Þjóðviljinn - 24.12.1983, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Qupperneq 21
Helgin 24.-25. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 bridgc Bridgespilari ársins 1983 Guðmundur Páll Arnarson Umsjón Ólafur Bridgemaður ársins, að mati þáttarins, er Guðmundur Páll Arn- arson. 1983 hefur verið gott ár fyrri Guðmund og félaga hans, Þórarin Sigþórsson. Þeir hafa verið okkar besta tvímenningspar að undan- förnu og eru nv. Islandsmeistarar í sveitakeppni. Guðmundur Páll hefur verið að mati margra einn sá „dýpsti" í íþróttinni og er fáum saman að jafna, nema þá helst makker hans, Þórarni Sigþórssyni. Þeir áttu sæti í landsliðinu á EM í sumar sem leið, og er þetta fyrsta árið sem Guð- mundur Páll tekur sæti í því. Guðmund- ur á ekki langt að sækja í bridgeíþrótt- inni. Faðir hans, Örn Guðmundsson, þótti hér á árum áður einn litríkasti spil- ari okkar og mætti hann að ósekju mæta ofar í keppni í dag. Guðmundur Páll á eftir að láta heyra í sér í framttðinni, það er óhætt að bóka. Þátturinn óskar Guðmundi til hamingju með útnefninguna. Áður hafa eftirtaldir hlotið þennan titil: Skúli Einarsson 1977 Ásmundur Pálsson 1978 Þórarinn Sigþórsson 1979 Örn Arnþórsson 1980 Stefán Guðjohnscn 1981 Jón Baldursson 1982 og nú: Guðmundur Páll Arnarson 1983 Frá Bridgesambandi ísiands Bridgesamband íslands óskar öllum bridgespilurum og velunnurum sam- bandsins gleðilegra jóla og farsæls kom- andi árs. Jafnframt vill sambandið minna fé- lögin á að vinnsla á meistarastiga- skránni hefst 15. jan., þá þurfa öll stig að liggja fyrir sem í skránna eiga að koma, eða við að vita að þau séu á leiðinni. Þeir sem enn eiga stig á miðum eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim til okkar. Þeir sem sjá um stigin hjá félaginu gætu hugsanlega tekið við þeim og sent okkur um leið og skýrsl- una. Skrifstofa sambandsins verður lokuð á milli jóla og nýárs vegna Vestfjarða- ferðar starfsmanns. Með von um gott og farsælt samstarf á komandi árum. - Stjórn B.S.Í. Að austan Áhugamenn um bridge í Rangár- vallasýslu ætla að koma á fót bikar- keppni í sýlunni. Ætlunin er að þessi keppni verði árleg. Keppt verður með útsláttaraðferð og fellur sveit út eftir tvö töp. Gefinn verður viss tímafrestur á hverja umferð og á dregin heimasveit að sjá um framkvæmd hvers leiks, en einnig verður boðið upp á einn ákveð- inn stað og tíma þar sem sveitir geta mætt og gert út um sinn leik. Keppnisgjald verður 400 kr. pr. sveit og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk farandbikars. Einnig fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Fyrsta umferð verður spiluð í janúar 1984 en frestur til að senda inn þátt- tökutilkynningar rennur út 2. janúar. Skráning sveita er móttekin í símum 8367 (Helgi) og 5002 (Filipus). Frá „ TBK“ Síðastliðinn fimmtudag 15. desemb- er var háður 1 kvölds jólatvímenningur. 36 spilarar mættu til leiks og var spilað í N-S riðli og A-V riðli. Verðlaun voru veitt, svonefndar jólaskeiðar fyrir sig- urvegara hvors riðils fyrir sig. Úrslit urðu þessi: N-S riðill: stig 1. Anton R. Gunnarsson - Ragnar S. Magnússon 271 2. Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 237 2. Geirarður Geirarðsson - Sigfús Sigurhjartarson 235 A-V riðill: 1. Helgi Ingvarsson - Magnús T orfason 257 2. Ingólfur Böðvarsson - Bernharð Guðmundsson 252 3. Gísli Steingrímsson - SigurðurSteingrímsson 235 Þetta var síðasta spilakvöld TBK á þessu ári, en í byrjun næsta árs þ.e.a.s. 12. janúar hefst aðalsveitakeppni fé- lagsins, og eru félagar og annað bridge- áhugafólk hvatt til þess að mynda með sér sveitir og mæta hresst í slaginn. Við byrjum kl. 19.30 í Domus Medica. Tafl- og bridgeklúbburinn þakkar svo öllum þeim er spilað hafa hjá okkur í vetur góða þátttöku og ennfremur óskar TBK bridgespilurum öllum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Frá Bridgefélagi Kópavogs Efstu skor í síðasta kvöldi Butler- jólatvímennings félagsins fengu: A) Grímur Th. - Guðm. Gunnl. 50 Bjarni Sv. - Sæmundur Rögnv. 46 B) Ragnar Bj. - Sævin Bjarna 56 Jón I. Ragn. - Ragnar I. Jónss. 48 Og úrslit urðu: stig 1. Ragnar Björnsson - Sæ vin Bjarnason 156 (af 180 mögulegum). 2. Bjarni Sveinsson - Sæmundur Rögnvaldsson 121 3. -4. Jón Ingi Ragnarsson - Ragnar I. Jónsson 111 3.-4. Grímur Thorarensen - Guðmundur Gunnlaugsson 111 Félagið hefur starfsemi sína á nýár- inu 5. janúar með eins kvölds tvímenn- ingskeppni. Allir velkomnir. Lestu _ aðeins stiomariilöðin? DJÚÐVIUINN Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)81333 Frá Bridgefélagi Selfoss og nágrennis Úrslit í G.Á.B. tvímenningnum, sem lauk fimmtudaginn 15. desember 1983. stig 1. Þórður Sigurðsson - VilhjálmurÞ. Pálsson 161 2. Kristmann Guðmundsson - Sigfús Þórðarson 3. Kristján Gunnarsson - Gunnar Þórðarson 4. Iialldór Magnússon - Haraldur Gestsson 5. Sigurður Hjaltason - Þorvarður Hjaltason 6. Ragnar Óskarsson - Hannes Gunnarsson 7. Valgarð Blöndal - Kristján Blöndal 8. Leifur Eyjólfsson - Leifur Leifsson 9. Úlfar Guðmundsson - Þór llagalín Bridgespilari ársins 1983, Guðmundur 10. Gunnlaugur Sveinsson - Páll Arnarson. Garðar Gestsson og fl. 151 91 68 61 58 38 35 25 3 Ný sérhæfð tölvuþjónusta Verzlunarbankans: HAGKVÆM IAUSN FYRIR HÚSFÉLÖG Þið ákveðið húsgjöldin - bankinn sér um framhaldið. Verzlunarbankinn býður nú, fyrstur banka, tölvuþjónustu við húsfélög sem gerir allan rekstur auðveldari og öruggari, einkum hjá stórum húsfélögum. Þessi þjónusta kostar lítið meira en andvirði c-gíróseðils, á hverja íbúð. Helstu þjónustuþættir eru þessir: 1. 2. 3. 4. 5. Bankinn annast mánaðarlega tölvuútskrift á gíróseðli á hvern greiðanda húsgjalds. Á gíróseðlinum eru þau gjöld sundurliðuð sem greiða þarf til húsfélagsins. Þau gjöld sem húsfélagið þarf að greiða, færir bankinn af viðskiptareikningi og sendir til viðkomandi á umsömdum tíma. Bankinn útvegar greiðsluyfirlit sem sýnir stöðu hvers húsráðanda gagnvart húsfélaginu, hvenær sem þess er óskað. Auk þess liggur fyrir í lok hvers mánaðar yfirlit sem sýnir sundurliðaðar hreyfingar, er mynda grunn rekstrarbókhalds og í árslok heildarhreyfingar ársins. Tölvan getur breytt upphæð húsgjalda í samræmi við vísitölu og reiknað dráttarvexti, sé þess óskað. Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Leitið nánari upplýsinga í aðalbanka eða útibúum okkar, \ hringið eða komið. 1 VŒZLUNfiRBRNKINN Bankastrœti 5 Arnarbakka 2 Grensásvegi 13 Laugavegi 172 Umferðamiðstöðinni v/Hringbraut Vatnsnesvegi 13, Keflavík Þverholti, Mosfellssveit

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.