Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983 Toni Negri Lög gegn hryðjuverkum Á meðan baráttan gegn hinni rauðu skæruliðastarfsemi stóð sem hæst á Ítalíu voru sett sérstök lög sem rýmkuðu heimild yfirvalda til beitingar gæsluvarðhaldsvistar upp í allt að 11 ár, þegar grunur lá á aðild að hryðjuverkastarfsemi. Síðan hefur gæsluvarðhaldsúr- skurðum verið beitt óspart á Ítalíu, reyndar með góðum árangri að því leyti að hin rauða skæruliðastarf- semi hefur að mestu verið upprætt, en um leið munu allmargir hafa hlotið frelsissviptingu að ósekju. Beiting gæsluvarðhalds um lengri tíma er nú orðin að heitu deilumáli á Ítalíu, og einn þeirra flokka sem sett hefur mál þetta á oddinn er „Róttæki flokkurinn" - Partito radicale - sem er lítill stjórnmálaflokkur sem barist hefur fyrir einstökum málum er snerta mannréttindi, náttúruvernd, jafnréttismál, frið og afvopnun. / framboð Leiðtogi Róttæka flokksins er Marco Pannella, litríkur stjórn- málamaður og harður áróðurs- maður, sem oft hefur vakið athygli fyrir óvænta og afdráttarlausa af- stöðu sína í hinum ýmsu málum. Það var dæmigert fyrir starfsað- ferðir Panella og Róttæka flokks- ins, þegar hann gerði heimspeki- prófessorinn sem ákærður var fyrir glæpi gegn ríkinu og aðild að pólit- ískum morðum að frambjóðanda sínum til ítalska þingsins í þeim yf- irlýsta tilgangi að mótmæla því tak- Marco Pannella leiðtogi Róttæka flokksins: gerði mál Toni Negrí að próf- máli um réttindi einstaklingsins annars vegar og öryggishagsmuni ríkisins hins vegar. ítalski heimspekiprófessorinn Toni Negri. Mál hans hefur vakið heiftúð legar deilur á Ítalíu um beitingu gæsluvarðhalds við dómsrannsóknir hans til Parísar og jafnvel áfram til Bruxelles, og var hann síðan gerð- ur eftirlýstur af Interpol. í þau rúm fjögur ár sem Toni Negri hefur setið í fangelsinu hefur hann ekki verið iðjulaus. Hann hefur á þessum tíma gefið út 4 bækur, þar af eitt stórt ritverk um heimspekinginn Spinoza. Eftir að hann hafði boðið sig fram til þings- ins var Toni Negri gagnrýndur af mörgum fyrri samherjum fyrir svik við málstað þeirra félaga sinna, sem enn sátu inni. En þann eina og hálfa mánuð sem hann naut frelsis notaði hann mikið til þess að ferð- ast á milli fangelsa í embætti þing- mannsins og kanna aðstæður þar. Aftur f framboð Fréttaskýrendur telja ólíkiegt að Toni Negri ætli sér með flóttanum að komast undan armi laganna. ÖIlu líklegra sé að þessi flótti sé liður í meistaralegri leikfléttu Neg- ris og vinar hans Pannella, er miði að því að opna augu alheimsins fyrir því ófremdarástandi er nú ríki við beitingu gæsluvarðhalds á ítal- íu. Talið er víst að Toni Negri verði aftur í framboði fyrir Róttæka flokkinn þegar kosið verður til þings Efnahagsbandalags Evrópu á næsta vori, en kosning til Evrópu- þingsins myndi veita honum þing- helgi nema þingið ákvæði annað. Og þar með væri málið komið á alþjóðavettvang eins og Pannella stefnir að. Ekki er talið líklegt að dómur verði felldur í máli Negri fyrir vorið, en yrði hann sakfelldur myndi hann missa kjörgengi til þings samkvæmt lögum. Gœsluvarðhaldsfangi og þingmaður eftirlýstur af Interpol Hinn 8. júlí síðastliðinn var heimspekiprófessorinn Antonio Negri látinn laus úr. Rebibbía-fangelsinu í Róm þar sem hann hafði setið í rúm 4 ár, ákærður fyrir samsæri gegn ítalska ríkinu og með ábyrgð á fjölmörgum pólitískum morðum og hryðjuverkum, sem framkvæmd höfðu verið í nafni Rauðu herdeildanna. Þaðer ekki sýknun sem olli því að Toni Negri gat fagnað nýfengnu ■ frelsi, heldursúundarlega I staða að hann hafði hlotið lögmæta kosningu til ítalska þingsins,' og hafði þar með hlotið titilinn „hinn hæstvirti" með tilheyrandi þinghelgi er bannarfrelsissviptingu þing- manna. Mál þetta á sér þá forsögu, að Antonio Negri var heimspekipró- fessor við háskólann í Padova og naut virðingar þar fyrir fræðistörf sín. Jafnframt er hann þekktur af' róttækum skoðunum í þjóðmálum og var hann af dómsyfirvöldum ákærður fyrir að vera hugmynda- fræðilegur leiðtogi Rauðu her- deildanna og að hafa með skrifum sínum hvatt til vopnaðrar baráttu gegn ríkjandi stjórnvöldum. Toni Negri hafði á opinberum vettvangi gerst málsvari hinnar sjálfstæðu róttæku hreyfingar verkamanna og námsmanna er spratt upp á síðari hluta 7. áratugsins og starfaði utan þingræðisrammans meðal annars í fullri andstöðu við hinn öfluga ítalska kommúnistaflokk. Hann hef- ur ávallt neitað að bera nokkra ábyrgð á þeim ofbeldisverkum sem framin voru í nafni Rauðu her- deildanna og annarra hliðstæðra samtaka, en málaferli gegn honum hafa staðið allt frá því hann ásamt með fleiri félögum Rauðu her- deildanna var handtekinn hinn 7. apríl 1979. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur Toni Negri ásamt með fjölmörgum öðrum setið í ein- angrun, á milli þess sem hann hefur setið undir opinberum yfirheyrsl- um í hinu fræga „tígrisbúri” í rétt- arsalnum á Foro Italico í Róm. markaða réttaröryggi sem mis- beiting gæsluvarðhaldsúrskurða fæli í sér. Toni Negri var í framboði í iðnaðarborginni Torino, þar sem hann hafði á sínum tíma haft af- skipti af harðvítugri stéttabaráttu „heitu áranna“. Mörgum þótti að hér væri of langt gengið, en þegar í ljós kom að Toni Negri hafði hlotið 50 þúsund atkvæði og var floginn inn á þing tók málið nýja stefnu: samkvæmt ítölskum lögum varð að láta prófessorinn og þingmanninn lausan, og nú var það einungis á valdi ítalska þingsins hvort svipta ætti hann þinghelgi eða ekki. Klofningur á þingi Ríkissaksóknari fór fram á svipt- ingu þinghelgi, og brátt kom í ljós að ágreiningur ríkti um málið innan allra stjórnmálaflokka og umræður um málið urðu bæði heitar og langar á ítalska þinginu áður en gengið var til atkvæða. Þótt flokkarnir hafi reynt að móta opinbera stefnu í málinu riðluðust flest flokksböndin við atkvæða- greiðsluna. Kristilegi lýðræðis- flokkurinn, sósíaldemókratar, lýð- veldisflokkurinn og hinn hægri- sinnaði MSI-flokkur höfðu lýst sig hlynnta sviptingu þinghelgi en innan allra þessara flokka reyndust „svikarar" við flokksstefnuna. Sósíalistaflokkurinn var talinn hlynntur málstað Negris, en klofn- aði engu að síður, þótt flestir sósí- alistanna hefðu farið að dæmi komm- únistaflokksins, sem greiddi ekki atkvæði en vildi að málinu yrði frestað þar til hugsanlegur dómsúr- skurður í máli Negris lægi fyrir. Þetta var í raun og veru málamiðl- un á milli andstæðra fylkinga innan kommúnistaflokksins, sem höfðu deilt heiftarlega um málið. En endanleg niðurstaða þingsins varð sú að samþykkt var í atkvæða- greiðslu á þinginu 21. september s.l. að Toni Negri skyldi sviptur þinghelgi og því bæri hann ekki lengur titilinn „hinn hæstvirti" Toni Negri, heldur skyldi hann heita „gæsluvarðhaldsfanginn" Toni Negri. Á flótta Málinu var þó ekki þar með lok- ið, því þegar lögreglan ætlaði að ganga að prófessornum til þess að færa hann í fangelsið á nýjan leik var hann víðs fjarri, og brátt var ljóst að hann var horfinn úr landi. Þóttist lögreglan geta rakið spor Eina leyni- samkundan Toni Negri hefur staðfastlega neitað öllum sakargiftum um aðild að ofbeldisverkum. Hann lítur hins vegar á sig sem talsmann þeirrar sjálfstæðu fjöldahreyfingar sem spratt upp á Italíu á síðari hluta 7. áratugarins og „náði að skekja undirstöður hins kapítalíska kerfis á 20 árum“ eins og hann hefur sjálf- ur orðað það. „Ég tek því fulla ábyrgð á þátttöku minni í barátt- unni fyrir frelsun og breytingum, baráttu, sem einnig getur falið í sér að gripið sé til ofbeldis, en aldrei að fólk sé myrt á götum úti! Ég tek ekki minnstu ábyrgð á því sem ég hef ávallt barist gegn: hryðjuverk- um og ofbeldi sem framið er í ein- angrun frá fjöldahreyfingunni." Annars staðar hefur Toni Negri haldið því fram að ítalska þingið sé eina leynisamkundan sem hann hafi nokkru sinni átt aðild að. 1 pólitískum yfirlýsingum sem Toni Negri hefur gefið eftir að hann var látinn laus hefur komið fram heiftúðleg gagnrýni á stefnu kommúnistaflokksins, sérstaklega í málefnum gæsluvistarfanga. Einnig hefur hann farið jákvæðum orðum um tilraunir Sósíalista- flokksins og Bettino Craxi til þess að skapa jafnvægi í ítölskum stjórnmálum með stjórnarsam- vinnu við Kristilega lýðræðisflokk- inn. Jafnframt hefur hann ásakað stjórnmálaflokkana og þingið fyrir spillingu, þar sem hvert hneykslið hafi verið afhjúpað af öðru og í ljós komið að valdaelítan sé ekki annað en strengjabrúður í höndum frí- múrarastúkunnar P2. Hann hefur jafnframt lýst því yfir að hann muni helga sig baráttunni gegn lögunum um gæsluvarðhald, en samkvæmt þeim er nú hægt að halda mönnum inni án dóms í allt að 11 árum og 8 mánuðum. Negri heldur því fram, að nú þegar hryðjuverkasveitirnar hafi verið sigraður sé enn síður á- stæða til slíkra laga, heldur séu ástæður til að láta lausa þá fanga sem nú sitja inni, þannig að tímabil óttans verði yfirstigið og Ítalía geti aftur „öðlast eðlilegan sess innan hins borgaralega evrópska þing- ræðiskerfis“, eins og hann orðaði það sjálfur í nýlegu viðtali. - ólg/Espresso, Inf. Toni Negri með eiginkonu sinni Paolu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.