Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 3
Helgin 8.-9. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 lcikhús__________ Hvað er líf? Sigurður Karlsson og Edda Þórarinsdóttir fara með hlutverk hjónanna. Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Leikmynd og búningar: Birgir Engilberts. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Skyldi ekki fleira fólki hafa farið eins og mér síðastliðinn miðviku- dag að hrökkva í kút um miðjan daginn þegar flautur Almanna- varna fóru allt í einu að ýla? Fletta svo skjálfandi höndum í síma- skránni til að athuga hvað merkið þýddi: áríðandi tilkynning í út- varpi! Kveikja á útvarpinu í ofboði - og heyra hversdagslegar tilkynn- ingar með róandiþularrödd. Engin hætta á ferðum. I þetta sinn. Það er heldur engin bein hætta á ferðum þegar Ari og Beta, per- sónur í leikriti Svövu Jakobsdótt- ur, Lokaæfíngu, fara niður í kjarn- orkubyrgið sitt til að „æfa sig“, at- huga hvort skipulagningin dugar, hvort fyrirhyggjan hefur verið nóg, áður en til alvörunnar kemur. En þessi æfing verður þeim erfið. Eins og oft hefur verið sýnt fram á, bæði í listaverkum (t.d. Fjalla-Eyvindi) og könnunum (t.d. á föngum), þol- ir mannskepnan einangrun ákaf- lega illa. fmyndanir verða raun- verulegri en veruleikinn, sem af- skræmist, teygist og togast í óvænt- ar áttir. Rúmar þrjár vikur hafa þau hjón verið í byrginu í leikslok, sjálfsagt getur jafnvel tekið skemmri tíma að sturlast í afhýsi, „Þrjá metra í jörðu niðri í kjallara undir kjallara með 80 sentimetra þykka loftplötu og 10 sentimetra þykkri stálhurð fyrir“, eins og Ari lýsir sköpunarverki sínu. Byrgið varð óhugnanlega raunverulegt á litla sviði Þjóðleikhússins í hönd- Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Birgis Engilberts, kalt, sterílt en þó glæsilegt handarverk metn- aðargjarns fagmanns. Svava lætur lengi reyna á mann- inn í þessu nýja leikriti. Hún sýnir þar ekki aðeins hver áhrif löng dvöl í kjarnorkubyrgi kæmi til með að hafa á fólk - að slík byrgi eru engin lausn því engin lausn er til í kjarn- orkustríði - hún sýnir líka örlög einstaklinga sem halda að þeir hafi komið sér vel fyrir í lífinu en lifa í raun og veru í kalkaðri gröf, and- lega og líkamlega, „treina sér dauðann" eins og gesturinn ungi orðar það. Eins og í Leigjandanum vefur Svava listilega saman ein- staklingssögu og mannkynssögu, hjónabandssögu og stríðssögu, þannig að þær virðast grimmilega skyldar. Væri eins illa komið fyrir okkur núna á Vesturlöndum ef við hefðum ekki þróað búskaparhætti og þjóðskipulag svoleiðis að allt byggist á kúgun: maður kúgar mann, karl konu, fullorðnir börn? Leikritinu vindur einkum fram í persónum Ara og Betu, í þróun þeirra líður tíminn. í byrjun leiks eru þau hamingjusöm hjón á besta aldri og eiga allt til alls, þó ekki barn. Ari er verkfræðingur og rek- ur stofu sjálfur, af fátæku bergi brotinn en hefur komist áfram af eigin rammleik. Við sjáum hann fyrst hreykinn heimilisföður, ábyrgan og sterkan, kannski óþarf- lega smámunasaman, en allar öfg- ar afsakar hann með því að hann vilji tryggja öryggi konu sinnar. Hún skal fá allt það besta sem völ er á. f staðinn er Beta falleg," eyðslu- söm og undirgefin, bælir duttlunga sína (áráttu til að vinna fyrir sér) og áhuga sinn á fáránlegu dundi eins og tónlist. Hún á heldur ekki að vera um of til sýnis fyrir aðra en eiginmann sinn sem er kannski þá fyrst öruggur um hana þegar hann er búinn að loka hana niðri í kjall- aranum undir kjallaranum, þó að það heiti „henni fyrir bestu“. En gamla formúlan fyrir „góðu“ hjónabandi gengur ekki svona glatt upp. Fljótlega kemur í ljós að tak- markalaust öryggisleysi býr undir sjálfstrausti Ara. Það er hann sem missir tangarhald á veruleikanum fyrst, raunar klofnar vitund hans smám saman: hann veit að þetta er æfing en trúir því ekki. Ný valda- hlutföll koma upp milli þeirra hjóna, því hinn sterki reynist hafa meiri þörf fyrir hinn veika en öfugt. Ef til vill tók þróun Ara fljótar af í sýningunni en ástæða var til. Brestirnir í skapgerð hans, níska, eigingirni og stífni, komu mjög snemma í ljós í túlkun Sigurðar Karlssonar sem studd er af texta. Áhrifameira hefði kannski orðið að hafa hið siðmenntaða yfirborð þykkara, láta vera dýpra á óttanum viðörbirgðina, almenningsálitið og eigin persónu. í síðustu atriðunum sýndi Sigurður hins vegar afar vel sjúkt sálarlíf Ara og gaf honum óvænta dýpt. Beta, dekurbarn foreldra sinna og eiginmanns, er meira spennandi Framhald á bls. 30 Volvo 19- Bíiasýning í Volvosalnum 8. og 0. okdóber Ætlar löggan að tak ’ ann? Allt sem til þarf.. Volvo 360 er nýr meðlimur f kostum prýddri Volvo-fjölskyldunni. Sú staðreynd, að bfllinn er snöggur og snar í snúningum, gæti þýtt að ökumaðurinn kæmist í kast við lögin, eða, að löggan tæki bílinn í sína þjónustu. Hver veit. Eitt er vfst, hann hefur allt sem til þarf. Volvo 360 er gæddur bestu eiginleikum fjölskyldunnar sænsku. Ánægjuleg viðbót. Pessi nýi fulltrúi í Volvo 300 framleiðsluröðinni hefur auk þess ánægjulega viðbót á önnur Volvo-gæði: Honum er vaxið skott. bannig hefur Volvo 360 allt sem góður fjölskyldubíll þarf að hafa, og gott betur: Hann er VOLVO. Þetta er bíll fyrir þá sem gera kröfur, vilja fá mikið fyrir peningana sína: Sérlega góður í akstri, 5 gíra, með kraftmikla og gangvissa 4 strokka, 92—11 5 hestafla/6000 snúninga vél. Bensíngjöfin er tengd tölvustýrðri innspýtingu, LE-Jetronics kerfi, sem tryggir gangsetningu í fyrstu tilraun og jafna vinnslu vélarinnar. Bensíneyðslu er þannig haldið í algjöru lágmarki. í öruggu hægindi. Allir þekkja Volvo-öryggið. Peir hjá Volvo hafa ávallt verið í fararbroddi í öryggismálum farþega. Grindin í Volvo er sannkallað öryggisbúr, og allir farþegarnir sitja spenntir í öruggu hægindi. Komdu og skoðaðu Volvo 360. Á Volvo-bflasýningunni verða að auki til sýnis: Volvo 244, Volvo 245 station, Volvo 340, Volvo 360 VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.