Þjóðviljinn - 08.10.1983, Qupperneq 27

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Qupperneq 27
Helgin 8.-9. október l983' ÞJÓÐVILJINíIV - SÍÐA 27 Hvað er líf? Framhald af 3. siöu. frá höfundar hendi og Edda Þórar- insdóttir lék hana af öryggi og til- finningu svo unun var á að horfa. Þróun Betu er löng og hæg. Hún hefur auðvitað aldrei haft neinn áhuga á kjarnorkubyrginu nema til að hafa eiginmanninn góðan. Hún hefur látið hann um að skipuleggja vistirnar í byrginu, og henni hefur fundist vel fyrir öllu séð. En í æf- ingunni kemur annað á daginn. Þá sér hún æ sárar eftir því að hafa „ekki hugsað". Þegar henni fer að leiðast saknar hún þess fyrst að hafa ekki sjónvarp til að dreifa at- hyglinni. En úr því athyglinni verð- ur ekki dreift hlýtur hún að halda áfram að starfa - og Beta fer að sakna málverkanna á veggjunum uppi, bóka (sem hún hefur þó lítið sinnt um dagana), hljóðfæris... Beta uppgötvar að það er ekki allt fengið þótt maður hafi öruggt skjól og nóg að borða. Að henni (og áhorfanda) sækja spurningar um til hvers maður lifi eiginlega? Öryggi og næg fæða - er það líf? Þetta eru nærtækar spurningar á okkar tímum þegar listir fara ævin- lega halloka fyrir því sem „kemur að gagni“. Ari er maður tækninnar og fyrir honum eru tæki ekki til í alvöru fyrr en búið er að prófa þau, láta þau gera sitt gagn. Betu hefur til þessa verið sama um tæknina, en henni verður smám saman ljóst hve voðalegur eyðileggingarmáttur hennar er og um leið hvað hún er lítils virði í samanburði við það sem raunverulega skiptir máli: sköpun- ina. En Beta - og fólk af hennar tagi: konur, listamenn, hugvísinda- menn - er orðin of vön því að láta undan hörðu mönnunum, tæknun- 'um, til að geta látið rödd sína hljóma sannfærandi. Lokaæfing sýnir að þessari ömuriegu þróun „tæknialdar" verður að snúa við ef frumsýning á ekki að verða ein- hvern næstu daga. Eitt helsta stílbragð Svövu í sög- um er að fara úr hvunndegi yfir í fáránleika án þess að skil verði í frásögninni. Allt verður fullkom- lega eðlilegt, jafnvel að skera úr hjarta eða höggva af hönd. Sama einkenni var á uppsetningu Loka- æfingar undir styrkri handleiðslu Bríetar Héðinsdóttur sem gagn- þekkir og virðir verk Svövu. Geð- veikislegir atburðir urðu fullkom- lega látlausir og verk leikstjóra rann saman við verk höfundar þannig að hvergi hattaði fyrir. Eins og áður sagði léku Sigurður og Edda erfið hlutverk sín á þrosk- aðan hátt og sýndu skilning á flókn- um persónum Ara og Betu. Auk þeirra kom Sigrún Edda Björns- dóttir fram í litlu en mikilvægu hlutverki, varð persónugervingur lífsins í miðri rotnuninni og skilaði verki sínu með sömu prýði og aðrir aðstandendur sýningarinnar. En eins og hér hefur vonandi líka kom- ið fram er Lokaæfing fyrst og fremst og blessunarlega texti, saf- aríkt höfundarverk. Svava Jakobsdóttir er löngu viðurkennd sem einn fremsti lista- maður okkar. Lokaæfing er afar vel skrifað leikrit, þrauthugsað að inntaki og byggingu, afhjúpandi í orðræðu sinni, vekjandi í óhugnaði sínum en samt - samt endanlega ekki eingöngu svartsýnt verk, því við getum komið í veg fyrir þessa lokaæfingu ef við tökum höndum saman. Silja Aðalsteinsdóttir RiKISSPITALARNIR lausar stöður LANDSPITALINN H JÚKRUN ARFRÆÐINGAR óskast á barnadeildir og vökudeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. FÓSTRA óskast nú þegar viö Barnaspítala Hringsins og önnur frá 1. desember n.k. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri barna- deildar í síma 29000. KLEPPSSPÍTALI Verkamenn (2) óskast við Kleppsspítala í almenna verkamannavinnu og múrbrot. Upplýsingar veitir umsjónarmaöur Kleppsspítala á staðnum eða í síma 38160. Reykjavik, 7. okt. 1983. Laust starf. Starf hafnarvaröar við Siglufjarðarhöfn er laust til umsóknar. Starfið er skilgreint í hafn- arreglugerð fyrir Siglufjarðarkaupstað og er- indisbréfi fyrir hafnarvörð. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfs- mannafélags Siglufjarðarkaupstaðar. Umsóknum þarf að skila til undirritaðs fyrir 25. okt., 1983 og veitir hann allar frekari upplýsingar. Æskilegt er að umsækjendur séu með skipstjórnarréttindi. Bæjarstjórinn í Siglufirði. Bókbandsnámskeið Hefst þriðjudaginn 11. október nk. Kennt á þriðjudagskvöldum og laugardögum. Upp- lýsingar gefur tómstundafulltrúi í síma 41570. . Tómstundaráð Kópavogs Hún er komin aftur þessi fjöruga gamanmynd með The Beatles, nú i Dolby Stereo. Það eru átján ár síðan siðprúðar góðar stúlkur misstu algjörlega stjórn á sér og létu öllum illum látum þegar Bítl- arnir birtust, nú geta þær hinar sömu endurnýjað kynnin í Laugar- ásbíói og Broadway. Góða skemmtun. Islenskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. The Thing THE THING’ CHILLS T0 THE B0NE. JLÍé THÍNG»— i# m s Sýnd kl. 11. Bönnuð innan 16 ára. Hækkað verð. Barnasýning sunnud. kl. 3. Hetja vestursins Tootsy Sýnd kl. 7.05 og 9.05. Síðasta sýningarhelgi. Cat Ballou Hin bráðskemmtilega gamanmynd með Lee Marvin og Jane Fonda. Endursýnd kl. 3 og 5. Ránið á týndu örkinni ijpOUBIOj SÍMI: 2 21 40 A Hard Days Night leikhús • kvikmyndahús i^ÞJÓÐLEIKHÚSIfl Skvaldur í kvöld kl. 20 LJppselt. Sunnudag kl. 20 Eftir konsertinn Frumsýning miðvikudag kl. 20. 2. sýn. föstudag kl. 20. Litla sviðið Lokaæfing Sunnudag kl. 20.30 Þriðjudag kl. 20.30 Miðasalakl. 13.15-20, simi 11200. LEIKF6IAG - REYKIAVÍKUR igm Hart í bak i kvöld. Uppselt. Miðvikudag kl. 20.30 föstudag kl. 20.30 Úr lífi ánamaðkanna Sunnudag kl. 20.30 Fáar sýningar etir. Guðrún Fimmtudag kl. 20.30 Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30 sími 16620 Forsetaheim- sóknin Miðnætursýníng í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 23.30. Miðasala í Austurbæjarbíói kl. 16- 23.30, sími 11384. SIMI: 1 89 36 Gandhi (slenskur texti. Heimsfræg ensk verölaunakvik- mynd sem farið hefur sigurför um allan heim og hlotið verðskuldaða athygli. Kvikmynd þessi hlaut átta Óskarsverðlaun í apríl sl. Leikstjóri Richard Attenborough. Aöalhlut- verk Ben Kingsley, Candice Berg- en, lan Charleson o.fl. Sýnd kl. 5 og 9. Sýningum fer fækkandi. Barnasýning kl. 3. Vaskir lögreglu- menn Salur B Sérlega skemmtileg og vel gerð fjölskyldumynd. Sýnd kl. 3 sunnudag. Laumuspil (They all laughed) Feter Bogdanovich. Sýnd kl. 7 og 11. Get Crazy Hækkað verð Myndin er tekín í Dolby Sterio og aýnd í 4ra rása Starscope sterio. Sýnd kl. 3, 5 og 9. Salur 4 Utangarðs- drengir Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Svartskeggur Hin frábæra Disneymynd Sýnd kl. 3. ISLENSKA OPERAN Jllll Áskriftarkort Sala áskrittarkorta er hafin á ettir- taldar sýningar: La Traviata ettir Verdi. Rakarinn í Sevilla eftir Rossini. Nóaflóðið eftir Britten. Styrktarfélagar hafa forkaupsrétt til þriðjudagsins 11. október. Miða- sala opin daglega frá kl. 15-19. Almenn sala áskrittarkorta hefst miðvikudaginn 12. októbér. fll ISTURBÆJARRÍfl Caddyshack Sprenghlægileg, bandarísk gam- anmynd í litum, sem hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi. Aðalhlutverk: Chevy Chase og Rodney Dangerfield. (sl. texti. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Vatnabörn jess Salur 1 Salur 2 Salur 3 Endursýnum þessa afbragðsgóðu kvikmynd sem hlaul 5 óskarsverð- laun 1982. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Harrison Ford og Karen Allen. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. Dolby Stereo. Sýnd kl. 5. Tónleikar kl. 20.30. Ð 19 OOO Lausakaup í læknastétt Bráðskemmtileg og fjörug ný bandarísk litmynd, um læknishjón sem hata skipti útávið... Shirley MacLaine, James Co- burn og Susan Sarandon. Leikstjóri: Jack Smight. Islenskur texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Leigumorðing- inn Sími 78900 Giaumur og gleði í Las Vegas (One trom the heart) Heimsfræg og margumtöluð stór- mynd gerð af Francis Ford Copp- ola. Myndin er tekin I hinu træga studio Coppola Zoetrope og fjallar um lífernið I gleðiborginni Las Veg- as. Tónlistin í myndinni eftir Tom Waits var í útnefningu fyrir Óskar i mars s.l. Aðalhlutverk: Frederic Forrest, Teri Garr, Nastassia Kinski og Raul Julia. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Myndin er tekin f Dolby Sterio og sýnd í 4ra rása Starscope Sterio. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10. Hækkað verð. Sú göldrótta Disney-myndin fræga Sýnd kl. 3. Upp með fjörið (Sneakers) Leikstjóri: Daryl Duke Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Allt á hvolfi Sýnd kl. 3. Frábær ný verðlaunamynd, eftir hinni frægu sögu Thomas Hardy, með Nastassia Kinski - Peter Firth. Leikstjóri: Roman Polan- ski. Islenskur lexti. Sýnd kl. 9.10 Dauðageislarnir Spennandi og áhrifarík litmynd, um hættur er geta stafað at nýtingu kjarnorku, með Steve Bisley - Arna-Maria Wlnchest. Islenskur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 3.15,5.15,7.15,9.15 og 11.15. TÓNABÍÓ SÍMI.3 11 82 Svarti folinn (The Black Stallion) Stórkostleg mynd framleidd af Fra- ncis Ford Coppola gerö eftir bók sem komið hefur út á islensku undir nafninu „Kolskeggur”. Erlendir blaðadómar: ***** (fimm stjörnur) Einfaldlega þrumugóð saga, sögð méð slíkri spennu, að það sindrar af henni. B.T. Kaupmannahöfn. Óslitin skemmtun sem býr einnig yfir stemningu töfrandi ævintýris. Jyllands Posten Danmörk. Hver einstakur myndrammi er snilldarverk. Fred Yager AP. Kvikmyndasigur. Það er fengur að þessari haustmynd. Information Kaupmannahöfn Aðalhlutverk: Kelly Reno, Mickey Rooney og Terri Garr. Sýnd kl. 5, 7.20 og 9.30. Líf og fjör á vertíð í Eyjum með grenjandi bónusvíkingum, fyrrver- andi fegurðardrottningum, skip- stjóranum dulræna, Júlla húsverði, Lunda verkstjóra, Sigurði mæjón- es og Westuríslendingunum John Reagan - frænda Ronalds. NÝTT UF! VANIR MENN! Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úllsson Kvikmyndataka: Ari Kristinsson Framleiðandi: Jón Hermannsson Handrit og stjórn: Þráinn Bertels- son, Sýndkl. 3,5, 7, 9og11. Hörkuspennandi og viðburðarík ný litmynd, um harðsvíraðan náunga sem ekki lætur segja sér fyrir verk- um, með Jean-Paul Belmondo, Robert Hossein og Jean Desa- illy. Leikstjóri: Georges Lautner. íslenskur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl.3.05,5.05,9.05 og 11.10. Annar dans Skemmtileg, Ijóðræn og falleg ný sænsk-íslensk kvikmynd, um ævintýralegt ferðalag tveggja kvenna. Myndin þykir afar vel gerð og hefui hlotið Irábæra dóma og aðspkn Svíþjóð. Aðalhlutverk; Kim Anderson - Lisa Hugoson - Sigurður Sigur- jónsson - Tommy Johnson. Leikstjóri: Lárus Vmir Óskars- son. Sýnd kl. 7.10. Allra síðasta sinn. Leyndar- dómurinn Spennandi og leyndardóms- full ný bandarísk Panavision- litmynd, með Lesley-Anne Down, Frank Langella og John Gielgud. Islenskur texti. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 3.10, 5.10 og 7.10. Af hverju láta börnin svona Dagskrá úr verkum atómskáld- anna. Handrit og leikstjórn Anton Helgi Jónsson og Hlln Agnarsdóttir. Frumsýning 14. október. Veitingasala í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.