Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 25
Helgin 8.-9. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25 um Helgina Blásarakvintett á ferð um Norðurland Blásarakvintett Reykjavíkur mun halda þrenna tónleika á Norð- urlandi um þessa helgi. f dag, laugardag, tekur kvintettinn þátt í afmælistónleikum Tónlistarfélags- ins á Akureyri, og um kvöldið verða tónleikar á vegum Kirkju- kórs Ólafsfjarðar í Tjarnarborg kl. 20.30. Á morgun, sunnudag, verða tónleikar í Félagsheimilinu á Siglu- firði kl. 14.00. Á efnisskránni eru verk eftir W.A. Mozart, Darius Milhaud, Malcolm Arnold, Jan Pieters Swe- elinck og Ludwig van Beethoven. Kvintettinn skipa þeir Bernard Wilkinson, flauta, Daði Kolbeins- son, óbó, Einar Jóhannesson, klar- inett, Hafsteinn Guðmundsson, I fagott, og Jóseph Ognibene, horn. I Vetrarstarfsemi Tónlistarfélags- ins hefst í dag Vetrarstarf Tónlistarfélagsins í Reykjavík hefst í dag, laugardag, með tónleikum FINLANDIA TRIO í Austurbæjarbíói og hefjast þeir kl. 14.30. Vetrardagskrá fé- íagsins, starfsárið 1983/1984, verð- ur sem hér segir: Finlandia Trio, píanótríó 8.10., Janos Starker, sellóleikari 29.10., Kristján Jóhannsson, söngvari 26.11., Dorriet Kavanna, söng- i kona, Martin Berkofsky, píanó- leikari 14.1.84, William Parker, söngvari 18.2., William Huckaby, píanóleikari, Garðar Cortes, söngvari 3.3., Dr. Erik Weba, píanóleikari, Berwald kvartettinn, strengjakvartett 10.3., Roger Woodward, píanóleikari 31.3., og Jörg Demus, píanóleikari 19.5. i ; Martin Berkofsky með tónleika : Bandaríski píanóleikarinn Mart- | in Berkofsky heldur tónleika ásamt I eiginkonu sinni, Önnu Málfríði | Sigurðardóttur, í Háskólabíói, laugardaginn 8. okt. n.k. kl. 14.00. Þau munu leika verk eftir Schubert og Brahms. Martin Berkofsky var sjúklingur á Grensásdeild Borgarspítalans sl. i vetur og naut endurhæfingar eftir að hafa lent í umferðarslysi. Pau hjónin vilja með tónleikum þessum sýna þakklæti sitt með því að láta allan ágóða, sem inn kemur, renna til Grensásdeildarinnar. Miðar fást í Háskólabíói og á Grensásdeild Borgatspítalans. Þjóðleikhúsið i Skvaldur og Lokaæfing Um helgina verða tvær sýningar á SKVALDRI eftir Michael Fra- yn. Uppselt er á sýninguna í kvöld, íaugardag, en enn eru til miðar á sunnudagsýninguna. LOKAÆFING, hið nýja leikrit eftir Svövu Jakobsdóttur, sem frumsýnt var á Litla sviði Þjóðleik- hússins sl. fimmtudag verður sýnt á Litla sviðinu á morgun sunnudag kl. 20.30. Rétt er að benda fólki á að sætafjöldi á sýningar á Litla sviðinu er ekki mikill og því íétt að tryggja sér miða tímanlega. Kyikmyndir í MÍR-salnum Sjónarmið Sovétmanna í alþjóð- amálum, einkum afvopnunar- og friðarmálum, er meginefni 40 mín. kvikmyndar, sem sýnd verður í MÍR-salnum, Lindargötu 48, nk. sunnudag, 9. okt. kl. 16. Jafnframt verður sýnd stutt mynd sem nefnist „Beirut í ágúst 1982” og lýsir ógn- aratburðum þeim sem þar gerðust í fyrra. Myndirnar eru með skýr- ingatali á ensku. - Aðgangur að MIR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Revíuleikhúsið er nú byrjað sýn- ingar á íslensku revíunni eftir Geir- harð Markgreifa. Að undanförnu hefur revían verið sýnd í Breiðholtsskóla fyrir troðfullu húsi og undirtektir verið frábærar. Myndin sýnir þau Guðrúnu Þórð- 'ardóttur og Þórhall Sigurðsson, (Ladda) í hlutverkum sínum. -mhg Ragnar að loka Afmælissýningu Ragnars Kjart- anssonar myndhöggvara sem stað- ið hefur yfir síðustu vikur í Listmunahúsinu. Henni átti að ljúka um síðustu helgi en var fram- lengt í viku og lýkur því á morgun sunnudag. Sýningin er opin frá 14.00-18.00. Tónleikar í Háteigskirkju í í Kór Langholtskirkju í Vestmannaeyjum heldur tónleika í Háteigskirkju í dag, laugardag og hefjast þeir kl. 17.00. Einsöngvar- ar með kórnum verða Sigríður Gröndal, Anna Júlíana Sveinsdótt- ir, Sigurður Björnsson, Geir Jón Þorsteinsson, auk þess aðstoða fé- lagar úr Sinfóníuhljómsveit fs- j lands. Stjórnandi er Guðmundur j H. Guðjónsson. ------------------ . Haustsýning Ásgrímssafns Haustsýning Ásgrímssafns er hafin og að þessu sinni hafa verið valdar til sýningar myndir eftir Ás- grím Jónsson frá upphafi ferils hans 1896 og fram til 1940. Flestar myndirnar á sýningunni eru frá ár- unum 1905 til 1930. Ásgrímssafn að Bergstaðarstræti 74 er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Aðgangur er ókeypis. Félagsmálaskóli alþýðu 1. önn 30. október til 12. nóvember. þýðu dagana 30. okt.-12. nóv. nk. í Ölfus- borgum. Viðfangsefni annarinnar er einkum eftirfar- andi: Félags- og fundarstörf, ræðumennska, framsögn, skipulag og starfshættir ASÍ, saga verkalýðshreyfingarinnar, vinnuréttur, stefn- uyfirlýsing ASÍ, kjararannsóknir, og vísitölur, undirstöðuatriði félagsfræði, vinnuvernd og hópefli (leiðbeining í hópvinnu). Námstarfið fer fram í fyrirlestrum, hópvinnu og almennum umræðum. Flesta daga er unnið frá kl. 08.30 -19.00 með hléum. Nokk- ur kvöld á meðan skólinn starfar verða menningardagskrár, listkynningar, upplestur og skemmtanir. Félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eiga rétt á skólavist í Félagsmálaskólanum. Hámarks- fjöldi á önninni er 25. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA fyrir 26. október. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA Grensásvegi 16, sími 84233. Menningar- og fræðslusamband alþýðu Skrifstofustarf Staða aðalbókara hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þarf að skila fyrir 18. þ.m. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, óskar að ráða hjúkrunarfræðinga á: Lyflækningadeild, handlækningadeild, gjör- gæsludeild, svæfingadeild, barnadeild og í stöðu fræðslustjóra hjúkrunar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVÍK Skrifstofustarf Hjá Orkustofnun er laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Starfið er í afgreiðslu stofnunarinnar við mót- töku reikninga, vélritun og önnur skrifstofu- störf. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist starfsmannastjóra fyrir 13. október nk. Orkustofnun Grensásvegi 9 108 Reykjavík sími 83600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.