Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVlUlNN’ Helgih 8.-9. októbér 1983 kortið Lækjartorg á fyrstu árum aldarinnar. Bærinn fánum skrýddur, en ekki vitum við í tilefni afhverju, kannski konungskomunni 1907. A miðju torgi er Thomsensbrunnur, en hús Thomsensverslunar til hægri. íslandsbanki og söluturninn til vinstri. Þá sér lengst til hægri á brúna yfir lækinn fyrir framan stjórnarráðshúsið og hlið á henni. srra Sá sem giftist vegna ástar, nýtur hamingju um nœtur en þjáistá daginn. Rússneskt máltæki. „Hitinn úr hófi keyrir“ Kvæði Jónasar Hallgrímssonar um annes og eyjar eru sígild og ekki of oft kveðin. Hér verða því rifjuð upp tvö þeirra um Hornbjarg og Suðursveit. Hornbjarg Yst á Hornströndum heitir Hornbjarg og Kópatjörn. Peir vita það fyrir vestan, þar verpir hvítur örn. Um sumarnótt, er sveimar sól yfir norðurslóð og þoka sígur um sjóinn, hann situr rauður sem blóð. Og örninn lítur ekki oná hið dimma haf og horfir í himinljómann. Hafskipið sökkur í kaf. Suðursveit Suðursveit er þó betri en Seltjarnarnesið var. Taðan er töluvert meiri og tunglið rétt eins og þar. Hitinn úr hófi keyrir, en honum uni ég þó. Börnin hér bograst í skuggann og blaðra sem hvolpa. í mó. Og bæjardyraburstin bér um, hvað margt sé féð: Sex þúsund sauðarleggi er Sigfús minn búinn með. Þingmaður í ellefu ár nú leigu- bílstjóri Spjallað við Steingrím Aðalsteinsson Sennilega eru ekki margir fyrrverandi alþingismenn sem eru leigubílstjórar á götum Reykjavíkur. Þá er miklu frekarað finnaíráðuneytum, framkvæmdastofnunum eða fógetastörfum. Einnerþósásemekur leigubíl, og hann var alþingismaður í 11 ár og forseti efri deildar í heilt kjörtímabil. Þetta er Steingrímur Aðalsteinsson leigubílstjóri hjá Hreyflí, fyrrverandi þingmaður Sósíalistaflokksins og frægur maður úr verkalýðsbaráttunni á Akureyri á kreppuárunum. Steingrímur ók blaðmanni og Ijósmyndara niður í bæ á fimmtudag og tækifærið var notað til að spjalla við hann um leigbílaakstur, þingmennsku og verka- lýðsmál. - Hvað ertu búinn að vera lengi í leigu- bílaakstri, Steingrímur? - Ég fluttist til Reykjavíkur 1949 og byrj- aði þá strax að aka. - Og hvernig er að aka núna miðað við þá? - Það er erfitt um allan samanburð. Gatn- akerfið er miklu betra núna en bílafjöldinn margfaldur og þrengslin því mjög erfið á götunum t.d. á eftirmiðdögum á föstu- dögum. Það eru hálfgerð vandræði að kom- ast leiðar sinnar. - Hvað um tekjuhliðina? - Það er nú það. Menn halda að leigubíla- akstur sé einhver uppgripavinna og er því ákaflega mikil ásókn í hann. En það er nú síður en svo nema með óhæfilegri vinnu. Ef maður ætlaði að vinna 8 tíma á dag gæti maður ekki lifað. Áður fyrr var ekki eins mikil pressa á manni, hægt var að slá slöku við stöku sinnum. Nú er vinnudagurinn lág- mark tólf tímar. Ég er vanur að fara út um 7-leytið og aka fram að kvöldmat. En aðal- uppgripin eru samt í næturakstrinum. - Hvað ertu orðinn gamall? - Ég varð áttræður í janúar síðastliðinn. - Þið hafið engan lífeyrissjóð? - Hann var stofnaður seint og er því mjög fjárvana. Ég gekk ekki í hann því að ég er í lífeyrissjóði alþingismanna og fæ einhverj- ar greiðslur úr honum. - Þykir ekkert einkennilegt að fyrrver- andi alþingismaður sé leigubílstjóri? - Égveitekki,þaðera.m.k. ekkihaftorð á því. - Laun alþingismanna voru ekki há þegar þú varst á þingi miðað við það sem nú er. - Nei, við fengum bara dagpeninga með- an á þingtímanum stóð. Sá orðskviður gekk um þingið að þeir væru bara fyrir eftirmið- dagskaffi á Hótel Borg en bitlingarnir væru til að lifa á. - Fékkst þú ekki bitlinga? - Ég hafði aldrei neitt af þeim að segja enda sóttist ég ekki eftir þeim. - Finnst þér æskilegt að þingmenn hafi föst laun allt árið eins og nú er? - Já, ég tel í raun og veru að það sé rétt að því tilskildu að þeir haldi ekki öðrum Íaunuðum störfum. - Getur það ekki stuðlað að því að þing- menn líti á starfið sem ævistarf? - Þeir gerðu það áður hvort sem var. - Hvað var eftirminnilegast meðan þú sast á þingi? - Ég tel mig lánsaman að hafa tekið þátt í undirbúningi lýðveidisstofnunarinnar og svo var gaman að vera með á nýsköpunarár- unum. A öðrum tímum vorum við í stjórn- arandstöðu og komum litlu fram. Það var þreytandi. Steingrímur: Sóttist aldrei eftir bitlingum. Ljósm.: eik. - Hvernig líst þér á pólitíkina í dag? - Ég öfunda ekki þá menn sem standa í pólitískri baráttu í dag, hvorki okkar menn né aðra. - Af hverju ekki? - Af því að það er svo erfitt að koma nokkru góðu til leiðar. Það er sorglegt að horfa upp á að stór hluti verkalýðshreyfing- arinnar skuli styðja andstæðinginn við kosningar. - Það hefði líklega verið brugðist öðru vísi við hér áður ef samningsrétturinn hefði ver- ið afnuminn? - Ég er ansi hræddur um að það hefði kviknað í mörgum og þeir hefðu lagt niður vinnu. Lífsstíllinn er bara sá núna að fólk getur ekki leyft sér að hætta að vinna. Það er svo yfirhlaðið skuldum. - Ætlarðu að halda lengi áfram að aka? - Ætli ég hætti ekki núna um áramótin. - Og hvað tekur þá við? - Ekki neitt nema hanga heima við. Ég hef enga vinnu til að hlaupa í. - Þú ætlar ekki að skrifa ævisögu þína? - Það mun ég alls ekki gera. - Hvers vegna ekki? - Það ber hvort tveggja til að ég er minn- islítill og hef ekki skrifað neitt hjá mér, sem hefur borið við um árin, og svo finnst mér það hálfgert snobb að gefa út sína eigin ævisögu. Mér finnst hins vegar gaman að lesa ævisögur annarra manna. - Að lokum, Steingrímur. Hvernig leggst framtíðin í þig? - Ég hef aldrei verið spámaður, en hinu treysti ég að verkalýðshreyfingin muni rísa upp og hrinda þeim álögum sem hún býr nú við. -GFr KeyHjauiit Lslýartarg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.