartöflu- uppskeruna, vegna sífelldra kulda. Sumsstaðar hefur grasið líka fallið { görðum, sem hafa óheppilega legu, en því er naumast til að dreifa hjá þeim, sem eru með mikla kartöflu- rækt. Birtingaholtsmenn, sem rækta mikið af kartöflum, björg- uðu sínum ökrum með vökvunar- kerfinu og kemurþarenn í ljós, að það er tæknin, sem gildir. - Mér finnst dálítið skrítnar til- kynningarnar frá Landgræðslunni um gróðurinn á hálendinu, sagði Hjalti. Ég fór nýlega þarna inn á hálendið og þar var komin góð spretta en auðvitað var hún seinna á ferð en oft áður og enn vottar fyrir snjó þar sem venjulega er snjólaust orðið á þessum tíma. En allt um það er sprettan þarna innfrá orðin góð, sagði Hjalti. -mhg Námsmenn sem stunda nám erlcndis mótmæltu fyrirhugaðri skerSingu námslána fyrir utan stjórnar- ráðið í gær og dreifðu um leið upplýsingariti uni stöðu námslánakerfísins til vegfarenda í miðborginni. Mynd -eik. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.