Þjóðviljinn - 24.12.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. desember 1983 Rödd hrópandans í eyðimörkinni Texti dagsins: „Og þessi er vitnisburður Jóhannesar, þá er Gyðingarnirsendu til hans frá Jerúsalem presta og Levíta, tilþess að spyrja hann: Hver ertþú? Og hann ját- aði og neitaði ekki, og hann játaði: Ekki ereg Kristur. Ogþeirspurðu hann: Hvað þá? Ertu Elía? Og hann segir: Ekkieregþað. Ertuspámaðurinn? Og hann svaraði: Nei. Þeirsögðu þá við hann: Hverertþú? tilþessað vérgetum fluttsvarþeim, erosssendu. Hvaðsegir þú um sjálfan þig? Hann sagði: Eg er rödd manns, er hrópar í óbygðinni: Gjörið beinan veg Drottins, eins ogJes- ajaspámaður hefirsagt. Enþeir, sem sendir höfðu verið, voru afflokki Farís- eanna. Ogþeirspurðuhann ogsögðu við hann: Hvískírirþúþá, efþú ert ekki Kristur, ekkiheldurElía, néspámaður- inn? Jóhannes svaraði þeim ogsagði: Eg skíri með vatni; mittá meðal yðar stendurhann, semþérþekkið ekki, - hann sem kemur eftir mig, og skóþ veng hans eregekki verðurað leysa. Petta bar við í Betaníu hinumegin Jórdanar, þar sem Jóhannes var aðskíra". ... Nú hefur þaö boð út gengið frá biskupi okkar, að við tendrum lifandi ljós í glugga okkar eða úti- dyrum, svo berast megi ljós, birta og ylur til næstu nágranna okkar á aðfangadagskvöldi jóla. Látlaus breytni og fagur friðar- boðskapur. Þar er oft óplægður akur, samvera okkar á hótel jörð við nágranna okkar og náunga nær og fjær. Það ljós er skærast sem fyrst kviknar í myrkrinu, því það ljós brýtur myrkrið, svart og kalt myrkrið, og varpar hlýju og vinar- þeli og lýsir leið okkar í milli, okkar félaganna, okkar nágrannanna, okkar íslendinganna, okkar íbú- anna á jörðu. Yfir þá auðn sam- skipta berst einnig rödd hrópand- ans: Gjörið beinan veg Drottins! ... Kristur minntist eitt sinn á sína og okkar minnstu bræður, og tengsl sín og okkar við þá. Manstu, það sem við gerum minnstu bræðr- unum gerum við honum, manstu? Þeir banka uppá kransaskreytta útihurðina hjá okkur nú á aðvent- unni, jólaljósin slá á þá marglitum blæ, þeir standa í frosti á útitröpp- unum okkar þessir minnstu bræður, kaldir og klæðalausir, matarlausir og allslausir. Við sláum kannski af og segjumst ekki skilja þá, þeir skilja ekki né tala íslensku og svo eru þeir annars lit- arháttar. En augu þeirra hrópa yfir eyðimörk allsleysis þeirra. Af- skræmdir líkamar þeirra af hungri kalla til okkar í umkomuleysi, kannski er þarna rödd hrópandans að segja: Ég er rödd hrópandans í eyðimörkinni, gjörið beinan veg Drottins. En fjöldi og aðstaða þeirra hungruðu talar sínu máli um það, að við heyrum ekki þessa rödd hrópandans, kannski vegna þess að við sjálf erum stödd svo langt úti á eyðimörkinni. Hvaða eyðimörk? Erum við ekki þegnar íslenska góssenlandsins? Ó, jú, en hvert er gildismatið okkar nú kringum þessi jól? Hvar liggur áhersla okkar í jólahaldinu? ... Byrjum á friði innan okkar eigin lífs. Friður í hjartanu, sam- viskunni, hugsun og siðferðis' kennd okkar. Síðan við umhverfi okkar, umgengni við náungann, samverkamenn og samferðafólk okkar almennt. Þá fyrst getum við beint sjónum okkar lengra og víðar, til dæmis gagnvart þjóðum heims. Og nú nýskeð fengum við þær fréttir að við, ég og þú, sátum hjá er Sameinuðu þjóðirnar reyndu að sporna við vígbúnaði kjarnorku á sínum vettvangi. Við vorum ein 8 þjóða sem sátu hjá. 13 þjóðir voru á móti tillögu um stöðvun kjarn- orkuvígbúnaðar. Síðan voru þær 124 þjóðir sem greiddu tillögunni atkvæði. Með þessa vitneskju verð ég að lifa, og ég segi sem er, að stolt mitt af þjóðerninu mínu íslenska, beið mikinn hnekki. Þessu máli þýðir ekki að drepa á dreif og segja þetta hluta af víðtæk- ara máli og að skoða verði málið í víðara samhengi og svo framvegis, og svo framvegis, og svo framvegis og svo framvegis. Einhver kann að segja þetta svo pólitískt mál, að ekki eigi erindi í prédikunarstól þjóðkirkjunnar, en það er ekki svo. Þetta er spurning um lífið, allt lífið. Ekki bara einhverra her- manna eða herstjóra úti í heimi. Þetta er spurning um allt líf á jörð- inni, allt sköpunarverkið. Svo mikilvægt og svo mikill er alvar- leiki þessa máls. Þá verður þetta allt saman frá Norðurpóli til Suður- póls ein eyðimörk og yfir þá eyði- mörk berst hún, rödd hrópandans í eyðimörkinni: gjörið beinan veg Drottins, en það kall mun berg- mála frá ströndu til strandar, en þá er enginn til að heyra rödd hrópandans. Ekki einu sinni neinn til að svara hrópandanum og minna á að þetta sé nú þáttur í víðtækara máli. Vakið, gætið að, tíminn er í nánd Texti dagsins „Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu alls ekki undirlok líða. Enum þann dag eða stund veit enginn, ekki einu sinni englarnir á himni, nésonurinn, heldur aðeins faðir- inn. Gcetiðyðar, vakiðogbiðjið, þvíað þér vitið ekki, hve nœrtíminn er kom- inn. Svosemmaður, erdvelsterlendis, hefiryfirgefið húss sitt og falið þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk, og hefirlagt fyrir dyravörðinn að vaka, - svo skuluð þér og vaka, þ ví að þér vitið ekki, hve nœr húsbóndinn kemur, hvort að kveldi eða um miðnœtti, eða um han- agal, eða að morgni, að hann hittiyður ekkiso/undi, erhann kemur skyndilega. En það sem ég segi yður, það segi ég öllum: vakið.'“ Vakið, gætið að, tíminn er í nánd, uppgjörið er á næsta leiti, við vitum ekki hvenær sú úrslitastund rennur upp. Verum því í við- bragðsstöðu, höldum vöku á vakt- inni. - Á þessi boðskapur eitthvert erindi við okkur nú? Eru þetta ein- hver orð í tíma töluð? Vitum við ekki mæta vel að senn líður að jól- um, Kristur er að koma í heiminn? Ber nokkra þörf til að hafa áhyggj- ur af að ekki sé vel á málefnum vakningarinnar haldið? Þó þeir þarna í Betlehem forðum hafi ekki skynjað fyllingu tímans, þá vitum við betur og undirbúum dýrlegan fagnað okkur til handa, til heiðurs frelsaranum, ekki með fjárhús- brag, heldur með þeim veglegustu háttum sem konungi sæmir. Varstu ekki að biðja okkur að vaka, vera vel vakandi á verðinum, undirbúa heimsóknina gaumgæfi- lega? Enginn getur ásakað okkur um að málefni vakningarinnar hafi ekki verið í góðum höndum nú fyrir þessi jól. Við lögðum það á okkur að eyða fjórum miljónum á dag í auglýsingar í fjölmiðlum vegna komu þinnar í heiminn. Fjórum miljónum á dag í fjórar vikur þér til heiðurs, vörðum við, íslensk þjóð, í auglýsingar í stærstu fjölmiðlunum. Þetta er kostnaður er nemur fimm hundruð krónum á hvert íslcnskt mannsbarn, eða tvö þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í fjórar vikur fyrir jól. Og þetta leggjum við á okkur þín vegna, kóngur klár, með bros á vör, þrátt fyrir allar þessar þrengingar sem við ræddum áðan. Hundrað og tuttugu miljónir í auglýsingar fyrir jólin. Er það ekki tíföld ársaðstoð íslenska ríkisvalds- ins til þróunarmála, til hjálpar hungruðum og þjáðum? Jú, mál- efni vakningarinnar hafa verið í góðum höndum, við höfum undir- búið heimsókn þína með kostum og kynjum. Hvað myndi gerast í þessu þjóðfélagi ef þjóðin hætti að trúa auglýsingunum, tæki upp á því að eyða tímanum til þess að njóta þess sem hún á í stað þess að hugsa um það helst hverju má bæta við? Myndi kerfið hrynja, allt fara í rúst? Kann að vera að óánægjan sé orðin að hornsteini velferðarþjóð- félagsins? Líkist þjóðin í heild manninum sem hafði peninga handbæra til að kaupa sér fullkomnari eldavél í stað þeirrar gömlu, en af því að eldavélin var uppseld í versluninni, þá keypti hann sér gúmmfbát í staðinn og var sæll um stund með sína gömlu eldavél og nýjan gúmmíbát? Fyrir síðustu jól kom- umst við að þeirri niðurstöðu að tæpast væri'hægt að halda gleðileg jól öðruvísi en að sitja með fæturna ofan í fótanuddtæki fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Og nú eru þarf- irnar einhverjar aðrar. íslensk þjóð hefur bæði tíma og bolmagn til að íhuga háleitar neysluþarfir. Hún hefur ekki áhyggjur af því að kalda vatnið kynní að hætta að renna úr kranan- um, heita vatnið hætta að hita upp hýbýlin, að húsið sé ekki á traustum grunni reist, að rafmagn- ið hætti að streyma úr veggnum, sjálfsagaðar og uppfylltar þarfir sem óhætt er að gleyma, en njótum samt og hugsum ekki um að vera án. Enn sem komið er, er hjálpar- starfið ekki komið á það stig að fjalla um rafmagn og kranavatn. Það eru frumþarfirnar sem sitja í fyrirrúmi. Að rétta hungruðum daglegt brauð, bora holu eftir köldu vatni og setja upp vatnsdælu, miðla frumþekkingu til aðstoðar í atvinnulífi og kenna fólki lestur og skrift. Verkefnin eru óþrjótandi og þörfin brýn. En til þess að verkefn- in megi framkvæma, til þess að kirkjan geti rétt íslenska hjálpar- hönd, þá þarf hún að safna fjár- munum, treysta á skilning þjóðar- innar, að þjóðin taki málefni hungr- aðra og þjáðra alvarlega og styðji þá vonarleið sem kirkjan vill vísa með hjálparstarfinu. Hungurdauði og skortur er ekki óleysanlegt lögmál. Guð hefur lagt að fótum okkur jörð sem er svo full af dag- legu brauði að fæða má þrefaldan þann mannfjölda er nú byggir jörð- ina. Guð hefur gefið okkur vilja og hendur til þess að ákvarða og skapa. Það er um þennan vilja og þessar hendur sem málið fjallar. Kirkjan skilur að með hjálparstarfi einu sér tekst ekki að koma endan- legu réttlæti á í heiminum né bj arga heiminum frá hungri og dauða, þar þarf meira að koma til. Hjálpar- starfið er samt hvort tveggja í senn krafa um réttlæti og bein hjálp til nokkurra sem þjást, tjáning vonar sem við trúum að megi uppfylla. Þetta er málstaður söfnunarinn- ar „Brauð handa hungruðum heimi“, sem Hjálparstofnunin mun standa að nú á jólaföstu, landssöfn- un sem felur í sér ákall um vakn- ingu, vekja okkur öll til að skynja raunþarfir lífsins, beina augum okkar að meðbræðum og systrum í nálægð og fjarlægð, sem heyja Kaflar úr prédik- un Gunnlaugs Stefánssonar í brauðmessu Hjálparstofnunar kirkjunnar, í út- varpi sunnudag- inn 4. desember þögult hungurstríð við þjáningar og dauða. Hjálparstarfið er raun- hæf von. Um þessar rnundir vinnur Hjálparstofnunin að því að fram- leiða hundruð þúsundir taflna úr malaðri skreið fyrir framlögin okk- ar, en ein tafla fullnægir eggjahvít- uþörf manns í einn sólarhring. Fyrir auglýsingakostnað þjóðar- innar í einn dag mætti gefa 100 þús. manna dagsskammt af eggjahvítu- efnum, en skortur á eggjahvítuefn- um er eitt alvarlegasta vandamálið á þurrkasvæðum Afríku og dregur þúsundir manna til dauða. Fyrir auglýsingakostnað þjóðar- innar í einn dag mætti bora og virkja fjölda neysluvatnshola og setja upp dælubúnað, en ein hola getur tryggt þúsund manns aðgang að hreinu og ómenguðu vatni. Víða í Afríku er það hlutverk kvenna og barna að sækja vatn, oft sex tíma burður af óhreinu og sýktu vatni sem leiðir til margra sjúk- dóma. íslensk þekking á fiskveiðum, fiskirækt og í landbúnaði getur ekki aðeins bjargað lífi hungraðra og þjáðra, heldur rennt stoðum undir framtíðina fyrir byggðarlög og heil landssvæði. Að þessum verkefnum starfar Hjálparstofnunin fyrir framlögin okkar í söfnuninni. Á dagskrá

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.