Þjóðviljinn - 08.10.1983, Page 29

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Page 29
fkiiiio.. , f: - <-r_.í>>V /•/ »,»„>« * SI' Helgin 8.-9. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29 Svavar Gestsson á hinum glæsilega Sögufundi Alþýðubandalagsins Þurfum að eiga mlklu sterkari stj órnmálasamtök vinstrimanna Guðrún Grundvöllurinn er jafnrétti, lýðræði og krafa um hollustu við málstað þjóðfrelsis „Meginverkefni okkar á næstu mánuðum og árum er að skapa forsendur fyrir samheldni vinstri manna þannig að þeir sem aðhyllast stefnu samhjálpar, jafnréttis og samvinnu geti haft í fullu tré við íhaldsöflin“, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins m.a. á hinum glæsilega Sögufundi í fyrrakvöld, sem haldinn var undir yfirskriftinni lýðræðið og launakjörin baráttan gegn ríkisstjórninni. „Þessi sam- fylking hlýtur að byggjast á kröfunni um jafnrétti, um lýðræði og á skýlausri holl- ustu við þjóðfrelsi íslend- inga“. Súlnasalur Hótel Sögu var troð- fullur í fyrrakvöld og 6-700 manns munu hafa komið á staðinn meðan á fundinum stóð. Mikil og góð stemmning varð á fundinunr er líða tók á og ræðumenn jafnt sem fyrir spyrjendur höfðu talað í sig hita, Svavar Gestsson sagði og í fundar- lok: „Þessi fundur sýnir að það er afl í Alþýðubandalaginu sem er vísir þess sem koma skal.“ Hann ræddi og verkefnin fram- undan og sagði m.a.: „Núverandi ríkisstjórn var mynduð í skjóli sundrungar vinstri manna. Á því er engin vafi. Við skulum jafnframt gera öllum ljóst að í Framsóknarflokknum er ekki lengur falið úrræði fyrir vinstri- menn; Framsókn hefur um árabil leitað til vinstri. Það er liðin tíð. Með stofnun ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar hafa orðið kaflaskil í íslenskri stjórnmála- sögu. Við þau kaflaskil verður Framsóknarflokkurinn úrræði hægrimanna í íslenskum stjórnmálum. 1942 náðist jafnvægi stéttanna, faglegt jafnvægi, sem auðstéttin reyndi aldrei að brjóta niður fyrr en 1983 í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Reynslan frá sumrinu 1983 sýnir að við þurfum að eiga mikið sterkari stjórnmál- samtök vinstrimanna. Það er okkar verkefni að skapa þau stjórnmála- samtök. Ræðumenn og fyrirspyrjendur fengu góðar undirtektir hjá fundarmönnum í Súinasal í fyrrakvöld. Ljósm. eik. « V —----------7 —■ ■•w ww. VIV V* u IMUIUI mv/l IIIVIIO 1UIIUU1 OlJVtl 1, Guðmundur J. Guðmundsson og Svavar Gestsson, sem ásamt Guðrúnu höfðu framsögu á fundinum. Ljósm. eik. Það var þéttsetið við hvert borð í Súlnasalnum og margir urðu að láta sér lynda að standa. Ljósm. eik. Við höfum mikið verk að vinna fyrir allt. Alþýðubandalagið er svo að við getum náð árangri og knúið og við getum verið bjartsýn þrátt sterkt afl í íslenskum stjórnmálum fram nýja stjórnarstefnu." -ekh íbúasamtök Skuggahverfis: Skúlagötuskipulag verði kynnt betur Stofnuð hafa verið íbúa- samtök Skuggahverfis í Reykja- vík og á stofnfundinum, sem um 70 manns sóttu, voru samþykkt lög fyrir samtökin og ný stjórn kjörin. Er Geirharður Þor- steinsson formaður. Helstu markmið samtakanna eru að auka samskipti og efla sam- kennd íbúa hverfisins og vera vett- vangur skoðanaskipta um málefni þess. Varðandi áform borgaryfirvalda um nýtt skipulag að byggð við Skúlagötu skora samtökin á borgaryfirvöld að kynna þau áform betur áður en ákvarðanir verða teknar. Þá skora samtökin í Skipu- lagsstjórn ríkisins að fá nánari rök- stuðning fyrir skipulagsáformum við Skúlagötu áður en skipulags- breytingin verður auglýst. íbúasamtök Skuggahverfis bíða nú eftir svari borgaryfirvalda um það hvenær orðið geti af kynningu fyrirhugaðs skipulags við Skúla- götu. -v. Bœjarstjórnin í Garðabæ ósínk ¥ Uthlutar auka- vinnu- tímum Félagsmálafulltrúi Garða- bæjar hefur fengið 30 auka- vinnutíma í kaupauka sam- kvæmt samhljóða ákvörðun bæjarstjórnar. Fyrir nokkru sagði Þjóðvilj- inn frá því að tæknifræðingur Garðabæjar hefur verið hækkaður úr 40 í 70 aukavinn- utíma. Bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins lagði til að þess- ari vinnuáþján yrði létt af við- komandi starfsmanni og ráð- inn annar maður til þess að létta undir með honum. Félagsmálafulltrúi Garða- bæjar benti á að hún væri eini forstöðumaðurinn í bænum sem ekki fengi greidda auka- vinnutíma. Eftir að bæjar- tæknifræðingur var hækkaður úr 40 í 70 aukavinnutíma þótti ekki lengur fært að standa gegn kröfunni lengur og var félagsmálafulltrúanum út- hlutað 30 aukavinnutímum með samhljóða ákvörðun bæjarstjórnar. Launahækkanir þær sem bæjarstjórn Garðabæjar út- hlutar þessa dagana í formi aukavinnutíma nema tugum prósenta meðan almennir launamenn fá 4% 1. okt. -ekh 85 ára afmæli Þriðjudaginn ellefta októbe verður 85 ára Erlendur Indriiðaso fyrrum fisksali í Hafnarfirði. Hani mun taka á móti gestum á heimil dóttur sinnar og tengdasonar, Mið vangi 5, Hafnarfirði, eftir klukkai sex.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.