Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 Mannúðarstefna - eða alræði peningavaldsins? Framhald af bls. 17 launin endast fyrir algengum útgjöldum heimila í desembermánuöi. Þess er ekki getið sem skyldi hvernig slík líöan foreldra eða foreldris kemur niður á barni. Það verður heldur aldrei mælt hvernig kauprán- ið og lífskjaraskerðingin birtist í svokölluð- um unglingavandamálum eða hvaða áhrif neyðin á alþýðuheimilunum hefur á fíkni- efnavandann sem mjög er rætt um þessa dagana. Vitaskuld er beint samhengi þarna á milli og það er stjórnarstefnan sem veldur því að þessi vandamál fara nú vaxandi. Launamönnunum birtist stjórnarstefnan eins og allsherjarsvikamylla: Kaupið er lækkað um 25%, síðan er boðið upp á kauphækkun gegn því að launamenn borgi hana sjálfir með launatengdum gjöldum. Þá er gert ráð fyrir stórfelldum hækkunum á verði félagslegrar þjónustu þannig að þessir sömu launamenn sem hafa þolað fjórð- ungsskerðingu launanna borgi sífellt meira fyrir opinbera þjónustu - meira að segja fyrir sjúkrahúsvist. Þegar þessir sömu menn þurfa lífsnauðsynlega á aukinni fé- lagslegri þjónustu að halda er hún ekki til vegna þess að framiög til hennar hafa verið skorin niður. Mannúöarstefna eða markaðshyggja Allir sjá.samhengi lífskjaraskerðingar- innar og aukningar á margháttuðum félags- legum vandamálum. Allir skilja afleiðingar atvinnuleysisins. Það er samt ekki af mannvonsku sem núverandi ráðamenn skipuleggja atvinnuleysi og kauprán með þeim hætti sem gerst hefur. Skýringin er fólgin í því að þeir eru fangar kredduvið- horfa sem ganga út frá því að hin „milda hönd“ markaðarins leysi öll vandamál svo að segja sjálfkrafa - að frjáls þróun gróða- aflanna muni skila samfélaginu inn í farsæl- an farveg að lokum þó að það kostni hnjask í bili. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að ellilíf- eyrir og tekj utrygging hækki á næsta ári öllu um 281 krónu - í mesta lagi: Útgjöld vegna lífeyristrygginga, ellilífeyrir og tekjutrygg- ing, rekstrarkostnaður sjúkrahúsa, skóla- ganga barnanna - allt þetta greiðist af sam- neyslunni. Því minni sem samneyslan er því betra að mati hægri manna, íhaldsins: Þeim mun meira verður eftir hjá fyrirtækjunum og svo framvegis. Ráðherrarnir 10 eru fang- ar þessara viðhorfa, markaðsstefnan úti- lokar mannúðarstefnuna í raun þó að ráð- herrarnir láti annað í veðri vaka og setji bráðabirgðalög „til verndar lífskjörunum" sem skila aftur einum tuttugasta parti þess sem stolið var af launafólki með öðrum bráðabirgðalögum. Gróðinn og hagsmunir fyrirtækjanna hafa forgang - gamalt fólk, fatlað og lasburða verður afgangs - ekki af illu innræti, heldur vegna þess að kreddutrú útilokar mannleg sjónarmið. Það er kjarni málsins. Tilraun sem mistekst Ríkisstjórnin hefur birt stefnu sína fyrir næsta ár. Hún ætlar að halda áfram að skerða lífskjörin því kaupið má aðeins hækka um 2-4% allt næsta ár. Þannig gerir ríkisstjórnin ráð fyrir því að ellilífeyrir og tekjutrygging (nú 7.018 kr. á mánuði) hækki á næsta ári öllu um 281 krónu - tvö hundruð áttatíu og eina krónu! Launafólk getur ekki þolað slíka kjaraskerðingu áfram. Það hlýtur að beita samtakamætti sínum til þess að krefjast réttar síns, leiðréttingar á kaupráninu. Ríkisstjórnin ætlar launafólki skertan hlut til þess að verðbólgunni verði haldið niðri. Hún ber því við að verðbólgan hafi verið mörg hundruð prósent þegar síðasta ríkisstjórn fór frá. Staðreyndin er sú að frá maí 1982 til maí 1983 hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar um 86.6%. Síðustu 12 niánuði hefur verðbólgan aukist um 77.3% miðað við desember í fyrra. Verðbólgu- hraðinn er mun minni nú, en launamen'n hafa borgað allan samdrátt verðbólgu. Frá upphafi til loka þessa árs hefur verðlag hækkað um 77.3% meðan laun hafa aðeins hækkað um 32.7% á öllu árinu. Það verður því ekki gengið lengra á hlut launamanna. Þeir geta ekki tekið við frekari kjaraskerð- ingu. Ríkisstjórninni dugir í þeim efnum ekki að bera við aflasamdrætti þeim sem nú er spáð, því kauplækkunin er þegar orðin margföld á við það sem nemur samdrætti þjóðarframleiðslunnar. Nú er komið að öðrum að borga - milliliðum og slíkum aðil- um sem hefur verið hlíft gjörsamlega í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ennfremur er rétt að benda á - án þess að í slíku felist nokkur hótun - að landinu hef- ur aldrei verið stjórnað gegn verkalýðs- hreyfingunni. Það hefur oft verið reynt, en hefurævinlega mistekist. Þær tilraunir hafa hins vegar orðið þjóðinni dýrar. Tilraun núverandi ríkisstjórnar mun einnig mistak- ast - ekki vegna illvilja í garð ríkisstjórnar- innar í verkalýðssamtökunum heldur vegna þess að launamenn geta ekki látið bjóða sér áframhald kjaraskerðingarinnar á næsta ári. Skuldakortin sem fólk hefur nú í hönd- um um áramótin duga skammt; það kemur að skuldadögunum. Verðbólga vex á næsta ári Auðvitað er unnt að hækka kaup án þess að það hafi sjálfkraía í för með sér verð- bólgu. Til þess er svigrúm í þjóðfélaginu, en jafnljóst er og hitt að núverandi ríkisstjórn getur ekki framkvæmt þá breytingu á efna- hagskerfinu sem er óhjákvæmileg til þess að kauphækkánir eigi sér stað án aukinnar verðbólgu. Til þess er ríkisstjórnin allt of bundin í viðjar kreddunnar sem áður getur. Auk þess sem ljóst er að laun verða að hækka meira en ríkisstjórnin hefur áform um á næsta ári liggur fyrir og er viðurkennt af ríkisstjórninni að gengislagfæring er óhjákvæmileg. Ríkisstjórnin hefursjálflýst því yfir að 5% gengislækkun er nauðsynleg. Sú gengislækkun mun þó ekki bæta stöðu samkeppnisiðnaðarins þannig að hún verði sambærileg við það sem var í tíð fyrri ríkis- stjórnar. Núverandi gengisskráning er sér- staklega hagstæð heildsölunum svo vitnað sé til ítrekaðra ummæla varaformanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Spurningin um gengisbreytingu er ekki um það hvort hún verður, heldur hvenær og hve mikil gengislækkunin verður. Hver minnsta hreyfing gengis í höndum ríkisstjórnárinnar er ávísun á aukna verðbólgu á nýjan leik. Þau vandamál sem við er að glíma í sjáv- arútveginum geta áður en varir breyst í vax- andi verðbólgu því þar eru menn eins og víða annars staðar að reyna að skipta verð- mætum sem ekki eru til. Sjávarútvegsráð- herra hefur nú fengið nærri alræðisvald yfir veiðunum og fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um að hann ráði yfir vinnslunni í smáatriðum líka. Hvorugt mun þó duga til þess að leysa þann vanda sem við blasir í sjávarútveginum. Þar er fjármagnsbyrðin að sliga fyrirtækin. Þegar allt þetta er skoðað má ljóst vera að verulegar líkur eru á því að verðbólga fari á nýjan leik vaxandi á næsta ári. Þannig yrði mikil fórn til lítils. Stjórnmálaátökin á íslandi á liðnum árum hafa ekki snúist um það hvort verð- bólguna ætti að skera niður heldur hvernig það skyldi gert. Alþýðubandalagið - yfir- leitt eitt flokka - lagði á það áherslu að verðbólgan yrði að hjaðna án þess að gengið yrði á lífskjörin umfram fall þjóðar- tekna. Aðrir stjórnmálaflokkar hafa viljað nota verðbólguna til þess að knýja fram kauplækkanir og á þetta sérstaklega við um núverandi stjórnarflokka, en einnig að nokkru leyti Alþýðuflokkinn. Nýju þing- flokkarnir hafa ekki tekið undir kauplækk- unarboðskapinn. Alþýðubandalagið hefur alltaf lagt áherslu á það að takast yrði á við verðbólguna með víðtækum aðgerðum. Þannig var staðið að aðgerðum gegn verð- bólgu á árinu 1981 þegar tókst að koma verðbólgunni niður í 40% á aðeins cinu ári - úr 80% - án þess áð skerða kaupmátt launa á sama tíma. Paradís fjármagnsins Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins notar verðbólguna til þess að lækka kaupið. Valdaklíkurnar í þessum flokkum eru ákveðnar í að knýja fram ný skipti á verðmætasköpun íslenska þjóðarbúsins með lífskjaraskerðingunni. En auk þess sem ætlunin er að halda kaup- skerðingunni áfram á að nota verðbólguna sem skálkaskjól til þess að breyta íslenska þjóðfélaginu í paradís fjármagnsins þar sem ódýrt vinnuafl og ódýr orka opna gróða- lindir erlendu fjármagni sem hingað er veitt. Hér er ekki um að ræða tilviljun held- ur stefnu núverandi ríkisstjórnar sem reynir allt hvað af tekur til þess að draga úr trú manna á íslenskt forræði í atvinnuvegunum til þess að kalla síðan yfir þjóðina aukna erlenda stóriðju. Um áratugaskeið hefur jafnt og þétt ver- ið unnið að því að bæta íslenska þjóðfélagið með félagslegum umbótum á öllum svið- um. Verkalýðshreyfingin og launafólk allt hefur metið mikils allskonar félagslegar að- gerðir. Núverandi ríkisstjórn ætlar að snúa við af þessari braut - hún ætlar að breyta þjóðfélaginu í grundvallaratriðum. Það er vegna þess að hún hefur annan mælikvarða á gerð þjóðfélagsins en síðasta ríkisstjórn; hér er komið að spurningu um siðferðilegar forsendur. Aðbúnaður að öldruðum, fötl- uðum og börnum er til marks um það hversu þróað siðferðisstig þjóðfélagsins er á hverjum tíma. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki manninn í öndvegi heldur fjármagnið. Þess vegna er nú markvisst unnið að því að breyta þjóðfélaginu í samræmi við áætlun Verslunarráðsins frá í vor - „frá orðum til athafna". Nú er unnið samkvæmt þessari áætlun lið fyrir lið. í meginatriðum má segja að það sem gerst hafi í íslenskum efnahagsmálum á liðnum mánuðum sé því tvíþætt. í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin með lögþvingunum látið Herkostnaðurinn af verðbólgunni (Úr félagstíðindum SFR) Hvað hafa launþegar þurft að láta af kaupi sínu í „herkostnaðinn“ gegn verðbólgunni? Hér á eftir fer eftirlit, sem sýnir hver laun í nokkrum launaflokkum opinberra starfsmanna ættu að vera ef samningar hefðu ekki verið skertir með lögum á síðasta vori, og tekið saman hversu mikið launafólk í þessum launaflokkum hefur misst af launum sínum á sex mánaða tímabili. Ltl. 3. þrep Launa- tafla 1.3.’83 Samn.b. hækkun (46.4%) Launa- tafla- 1.10.’83 Mlsm. á 1 mán. Mism. á u.þ. b. 6.mán. 1. 9.191 13.456 10.323 3.133 18.798 6. 10.630 15.562 11.939 3.623 21.738 10. 12.205 17.868 13.708 4.160 24.960 15. 14.603 21.379 16.402 4.977 29.868 20. 17.395 25.466 19.588 5.928 35.568 25. 20.960 30.685 23.542 7.143 42.858 30. 24.416 35.745 27.424 8.321 49.926 33. 26.760 39.177 30.057 9.120 55.818 Rétt er að taka fram að hér er einungis miðað við dagvinnutekjur ríkisstarfsmanna, en að sjálfsögðu kemur „herkostnaðurinn" líka niður á öðrum tekjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.