Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983 _
Vaknaði með
5 peseta í vasanum
Framhald af 17. slöu.
bókfært og ekkert uppá mig að klaga, enda
var þetta allt gert í samráði við meirihluta
hreppsnefndar. Þegar ég svo missti starfið
réð ég mig á reknetabát uns ég fluttist til
Reykjavíkur.
Gjaldþrot
Þegar til Reykjavíkur kom setti ég upp
bílasölu með Guðbjarti Pálssyni. Það gekk
ágætlega þar til hann vildi setja upp bíla-
leigu. Hann bauð okkur Gunnari Scheving
að vera með en við vildum það ekki en
buðumst þó til að vinna við fyrirtækið. Ég
var svo við þetta til 1964, að ég hætti og setti
upp eigin lögfræðiskrifstofu að Laugavegi
11. Nei, ég var ekki lögfræðingur Batta,
hann hafði aðra reyndari fyrir sig, en hann
leitaði oft til mín og ég var trúnaðarmaður
hans og kunningi.
Og þarna byrjar þú fyrst að praktísera,
eins og Tómas segir?
Já, það má kalla það svo. Ekki er það nú
margt sem ungum nýliða í lögfræðingastétt
stendur til boða. Það er þá helst innheimta
hjá þeim sem ekki geta borgað. Það var
vandalítið fyrir mig að gefa út stefnur og
dóma og annað í þeim dúr, en þegar kom að
því að bera aleigu fólks út á götuna, jafnvel
það sjálft, þá gugnaði ég, ég hreinlega gat
þaðekki. Þvígekk þetta allsekki hjámérog
slíkt þýðir auðvitað tekjuleysi og maður
getur ekki staðið í skilum. Þá er sótt á mann
og geti maður ekki borgað, þá er heimtað
gjaldþrot, og þannig fór einmitt fyrir mér.
Upphæðin var hlægilega lítil, aðeins 253
þúsund krónur og megnið af því var krafa
frá gjaldheimtunni. Þegar svona er komið
hjá lögmanni, þá er það siðferðisleg skylda
að skila inn málflutningsréttindum sínum.
Lögfræðiréttindin missti ég aldrei og hefði
getað fengið málflutningsréttindin um leið
og gjaldþrotamálið var afstaðið. Ég sótti þó
ekki um þau aftur fyrr en nú fyrir fáeinum
árum og fékk þau auðvitað strax, ég skilaði
þeim inn 1957 og fékk þau svo aftur 1978.
Þegar þarna var komið fannst mér öll
sund vera lokuð og allt þetta plagaði mig
óskaplega. Ég gat ekki séð heimilinu far-
borða og var fullur örvæntingar. Ég átti
yndislega konu og 3 syni og í stað þess að
glíma við vandann og leysa hann flúði ég til
útlanda. Það átti að vera flótti frá vandam-
álunum og eigin sálarlífi, en auðvitað er
aldrei hægt að flýja þetta. Maður flækist
alltaf með þetta með sér hvert sem maður
fer og hvað sem maður gerir.
Auralaus og
angistarfullur
Ég fór héðan til Parísar og var þar víst
nokkra daga, samt gæti ég ekki lýst París
fyrir þér eins og hún leit út þá. Ég sá hvorki
daginn né veginn, var fullur frá morgni til
kvölds. Svo einn morgun settist ég uppí lest
og hélt til Barcelona á Spáni og þaðan svo
með ferju til Mallorca. Ég var næstum því
peningalaus, eitthvað smávegis var ég þó
með mér. Ég byrjaði á að leita mér að ódýr-
um gististað með fæði í Palma. Á 3ja hótel-
inu sem ég kom á sem heitir Californía átti
herbergi með fæði að kosta 270 peseta á
dag, en ég sagðist ætla að vera í 3 mánuði <?g
fékk þá afslátt niður í 100 peseta á dag. Ég
sá að ég gæti tórt eitthvað á því sem ég átti
til af peningum, en aldrei 3 mánuði. Ég
kynntist eiganda hótelsins mjög vel, hann
var afbragðs maður, en mér var sagt að
hann væri hörkutól í viðskiptum. Ég lærði
þarna svolítið í spænsku og gat bjargað mér.
En sannast sagna sá ég enga endastöð. Það
var enga atvinnu að fá og mínir aurar
eyddust upp eins og annarra þegar ekkert
bætist í pyngjuna. Þegar ég var orðinn alveg
blankur fór ég til eigandans og sagði honum
að nú væri ég að fara, ég gæti ekki búið
þarna lengur ég væri orðinn blankur. Hvert
ætlar þú þá að fara? spurði hann, ég sagðist
ekkert vita um það. Þá sagði þessi öðlingur:
Bragi hér verður þú eins lengi og þú vilt og
þegar þú vilt, þú borgar ef þú getur, annars
ekki, mitt hús er þitt hús. Sjaldan hefur
meira fargi verið af mér létt.
Auðvitað drakk ég óhemju á þessum
tíma, þetta var 1968. Rauðvínið var svo
ódýrt að maður gat farið inná Bodegas með
3 tómar flöskur og farið út með eina fulla af
ódýru rauðvíni. Og f þessu standi kynntist
maður auðvitað mörgu skrýtnu og jafnvel
skemmtilegu fólki. Svo kom að því að ég
átti ekki einn peseta eftir, en ég átti 3 til 4
þúsund krónur íslenskar, sem bankarnir
vildu ekki skipta yfir í peseta. Ég fór í
danska konsúlinn en hann vildi ekkert fyrir
mig gera. Þá datt mér í hug að tala við
bankastjóra ríkisbankans spænska og fékk
viðtal. Þetta var gamall og gulbrúnn karl,
afskaplega almennilegur í viðmóti og ég
sagði honum hverra erinda ég væri kominn,
og benti honum á að ísland og Spánn væru
miklar viðskiptaþjóðir. Hann vildi allt fyrir
mig gera og hringir til Madrid og fær það
svar að íslenski ríkisbankinn vilji ekki tryg-
gja að hann kaupi íslenska peninga á því
verði sem skipt er úti. Ástæðan var víst
gengisfelling í vændum eða annar órói á
markaði hér heima. Þar við sat. En þegar ég
er að fara segir bankastjórinn, hefurðu tal-
að við bandaríska konsúlinn, þið hafið svo
mikil samskipti við Bandaríkin? Ég sagðist
hafa talað við þann danska og hann hefði
ekkert viljað gera og ég ætti ekki von á að sá
bandaríski gerði meira.
Farið til þess bandaríska, ég er viss um að
hann mun veita yður einhverja úrlausn.
Nú, það kostaði ekkert að reyna og þegar
ég kem í bandarísku konsúlskrifstofuna, er
þar allt fullt af fólki sem beið en ég kynnti
mig og fékk áheyrn næstum alveg strax.
Þegar ég svo kom inn segir konsúllinn, ung-
ur geðslegur maður, pabbi var að hringja og
segja mér af þér. Þetta var þá sonur bank-
astjórans. Þarna var líka aðalkonsúllinn í
Barcelona. Þeir spyrja um erindið og ég
segi þeim það, ég þurfti að skipta íslenskum
peningum en það virðist ekki vera hægt,
það sé ekkert gengi á þeim. Þá eru þetta
engin vandræði segja þeir, hvað vantar þig
mikið. Ég hikaði svolítið en segi svo 200
dollara. Það var ekkert mál, ég fékk þá en
ekki vildu þeir taka íslensku peningana
uppí, en sögðu að ég skyldi bara koma aftur
ef mig vantaði meira. Þettá á ég sennilega
því að þakka að ég spurði hvort þeir þekktu
Ola Lagvik í Barcelona, en sá var mikill
umsvifamaður sem ég kannaðist við. Þeir
sögðust vera vinir hans en ég sagði þeim að
hringja í hann ef þeir vildu vita deili á mér,
það gerðu þeir ekki.
Þarna var ég orðin ansi stöndugur með
200$ og gat greitt upp mínar smáskuldir hér
og þar.
Vaknaði með
5 peseta í vasanum
Þessir dollarar eyddust eins og annað fé
og einn morgun vaknaði ég á akri út í sveit
með 5 peseta í vasanum og hafði ekki hug-
mynd hvar ég var né hvernig ég var þangað
kominn. Ég fann fljótlega einhvern veg og
fer að ganga og geng fleiri kílómetra. Loks
kom ég að einhverjum bar og ég sé þar
dagblað sem gefið er út á Mallorca. Ég fór
af rælni að skoða atvinnuauglýsingar og rek
augun í eina, þar sem óskað er eftir siglinga-
félaga á skútu, kauplaust, en viðurgjörn-
ingur. Símanúmer var gefið upp og ég fékk
að hringja. Þá var þetta gormæltur Amerík-
ani, sem var orðinn spánskur ríkisborgari.
Hann sagðist nú eiginlega vera búinn að
ráða mann, en vildi samt hitta mig daginn
eftir. Þegar við svo hittumst, reyndist þetta
vera 78 ára gamall karl, og hann endurtók
að hann væri búinn að ráða mann, franskan
sjóliðsforingja sem kominn væri á eftirlaun.
Hann ætti lamaða konu, þannig að hann
treysti honum ekki fullkomlega til að geta
siglt hvenær sem væri. Svo spurði hann mig
hvort ég kynni að sigla. Ég sagði svo ekki
vera, en ég hefði lengi verið til sjós á ís-
lenskum fiskibátum. Það er ekki það sama
segir karlinn. Samt sem áður samdist svo
um milii okkar að ég færi með þeim einn túr
og sá franski með en hann var 67 ára. Hann
var alveg stórkostlegur maður. Hann las
mig út eins og opna bók og mælti með því að
ég yrði áfram. Hann hét Michel Tripier
þessi maður. Það varð svo úr að ég var með
þeim áfram. Ég fékk að flytja um borð í
skútuna og búa þar, eftir að ég hafði
sannfært karlinn um að nauðsyn bæri til að
hafa vörð í skútunni. Við það löguðust pen-
ingamálin mikið.
Ævi'ntýrið byrjar
Michel Tripier varð svo til þess að kynna
mig fyrir útlendingaklíkunni á Mallorca,
sem aðallega voru Frakkar og Ameríkanar
og nokkrir Englendingar. Þetta leiddi til
þess að ég kynntist manni sem hét Fritz
Stark, Ameríicani af þýskum ættum. Hann
var stórefnamaður og hafði keypt sér jörð
með húsum og var að breyta þessu í lúxus-
villu. Hann sagði mér að sig vantaði mann
til að hafa eftirlit með þessu öllu saman.
Mér leist strax vel á þetta og það er samið
um gott kaup og ég fékk stóra íbúð í kjallara
villunnar með öllu tilheyrandi. Hann lofaði
að sjá til þess að ísskápurinn yrði alltaf full-
ur. Ég fékk þarna rosakaup og hafði það
mjög gott, enda lítil sem engin vinna að
hafa eftirlit með þessu, helst að sjá um að
karlarnir svæfu ekki í vinnutímanum. Inní
þetta kom allt mögulegt og ég kynntist
mörgu fólki, bæði konum og körlum.
Ég kynntist þarna breskum verksmiðju-
eiganda frá Birmingham, sá átti 69 feta
skútu sem hét „Pómona", gullfalleg skúta
byggð í Þýskalandi. Svo er það einu sinni að
hann er að leggja af stað í langa siglingu um
Miðjarðarhafið, hún átti að standa í marga
mánuði og í ferðina bauð hann mörgu fólki
og þar á meðal mér. Ég sagði Fritz Stark frá
þessu, en hann vildi alls ekki að ég færi og
bauð mér gull og græna skóga ef ég vildi
vera kyrr. Hann keypti meira að segja nýj-
an bíl, sem hann sagði að ég mætti líta á sem
mína eign. En það var kona í spilinu sem
togaði í mig í þessa siglingu og svo líka hitt
að ég komst að því að var fyrst og fremst
kona Starks sem vildi að ég yrði kyrr, hún
var með einhverjar pælingar sem mér líkaði
ekki svo ég fór í siglinguna. Meðan ég var
að bræða þetta með mér, hvort ég ætti að
fara með lögðu þau af stað til Korsíku. Það-
an ætluðu þau svo að senda dulmálsskeyti
til mín: Spilarðu Canasta? Ef ég svaraði já,
þá áttu flugmiðar að vera til fyrir mig frá
Mallorca til Korsíku. Skeytið kom, ég sagði
já og flaug til Korsíku. Þarna um borð var
ég svo í nokkrar vikur og við flæktumst
víða. Einu sinni lá utan á okkur skúta í
höfninni á Korsíku og það var þá listiskúta
leikkonunnar Brigitte Bardot. Það tókust
þarna smákynni milli hópanna, boðið í
kokteil um borð í báðum skútunum, nei ég
kynntist henni ekkert persónulega, talaði
bara aðeins við hana og búið.
Siglt til Englands
Öllum sumrum lýkur. Um haustið var
farið að hugsa um hvað ætti að gera og
eigandi skútunnar Ron Watson vildi láta
líta á hana og yfirfara og bað mig ásamt
þremur öðrum mönnum að sigla henni til
Englands. Við gerðum það, ég setti upp
ákveðið verð fyrir og fékk það. Ég var far-
inn að velta því fyrir mér hvað ég ætti að
taka mér fyrir hendur. Ég var búinn að lifa
súrt og sætt á Mallorca og Korsíku og búinn
að sjá þar bæði botn og topp. Þegar við
komum til Birmingham í Énglandi eftir
góða siglingu, beið Ron Watson þar á
bryggjunni með Rolls Roys og bauð mér
heim til sín og þarna tók við mikið lúxuslíf.
Ég átti allmikið af peningum, ég hafði bæði
náð að spara nokkurt fé á Mallorca og svo
var vel greitt fyrir siglingu skútunnar til
Englands. Sannleikurinn er nefnilega sá að
þeim mun fjær sem ég var menningu N-
Evrópu, þeim mun betur vegnaði mér. í
kringum Watson var mikið af frægu og ríku
fólki, sem ég kynntist, bæði meðan verið
var að sigla um Miðjarðarhafið og eins í
London. Á þessum tíma drakk ég frekar
lítið miðað við það sem áður hafði verið, og
þetta gekk allt nokkuð vel. Meðal þeirra
sem ég kynntist þarna var dóttir Beaverbro-
oks lávarðar, eins ríkasta manns Englands
fyrr og síðar og manni hennar. Þau áttu
mikið sveitarsetur í N-Skotlandi og þangað
var ég boðinn og stoppaði þar all lengi. Það
er nú svo með mig að annað hvort drekk ég
eða ég drekk ekki. Smá sull í brennivíni
hefur aldrei átt við mig. Aftur á móti eru
drykkjuvenjur þessa ríka fólks yfirleitt
ósköp penar, sjerryglas um miðjan daginn
og viskíglas á kvöldin og einhvern veginn
fór þetta ekki saman. Auk þess var ég alltaf
á leiðinni til Hollands því að þar hafði ég
komist í kynni við menn sem framleiddu
vélar til að búa til franskar kartöflur úr
kartöfludufti. Ég reyndi að fá að flytja þess-
ar vélar tii Mallorca en það gekk ekki vegna
þess að Hollendingarnir settu það sem skil-
yrði að kartöflu-duftið fylgdi með vélunum.
Spánverjar áttu meira en nóg af kartöflum
og tóku ekki í mál að flytja þær inn frá
Hollandi.
Sölumaður á N-Ítalíu
Það er svo ekki að orðlengja það að ég
hélt til Hollands og fékk starf hjá þeim sem
sölumaður þessara véla á N-Ítalíu. Ég
reyndi að selja þessar vélar en auðvitað
gekk það ekki neitt. Það var Hálfdán
Bjarnason sem í áratugi hefur búið í Genúa
og verið umboðsmaður fyrir íslenska skreið
og saltfisk sem kom mér í skilning um að
þetta væri vonlaust verk, það hefðu aðrir
verið komnir í þetta á undan mér ef
eitthvert vit væri í þessu. Ég snéri þá aftur til
Englands og eftir það flæktist ég víða. Vann
bæði í Noregi og Svíþjóð og fór svo til
Þýskalands í atvinnuleit. Þegar ég kom á
skrifstofu í Hamborg í leit að atvinnuleyfi,
sem engin leið var fyrir mig að fá, hitti ég
Ameríkana, sem átti sorglega og merkilega
sögu að baki. Hann hafði gifst norskri
stúlku og flutti með hana vestur. Þá kom í
ljós að hann bjó í aumasta fátækrahverfi
New York og konan undi sér ekki þar enda
betra vön. Hann þrælaði svo dag og nótt
fyrir fargjaldi fyrir hana og tvö börn þeirra
til Noregs og það tókst. Hann kom svo
nokkru síðar, en þá vildi hvorki konan né
fjölskylda hennar við honum líta, þannig að
hann íenti auralaus á flækingi. Hann fór til
Þýskalands en fékk ekki atvinnuleyfi. Samt
komst hann á togara sem fór á íslandsmið
og það sagði hann að hefði verið helvíti á
jörð. Svo örvæningarfullur var hann orðinn
þegar togarinn nálgaðist heimahöfn að
hann reyndi að fyrirfara sér með því að
henda sér ofan úr brú niður á dekk. Hann
slasaðist nokkuð og var settur á sjúkrahús,
þar með fékk hann greiddar tryggingabætur
og þar með var hann kominn inní kerfið og
fékk atvinnuleyfi. Við ræddum þarna sam-
an og hann bauð mér heim til sín.
Við báðum konuna sem hann leigði hjá
leyfis hvort ég mætti búa hjá honum og var
það auðfengið og ég fékk kvittun um að ég
hefði húsnæði. Þessu næst fórum við að
leita að atvinnu handa honum og hún fékkst
í Kóka-Kóla-verksmiðju. Ég reyndi svo að
fá loforð um atvinnu fyrir mig en það er
skilyrði þess að fá atvinnuleyfi að hafa bæði
húsnæði og loforð fyrir atvinnu. Það gekk
ekki, svo ég ætlaði að reyna í Kók-
verksmiðjunni. Þegar ég kom þangað stóð
stór og vörpulegur maður þar úti á plani. Ég
spurði hvort hann væri verkstjóri og hann
spurði á móti uppá hvað það væri. Ég sagði
honum þá frá mínum málum og hann bauð
mér upp á skrifstofu til sín og kom í ljós að
þetta var aðalforstjóri verksmiðjunnar.
Hann var fús til að gefa mér vottorð uppá að
ég fengi vinnu í verksmiðjunni. Mér fannst
ég kannast við andlit mannsins og þegar
hann skrifaði undir þessa yfirlýsingu kvikn-
aði á perunni hjá mér. Þetta var þá Max
Schmeling, sem eitt sinn var heimsmeistari í
hnefaleikum. Ég fór svo með þetta plagg og
kvittunina um húsnæðið til Kaupmanna-
hafnar og þar í þýska sendiráðið. Þeir sögðu
að afgreiðsla málsins tæki nokkrar vikur.
Ég sagði að vinnuveitandi minn, sem er
mjög hátt metinn maður hjá Þjóðverjum,
hefði óskað eftir því að ég kæmi til starfa
innan 10 daga. Það tók 5 daga að fá málið
afgreitt og ég þar með kominn með atvinnu-
leyfið.
Heim að lokum
Ég vann í Þýskalandi í nokkra mánuði en
flæktist síðan víða. Ég var m.a. ísiglingum á
dönsku skipi sem hét Nýhafnar Rósa eftir
þekktri gleðikonu í Kaupmannahöfn og við
sigldum milli Leníngrad og Frakklands. Ég
var kokkur en vinur minn Axel Ingólfsson
sem nú er hjá Ólafi Gíslasyni & Co. var
háseti. Þetta vara skemmtilegur tími og ég
kynntist Leníngrad vel í gegnum sjómann-
aldúbb sem sá um að sjómenn gætu skoðað
borgina og notið þeirra lista sem hún býður
uppá. En svo kom 3ji íslendingurinn um
borð og hagaði sér þannig að hann var
heppinn að sleppa lifandi frá borði, var að
sjálfsögðu rekinn og við Axel fórum líka,
svona af íslenskri samkennd.
Og svo komstu heim 1972?
Já, ég hafði hitt fyrrverandi konu mína
tvisvar og innst inni ól ég þann draum að við
gætum tekið saman aftur, þótt ég vissi að
ekkert vit væri í þeim draumi, svo að ég fór
heim og við ræddum málin og komust að því
að þetta var ekki hægt. Nú, ég snéri ekki til
baka heldur hóf störf sem blaðamaður á
Alþýðublaðinu en fór svo á Dagblaðið þeg-
ar það var stofnað. Þar vann ég síðan þar til
Vísir og DB voru sameinuð, þá var ég rek-
inn ásamt fleirum. Vissulega þótti mér það
sárt, mér þótti vænt um Dagblaðið og var á
móti þessum samruna. Það voru fleiri á
móti honum og sjaldan hef ég séð manni
líða verr en þegar Jónas Kristjánsson rit-
stjóri var að tilkynna sínu fólki þennan sam-
runa daginn sem hann átti sér stað, hann
átti bágt þá.
Stóð Dagblaðið illa fjárhagslega þegar
þetta var gert?
Nei, áreiðanlega ekki, en Vísir stóð tæpt.
Ég er þess fullviss að þarna var um pólitíska
ákvörðun að ræða, ekkert annað.
En svona að lokum Bragi, hvað tekur nú
við hjá þér?
Ég veit það satt að segja ekki. Skömmu
eftir að ég hætti á Dagblaðinu fór ég í með-
ferð á Freeport, enda sullaði ég of mikið í
víni. Ég hef ekki smakkað það á annað ár og
líður prýðilega. En varðandi atvinnu þá
bíður vinnumarkaðurinn nú ekki eftir
mönnum hátt á sextugsaldri. Sem stendur
er ég að dunda mér við þessa bók, hvað
meira verður veit ég ekki á þessari stundu.
- S.dór.