Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983 shammtur Af almanna vörnum Fávís almúgi í hinum siðmenntaða heimi á, held ég, svolítið erfitt með að átta sig á atómsprengjum, eins og vonlegt er. Praktísk reynsla af „bombum” af þessu tagi er af tiltölulega skornum skammti, meðal annars vegna þess að þeir sem hafa orðið fyrir atómsþrengj- um geta lítið miðlað öðrum af reynslu sinni. Svo er það hitt að atómsprengjur hafa lítið eða ekkert verið notað- ar í þéttbýli síðan tilraunirnar voru gerðar með þær í lok síðari heimsstyrjaldarinnar í Japan. Notagildi atómsprengjunnar er svolítið umdeilt og sýnist hverjum sitt, eins og gengur. Einn heldur því fram að „bomban” auki líkurnar á stríði, en annar að „bomban” auki líkurnar á friði og hafa víst báðir nokk- uð til síns máls eins og gengur. Hvað sem öðru líður, hafa stríð hingað til verið, og verða sjálfsagt áfram háð guði til dýrðar af riddaralegri kurteisi með gloríu og glæsibrag. Þannig er auðvitað æskilegast að í styrjöld með atómvopnum verði barist, og þá er auðvitað öllu öðru brýnna að sem fæstir fari sér að voða. Til þess að það megi verða þarf almenningur að kunna góð skil á því hvernig ber að haga sér í kjarnorkustríðum, ef ekki á að fara illa. Hér á landi eru það svonefndar „almannavarnir”, sem hafa það hlutverk að fræða fólk um viðbrögð við kjarnorkustyrjöld og síðan á það að falla í hlut þeirrar stofnunar að sjá um velferð þeirra, sem verða fyrir „bombunni”. Nú var það í vikunni að til tíðinda dró hjá almanna- vörnum. Tilkynnt var að í „hagræðingar- og sparnað- arskyni” yrði viðvörunarpípið haft á miðvikudögum, en ekki laugardögum, eins og áður, en þó því aðeins, að pípdaginn bæri ekki uppá helgidag. Þessi háttur mun hafður á til þess að þeir sem pípa sýrenunum, geri það ekki í yfirtíð og ætti þessi viðleitni að geta orðið til þess að gleðja Albert á sextugsafmælinu. Ég vissi lengi vel harla lítið um almannavarnir og eiginlega ekki neitt fyrr en hérna um árið, í vætutíð að vorlagi, að mikill vöxtur hljóp í Elliðaárnar, einhverja sakleysislegustu lækjarsprænu sem um getur. Þetta hefði sjálfsagt ekki þótt tíðindum sæta, nema af því að flóðið færði almannavarnir í bólakaf og allt það sem almannavörnum tilheyrði. Aimannavarnir urðu á þessum mildaen vota vordegi gersamlegaóvirkar, því rúmbúnaður og annað það, sem kemur almenningi til góða í kjarnorkustyrjöldum flaut til hafs í vorleysinga- vatni Elliðaánna. Þá hugsaði margur maðurinn: „Ja, það var nú meiri guðs mildin að ekki skyldi brjótast út kjarnorkustyrjöld morguninn, sem Elliðaárnar hlupu”. Allir vita að það er eitt af grundvallarskilyrðum í kjarnorkustríði að al- menningur geti látið fara sæmilega um sig með hreint og þurrt á rúmunum. Jæja. Nú er orðið nokkuð langt síðan Elliðaárnar hlupu og haft er fyrir satt að búið sé að þurrka dýnur og tepþi og að nú sé rúmbúnaður almannavarna geymdur í hlíðarslakka fyrir neðan Skammadal, sem liggur milli Reykja í Mosfellssveit og Mosfellsdals. Þar er talið ólíklegt að sparilökin verði flóði að bráð. Nú var það semsagt í vikunni sem leið að tímasetn- ing pípsins frá almannavörnum var flutt yfir á miðviku- daga af laugardögum. í leiðinni var almenningi bent á að kynna sér rækilega í símaskránni, hvernig bæri að haga sér til að forða slysi, ef maður yrði fyrir atóm- sprengju. Og af því að ég er nú alltaf svo undur góður og þægur, náði ég strax í símaskrána og las mér til um það sem kallað er: VIÐBRÖGÐ TIL VARNAR: 1. Strax og frumáhrif kjarnasprengingar eru gengin yfir, skal leita skjóls. 2. Sé vitað um sérstaklega valið húsnæði sem skýli, skal leitað þangað. Annars í næsta traustasta kjall- ara, sem vitað er um. 3. Besti staðurinn er jafnan í því herbergi, sem er fjærst öllum útveggjum. 4. Þeir sem fá á sig geislavirkt úrfall á leið í skjól, eiga að bregða klút fyrir vit sér. Áður en farið er inní skýli verður að afklæðast menguðum fötum fyrir utan og dusta ryk úr höfði sér ef kostur er. 5. Ekki máyfirgefa skýli, nema boð komi frá almanna- vörnum um slíkt. Geislavirkni dvín mjög hrattfyrstu stundirnar, nema árás sé síendurtekin. (leturbr. mín). Manni er nær að halda að ef settum reglum sé fylgt þá sé svona heldur auðvelt að losna við að lenda í vandræðum í kjarnorkustyrjöld. En þó held ég að menn ættu að muna að slík vopnaviðskipti hafa nokkra sérstöðu, eða eins og kallinn sagði: í leiðinni þá mætti á það minna (og margur hyggur sannleikskorn þar Q: Atómstríð er engin leið að vinna og ennþá síður hægt að tapa því. sHraargatriö og hingað til hefur verið markmið þeirra allra. Nýtt og glæsilegt sjúkrahús hefur nú risið á ísafirði og hefur lengi verið í umræðu hvað gera ætti við gamla húsið sem reist var árið 1924 að frumkvæði Vilmundar Jónssonar þáverandi læknis á ísa- fírði. Gamla sjúkrahúsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og er eitt fallegasta húsið á Isa- fírði auk þess sem það nýtur sín vel á stóru túni. Sumir hafa viljað gera gamla húsið að ráðhúsi Isa- fjarðar en nú hefur verið ákveðið að bjóða út nýtt stjórnsýsluhús á staðnum. Það liggur hins vegar í loftinu að Bókasafn ísafjarðar fái gamla sjúkrahúsið til afnota og e.t.v. fleiri söfn. Nýlega lauk umsóknarfresti um stöðu fræðslustjóra á Vestfjörðum og sóttu þrír menn um, þeir Bjarni Pálsson skólastjóri á Núpi, Pétur Bjarnason skólastjóri í Mosfells- sveit (áður í Bíldudal) og Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri í Reykholti í Biskupstungum (áður á Barðaströnd). Atkvæða- greiðslu er lokið innan fræðslu- ráðs Vestfjarða og fékk Pétur 4 atkvæði en Bjarni 3. Nú er því beðið ákvörðunar Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráð- herra en Pétur, sá sem flest at- kvæðin hlaut, mun vera Fram- sóknarmaður. Það eru ekki allir blankir í þessu landi. Hermt er að forstjóri Haf- skipa og formaður stjórnar SÁÁ hafi nýlega keypt húseignina Hofsvallagötu 49 af Hilmari Fenger, sem þar hefur búið. Kaupverðið mun ekki hafa verið undir 10 miljónum króna og er um að ræða eitt hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir einbýlis- hús í landinu. Sultarólin er greini- lega ekki hert í botn hjá öllum fjölskyldum í landinu og kemur á daginn hér eins og vitrir máttu vita að það er ekki sama Jón og séra Jón. Vilhjálmur Þór fyrrum forstjóri SÍS reisti þetta einbýlis- hús og mun hafa verið vandað vel til hússins í öndverðu svo ekki sé meira sagt. Orðabók Háskóla íslands hefur nú verið í vinnslu áratugum saman og er nú komið að því að starfsmenn hennar ætla að gefa út á næstunni tilraunahefti sem gæti verið vísir að því sem koma skal en orða- bókin sjálf verður sjálfsagt 15-30 stórbindi. Hefurorðabókintekið tölvutækni í sína þágu og er verið að mata tölvu á seðlasafninu. Davíð Oddsson borgarstjóri er farinn að slaka á taumnum á borgarfulltrúum sínum... Einbýlishús Vilhjálms Þór var nýlega selt forstjóra Hafskipa fyrir gifurlega upphæð. Eitthvað virðist það hafa komið við kaunin á borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins sem sást í gegnum skrá- argatið um síðustu helgi, að þeir þyrftu sérstakt leyfi Davíðs til að fá að tala. í umræðum um verka- mannabústaði s.l. fimmtudag tóku nefnilega 7 borgarfulltrúar flokksins til máls, Davíð að vísu fjórum sinnum Markús Örn, Páll Gíslason og Hilmar Guðlaugsson tvisvar hver og Guðmundur Hallvarðsson, Ingibjörg Rafnar og Jóna Gróa Sigurðardóttir einu sinni. Umræðan stóð í tæpa 4 tíma og 7 borgarfulltrúar minni- hlutans tóku þátt í henni. Algjört einsdæmi hefur átt sér stað í nýj- asta Degi, þarsem formaður stéttasamtaka heldur því fram í fullri alvöru að það hafi þurft að skerða kaupmátt launa. Hér er um Þóru Hjaltadóttur formann Alþýðusambands Norðurlands að ræða, en hún segist í viðtalinu vera félagsbundin í Framsóknar- flokknum. Yfirlýsingar þessara hafa verið einsog köld gusa fram- an í verkalýðsforingja annarra stéttasamtaka í landinu, sem nú eru að undirbúa hörð átök við ríkisvald og atvinnurekendur fyrir endurheimt lýðréttinda og mannsæmandi launakjara, eins- Þóra Hjaltadóttir formaður Al- þýðusambands Norðurlands lét eftir scr hafa í viðtali við Dag á Akureyri að sjálfsagt hefði þurft að laekka kaupið...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.