Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 5
Helgin 8.-9. októbeí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S | I i Hogwood við sembalinn: gömul tónlist án 19. aldar lakks. Hvers konar hljóðfæri hæfa gamalli tónlist? verk gömlu barok-meistaranna, og Haydns og Mozarts flutt af hljóm- sveitum, sem miðaöar voru við flutning verka eftir Wagner eða Richards Strauss. Að svo miklu leyti sem menn hugsuðu um þetta, var þetta rökstutt með því að breytingarnar á gerð hljóðfæra og hljómsveitarskipunar væru „fram- farir“, og hefðu Bach og Mozart tvímælalaust notað nýja gerð hljóðfæra ef þeir hefðu haft hana undir höndum. Horfið aftur til gamalla hljóðfœra En á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á þessum viðhorf- um. Menn hafa farið að kanna það Malcolm Bilson við eftirlíkingu af 18. aldar fortepiano. hvernig verk gömlu meistaranna hljómuðu ef þau væru flutt á þeim hljóðfærum, sem voru við lýði á þeirra tíma, og með þeirri leik- tækni og túlkunaraðferðum, sem þeir sjálfir notuðu. Er nú meira að segja komin upp víða um Vestur- lönd hreyfing tónlistarmanna, sem halda því fram að það sé hrein fölsun að flytja tónlist frá 18. öld eða eldri á nútímahljóðfærum. Þessi hreyfing byrjaði reyndar snemma á öldinni, þegar tónlist- arkonan Wanda Landowska endurvakti sembal og sýndi mönnum fram á að það hljóðfæri væri ekki frumstæð gerð af píanói, heldur algerlega sjálfstætt hljóð- færi og tónlist, sem fyrir það væri samin, hljómaði miklu betur á því en rómantísku píanói 19. aldar. Eftir það breiddist semball víða út og öðlaðist þegnrétt við flutning barok-tónlistar og eldri, en bið varð þó á því að menn hugsuðu dæmið áfram og færu að athuga hljóminn í öðrum gömlum hljóð- færum. Fyrir nokkrum árum var skrefið síðan stigið til fulls, og fóru þá ýms- ir merkir tónlistarmenn að reyna að mynda hljómsveitir, sem væru að öllu leyti eins og hljómsveitir fyrri alda, bæði hvað snerti hljóð- færaskipan, stærð og gerð hljóð- færanna. Jafnframt voru gerðar ýt- arlegar rannsóknir á gömlum heimildum til að safna sem mestum upplýsingum um leikaðferðir, túlk- un og slíkt. Meðal forvígismanna þessarar hreyfingar má nefna austurríska sellóleikarann Niko- laus Harnoncourt og hollenska semballeikarann Gustav Leon- hardt. Christopher Hogwood, einn af forvígismönnum hreyfingarinnar í Englandi, líkti markmiði hennar við það starf safnvarða að hreinsa gömul málverk, nema burt seinni tíma viðbætur og setja þau í rétta ramma: „Við viljum að tónmyndir okkar séu hreinar, án laga af 19. aldar lakki“. Harnoncourt hefur sagt að rétta hljóðfærið til að flytja tónlist sé það hljóðfæri sem notað var á tímum tónskáldsins. Banda- ríski píanóleikarinn Malcolm Bil- son, sem leikur verk Beethovens og samtímamanna á píanó af þeirri gerð sem notað var á þeirra tímum og nefnt er „fortepiano“, hefur bent á að menn hafi áttað sig á því fyrir löngu, að það sé ekki hægt að nota sams konar söngvara til að syngja í óperum Mozarts og óper- um Wagners. Sama reglan hljóti að gilda um hljóðfæri. Vfst er að gömul tónlist hljómar talsvert öðru vísi á samtíma hljóð- færi, og hefur John Eliot Gardiner jafnvel látið svo um mælt að þegar þekkt verk eru flutt þannig sé eins og menn heyri þau í fyrsta sinni. Laglínur og kontrapunktur koma betur í ljós af því að hinir ýmsu flokkar hljóðfæra, strengjasveit og blásturshljóðfæri, blandast ekki heldur koma skýrt fram hver gegn öðrum, milliraddir heyrast betur vegna þess að hljómurinn er minni og þynnri, og jafnframt er hægt að leika verkin hraðar. Þannig kemur uppbygging verkanna og pólyfón- ísk raddsetning miklu skýrar í ljós. Gagnrýnisraddir Þessi flutningsstíll er jafnvel far- inn að hafa áhrif á tónlistarmenn, sem flytja gamla tónlist á ný hljóð- færi. En þessi hreyfing hefur þó einnig sætt nokkurri gagnrýni. Gömlu hljóðfærin eru miklum mun viðkvæmari fyrir hita- og raka- breytingum og mjög vandmeðfarin og auk þess er hljómurinn lægri. Þess vegna er miklu erfiðara að nota þau á tónleikum, og jafnvel er hætta á því að þau hljómi falskt. John Eliot Gardiner sagði frétta- mönnum frá hljómleikum utan- húss í Frakklandi í fyrra: rakastigið var svomikið að fiðlustrengirnir hélsu ekki stillingu, og þótt verið væri að leika Eine kleine Nac- htmusik eftir Mozart, var hljóðið eins og á kínverskum markaði. Ýmsum finnst hljómurinn í þessum gömlu hljóðfærum alltaf falskur, hvernig sem leikið er. En þrátt fyrir þessa gagnrýni verður ekki um það deilt að sú hreyfing að leika gamla tónlist á samtímahljóðfæri hefur þegar haft varanleg áhrif, bæði á flutning hennar yfirleitt og á smekk hlust- enda. Hljómplötur t.d. Leon- hardts og Gardiners eiga nú sí- auknum vinsældum að fagna, og menn vilja ekki lengur að gömul tónlist sé færð í einhvern rómant- ískan dulbúning eins og áður tíðk- aðist. (endursagt eftir ,,Time“) Löngum var þaö siður aö nota venjuleg nútímahljóðfæri viö flutning tónverka frá fyrri öldum, án þess aö skeyta um þaö aö hljóöfæri hafa breyst mjög mikið og hljómur þeirra er orðinn talsvert ööru vísi en var á dögum hinnagömlu meistara. Á síöari árum hefur komiö upp sú hreyfing meðal hljómlistar- manna að leika gamla tónlist á samtímahljóöfæri, eöa hljóð- færi sem gerð eru eins og áður tíðkaðist. Mörgum finnst aö þá komi miklu betur í Ijós öll blæ- brigði þessarar tónlistar og stíll tónskáldanna, en aðrir gagnrýna þessa stefnu og telja hljóöiö í gömlum hljóðfærum of hrjúft. Þau hljóðfæri sem notuð eru við flutning klassískrar tónlistar hafa breyst mjög mikið á síðustu 150 árum eða svo. Lögun fiðlunnar er nú öðru vísi en hún var á 18. öld og annað efni er notað í strengina, og mörg blásturshljóðfæri eru orðin miklum mun flóknari en þau voruá sama tíma. Píanóið er einnig orðið gjörólíkt forfeðrum sínum. Um leið hefur samsetning hljómsveita breyst talsvert, og eru þær gjarnan miklu stærri en þær voru á fyrri tímum. Þessar breytingar hafa að sjálf- sögðu leitt til þess að hljóðið í þess- um hljóðfærum, og þá jafnframt í sinfóníuhljómsveitum, er orðið gjörólíkt því sem var á eldri tíma- bilum tónlistarsögunnar. Segja má að breytingar á hljómi tónlistarinn- ar sé ekki einungis afleiðing af ný- rri tækni í hljóðfærasmíði og endurbótum á gerð þeirra, heldur hafi smekkur manna breyst, því að gömul hljóðfæri, sem enn eru í notkun, voru gjarnan gerð upp á 19. öld, svo að þau væru ekki eins „gamaldags". Nýtt hljóðfœri notað Lengi vel höfðu menn litlar áhyggjur af þessum breytingum á hljóðfærunum og notuðu hiklaust hljóðfæri af nýrri gerð til að flytja gamla tónlist, sem samin hafði ver- ið fyrir mjög ólík hljóðfæri. Öldum saman var það reyndar venja í Evr- ópu að flytja einungis nýja eða ný- Iega tónlist, en öll eldri tónlist féll fljótlega í gleymsku og glataðist eða rykféll í bókasöfnum. Oft er talið að flutningur eldri tónlistar hafi byrjað 1829, þegar tónskáldið Mendelssohn stóð fyrir því að flutt voru verk eftir Bach, sem þá var að mestu gleymdur. En þá voru verk- in flutt með þeim hljóðfærum, sem voru í notkun, og ekkert skeytt um það þótt Bach hefði skrifað fyrir hl j óðfæri, sem voru öðru vísi, -1. d. var píanó hiklaust notað í staðinn fyrir þann sembal, sem Bach not- aði. Þessi venja hélst síðan alla 19. öldina, og fram á 20. öld, og voru yötut vikuisð01 habitat

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.