Þjóðviljinn - 17.09.1983, Síða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. september 1983
Húsnæðismálin í hnút hjá ríkisstjórninni
„Ef víð bara vissum”
Einar Karl
Haraldsson
skrifar
„Ríkisstjórnin stefnir að því að
veita 50% lán af kostnaði
staðalíbúðar til húsbyggjenda og
íbúðakaupenda og munu þær nýju
reglur taka gildi um nk. áramót”,
hefur DV eftir Steingrími
Hermannssyni sl. mánudag, og á
þetta loforð að hafa komið fram á
fundi með Áhugamönnum um
úrbætur í húsnæðismálum fyrir
hálfum mánuði. Fram hefur komið
að algjört lágmark til þess að rétta
við hag húsbyggjenda og
íbúðakaupenda sé viðbótarframlag
frá ríkinu til Húsnæðismálalána
uppá Vh milljarð króna.
„Það er ekki hægt að ná fjár-
magninu neins staðar nema með
sparnaði, og þess vegna þurfa allir
að skilja það, að taka þátt í að
spara. Við aukum ekki erlenda lán-
töku okkar og við sækjum ekki
aukið fjármagn í Seðlabankann, og
ég hætti frekar í embætti heldur en
að leggja nýja skatta á fólkið til þess
að afla fjár”, segir Albert Guð-
mundsson í viðtali í gær. Og Alex-
ander Stefánsson félagsmálaráð-
herra, sem fóðrað hefur fjölmiðla á
yfirlýsingum um úrbætur í húsnæð-
ismálum dag hvern í hálfan mánuð
segir um þessi ummæli fjármála-
ráðherra:
„Það er ekki búið að ganga frá
þessu máli, því það er ennþá í
vinnslu hjá nefndinni. Á meðan svo
er tel ég enga ástæðu til þess að vera
með neinar yfirlýsingar”. í öðru
viðtali hafði félagsmálaráðherra
látið hafa eftir sér, að „ef við viss-
um hvar útvega ætti fé væru vanda-
mál húsbyggjenda úr sögunni”.
Þögn Morgunblaðsins
Þetta er staða mála eftir að
gengið hefur á með „fréttum” frá
ráðherrum Framsóknar að ríkis-
stjórnin ætli að afgreiða húsnæð-
ismálin í fyrri viku, sl. þriðjudag,
sl. fimmtudag, og nú nk. þriðju-
dag. Athygli hefur vakið að meðan
félagsmálaráðherra hefur sagt fjöl-
miðlum allt af létta um óskir sínar
og hugmyndir í húsnæðismálum
hefur Morgunblaðið þagað þunnu
hljóði, og hvorki greint frá óskum
Framsóknarrádherranna né hug-
leiðingum um fjármögnunarleiðir.
Hjá Alexander félagsmálaráð-
herra virðist vera meiningin að
leika svipaðan leik og Albert Guð-
mundsson hefur gert í sumar með
því að gefa út yfirlýsingar um fyrir-
ætlanir sínar, stilla samráðherrum
upp við vegg, og skelia skuldinni á
Steingrímur: 50% lán til Albert: Engir peningar,
alra um áramót. engin lán, engir skattar.
þá ef vilji hans nær ekki fram að
ganga. Félagsmálaráðherra hyggst
væntanlega benda á Sjálfstæðis-
flokkinn sem sökudólg, þegar
„draumórar” hans, eins og þeir eru
nefndir af niðurskurðarmönnum
Sjálfstæðisflokksins hafa verið
þaggaðir niður.
Ekki fimmeyringur
„Mér finnst þetta allt mjög ó-
ljóst. Hitt og þetta fjálglegt er sagt,
en ekkert haldbært hefur enn kom-
ið fram til hagsbóta fyrir húsbyggj-
endur og íbúðakaupendur”, sagði
Jóhanna Sigurðardóttir alþingis-
maður Alþýðuflokksins, sem látið
hefur húsnæðismál til sín taka.
Svavar Gestsson fyrrv. félagsmála-
ráðherra tók í sama streng: „Það er
ekki komin ákvörðun um fimmeyr-
ing til viðbótar í húsnæðiskerfið
þrátt fyrir allan orðavaðalinn að
undanförnu. Húsbyggjendur og
íbúðakaupendum gengur jafn illa
að lifa á loforðum stjórnarherr-
anna nú eins og á kosningaloforð-
um þeirra um 80% húsnæðislán,
sem við vöruðum við og töldum
vera af ómerkilegasta tagi. Ráð-
herrar eru vanir að halda því til
haga sem þeir gera, en tala lítt um
það sem ógert er. Við myndum
áreiðanlega vita af því ef einhver
aur hefði verið settur í húsnæðis-
lánin. Svo er ekki og það bendir
margt til þess að ríkisstjórnin verði
að velkjast með málið þar til
höggvið verður á hnútinn með ein-
hverjum hætti við lokaafgreiðslu
fjárlaga um áramótin”.
Laga ekki þörf
Þjóðviljinn birti í vikunni út-
færslu Áhugamanna um úrbætur í
húsnæðismálum á frumkröfum sín-
um um hærri langtímalán strax,
lengri lánstíma og afturvirkni til
upphafs verðtryggingar á útlánum.
Þar segir m.a. að fyrstu úrbætur
sem þeir fara fram á rúmist nær
allar innan ramma núgildandi laga.
Þær þurfa því ekki að tefjast vegna
endurskoðunar húsnæðislöggjafar-
innar.
Félagsmálaráðherra gerir hins
vegar talsvert úr því að starfandi sé
nefnd á hans vegum sem muni
leggja fram frumvarp þegar þing
komi saman og málin verði svo
væntanlega afgreidd fyrir áramót.
Nefndin hefur unnið mjög lokað og
gagnrýna þau það t.a.m. bæði Jó-
í Ol '■ ' . J&A
Alexander: Gef engar Geir Haarde: Neitarað
yflrlýsingar núna. svara hvaðan peningar
eigi aðkoma.
hanna Sigurðardóttir og Svavar
Gestsson að ekki skulu hafa verið
leitað samstarfs við stjórnarand-
stöðuna í þessu máli fremur en öðr-
um af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þó
hafa bæði Alþýðubandalagið og
Alþýðuflokkurinn lýst vilja sínum
til þess að leggja stjórninni lið við
lausn húsnæðismálanna og skapa
sem breiðasta samstöðu um úrbæt-
ur.
Þrautalending
í viðtali við Þjóðviljann sl.
fimmtudag kom fram að óskalisti
félagsmálaráðherra er langur:
Hækkun húsnæðislána í 50% af
verði staðalíbúðar fyrir þá sem
byggja eða kaupa í fyrsta sinn
(takið eftir að þarna er dregið í
land frá yfirlýsingu Steingríms sem
rakin var í upphafi greinar), 30%
lán til annarra, og lenging húsnæð-
islána um 5-10 ár. Þá vill hann að
útborgun húsnæðislána verði flýtt,
og framkvæmd sú lagaheimild að
hafa fjóra gjalddaga á láni. Hins
vegar kom í ljós í samtali við
ráðherrann sl. föstudag að hug-
myndir um afturvirkni í húsnæðis-
lánakerfinu mæta andróðri, og
skuldbreytingar til verulega langs
tíma í bönkunum eru einnig taldar
torsóttar.
Þeir sem Þjóðviljinn ræddi við í
gær töldu líklegt að þrautalending
ríkisstjórnarinnar kynni að verða
sú, að hækka húsnæðislán til þeirra
sem kaupa eða byggja í fyrsta sinn í
50% af kostnaðarverði, en láta
annað liggja kyrrt, nema hvað
reynt yrði að knýja bankana til
eitthvað lengri sículdbreytingar-
lána en nú tíðkast.
Ef útborgun húsnæðislána
dreifðist áfram á l'h ár óverðtryggt
myndi þetta í raun þýða 30% lán af
verði staðalíbúðar, og verða meira
áróðursflagg heidur en veruleg úr-
bót.
Neita að svara
Enda þótt þessi leið yrði valin er
ljóst að verulegt viðbótarfjármagn
þarf að koma frá ríkinu, ef til vill 5
eða 6 földun frá því sem nú er. Af
fréttum stjórnarblaðanna má ráða
að gatið á fjárlögum næsta árs sé
a.m.k. 1 miljarður króna, og hvar á
þá að taka annað eins og meira til.
Ekki meiri halli, ekki erlend lán,
ekki skattar segir Albert. Fréttir úr
stjórnarherbúðum herma að fjár-
lagafrumvarpið sé því sem næst frá-
gengið og Alexander hafi verið vís-
að á innlendar lántökur með „hús-
næðisvanda” sinn. Það komi til
álita við gerð lánsfjáráætlunar, sem
ætlunin er að leggja fram með fjár-
lagafrumvarpinu í haust.
Hvar á að taka peningana? Þetta
var sú spurning sem Þjóðviljinn
beindi til Geir Haarde aðstoðar-
manns fjármálaráðherra í gær.
Hann harðneitaði að svara henni,
og vísaði á félagsmálaráðherra og
fjármálaráðherra, sem færu með
þessi mál.
Innlend fjármögnun vísar sterk-
lega á lífeyrissjóðina, þó ráðherrar
Svavar: Ekki Hmmeyr- Jóhanna: Allt er óljóst og
ingur komið enn. ekkerthaldbært.
séu fáorðir um það. Sá maður sem
hvað hatrammast hefur barist á
móti því á Alþingi að kaupskylda
lífeyrissjóðanna á skuldabréfum
Byggingarsjóðs ríkisins verði aukin
er einmitt Albert Guðmundsson.
Það skyldi þó aldrei eftir að henda
fréttciskýring
helgarinnar
að hann setji lögþvinganir í lífeyris-
sjóðina.
Aðrar leiðir
Aðspurð um leiðir til þess að út-
vega meira fé í húsnæðislánakerfið
kvaðst Jóhanna Sigurðardóttir
hafa bent á að ríkinu bæri að skila
launaskattinum aftur inn í Bygg-
ingarsjóð ríkisins og tryggja hon-
um öruggan tekjustofn. Svavar
Gestsson lagði hins vegar áherslu á
að ekki mætti hreyfa við fram-
lögum í Byggingarsjóð verka-
manna, og hiklaust ætti að skylda
banka og lífeyrissjóði til meiri þátt-
töku í húsnæðislánakefinu, og taka
það sem á vantaði með sérstakri
skattlagningu. Jóhanna Sigurðar-
dóttir taldi hins vegar að ekki væri
hægt að íþyngja lífeyrissjóðunum
um of og það myndi þá bitna á getu
þeirra til að lána til húsbygginga.
Skemmri skírn haldlaus
Ríkisstjórnin leitar nú að lausn
sem er í senn ódýr og pólitískt við-
unandi. Minnispunktar frá Áhuga-
mönnum um úrbætur í húsnæðis-
málum, sem Þjóðviljinn hefur und-
ir höndum, eru hins vegar vísbend-
ing um hvernig brugðist yrði við
„skemmri skírn” í húsnæðismál-
um. Þeir telja að krafan um aftur-
virkni sé ófrávíkjanleg vegna þess
að ekki hafi verið staðið við að
fullnægja skilyrðum verðtryggðra
lána. Þá telja þeir ekki ástæðu til
þess að gera greinarmun á þeim
sem byggja eða kaupa, og ekki
heldur á þeim sem byggja í fyrsta
sinn og þeim sem eru að fjárfesta í
annað og þriðja sinn. Telja þeir að
húsnæðispólitík sem byggði á mis-
munun milli þessara hópa myndi
fljótlega leiða til enn meiri vand- |
ræða á húsnæðismarkaðinum og '
færa að því rök.
„Væntingarnar eru í hámarki”, .
sagði Stefán Ólafsson einn formæl- ;
enda Áhugamanna um úrbætur í
húsnæðismálum í samtali við blað-
ið. Það er von eftir hinn há-
stemmda loforðaflaum sem lagt
hefur frá sumum ráðherrum síð-
ustuviku.Endahringjamennnútil i
Húsnæðisstofnunar og spyrja:
Hvenær fæ ég miljónina? En
Áhugamenn um úrbætur í húsnæð-
ismálum setja von sína á útvarps-
þátt nk. þriðjudagskvöld, og búast
við að þá muni félagsmálaráðherra
ef til vill geta svarað einhverju í
stað þess að lofa öllu. -ekh
ritstjórnargrei n
Nýtt skipulagshneyksli
Sjálfstæðisflokkurinn í
Reykjavík hefur ekkert lært af
skipulagsmistökunum í Grafar-
vogi. Uppbyggingaráætlun
flokksins þar er hrunin, tvær af
hverjum þremur lóðum í fyrsta
áfanga verða auðar, eitt og eitt
hús verður reist á stangli um
svæðið endilangt og frumbyggjar
í Grafarvogi sjá fram á nöturlega
búsetu þar um margra ára skeið.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir,
dreifða byggð, einangruð hús,
140 miljón króna fjárvöntun í
gatnagerð og það óhagræði sem
íbúar munu verða fyrir vegna
hægrar uppbyggingar og lítillar
þjónustu hafnaði Sjálfstæðis-
flokkurinn í fyrrakvöld tillögum
Alþýðubandalagsins um endur-
skoðun á skipulagi 2. og 3. áfanga
hverfisins og viðræðum við lóðar-
hafa um að flytja sig um set þann-
ig að unnt verði að mynda heil-
legan byggðakjarna sem hæft
væri að veita lágmarksþjónustu
strax. „Við höldum áfram eins og
ekkert hafi í skorist”, sagði borg-
arstjóri og trúr slagorði sínu úr
síðustu kosningum, „Byggjum á
ströndinni”, siglir hann nú hrað-
byri í næsta strandstað, í þetta
sinn við Skúlagötu.
Ágreiningurinn um skipulag
við Skúlagötu snýst ekki um það
hvort reisa eigi þar íbúðabyggð
heldur um það hvernig sú byggð
skuli vera. Borgarskipulag
Reykjavíkur hefur sýnt framá
hvernig tryggja megi notalega
byggð með fjögurra hæða íbúðar-
húsum og breyttri nýtingu þeirra
stórbygginga sem fyrir eru á
svæðinu. Sjálfstæðismenn hafa
hins vegar samþykkt að uppbygg-
ingin verði helmingi meiri og öll
gömul hús rifin, þannig að reistur
verðir hár borgarmúr eftir Skúla-
götu endilangri. Slík ofbygging
mun koma verulega niður á gæð-
um byggðarinnar og ekkert svig-
rúm verður til að uppfylla þær
kröfur sem almennt eru gerðar til
útivistarsvæða, þjónustu, útsýnis
og skjólmyndunar.
Þó Sjálfstæðisflokkurinn kjósi
nú allt í einu að beita fyrir sig
rökum vinstri meirihlutans um
þéttingu byggðar, þá eru það
tylliástæður. Raunveruleg ástáeða
þess að flokkurinn hefur nú
áhuga á uppbyggingu í Skugga-
hverfi er sú að nokkur stórfyrir-
tæki sem þar eiga víðlendar
eignarlóðir þurfa að selja þær og
það dýrt. „Skipulagið verður að
vera arðbært”, segir borgarstjóri,
„annars verður engin uppbygg-
ing”. Hér kemur raunverulegt
eðli Sjálfstæðisflokksins í Ijós:
Peningalegir hagsmunir nokk-
urra fyrirtækja eru settir ofar
hagsmunum íbúa á svæðinu og
ofar hagsmunum borgarbúa í
heild. Á meðan borgarstjóri situr
á einkafundum með forstjórum
viðkomandi fyrirtækja og býður
þeim gull og græna skóga, neitar
hann að tala við 150 íbúa í Skugg-
ahverfi, - þeirra bíður hvorki gull
né grænir skógar, heldur skuggi
og sviptibyljir af völdum hins
nýja borgarmúrs og ofsetin byggð
háhýsa sem mun byrgja alla sýn
til Esjunnar allt upp að Lauga-
vegi.
En Sjálfstæðisflokkurinn
hundsar ekki aðeins varnaðarorð
minnihlutans og óskir íbúa um
viðræður, heldur einnig alvar-
Álfheiftur_________________
Ingadóttir
skrifar
legar aðvaranir tveggja þýðing-
armikilla embættismanna borg-
arinnar: forstöðumanns borgar-
skipulags og borgarlæknisins í
Reykjavík. Viðvaranir borgar-
skipulags um hættuna á myndun
slömmhverfis í svo ofsetinni
byggð og viðvaranir borgarlæknis
um stórfellda mengunarhættu frá
skólplögnum við Skúlagötu mega
sín einskis. Borgarstjórnarmenn
Sjálfstæðisflokksins heyra það
eitt sem þeir vilja heyra: forsvars-
menn einkagróðans eru ánægðir,
- hvað varðar þá um álit minni-
hluta borgarstjómar, íbúa á svæð-
inu eða fagíegt álit embættis-
manna?
Með þessu nýja skipulags-
hneyksli hefur verið vakinn upp
gamall draugur niðurrifsstefn-
unnar, stefnu sem var aflögð á
fjögurra ára stjórnartíma vinstri
meirihiutans í Reykjavík. Borg-
arbúar komu þá í veg fyrir að hús-
in í Grjótaþorpi, við Hallærisplan
og á Bernhöftstorfu yrðu rifin og í
þeirra stað reistar Morgunblaðs-
hallir í gamla bænum, eins og
skipulagshöfundar Sjálfstæðis-
flokksins höfðu ákveðið. Nú þarf
einnig að hindra að Sjálfstæðis-
flokknum takist að gera skipu-
lagsdrauma sína við Skúlagötu að
veruleika.
ÁI