Þjóðviljinn - 17.09.1983, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Qupperneq 17
Helgin 17.-18. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Nýja útvarpshúsið er við hlið Norðurlandahússins og hvergi eins tilkomumikið að utan. Glœsilegt hús en aðeins 20 starfsmenn Þegar gengið er um götur Þórs- hafnar í Færeyjum, vekur at- hygli falleg byggingarlist. Ekki aðeins Norðurlandahúsið, sem hefur þó vakið verðskuldaða athygli, heldur einnig falleg ein- býlishús, lágreist, gjarnan úr timbri, og stærri byggingar, svo sem sundhöllin, nýja hótelið og nýja útvarpshúsið. Útvarpshúsið lætur lítið yfir sér að utanverðu, en er þeim mun fal- legra að innan. Arkitektinn, J.P. Gregoriussen hefur valið að láta hráan steininn halda sér að veru- legu leyti að innan, stórir gluggar eru yfir öllu húsinu og glæsilegt úr- val af færeyskum málverkum á veggjum. í Útvarpshúsinu vinna um 20 manns, fæstir fastráðnir. Útvarpið hefur verið starfrækt síðan 1956 en ekki er ennþá útvarpað allan dag- inn. Á hverjum laugardegi er sent út leikið efni, en Oskar Hermanns- son, sem er mörgum íslendingum að góðu kunnur, stjórnar „leiklist- ardeildinni". J>á sér Oddva Natt- estad um efni fyrir börn, en það er sent út á hverjum degi. Fréttadeildin er þó stærsta deildin. Þar vinna 8 manns, allt karlmenn og lesa þeir sjálfir frétt- irnar. Ekki sjaldnar en 9 sinnum á hverjum degi eru sendar út fréttir og alltaf á færeysku. Þá eru veður- fréttirnar ekki þýðingarminnstar, en eins og þeir vita sem komið hafa til Færeyja, skiptir oft um veðurlag á hverjum degi. Færeyingar eru mjög háðir flugsamgöngum og jafnan er tilkynnt í útvarpi ef flug fellur niður og eins þegar breyting- ar verða á flugáætlun. Sent er út frá kl. 7.15 og til kl. 13.00 og síðan aftur kl. 18.15 og fram á kvöld. Færeyska útvarpshúsið er aðeins 2ja ára gamalt og hefur vakið mikla athygli fyrir fallegan arkitektúr, en hins vegar virðist starfseminni þarna innan dyra að sumu leyti skorin nokkuð þröngur stakkur. Til dæmis litum við niður á tónlist- ardeildina og ætluðum að skoða ís- lenska plötusafnið. Þar var ekki um auðugan garð að gresja. Sára- lítið var til af nýjum íslenskum plötum, Stuðmenn og Grýlurnar voru t.d. ekki til, en 3ja flokks norskt og danskt popp í metravís. Það segir sig sjálft að útvarpsstöð með aðeins 20 manna starfslið hef- ur ekki ótakmarkaða möguleika, og til dæmis klippa dagskrárgerð- armennirnir gjarnan sína þætti sjálfir og fréttamennirnir eru jafn- framt þulir, eins og fyrr segir. Þegar hlustað var á færeyska út- varpið kom þó oft fyrir að maður heyrði afbragðsgóða þætti, vel unna og skemmtilega. Nú er í ráði að koma upp færeysku sjónvarpi og er undirbúningur hafinn. Tekur það væntanlega til starfa í janúar en aðeins tveir menn hafa verið ráðnir ennþá. Við ræddum stuttlega við þau Oddvu og Oskar. Oskar hefur ný- lega lokið við að þýða Jóa eftir Kjartan Ragnarsson fyrir Klakks- víkinga en hann hefur þýtt allmörg íslensk verk yfir á færeysku. Til dæmis hafa mörg verka Jónasar Árnasonar verið flutt í færeyska út- varpinu í þýðingu hans. Oskar leik- stýrir oftast sjálfur og sagðist hann líka gera mikið af því að dramatis- era sögur fyrir útvarpið. Hann sagði að það væri orðið langt síðan hann hefði flutt íslenskt leikrit og vonaðist til að fá íslensk leikrit send frá leiklistardeildinni við Út- varpið á íslandi. Oddva sagðist hins vegar nota mikið íslenskt efni í barnatímana, meðal annars sögur eftir Guðrúnu Helgadóttur. Þau voru bæði sammála um að auka þyrfti samskipti á milli íslands og Færeyja á sviði menningarmála og fjölmiðla. Útvarpsstjórinn við færeyska út- varpið er Nils Juul Arge. þs Oddva sem sér um barnaefnið. Húsið er sérlega glæsilegt að innan og gluggar yfir öllu. Ljósm. þs. Það er nóg að gera á fréttastofunni, en fréttamennirnir eru jafnframt þulir. Miklar blómaskreytingar eru við hina risastóru glugga hússins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.