Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983
sunnudagspistill
Allir eru sammála um aö ekki
veiti af umræöu um skólamál,
enda hafa allir verið í skóla,
ganga í skóla, eða þá þeir
vinna í skólum. En umræðan
eroftarenekkierfiðí
framkvæmd vegna þess, að
annarsvegar hafa margir og
ólíkir aðilar áhuga á því að
. breytaskólastarfi-en
hinsvegar þarf mjög mikla
samstöðu enn ólíkari afla um
að breytingar verði að
veruleika. Það er m.a. af
þessumsökum.að
skólaumræðan nær oft stórri
sveiflu frá bjartsýnum
áformum til vonbrigðatals um
að tregðulögmálin tosi allan
breytingarvilja niður í díki
þreytu og afskiptaleysis.
Samnefnari
. á hreyfingu
En hvað sem því líður: nú, ein-
mitt um þær mundir sem Kenn-
araskólinn er að halda upp á stór-
afmæli, efnir Tímarit Máls og
menningar til umræðu um skóla-
starf. Par er að finna stærri og
smærri greinar - m.a. um tilraun-
1 ir með „öðruvísi" skóla, sem
gerðar hafa verið austan hafs og
vestan. Og Ingvar Sigurgeirsson
I skrifar grein um að „Það er líka
ýmislegt að gerast hér heima“.
Hann gerir þar grein fyrir vissri
þróun sem þrátt fyrir hefðir og
tregðu hefur orðið hér á landi - í
átt til „sveigjanlegra skólastarfs".
Með því er átt við „sveigjanlegri
notkun kennslurýmis, nemendur
hafa val um viðfangsefni og
áhersia er lögð á fjölbreytt náms-
gögn, samþættingu námsgreina,
einstaklingsbundið nám og hóp-
starf“. Ingvar leggur sjálfur
áherslu á að slík formúla nái
skammt - en hún lýsir samt allvel
breytingum á viðhorfum, sem
smám saman eru að verða ein-
skonar samnefnari á viðhorfum,
fyrir það sem flestir telja sig
reiðubúna til að skrifa undir þeg-
ar talið berst að skólum. Þarfir
einstaklingsins. Samstarf um
sjálfvalin verkefni. Lifandi tengsl
við umhverfið. Aukin ábyrgð
nemenda á námi sínum. Og það
er líka víst og satt að margir kenn-
arar ieggja sig fram að þoka mál í
þátt átt þar sem ofangreindan
samnefnara er að finna.
Niður með skóiann!
En það er engin sjálfsánægju-
söngur í þessari umræðu TMM,
hvorki hjá Ingvari né öðrum sem
til máls taka. Hörður Bergmann
tekur sér fyrir hendur að rekja
hugmyndir manna eins og Ivans
Illich, Johns Holts og fleiri, sem
telja almenna skyldunámsskóla
og reyndar skólakerfin saman-
lögð hafa mistekist svo hrapal-
Fleiri skólar
öngvir skólar
betri skólar
lega, að best færi á því að leggja
skóla niður í núverandi mynd.
Eins og oft áður eru þeir sem
lengst ganga í að rífa niður það,
sem gilt hefur verið talið,
langsamlega skemmtilegastir af-
lestrar og áheyrnar - og geta þeir
um vitnað sem t.d. heyrðu í John
Árni
Bergmann
skrifar
Holt þegar hann messaði í Kenn-
araháskólanum ekki alls fyrir
löngu. Hörður getur þess, að oft
megi slíkir „afskólunarmenn“
heyra það, að tal þeirra sé í hæsta
máta óraunhæft og hafi þeir fátt
um það að segja, hvað koma skuli
í stað skólanna. Hann minnir þá á
það, að þeir hafa reyndar gert
grein fyrir ýmsum hugmyndum
um aðstoð við sjálfsnám og
heimanám sem séu fullkomlega
framkvæmanlegar ef áræðni er
fyrir hendi. Greinarhöfundur tel-
ur samt ekki að afskólunarhug-
myndir geti í raun og veru verið á
dagskrá á íslandi - en telur að
samt sem áður megi hafa af þeim
mikið gagn.
Niðurstöður?
Og hvað er það helst: Til dæmis
þetta: „Gefið sé aukið valfrelsi
um hvað börn læra, hvar, hvenær
og hvernig" þ.e.a.s. sótt sé enn
lengra til „sveigjanlegs skóla-
starfs“. Einnig skulu „öll
inntökuskilyrði í formi einkunna
afnumin bæði í framhaldsskóla
og háskólanámi“. M.ö.o. - burt
með samræmdu prófin og
reyndar stúdentsprófin líka. I
framhaldi af þessu má geta þess,
að Hörður telur Iitlu fórnað með
því að leyfa þeim „sem vilja eyða
tíma sínum og kröftum innan
þessara stofnana“ að spreyta sig,
reyna. Auk þess mætti með þessu
móti tryggja öldungadeildum
jákvæðara hlutverk en þær nú
gegna - þær yrðu einskonar
námsflokkar, sem þeir geta sótt
sem telja sig skorta einhvers kon-
ar undirbúning áður en þeir hefja
háskólanám eða starfsnám á
framhaldsskólastigi.
Réttindamái
Hörður segir auk þess: „Jafn-
framt tel ég að öllum kröfum um
aukna skólagöngu og fleiri
skólapróf til að fólk geti fengið
réttindi til að stunda ýmis störf
eigi að hafna". Þetta er byggt
m.a. á því, að sú staðhæfing sé
röng að störf séu yfirleitt að verða
flóknari og krefjist því meiri
menntunar - flest störf séu þvert
á móti að verða einfaldari. Og
svo því, að „flest störf lærast bet-
ur á vinnustað og í skóla“ - enda
breytast forsendur á vinnumark-
aði miklu örar en nokkurt skóla-
kerfi getur elt uppi.
Ofmat á skólum?
Kenninguna um færri próf og
opnari skóla er líka tengd því við-
horfi greinarhöfundar að menn
eigi ekki að „ofmeta möguleika
skólans og hlutverk, hvorki til að
þjálfa leikni, auka þekkingu né
móta viðhorf“. í þessum efnum
mun að því er best verður séð
verða allmikill munur á mður-
stöðum Harðar og boðskap Ólafs
Proppé í grein sem nefnist „Stuðl-
ar skólinn að betri menntun og
auknu lýðræði“. Ólafur er vita-
skuld innan þess samnefnara sem
fyrr var nefndur - og gengur þó
mun lengra. Hann skrifar undir
vantraust á samræmd próf og
þesslegt og mun fagna því að ne-
mendur gæfu kennurum ein-
kunnir í staðinn. Og fái nemend-
ur yfirleitt sem allra víðtækust á-
hrif á það hvað og hvernig og hve-
nær kennt er í skólum. Um leið er
ljóst, að Ólafur Proppé er einn
þeirra sem ætlast til mjög mikils
af skólum. Hann segir að sönnu,
að skólar geti aðeins orðið hluti
af þroskaferli manna. En engu að
síður verður ekki betur séð, en að
við skólann fyrst og fremst tengi
hann vonir og kröfur um að sem
allra flestir nái þroska til „fullrar
menningarlegrar, félagslegrar og
efnahagslegrar þátttöku", geti
tengt saman „umhugsun,
gagnrýni og athafnir", verið
„leitandi" - og þar með fullgildir
þegnar í lýðræðisþjóðfélagi.
Að lesanda læðist grunur um
að þær „væntingar" sem gerðar
eru til skóla í grein Ólafs feli ein-
mitt í sér ofmat á stofnunum, sem
eru eðli málsins samkvæmt, óra-
langt frá því að vera sjálfstæðar
vinjar jákvæðrar persónumótun-
ar í þjóðfélagi sem stýrist mest af
öryggisþörf en ekki leit, fríðinda-
söfnun en ekki gagnrýni, poti
fremur en samhjálp. Engu að
síður er málflutningur Ólafs
Proppé jafnan aðlaðandi, vegna
þess hve óþreytandi hann er við
að glíma við gamlar og spánnýjar
syndir skólakerfa, vegna vong-
leði hans um möguleika manns-
ins. Og það er ekki nema rétt, að
sá áhugi á óstöðvandi þróun sem
býr undir boðskapnum er einmitt
eitt af því, sem skilar raunhæfum
árangri í skólastarfi - hvar sem er
og hvenær sem er.
í ádrepu sem umræðunni fylgir
gagnrýnir Ingvar Sigurgeirsson
foreldra, skólamenn og ekki síst
fjölmiðla og stjórnmálamenn
fyrir daufa skólaumræðu. Vafa-
laust er margt til í aðfinnslum
þessum - og þá einnig að því er
varðar eitt vinstrimannadagblað,
Þjóðviljann. Svo fáliðað blað
gengur mjög upp og niður í með-
ferð einstakra málaflokka, eins
og lesendur kannast við: á milli
sæmilegra spretta koma eyður.
Nóg um það. En þegar kvartað er
yfir því að skólastarf komi lítið
inn í umræðu hjá stjórnmála-
mönnum þá er ekki víst að það sé
endilega stjórnmálamönnum að
kenna. Það er margt sem ýtir
undir það, að þeir segi ekki margt
annað en mjög almenn velvildar-
orð um göfugt hlutverk skóla eða
fjárveitingar til þeirra. Til dæmis
mundu skólamenn sjálfir varla
verða ýkja hrifnir af því, ef ein-
stakir pólitískir flokkar færu að
móta mjög ýtarlega stefnu um
skólastarf og gera hana að sínu
trompi. Skólamenn hafa þvert á
móti tilhneigingu til að reyna að
búa til sem stærsta samnefnara
um skólastarf - sem aftur þýðir,
að flest það sem í algengri um-
ræðu kemur fram er orðað á mjög
almennan og þar eftir letilegan
hátt. Það er líka mjög margt sem
stjórnmálamenn sem og aðrir fást
illa til að gera upp við sig (vegna
þess að fátt er algengara en menn
séu að reyna að samrýma hið ó-
samrýmanlega í huga sér). Getur
það til dæmis verið, að krafan um
að skólar þjóni sem best eða
tengist sem best þörfum atvinnu-
lífs á hverjum tíma samrýmist í
raun ekki kröfunni um mikið
frelsi og alhliða þroska nemend-
anna? AB.
Stefnur og
straumar í
uppeldis-
fræðum
Út er komin á vegum IÐUNN-
AR ný bók í ritröð Kennarahá-
skóla Islands og Iðunnar, hin sjö-
unda I röðinni. Nefnist hún Upp-
eldi og skólastarf, undirtitill: Úr
fórum fræðimanna. Ingibjörg Yr
Pálmadóttir og Indriði Gísiason
þýddu.
Bók þessi er sænsk að uppruna
og í henni eru 23 ritgerðir sem
fjalla um tiltekna uppeldisfræð-
inga eða stefnur á því sviði. Höf-
undar eru sextán sænskir fræði-
menn, en aðalritstjóri sænsku út-
gáfunnar var Jon Naeslund, sem
einnig samdi inngang að bókinni.
Segir hann að „líta beri á hana
sem nokkuð ýtarlegt uppsláttar-
rit þar sem lesandi geti efnt til
fyrstu kynna við uppeldisfræð-
inga og stefnur." í inngangi gerir
Naeslund svo grein fyrir vali efnis
sem miðast við að reifa umræðu
um uppeldi og skólastarf á átt-
unda áratug þessarar aldar.
In@björg1& Pilmadóuir rrg Inrlriði Gíslason (wilu
Rkröð Kennaiahásltola ísbrnds oí; Iðunnar
Þýðendur rita formála að ís-
lensku útgáfunni. Hver grein
hefst á rakningu æviatriða þeirra
fræðimanna sem frá er sagt en
annarra eru sögð deili á kenning-
um þeirra, reynt að vega þær og
meta. Víðast er mikið um beinar
tilvitnanir í rit þeirra sem um er
fjallað. Hverri grein fylgja vísanir
til rita, og hafa þýðendur aukið
við vísunum til bóka á íslensku
um þessi efni. Aftast er skrá um
nöfn og atriðisorð. í bókinni er
fjöldi mynda úr íslensku skóla-
starfi. Uppeldi og skólastarf er
rúmlega 200 blaðsíðna bók. Oddi
prentaði.
Lokaæfing
IÐUNN hefur gefið út Ieikritið
Lokaæfingu eftir Svövu Jakobs-
dóttur, sem Þjóðleikhúsið frum-
sýndi 6. október. Fyrsta sýning
leiksins var raunar í Norðurlanda-
húsinu í Þórshöfn í Færeyjum 31.
ágúst, og var honum frábærlega vel
tekið. Leikritið gerist í Reykjavík
nú á tímum og segir frá hjónum
sem hafast við í kjarnorkubyrgi
sem útbúið hefur verið til að bjarg-
ast af eftir að kjarnorkusprengjan
springur.
Lokaæfíng er þriðja heils kvölds
leikrit Svövu Jakobsdóttur. Hin
voru Hvað er í blýhólknum? og
Æskuvinir, en auk þess hefur hún
samið einn einþáttung fyrir svið og
eitt útvarpsleikrit. Þá er Svava
löngu kunn af sögum sínum og gaf
Iðunn út í fyrra smásagnasafn
hennar, Gefíð hvort öðru. - Loka-
æfing er fyrsta leikrit Svövu sem út
er gefið í bók. Leikritið er í sex
atriðum, 67 blaðsíður. Oddi prent-
aði.