Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 17

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 17
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983 Helgin 8.-9. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Helgarviðtalið Ég skal segja þér, að það hefur svo margt á daga mína drifið og mér þykir sem móða sé að byrja að færast yfir sumt af því. Þess vegna ákvað ég að byrja að tína saman minningabrot og minnispunkta með það fyrir augum að setja saman bók. Ég tel víst að einhverjir hefðu gaman af að lesa um sumt af því sem ég hef frá að segja, ég vona það að minnsta kosti, sagði Bragi Sigurðsson blaðamaðurog lögfræðingur, þegar ég spurði hann hvort það væri rétt sem heyrst hefði að hann væri að koma með bók um lífshlaup sitt. Bragi tók fram að bókin kæmi ekki út fyrir þessi jól. Það er ekki sterkt til orða tekið að segja að lífshlaup Braga hafi verið ævinrýralegt, bæði hérheimaog erlendis, og manni býður í grun að margir bíði bókarinnar með tilhlökkun. Vegna þessa var Bragi beðinn um viðtal, sem gæti gefið einhverja smá innsýn í það sem í vændum væri í bókinni. Bragi Sigurðsson blaðamaður og iögfræðingur. Við hlið hans liggur dagbók sem hann hélt á „heimsreisunni” og kemur að góðum notum nú við samningu bókar um lífshlaup hans. Maður hefur lifað allt frá botni og uppí topp... ...og vakna svo upp út í sveit með 5 peseta í vasanum... 5 peseta í Vaknaði vasanum hafa bara einn lögreglumann á staðnum og tveir voru sendir til viðbótar. Þá varð allt vitiaust. Ég gat þá komið því svona fyrir að þeir fóru að vinna á síldarplani á daginn en skruppu svo í búningana á kvöldin svo fyrir siðasakir. Hvernig fórstu að því að róa menn niður einn þíns liðs? Sjáðu til, ég talaði bara við þá eins og vini mína og ef í harðbakkann sló þá saup ég á flöskunni hjá þeim, það líkaði mínum mönnum. Ég hef tekið eftir því að það er alveg lögmál, að þeim mun öflugri sem lög- reglan er, þeim mun vitlausari verða þeir sem hún á að fást við. Meðan ég var einn lenti ég aldrei í vandræðum, mér tókst alltaf að tala menn til. Ég kynntist Óskari Hall- dórssyni á þessum Raufarhafnar árum mín- um. Hann var stórkostlegur maður, ein- hver merkilegasti maður sem ég hef fyrir hitt, svo stórhuga að hann hefur vart átt sinn jafningja. Hann var einnig svo mikill hugmaður að hann svaf ekki meðan á síld- arvertíð stóð. Hann hafði svefnbekk í her- berginu hjá sér og fyrir ofan höfðalagið var útvarp með bátabylgjunni á, sem var í gangi allan sólarhringinn og ekki lágt stillt. Ef hann blundaði, þá hrökk hann upp um leið og einhver bátur tilkynnti sig á bátabylgj- unni. Óskar var sykursjúkur, samt sem áður voru oft á borðinu hjá honum tvær tómar dósir undan skinku og öðru góðgæti sem sykursjúkir mega alls ekki borða á morgnana, hann kallaði þetta nætursnarlið sitt. Hann sagðist ekki nenna að lifa ein- hverju meinlætalífi, ég lifi þar til ég dey og ekki meira um það, sagði Óskar. Það vill svo skemmtiíega til að ég gerði fyrsta kaupsamninginn fyrir hann um lóð undir bryggju og síldarplan á Raufarhöfn. Hann hafði áður verið með allt sitt á Siglufirði en kom til Raufarhafnar þegar sfldin fór að færa sig austar. Hann keypti þarna fjöru og byggði þar fyrsta „móderne" síldarplanið á íslandi. Hann fékk mann frá Siglufirði til að byggja þetta fyrir sig, Svein frá Steinaflöt- um. Þarna byggði hann íveruhús fyrir fólk- ið, bryggju og síldarplan og bryggjan var yfirbyggð, sú fyrsta hér á landi. Það væri hægt að segja margar sögur af Óskari, en varla rúm fyrir þær allar hér. Langibarinn Hvað tók svo við hjá þér þegar þú laukst lögfræðiprófi? Við opnuðum saman skrifstofu, ég og Kjartan Jónsson, sem síðar varð laxa-bóndi í Borgarfirði. Eiginlega var þetta nú ekki opinber lögfræðistofa, heldur bílasala, en Rabbad við Braga Sigurðsson blaðamann og lögfræðing Teikningin sú arna af Braga Sigurðssyni er býsna merkileg, vegna þess að þegar Halldór Laxness fékk Sonning-verðlaunin 1969 urðu nokkrar óeirðir meðal stúdenta sem átöldu skáldið fyrir að þiggja verðlaunin. Vegna þessa var ekki leyft að Ijósmynda afhendingu verðlaunanna, en þess í stað fékk teiknarinn Per Sonnes að vera viðstaddur með leyfi Halldórs og teikna atburðinn. Daginn eftir hitti Bragi þennan Ijósmyndara á kínverskum veitingastað og teiknaði Per Sonnes þá þessa mynd af Braga utan á umbúðarpappír á Kristeligt Dagblad en í því blaði birtust einmitt teikningarnar af Halldóri Laxness við verðlaunaafhendinguna. þær voru ekki algengar hér á landi á þeim árum, þetta var 1954. En þetta gekk ekki hjá okkur og við hættum þessu og ég fór að vinna á fræðsluskrifstofunni. Annars var óttalegt rótleysi á mér á þessum árum. Ég stóð í skilnaði og gifti mig svo aftur, já maður var alltaf heldur laus í rásinni og þótti of skemmtilegur sá félagsskapur sem oft verður til við skál. Þú stundaðir þann fræga Adlonbar, sem nefndur var Langibarinn í Aðaistræti? Hvort ég gerði maður, þetta var einhver merkilegasti bar sem til hefur verið í Reykjavík. Sumir héldu að þar hefðu bara Texti: Sigurdór Sigurdórson Myndir: Magnús Bergmann verið fyllibyttur, það er misskilningur, það komu oft edrú menn þar inn, stunduðu hann jafnvel. Ég get sagt þér sem dæmi að einu sinni kom breskt herskip til Reykja- víkur og vildi keppa í knattspyrnu. Þá var myndað það fræga knattspyrnulið „Adlon all star“ sem keppti við þá og sigraði 9:0. í þessu liði okkar voru margir frægir knatt- spyrnukappar, sem oft komu á Langabar. Þennan bar stunduðu margir stórbrotnir menn. Þar vil ég fyrstan nefna minn mikla vin Vilhjálm frá Skáholti, sem óþarfi er að kynna, hann þekkja allir. Nú og svo þann stórmerka mann Bjarna Ármann Jónsson, sem nefndur var Baddi feiti og var kunnur maður í Reykjavík meðan hann bjó þar. Nú býr hann vestur í Bandaríkjunum og hefur komið sér vel fyrir. Bjarni var einstakur maður. Ég held að ég hafi aldrei fyrir hitt annan eins húmorista og hann. Á unga aldri var hann talinn eitt mesta fiðluleikaraefni sem hér var til. En svo skaddaði hann á sér höndina við að reyna að opna flösku, hún krepptist og allt var reynt til að rétta hana en tókst aldrei. Já, það var rnikið og gott lið sem stundaði Langabar og eins og ég sagði Það er ekki margt sem maður hefur ekki komið nálægt í lífinu. Allt frá því að vera gersamlega auralaus á „bísanum" bæði hér heima og erlendis og uppi hinar ágætustu stöður. Það er fátt í íslensku atvinnulífi sem ég hef ekki komið nálægt, sjómennska og síldarplön, verkamannavinna, lögfræði- störf og blaðamennska, svo nokkuð sé nefnt. Nú, og svo þau ár sem ég kalla gjarnan „heimsreisuna" mína. Frá henni á ég mikið af minnispunktum, því að bæði hélt ég dagbók að nokkru og svo skrifaði ég móður minni og konunni sem ég fór frá mikið af bréfum á þessum árum, sem ég nú hef undir höndum. En ef við byrjum á byrjuninni Bragi? Já, ég er fæddur á Seyðisfirði í upphafi kreppunnar, árið 1926. Foreldrar mínir voru Sigurður Arngrímsson, sem var rit- stjóri þar eystra og Olöf Kristjánsdóttir. Ég átti ekki heima nema fá ár á Seyðisfirði, því fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur, en það- an var móðir mín ættuð. Ég fór svo í þessa venjulegu skólagöngu og síðan í heimavist í Flensborgarskólann. Úr þeim skóla fóru nokkrir bekkjarfélagar beint í Mennta- skólann á Akureyri, en það voru aðeins afburða nemendur sem fengu inngöngu þar, ég var ekki einn af þeim og þess vegna fór ég í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, eftir að hafa unnið eitt ár í millitíðinni. í þessum skóla sem Ágúst H. Bjarnason stýrði og var gjarnan kallaður Ágústarskólinn, voru margir afburða kennarar, svo sem Sverrir Kristjánsson, Björn Þorsteinsson, Frið- finnur Ólafsson, Guðni Jónsson prófessor og Björn Bjarnason magister frá Steinnesi, svo nokkrir séu nefndir. Þarna var nú ekki agavandamálinu fyrir að fara þótt við værum allir hálf vitlausir þessir strákar sem í bekknum voru, en virð- ingin fyrir kennurunum var takmarkalaus. Og þetta var góður námsmanna bekkur og við fórum næstum öll í framhaldsnám í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég lauk svo stúdentsprófi og síðar lögfræðiprófi við HÍ, með smá hléum þó, brautin var ekki alltaf alveg bein, allt gekk þetta þó ágætlega. Saup þá bara af flöskunni hjá þeim Á sumrin vann maður svo við eitt og annað. Ég var til að mynda við lög- og tollgæslu austur á Raufarhöfn undir stjórn þess ágæta sýslumanns Þingeyinga, Júlíusar Hafstein, sem var gull að manni. Raufar- höfn var eins og Klondike á þessum árum, en mér gekk mjög vel að eiga við þetta meðan ég var einn. En svo þótti ófært að Auðvitað sé ég eftir Dagblaðinu, mér þótti vænt um það. áðan kom það fyrir að menn drukku þar annað en brennivín. í dag myndu þeir sem stunduðu Langabarinn eflaust vera kallaðir rónar, en þeir voru það samt ekki. Þetta voru túramenn í brennivíni og sjómenn sem drukku brennivín þann stutta tíma sem þeir voru í landi. Það var mjög algengt að togar- askipstjórar kæmu á Langabar til að „sjang- hæja“ menn um borð, eins og það er kallað, til að fylla töluna á togaranum, eða þá menn á þeirra vegum í sömu erindum. Ég er að koma úr partýinu sem þú bauðst mér í Einu sinni var Hermann Björgvin Jóns- son, kallaður Hemmi froskur staddur á Langabar illa þunnur. Þá var þar einnig inaður sem Hemmi þekkti vel og hann segir, blessaður komdu með mér niður í togara ég á þar nóg af víni og við sláum bara upp partýi. Og það varð úr. Síðan vissi Hemmi ekkert af sér fyrr en togarinn var kominn á haf út og það ekki í neinn smá túr, heldur 3ja mánaða túr á Grænland. Þegar svo Hemmi komst í land eftir þessa 3 mán- uði kom hann strax á Langabar þegar hann hafði fengið uppgert og þá var sá þar fyrir sem hafði narrað hann um borð og segir þegar hann sér Hemma: Hvar hefur þú ver- ið Hemmi minn, hvaðan ertu að koma? Ég er að koma úr partýinu sem þú bauðst mér í, svaraði Hemmi. Einu sinni átti að koma í veg fyrir alla drykkju á Langabar og var settur þar lög- regluvörður, meira að segja var hætt að selja gosdrykki, en þá blönduðu menn bara í te eða kaffi. Éitt sinn þegar þetta banntímabil stóð yfir hitti ég þá Guðmund Árnason og Björn Þórarinsson fyrir utan Hótel Borg. Þeir voru túramenn, voru stundum edrú í 6-8 mánuði en duttu svo. Þeir höfðu báðir verið edrú lengi þegar þeir hittast þarna af tilviljun fyrir utan barinn og þora hálfpartinn ekki inn. Ég spurði hvort þeir ætluðu ekki að koma inn og það verður úr að við förum saman inn. Það var byrjað á litlu koníaksglasi og setið yfir því lengi. Þeg- ar svo átti að panta meira var búið að loka barnum. Það varð svo úr að við sláum í flösku og förum niður á Langabar. Þá er þar fyrir lögreglumaður, ungur saklaus strákur ofan úr sveit, nýkominn í lögregluna. Ég samdi við hann að við fengjum að fara uppá loft og fá okkur smá tár. Þetta var skilnings- ríkur drengur og hann samþykkti þetta. Við sátum svo í eina tvo tíma yfir flöskunni í rólegheitum. Svona var stundum hægt að lempa lögregluna til í þá daga. Seinna gift- um við Vilhjálmur frá Skáholti hann svo ágætri stúlku sem vann á barnum og ég veit ekki betur en það hjónaband standi enn. Sveitarstjóri í Ólafsvík Einu sinni heyrði ég þá sögu Bragi að þú hafi verið sveitarstjóri í Ólafsvík og gleymt að leggja á útsvörin? Já, Morgunblaðið og Alþýðublaðið sögðu það þegar þau skrifuðu um málið og ég hef aldrei þrætt fyrir það. En sannleikurinn er nú sá að auðvitað gleymdist þetta ekki, heldur urðu illvígar deilur milli máttlítils meirihluta og harðvít- ugs minnihluta til þess að aldrei náðist samkomulag um það hvernig ætti að haga sér í málinu, því að þá var lagt á eftir efnum og ástæðum, en ekki eftir 10 eða 11% regl- unni eins og nú er gert. Þegar svo menn gátu ekki komið sér saman um þetta var mér sem sveitarstjóra kennt um allt saman. Þetta var árið 1958. Og þegar ég kom vestur til að taka við embætti voru þeir alls ekki viðbún- ir því að taka við fjölskyldu sveitarstjóra, ekkert húsnæði var til fyrir starfsmann hreppsins og við vorum á hrakhólum með húsnæði og urðum að liggja inná ókunnugu fólki. Það var nú eftilvill ekki það versta, hitt var verra að ég kom þarna ókunnugur inní óskiljanlegar innansveitar pólitískar erjur, þar sem línur lágu út og suður. Ég komst raunar aldrei til botns í þeim, skildi þær aldrei. Það gat heldur enginn maður á staðnum frætt mig um þær. Ég naut því aldrei þeirrar leiðsagnar sem ég þurfti. Auðvitað varð útkoman sú að ég var rek- inn. Inní þetta fléttaðist svo að ég byrjaði að byggja hús, sem ég ætlaðist til að hreppur- inn ætti, en það fékkst ekki samþykkt, svo ég ákvað að byggja bara sjálfur. Ég átti enga peninga, en það var verið að byggja höfn í Ólafsvík og meirihluti hreppsnefndar samþykkti að ég mætti fá lánað byggingar- efni frá höfninni, sement og fleira. Eg gerði þetta. Mogginn og Alþýðublaðið gerðu mál úr þessu og sögðu að ég hefði stolið efninu. Málið var rannsakað og setudómari settur í málið. Þá kom í ljós að allt hafði verið rétt Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.