Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983
Troðfullt var út úr dyrum þegar hin nýja félagsmiðstöð unglinga í Kópavogi var opnuð í fyrri viku og var
greinilega mikil ánægja með aðstöðuna. - Ljósm. eik.
Krakkarnir sjá
um reksturinn
Spjallað við forstöðumanninn Eddu Andrésdóttur
Á fimmtudaginn 29. sept. var opnuð félagsmiðstöð í
Kópavogi í kjallara leikskólans í Fögrubrekku.
Félagsmiðstöðin Agnarögn, nafnið er mjög við hæfi því
ekki er staðurinn stór en mjög skemmtilegur. Þessi
staður er afrakstur ráðstefnunnar í mars sem krakkar úr
Kópavoginum héldu ásamt fleirum.
Þarna var margt um manninn og
komust færri inní aðalsalinn en
vildu, en þar var dagskrá allt kvöld-
ið ræður, laust orð og tvær hljóm-
sveitir úr Kópavogi, Aids og Aluc-
ard, tróðu upp.
Eftir mikinn troðning fann ég
loks baksviðs Eddu Andrésdóttur
forstöðumann miðstöðvarinnar,
en þar var hún að ýta krökkum
fram á svið og taka við þeim aftur,
klappaði á bök og hvíslaði hug-
hreystandi orðum í eyru. Milli þess
brosti hún til mín og svaraði eftir-
töldum spurningum:
Hversvegna varst þú valin í þessa
stöðu, er þetta eitthvað tengt fyrri
störfum þínum?
- Ég sótti bara um og fékk
stöðuna. Þetta tengist ekki fyrri
störfum mínum, þetta er allt mjög
nýtt og spennandi fyrir mér.
Hvernig verður staðnum stjórn-
að?
- Undirbúningsnefndin mælir
með þrem krökkum sem sjá um
stjórn í eina viku og sjá þá alveg um
staðinn sjálf og ég verð þeim innan-
handar. En ef það verður mjög
mikið að gera þá geta þau fengið
aðstoð. Síðan þegar vikan er liðin
þá mæla þessir þrír með öðrum
þrem sem sjá svo um næstu viku
osfrv.
Hvað verður að gerast, verður
þetta einungis skemmtistaður?
- Nei alls ekki, hér verða uppá-
komur allskonar, skemmtun og
upplýsing. A föstudögum og
laugardögum verða diskótek og þá
verður opið til eitt. Á
fimmtudögum verður reynt að fá
hljómsveitir og opin hús á þriðju-
dögum, þá er opið til 11.
Hvernig líst þér á staðinn?
- Þetta kvöld sýnir nú að það er
brýn þörf fyrir þennan stað og ef
þetta verður svona áfram þá
sprengjum við hann utan af okkur.
Hljómsveitin AIDS á fullu í félagsmiðstöðinni. Ljósm.: eik.
Edda Andrésdóttir í Agnarögn í Kópavogi: sprengjum húsnæðið örugg-
lega utan af okkur innan tíðar. - Ljósm. eik.
Unglingurinn
Fullorðna fólkið það lífsreynt er
litli unglingur það geturðu séð
hlustaðu á okiair annars illa fer
þú ert bara lítið peð.
En hvers má unglíngurinn gjalda
komdu heim klukkan tíu
og hvað á hann að halda
oj bara ég fæ klíju.
Viðlag:
Fullorðinn og lífsreyndur
þegiðu þú ert bara unglingur.
Einn góðan veðurdag
segir einn lífsreyndur maður
þetta mun allt komast í lag
og unglingurinn fer heim glaður
Unglingurinn lengi beið
og ekkert gerðist enn
óralangur tími leið
það vita konur og menn.
Viðlag:
Er þetta klikk í kerfinu
eða á þetta að vera svona
rúlla áfram í lífinu
eldast bíða og vona.
En hvað skyldi lífsreynslan vera
því tekur enginn mark á mér
og hvað á ég að gera
NEI bless heimur burt ég fer.
Arnþór Sigurðsson