Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 19

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 19
kvikmyndir ■ mig og aö leiðarlokum var eins og öllu lyki svo skyndilega, allt í einu allt búið. Fjölmargar persónur koma fyrir í myndinni og það var með þær eins og ævintýrin, þær liðu hjá í langri röð án þess að ég næði að kynnast þeim nema mjög laus- lega. En það er annars urn þessar aukapersónur að segja, að þó þær væru oft á tíðum mjög skemmti- legar og trúverðugar í sínu um- hverfi, þá er eins og myndin haltri við þær ntargar og sérstaklega á þetta við unt þær sem maður fær þó að kynnast nánar eins og Lunda verkstjóra, bónuströllið Axel og skipstjórann. Þetta eru allt ágætar „týpur" en áhugaleikararnir sem með hlutverkin fóru náðu ekki að sýna nema framhlið persónanna eins og oft vill verða með áhuga- leikara og oft var sem gætti bæði öryggisleysis og áreynslu í leik þeirra. Suntar þessara aukapers- óna voru þó sannar allt í gegn og á það ekki síst við um kvenpersón- urnar þrjár sem mest koma við sögu: verkstjóradótturina, Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu og þá ónafngreind sem klófesti Axel. Létt spaug Með aðalhlutverkin í myndinni fara þeir Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Ulfsson og það er á þeim sem allt veltur. Það er skemmst frá því að segja að þar eru á ferðinni pottþéttir menn, sem ekki bregðast og það er raunar erf- itt að gera upp á milli þeirra enda lætégþaðógert. Þeirn tekst báðunt að gæða persónur'sínar lífi og litum sem oft kitla hláturtaugarnar svo um munar. Þetta eru síspaugandi og hressir strákar, en maður veit þó næsta lítið um þá í raun og veru þegar upp er staðið. Þetta er af- leiðing þeirrar leiðar sem Þráinn kýs að fara og aðferðar þessarar ntyndar, þar sem létt spaug og hraði atburða er látið ráða ferð- inni. . Hljóðið í þessari ntynd er betra en oft áður í íslenskum nryndum og tónlistin er skemmtileg og margar útsetningar gamalkunnra laga bráðsmellnar. Þó er eins og einmitt hér sé svolítið kastað til höndun- um, því tónlistin var oft truflandi og úr takti við hrynjandi myndar- innar að öðru leyti. Myndataka er yfirleitt áferðarfalleg ef undan eru skilin nokkur mjög nálæg skot og skot úr froskaperspektívi, sem verkuðu tilgerðarleg og eins og þau ættu ekki heima í þessari mynd. Klippingin skilaði eins og áður sagði hraðri og markvissri frant- vindu, kannski of hraðri í blálok myndarinnar, sent gerir endinn enn snubbóttari. Á stöku stað Hallmar Sigurðsson skrifar um nýja íslenska kvikmynd fannst mér þó að klippingin hefði mátt vera hraðari, t.d. í upphafsat- riðinu á brandaranum um ofpipr- uðu steikina og í næturatriðinu nteð stigana. í báðunt þessum at- riðum missir skopið marks vegna þess að of lengi er staldrað við of léttvæga hluti eins vegna þess að hér vantar það óvænta, eða að það sem gerist verði með einhverjum hætti spennandi. Hádsins saknað En í heildina er þetta skemmti- leg og vel heppnuð kvikmynd, sem ástæða er til að óska aðstandend- unt til hamingju með og ég er ekk- ert að vanþakka þessa ágætu skemmtun þó ntér finnist að efnið og hugmyndin hefðu getað boðið upp á nteiri alvöru á bak við kímn- ina, meiri og þyngri áherslur. Ég sakna hér þeirrar skarpsýni til að sjá í gegnuni hlutina og þess háðs sem Þráinn er meistari í eins og hann hefur svo oft sannað með ó- gleyntanlegum hætti í útvarpsþátt- unt sínum í sumar. Hallmar Sigurðsson Siggi majones á.tali við Reykvíkingana tvo sem komu til Vestmannaeyja að! ; græða peninga. I | 1 Nýtt líf í Nýja Bíói Spauglétt Reyrhúsgögn í fjölbreyttu úrvali Hagstætt verð Góðir greiðsluskilmálar Glæsileg húsgögn við allra hæfi opið til kl. 4 í dag znnunLT U UUUJo j-dí UHriUUIIIðUHI #1111, Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Helgin 8.-9. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 og hrott i Það var létt yfir fólki í Nýja bíói j þegar ég lagði þangað leið mína til j að sjá þar nýjustu afurð íslenskrar kvikmyndagerðar nú á dögunum. Það var mikið hlegið og áberandi í hléinu hversu fólki var skemmt og hafði um margt að skrafa og flissa yfir. Það voru greinilega ntargir sem könnuðust við sig í þeim heimi sem myndin lýsir og þar er líka helsti styrkur hennar. Sagan öll og sögusviðið er eins rammíslenskt og orðið getur; hér er skáldað úr þeim veruleika sem við þekkjum flest og lifum öll af beint og óbeint. „Lífið er saltfiskur", segir í góðri bók. Saltfiskur Þráins og félaga er samt ekkert leiðinlegur, til þess skoðar hann alvöruna af nægilega mikiu alvöruleysi þannig að hversdags- leikinn verður allt annað en hvers- dagslegur. Hröð framvinda Aðalpersónur myndarinnar eru tveir hressir strákar úr Reykjavík, sem ekki taka lífið allt of hátíðlega; Þór Magnússon (Eggert Þorleifs- son) og Daníel Ólafsson (Karl Ág- úst Úlfsson). Upphafsatriði mynd- arinnar segir frá því, hvernig þeir missa vinnuna á Hótel Sögu, þar sem þeir hafa starfað sem kokkur og þjónn. En alltaf má fá annað skip eða byrja nýtt líf og það er einmitt það sem vinir okkar ætla sér að gera. Þeir bregða sér til Eyja til að skófla þar upp seðlum í slor- inu og slabbinu, en í ljós kemur að bónusbrjálæðið á ekki allskostar við þá félaga, þeir hafa meiri áhuga ! á skemmtanalífi þeirra eyja- j skeggja, sem gerist nokkuð stór- i karlalegtástundum,endaeigaþeir i sér draum um framtíð í skemmt- i anabransanum. Sá draumur rætist | þó ekki frekar en önnur framtíðar- áform þessara kappa enda eru þeir lífslistamenn sem prjóna sig gegn- um lífið og láta hverjum degi nægja sína þjáningu og það er vegna þeirra eiginleika sem þeim tekst að j lýsa upp hversdagsleikann og létta j okkur geð með sínu græskulausa j gamni. Þetta eru raunar helstu í eigindi myndarinnar, að fleyta ker- I lingar með smáuppákomum og j ævintýrum í gegnum blákaldan i veruleikann. Og ævintýri þeirra fé- ! laga verða bæði mörg og skemmti- j leg og á vegi þeirra verða margar j persónur, sem flestar koma ntanni ! kunnuglega fyrir sjónir úr íslensku : þjóðlífi. Þaðerþannigalltafnógað ! gerast og engum ætti að leiðast; til þess gefst enginn tími, framvinda myndarinnar er bæði hröð og mar- kviss. Tiplað á tánum En þótt sögusviðið sé allt í gegn bæði trúverðugt og áhugavert er eins og tiplað sé yfir það of létt og gamanið verði á stundum heldur græskulaust og grunnt. Ævintýrin og sögurnar í sögunni eru svo mörg og jafnvæg að það er eins og úr verði frekar röð smáatvika en saga. Oft fannst mér ég dreginn of hratt gegnum sögusviðið án þess mér gæfist tími til að svipast um og átta i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.