Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983
fréttasHýring
Álfheiður
Baksvið frœðslustjóramálsins
Sjálfstœðis-
flokkurinn þarf
af sérstökum
ástœðum að
koma
sínum mönnum
að
Kennsla 5 ára barna í
Álftamýrarskóla varö til þess
aðuppúrsauðá
borgarstjórnarfundi í
fyrrakvöld, þegar Ragnar
Júlíusson borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins,
varaformaður fræðsluráðs og
skólastjóri Álftamýrarskóla,
bjó til tilefni til að ráðast að
fræðslustjóranum í Reykjavík,
Áslaugu Brynjólfsdóttur.
Sakaði hann fræðslustjóra
m.a. um vanrækslu í starfi, en
Ragnar hefur ekki fengið
skriflegaheimild
ráðuneytisins fyrir 5 ára
deildinni, þrátt fyrir það að
fræðslustjóri hafi skrifað
ráðuneytinu 30. mars s.l. og
síðan ítrekað málið.
í borgarstjórn er rík hefð fyrir
því að borgarstjóri grípi til varna
fyrir embættismenn ef á þá er
hallað í ræðustól og minni á að
viðkomandi geti ekki svarað fyrir
sig á sama vettvangi. Adda Bára
Sigfúsdóttir, sem setið hefur í
borgarstjórn með stuttu hléi frá
1962 sagðist ekki minnast þess að
nokkur borgarfulltrúi hefði áður
lagst svo lágt sem Ragnar Júl-
íusson gerði, að ráðast að em-
bættismánni með persónulegum
svívirðingum og beinum ásökun-
um um vanrækslu í starfi. „Ég
hefði talið það skyldu forseta að
veita borgarfulltrúanum áminn-
ingu”, sagði Adda. Markús Örn
Markús Örn Antonsson: Næsti
útvarpsstjóri?
Antonsson, forseti borgarstjórn-
ar og formaður fræðsluráðs sá þó
ekki ástæðu til slíks, heldur bætti
frekar um betur í ræðu sinni
nokkru síðar. Dró hann þá álykt-
un að fræðslustjóri hefði tekið af-
stöðu gegn meirihlutasamþykkt
fræðsluráðs um 5 ára deildina eða
ætlaði sér ekki að taka afstöðu.
Þar væri kannski fundin skýringin
á því að ráðuneytið hefði enn
ekki afgreitt málið!
Davíð Oddsson borgarstjóri sá
heldur ekki ástæðu til að grípa til
varna fyrir fjarstaddan fræðslu-
stjóra, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli
minnihlutafulltrúanna, enda lítur
hann ekki á Áslaugu sem starfs-
mann borgarinnar heldur ráðu-
neytisins.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
brugðu hart við í fyrra þegar Ing-
var Gíslason, þáverandi mennta-
málaráðherra setti ekki Sigurjón
Fjeldsted, borgarfulltrúa flokks-
ins og fræðsluráðsmann í embætti
fræðslustjóra. Lýstu þeir yfir
stríði við fræðslustjórann og
skömmu síðar var kunngerður
samningur sem þeir höfðu náð
við embættismenn ráðuneytisins
um tvískiptingu fræðsluskrifstof-
unnar. Samkvæmt honum átti
Ragnar Júlíusson: Næsti forstjóri
Bæjarútgerðar Reykjavíkur?
fræðslustjórinn að sjá um lítinn
afmarkaðan hluta skólastarfs í
borginni en annar „stjóri", borg-
arstarfsmaður (og væntanlega þá
Sjálfstæðismaður), átti að hafa
með eiginlegan rekstur fræðslu-
mála að gera. Ingvar Gíslason
lýsti því yfir að hann myndi ekki
staðfesta samninginn enda höfðu
ýmsir lögmenn bent á að hann
bryti gegn grunnskólalögunum.
Hugsuðu Sjálfstæðismenn sér því
gott til glóðarinnar þegar fulltrúi
flokksins, Ragnhildur Helgadótt-
ir, settist í stól hans eftir kosning-
ar í vor.
Síðan eru liðnir fjórir mánuðir
og ekki er vitað til þess að
fræðsluráð hafi ítrekað tilmæli
um að samningurinn verði stað-
festur. Á meðan hefur starfsár
setts fræðslustjóra runnið sitt
skeið á enda og Áslaug Brynjólfs-
dóttir hefur óskað eftir að verða
skipuð í starfið. Það er ekki venj-
an að ráðherra leiti umsagnar
fræðsluráða í slíku tilfelli, en það
er einmitt það sem ráðherra nú
gerði. Fræðsluráð tekur málið
fyrir á fundi sínum á mánudag.
„Ég vænti þess fastlega að ráðið
gangi frá meðmælum sínum á
fundinum á mánudag“, sagði
Sigurjón Fjeldsted: Næsti
fræðslustjóri?
Adda Bára Sigfúsdóttir í borgar-
stjórn á fimmtudag. „Þó meiri-
hlutanum hafi ekki geðjast að því
að Sjálfstæðismaður var ekki
skipaður í stöðu fræðslustjóra þá
er ljóst að fræðslustjóri nýtur
fulls stuðnings kennara og á rétt á
skipun í stöðuna eftir heilt ár. Ég
vænti þess að enginn fari að
leggja stein í þá götu.“
Flest bendir til þess að það tak-
ist heldur ekki. „Það hafa ekki
svo vitað sé verið gerðar athuga-
semdir við embættisfærslu Ás-
laugar Brynjólfsdóttur“, sagði
Kári Arnórsson, skólastjóri Foss-
vogsskóla í viðtali við Tímann á
fimmtudag. „Það er mjög sér-
stætt ef settur embættismaður fær
ekki skipun ef ekki koma fram
kvartanir yfir störfum hans. Fari
svo nú, hlýtur það að vera alvar-
legt mál fyrir mjög marga, t.d.
kennara og aðra embættismenn
ríkisins." Og kennarareru greini-
lega á sama máli því áskorunum á
menntamálaráðherra um að
skipa Áslaugu tafarlaust rignir
inn. Á fimmtudag héldu stjórn og
trúnaðarráð Kennarafélags
Reykjavíkur fund um málið og í
gær föstudag voru haldnir kenn-
arafundir í skólum borgarinnar.
Ingadóttir
skrifar
Ekki eru neinar líkur á öðru en að
menntamálaráðherra verði við
þessum tilmælum og skipi Ás-
laugu í embættið, enda eru ásak-
anir Ragnars Júlíussonar um van-
rækslu í starfi heldur seint til
komnar nú. Sjálf segir Áslaug
Brynjólfsdóttir að ásakanir séu á
misskilningi byggðar. „Ég hef
margsinnis ýtt á eftir staðfestingu
ráðuneytisins á 5 ára deildinni en
án árangurs," sagði hún í viðtali
við útvarpið í gær.
En hvað gerir Sjálfstæðisflokk-
urinn í borgarstjórn Reykjavíkur
þá? „Það getur vel verið að
Sjálfstæðisflokknum takist að fá
grunnskólalögunum breytt,
þannig að samningurinn um tví-
skiptingu fræðsluskrifstofunnar
verði staðfestur“, sagði einn
skólamaður í gær. „Það tekur
hins vegar sinn tíma en þá geta
þeir væntanlega ráðið Sigurjón
Fjeldsted sem sinn fræðslustjóra
fyrir kosningar 1986.“
Og þar liggur hundurinn
grafinn. Á fyrsta fundi eftir kosn-
ingar samþykktu 12 borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins að
fækka sér um 3, því í næstu kosn-
ingum eiga borgarfulltrúar að
verða 15 á nýjan leik en ekki 21
eins og nú. Hefur þessi samþykkt
gengið undir nafninu „Rússneska
rúllettan" þvf enginn vissi hverjir
áttu að hverfa af vettvangi. Þau
mál eru nú farin að skýrast.
Fyrir nokkru bárust fregnir af
því að Markús Örn Antonsson,
forseti borgarstjórnar yrði eftir-
maður Andrésar Björnssonar út-
varpsstjóra sem mun draga sig í
hlé á næstunni. Markús hefur á
undanförnum árum verið í út-
varpsráði fyrir flokkinn og er
harður fylgismaður hins „frjálsa“
útvarpsreksturs og sammála
menntamálaráðherranum núver-
andi í þeim efnum. Þar fer einn.
Nýlega var báðum fram-
kvæmdastjórum Bæjarútgerðar
Reykjavíkur sparkað og auglýst
hefur verið eftir einum forstjóra
með 4 framkvæmdastjórum sér
við hlið. Ragnar Júlíusson er ekki
aðeins áhugamaður um skóla-
mál. Hann er einnig formaður
stjórnar Bæjarútgerðarinnar og
hefur setið í útgerðarráði árum
saman. Hans er forstjórastaðan
og þá eru farnir tveir.
Þriðji maðurinn er Sigurjón
Fjeldsted. Tilgangurinn helgar
meðalið.
Álfheiður Ingadóttir.
ritstjórnargrcin
Siðferðislegt ~
grundv allaratriði
í eldri borgaralegum þjóðfé-
lögum hafa mótast hefðir, þar
sem viðskiptasiðferði skipar
nokkurn sess. Borgararnir reyna
að hafa sitt á þurru og þess er gætt
að viðskiptavinir og aðrir samfé-
lagsþegnar hafi ekki tilefni til tor-
tryggni.
Uppá okkar kalda skeri er því
miður öðru að heilsa. fslensk
borgarastétt er sögulega á
bernskuskeiði og kann illa að fara
með valdið. Síðustu mánuði
höfum við verið að kynnast stæl-
um og bráðræði þeirra nýríku í
félagslegum og pólitískum efnum
meira en stundum áður. Og þessi
ólánsstétt er líkleg til að hljóta
dapurleg örlög ef svo heldur sem
horfir. Gerræði hennar og sið-
Isysi nú þegar henni gefst olnbog-
arými fyrir hvers konar brask vís-
ar glötunarveginn.
Þjóðviljinn hefur að undan-
förnu sagt frá og rakið nokkur
mál. sem eru í senn lýsandi og
afhjúpandi fyrir þá spilltu yfir-
stétt sem með völdin fer á íslandi.
Það er ekkert launungarmál, að
stjórnarflokkarnir báðir,
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk-
ur bera mesta ábyrgð á sukki og
spillingu sem viðgengst í þjóðfé-
laginu. í nær öllum þeim málum,
sem komast uppá yfirborðið, eru
viðkomandi f eða tengdir þessum
flokkum, þannig að ef spillingar-
öflin njóta ekki beinna ívilnana
þessara flokka þá njóta þau að
minnsta kosti þagnarinnar;
skjólsins, sem þögnin veitir í
málgögnum Framsóknar og
S j álfstæðisflokksins.
Þegar kerfisflokkarnir báðir
sitja að kjötkötlum landsstjórn-
arinnar, þá þrífst sukkið vel og
dafnar. Þá þarf að hygla sínum.
•; Ríkisstjórn spillingarinnar get-
ur keík og kát gefið ráðherra eftir
af almannafé til að kaupa Blazer-
bfl, meðan hún bannar að verð-
bætur séu greiddar á lágu launin.
Slík ríkisstjórn tvískinnungs get-
ur glöð og hress skrifað undir al-
þjóðlegan sáttmála um virðingu
fyrir samningsrétti verklýðssam-
taka - á sama tíma og hún hrifsar
þau lýðréttindí af launamanna-
hreyfingu í eigin landi. Slík ríkis-
stjórn hræsninnar getur sem hæg-
ast gumað af frjálsri verslun og
frjálsum gjaldeyri á sama tíma og
hún bannar frjálsa samninga. Sú
ríkisstjórn stærsta kaupráns í fs-
landssögunni getur sem hægast
gortað sig af því að ætla að halda
kaupskerðingunni við á sama
tíma og hún sleppir taumlausum
milliliðagróða útí tilgangslausa
sóun. Slík ríkisstjórn óráðsíu fer
létt með að láta milliliðina eyða
miljörðum í þarflaus stórhýsi á
sama tíma og verið er að skerða
fjármagn til verkamannabú-
staða.
Þetta alltsaman er vegna þess
að ríkisstjórn kerfis og
kaupránsflokkanna er ekki síður
ríkisstjórn siðleysis en ríkisstjórn
stórkapitalsins.
Einmitt sukkið og þetta sam-
tvinnaða kerfi spillingar og
valdhroka kallar á harkaleg við-
brögð, kallar á ný vinnubrögð.
Auðvitað verður almennt launa-
fólk að sækja kaupmáttinn aftur í
greipar spillingaraflanna um leið
og við verðum að sækja félags-
lega fram til meiri mannréttinda.
Og það þarf að uppræta sukkið
og siðleysið í kringum kerfis-
flokkana. Það þarf nýtt og ferskt
loft til að blása um feysknar stoð-
ir valdastéttarinnar íslensku. Um
leið og sósíalistar, vinstri menn
og samvinnumenn endurheimta
lýðréttindin, munu þeir samein-
ast gegn spillingunni. Talað hefur
verið um að í vetur skerist í odda,
í vetur verði hólmgönguáskorun
ríkisstjórnarinnar svarað.
Mesta þarfaverkið í vetur verð-
ur að koma þessari ríkisstjórn í
burtu. Formaður Alþýðubanda-
lagsins hefur bent á að þjóðin
þurfi nýja ríkisstjórn - gegn kerf-
isflokkunum. Vinstri menn eiga
nýja ríkisstjórn. Samfylking
vinstri manna um nýja ríkisstjórn
gegn spillingunni er okkar val-
kostur. Ný ríkisstjórn er því.ekki
aðeins efnahagsleg nauðsyn, hún
er siðferðislegt grundvallaratriði.
-óg