Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Helgin 8.-9. október 1983
bæjarrölt
Bíllinn minn hefur verið á
verkstæði að undanförnu og ég
hef smám saman aðlagað líf mitt
að fyrri og gamalkunnum hátt-
um, bíllausri veröld sem er ágæt.
Ég ferðast nú um gangandi,hjól-
andi eða fer með strætisvagni.
Ég uppgötvaði á nýjan leik hvað
það er gaman að fara í strætó,
sitja niðursokkinn í hugsanir
sínar, með bók eða blað í hendi
eða virðandi fyrir sér samferða-
fólkið og húsin og mannlífið sem
líður hjá fyrir utan gluggann.
Besta skemmtun mín er að
virða fyrir mér annað fólk í laumi
og reyna að geta mér til um hvað
það er að bauka í tilverunni og til
þess gefst gott næði í strætó. Ann-
Fer
sem
fer
ars er það síður en svo þver-
skurður þjóðfélagsins sem ferð-
ast með þessum samgöngutækj-
um. { strætisvögnum ferðast
einkum börn, gamalmenni,
námsmenn, öryrkjar, húsmæður
og vinstri sinnaðir sérvitringar.
Þar sjást hvorki forstjórar,
stjórnarráðsfulltrúar né iðnaðar-
menn.
Mér var gefið forláta hjól um
daginn. Eigandinn, ungur tón-
listarmaður, var að fara til náms í
Ameríku og ákvað að gefa hjólið
sitt. Ég varð þeirrar auðnu að-
njótandi að hreppa hnossið.
Þetta er eitt af þessum gömlu
“ I
Veistu...
svörtu karlmannahjólum af gerð-
inni Hercules frá borginni Birm-
ingham. Og nú hjóla ég líka til
vinnu þegar sá gállinn er á mér.
Ég þeysi eftir gangstéttunum
með flaksandi frakka og goluþyt
um kinn, rjóður og sællegur.
Konurnar sem verða á vegi mín-
um horfa með aðdáun á þennan
glæsilega mann á svarta hjólinu
eða svo ímynda ég mér.
Ég var að vísu ansi móður fyrst
eftir að ég byrjaði að hjóla. Eitt
sinn var ég að hjóla upp alla Flóka-
götuna og tók hana allgeyst
fyrsta spölinn. Rétt fyrir ofan
gatnamótin á Rauðarárstíg hjól-
aði ég fram úr skólastúlku með
stoltsmannssvip en eftir því sem
ofar dró í brekkuna dró af mér og
upp við gatnamótin á Lönguhlíð
hjólaði skólastúlkan ofur rólega
fram úr mér á nýjan leik og blés
ekki úr nös. Ég sá út undan mér
vorkunnarsvipinn á henni er hún
fór fram úr en lét sem ég sæi hann
ekki enda var ég að springa úr
mæði og þessi undarlega mátt-
leysistilfinning lá alveg niður í
kálfa. Stúlkan var að vísu á 10-
gíra hjóli en á mínu hjóli er ekki
einn einasti gír. Það var nokkur
afsökun.
En nú er ég smám saman að
verða stæltari og er farinn að taka
ýmsar brekkur án þess að fara af
baki síðsta spölinn. Þetta er ann-
að líf.
Bíllinn minn er að koma úr við-
gerð. Hún kostar það sama og
10-gíra hjól. Samt kem ég ekki til
með að selja bílinn og sennilega
læt ég mig hafa það á næstunni að
fara á bílnum í vinnuna daglega
og leggja hjólið til hliðar. Maður
á mínum aldri, í minni stöðu á að
eiga bíl, segja óskráð lög. Og ég
er of værukær og ístöðulaus að
gera uppreisn gegn þessum
lögum. Fer sem fer.
- Guðjón
að stundum hefur tvennt verið
talið óteljandi á íslandi: vötn-
in á Arnarvatnsheiði og eyj-
arnar á Breiðafirði.
að Ódáðahraun er nær helmingi
stærra en Luxemborg.
að ein þingmannaleið til forna
var talin jafngilda 5 landmíl-
um eða 37.6 km.
að þegar klukkan er 12 á hádegi
á Islandi er hún 12 á miðnætti
í Wellington á Nýja Sjálandi.
að allir forsætisráðherrar á ís-
landi frá upphafi hafa verið
háskólamenntaðir. Björn
Jónsson ráðherra íslands
1909-1911 lauk þó aldrei há-
skólaprófi.
að eitt orð í íslensku er komið úr
ungversku. Það er kjötréttur-
inn gúllas.
að fyrstu tveir framkvæmda-
stjórar Sameinuðu þjóðanna
voru frá Norðurlöndum, þeir
Tryggve Lie frá Noregi og
Dag Hammarskjöld frá Sví-
þjóð.
að Stjórnarráðið við Lækjar-
torg, aðsetur forsætisráð-
herra og forseta fslands, var
upphaflega reist sem fangelsi.
að konungsættir í Evrópu, m.a.
sú breska, geta rakið ættir
sínar til Auðuns skökuls
Bjarnarsonar sem bjó að
Auðunarstöðum í V-Húna-
vatnssýslu.
að Austur-Skaftafellssýsla til-
heyrir Austurlandskjördæmi
en Vestur-Skaftafellssýsla
Suðurlandskjördæmi.
að Árnes sem Árnessýsla er
kennd við, er eyja í Þjórsá.
Þar er talið að þingstaður
Árnesinga hafi verið til forna.
að íslenska örnefnið Dímon er
talin komið úr latínu: di
montes og merkir tvífjall.
að tvö af þekktustu núlifandi
skáldum okkar eru alin up við
Sogið, þeir Tómas Guð-
mundsson og Ólafur Jóhann
Sigurðsson.
að þrjú af þekktustu skáldum
síðustu aldar voru úr
Reykhólasveit, þeir Jón
Thoroddsen, Matthías Joc-
humsson og Gestur Pálsson.
sunnudagskrossgátan
Nr. 392
/ 2 "3 V- T~ <o V T~ y <7 10 )/ S /2
8 W~ V /3 s /<r 10 V /<r /o /0
/2 n /?- tsr s? T~ /s* 7 /0 r? y 1$ 7- /V 3
20 2J 1? n )> 12 )S 2
22 ? 10 T )(, V 22r (x 2 u
2? 9 W /$ 22 y 28 T~ /</ V 28 /ST 2Í
X w f3 /ST 5? 2/ V 2í>' 2 ?- 19- /S V
sr /? 22 V V- 2? 23 f/ 1/ % 15 'Jo 23 '1
n ¥ /? 12 /r V l(o Z 1 H, 10 /5 /z 52
z $ t /2 z 2S 2/ /3 $ 2$ á? /? /5
v IV z? Y V 31 /0 S £ )? 23 *7
/2 /(, ? z d 2</ 2 /5' V lf 23 I? V w
Z°1 /Sm 2 V 2V /S' 2 <T /7- Zs 2 W 20 r 23
A Á B D ÐEÉF GHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn.
Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans Síðu-
múlaó, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 392“. Skilafresturerþrjár
vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
)á> 8 6 15 2 20 12 /2 í>
Stafirnir mynda íslensk orð.eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá
að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp.
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru þvs
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einrtig er rétt að taka fram, að. f
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr.
388 hlaut Pálmar Kristinsson,
Leirubakka 22, 109 Rvík. Þau
eru skáldsagan Sylvía eftir Ás-
laugu Ragnars. Lausnarorðið
var Björgvin.
Verðlaunin að þessu sinni er
bókin Andvökuskýrslurnar
eftir Birgi Engilberts.