Þjóðviljinn - 17.09.1983, Side 9

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Side 9
Helgin 17.-18. september 1983 1 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Skúlagötuævintýrið: PÓTEMKÍNT J ÖLD eða draumurinn um Copacabana Fyrri grein Eftir því sem aldurinn færist yfir Reykjavíkurborg virðist yfirbragð hennar sífellt verða lágkúrulegra. Fram að seinna stríði munu Reykvíkingar hafa verið stoltir af því að búa við bæjarbrag, sem bor- ið gat nafn með rentu. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir því að bær var bær; borg, borg og sveit, sveit. Þeir höfðu á hreinu það sem virð- ist svo oft skolast til í hausnum á Reykvíkingum nútímans. Þó voru tengsl þessara hverfandi kynslóða við landsbyggðina langtum meiri en síðar varð. Uppúrstyrjöldinni tekur bærinn að gliðna og heilsteypt mynd hans ferúrböndum. Híbýli bötnuðu al- mennt, urðu stærri og bjartari. Þessi bót á húsnæði afsakar þó ekki það skipuleysi og ringulreiðina, sem nú náði yfirhendinni í útfærslu íbúðahverfa. Höfuðborgarsvæðið fór að skríða upp um holt og hæðir líkt og gúmmtugga, sem stigið er ofan í og spýtt út með hælnum. Reykjavík varð að þeim langa ormi, sem nú nær yfir nokkur veðursvæði og liggur á stundum ofan við snælínu. Astæðurnar fyrir þessu öfug- streymi eru margslungnar og verða ekki raktar hér. Þó skal benda á staðsetningu Reykjavíkurflugvall- ar, sem ónýtt hefur Vatnsmýrina og á beinan þátt í fáránlegri þróun borgarinnar til austurs. Það ætti að vera mönnum íhugunarefni, að þessi öfugþróun helst í hendur við vaxandi ríkidæmi íslendinga. Útsýni: Að kaupa köttinn í sekknum. Ég minnist fýlsins í sveitinni. Ef hann sá ekki til hafs eða fjalla, tap- aði hann áttum og varð ófleygur. Þá var hægt að læðast aftan að hon- um og rota hann með spýtu. Þetta var góður fugl til átu, herramanns- matur. Yngri kynslóðum Reykvíkinga er ef til vill líkt varið og fýlnum. Sjái þær ekki Esjuna og hafið út um stofugluggana, falla þær í fátt, ef- laust skíthræddar um að verða barðar í hausinn með klubbu. Þess vegna hefur allt skipulag nýbyggð- ar í Reykjavík miðast við útsýni, óskadraum íbúanna sem sjaldan rætist. Því fólk hefur útsýni í hæsta lagi nokkur ár, eftir að nýju svæði hefur verið úthlutað. Þá tekur næsta svæði við og skyggir á hið fyrra og svo koll af kolli. Þannig fæst engin trygging fyrir ævarandi útsýni, jafnvel ekki við sjávarsíð- una eins og Seltirningar sunnan megin á nesinu hafa orðið áþreifanlega varir við. En áfram heldur dellan í sífellu og nú er svo komið að flatarmál borgarinnar er ekki í neinu samræmi við íbúatölu. Reykjavík er nokkurra tuga þús- unda bær, sem byggður er eins og milljónaborg. Pétting nei, þétting jú. Um aðra þætti borgarskipulags hefur lítið verið skeytt. Til dæmis er það orðin regla fremur en und- antekning,að íbúar nýrri hverfa sæki nauðsynlegustu þjónustu á bílum. Ekkert er til sparað, svo borgarbúar geti eytt meira bensíni. Allt tal um manneskjulegt um- hverfi er afgreitt af ráðamönnum sem „Óraunhæfir draumórar". Raunhæfu draumórarnir eru þá sjálfsagt allt hitt, þar sem tekið er mið af „Draumaborgum" eins og Los Angeles, Mexico City og Kalk- útta. Allt annað en Klóndæk er óarðbært. Almenningsgarðar, úti- vistarsvæði, leikvellir, kaffihús og greiðasölur, að skjólinu fyrir vind- inum ógleymdu, allt er það þyrnir í augum ráðamannanna raunhæfu. Gullið er að finna í bílamengun, rokrassi ogfúamýrum. Það þarfþví vart að taka það fram, að Reykja-' vík er arðvænleg borg. En mitt í gullæðinu. finna borg- arbúar sáluhjálp í útsýninu. Þegar norðangarrinn næðir eftir Kalk- ofnsvegi og Lækjargötu, inn yfir Tjörnina og vegfarendur í Banka- stræti takast á loft í hálkunni, líta þeir Esjuna í fallinu og það hýrnar yfir þeim. Þeir taka undir með Gunnari. urn leið og þeir renna á rassinn: „Fögur er hlíðin...". Þó eru þeir sem draga kosti þessa skipulags í efa. Einkum þegar lítið hefur legið við, að menn yrðu úti í miðborg Reykjavíkur. Én þegar minnst hefur verið á skynsamlega þéttingu borgarinnar, hafa raun- hæfu mennirnir rekið upp rama- kvein. Einn þeirra íðilfögru staða sem rifist var um fyrir fáeinum árum voru iðngarðarnir, Skeifan, Hagkaup og Glæsibær. í farar- broddi fyrir varðveislu þess dásam- lega útsýnis voru þeir sem nú hygg- ja á múrbyggingar við Skúlagötu. Hvað hefur gerst? Þegar sumir voru farnir að gera því skóna, að Reykjavík myndi að lokuin teygja sig hringinn kringum landið, sprakk þanþol hennar í gerilholt- inu við Grafarvog. Einmitt þegar fyrsti áfanginn eftir hringveginum var í seilingu fram undan, breiður og bjartur. Ekki reyndist nóg, að íbúarnir ættu bíla, það þurfti einnig vegi til að aka þeim á. Skipbrotið í Grafarvogi var svo notað til að sýna fram á, að fullnægt hefði verið eftirspurn eftir lóðum. Gott og vel. En hví þarf þá að þétta byggðina við Skúlagötu, úr því búið er anna allri lóðþörf Reykvíkinga? Hér er einhver brotalöm í röksemdafærslunni, sem erfitt er að ná heim og saman, ef borgarstjóri er að segja satt. Eða hvers vegna allan þennan asa? Ur því allir hafa fengið lóð sem þurftu, er þá ekki hægt að slappa af og taka sér tíma til að vanda val skipulagsins við Skúla- götuna? Þétta, en ekki kœfa. Borgarstjóri lýsir því yfir í Morgunblaðinu, að ekki megi neinn tíma missa og hraða verði uppbyggingu Skúlagötunnar sem mest. Er hann hræddur um að hún fljúgi burt, gata sem staðið hefur í allan þennan tíma kyrr á sínurn stað? Hvaða endemis rugl er þetta? Eru mennirnir haldnir sama kvilla og Chaplin við færibandið forðum: „Byggja, byggja, tra la la...“? Með öllu þessu írafári eru vel- sæmisreglur innan hinna ýmsu stofnana borgarinnar þverbrotnar. Borgarskipulagið er hunsað; til- lögum fólks sem unnið hefur fyrir Borgina að skipulagsmálum og sett hefur fram viðunandi tillögur, er stungið undir stólinn. Reynt er að fara á bak við allt og alla, í gerræð- islegri tilraun til að múra upp í norðurhlíð Skólavörðuhæðar. Farga skal. sögulegum byggingum, sem sett hafa svip sinn á bæinn. Allt er þetta gert, eftir að búið er að uppfylla kröfur Reykvíkinga um lóðir. Tillögurnar sem meirihluti borg- arstjórnar hefur lagt Jblessun sína yfir, miða ekki að skynsamlegri þéttingu, heldur kyrkingu. í seinni grein mun ég fjalla nánar um þess- ar tillögur og aðrar. Heiðurslaun Brunabótafélags Islands 1984 í tilefni af 65 ára afniæli Brunabótafélags Islands 1. janúar 1982, stofnaði stjórn félagsins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa cin- staklingum kost á að sinna sérstökum verk- efnum til liags og hcilla fyrir íslenskt samfé- lag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menn- ingar, íþróttaeða atvinnulífs. Nefnast starfs- laun þess, sem ráðinn er: HEIÐURSLA UN BR UNABÓTAFÉLA GS ÍSLA NDS. O Stjórn B.I. vctirhciðurshunþcssisamkvæmt sérstökum reglum og cftir umsóknum. Regl- urnar fástáaðalskrifstofu B. I. að Laugavcgi 103 í Rcykja vík. O Þeir, sem óska aðkoma tilgrcina viðráðn- ingu ístöðuna á árinu 1984 (að hluta cða allt árið)þurfa að skila umsóknum tilstjórnar félagsins fyrir 10. okt. 1983. Brunabótafélag íslands Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 2-5 Station 1800 GLFfjórhjóladrif- inn, með háu og lágu drifi - 5 cm. upphækkun á farþega- rými - Aflstýri - Sjálfskipting - Rafmagn á speglum og rúðum - Luxus aftursæti með höfuðpúðum - Og algjör nýj- ung „Hill Holder“. Samvirkni milli hemla og tengis.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.