Þjóðviljinn - 31.12.1983, Qupperneq 30
30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. desember - 1. janúar 1984
Sjúklingasöfnunin í Garðabœ:
Brýtur bærinn líka samninga?
Auglýsingum skal háttað eftir lœknalögum segir Páll Pórðarson, framkvœmdastjóri LÍ.
„Þetta mál kemur væntanlega til kasta
félagsstjórnanna beggja stax eftir áramót“,
sagði Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri
Læknafélags íslands og Læknafélags
Reykjavíkur í gær um sjúklingasöfnunina í
Garðabæ.
Páll sagði að læknarnir í Garðabæ störf-
uðu eftir númerasamningi sem læknafé-
lögin hafa gert við sjúkrasamlögin og enn-
fremur væri í samningi læknanna tveggja
við Garðabæ ákvæði um að auglysingum
skuli háttað í samræmi við reglur félaganna
og Læknalögin. „í þeim er skýrt kveðið á
um hvernig læknar megi auglýsa sig“, sagði
Páll, „og þarna er farið út á ystu nöf eða
jafnvel yfir mörkin í þeim efnum. Það er
vissulega gert gegn vilja læknanna sem í
hlut eiga, en spurningin er hvort rekstrar-
aðili eins og bærinn í þessu tilfelli, falli ekki
einnig undir þessi ákvæði".
Páll sagði ljóst að úr þessu yrði dreifibréf-
ið sem búið er að bera í hvert hús ekki
stoppað. „Það er langt frá því að læknafé-
lögin séu ánægð með þá kynningarstarf-
semi, sem þarna hefur verið beitt“, sagði
hann. „Okkur var ekki ljóst að annað bréf
væri á leiðinni, en fyrra kynningarbréfinu,
sem sent var út, hafði reyndar verið breytt
að ósk félaganna".
Páll sagðist að lokum hafa verið í sam-
bandi við bæjarstjóra Garðabæjar vegna
þessa máls og þeir væru á sama máli um
hvað bænum væri heimilt í þessum efnum.
- ÁI
Engin önnur
leið var fær
Öllu fé úr fjárbúi í Laugardal
slátrað vegna gruns um riðuveiki
„Grimmileg aðför
að gömlum manniu
segir bóndinn, Stefnir Ólafsson
segir Sigurður
Sigurðarson
dýralœknir
að Keldum
„Það var því miður ekki hægt að
gera þetta öðruvísi og enginn vafí
leikur á að riðuveiki var komin upp
í fénaði Stefnis. Við höfum verið
með markvissar aðgerðir til að
halda riðuveikinni niðri á þessu
landsvæði, en til þess að það takist
þarf ávallt að grípa til skjótra ráð-
stafana strax og minnsti grunur
leikur á að sýkin hafí stungið sér
niður‘% sagði Sigurður Sigurðar-
son dýralæknir á Keldum, en hann
hefur umsjón með rannsóknum á
riðuveiki ■ sauðfé.
„Það hefur fengist staðfest að
riðuveiki var í þeim tveim ám sem
við tókum til rannsóknar úr fjár-
stofni Stefnis á Reykjaborg. At-
hugun stendur nú yfir á heilum
þeirra kinda sem við slátruðum í
lok nóvember sl. og ættu niður-
stöður að liggja fyrir innan tíðar“,
sagði Sigurður ennfremur.
„Það var árið 1978 sem við hóf-
um skipulegar aðgerðir til að kveða
niður riðuveikina í landbúnaði Ing-
ólfs og var þá slátrað öllu fé hjá
mörgum fjáreigendum á svæðinu.
Einnig voru nokkrar hjarðir
skornar niður árið 1979. Síðan hef-
ur allt þetta svæði verið undir
stöðugu eftirliti og engin dæmi
fundist um þessa veiki hér fyrr en í
þessum tveim ám frá Stefni. Það
var því miður útilokað að veita ein-
hverjar undanþágur frá settum
reglum í þessu eina tilfelli. Þar með
hefði verið hætta á að endurnýjun
og uppbygging fjárstofna hjá fjölda
bænda yrði að engu gerð. Við ger-
um okkur alveg ljóst að slátrun úr
búi Stefnis og Reykjaborg er hon-
um mikið áfall, og hann hefur alla
mína samúð, en því miður var ekki
hægt að standa öðru vísi að þessu
en við gerðum“, sagði Sigurður
Sigurðarson að lokum. _ v.
Stefnir Ólafsson, fyrrum fjárbóndi
að Reykjaborg í Laugardal: Al-
gjörlega ófært að menn geti ruðst
inn á heimili manns með þeim hætti
sem hér var gert og lífsbjörginni
rænt frá manni. Ljósm. eik.
„Ég kalla þetta svívirðilega aðför
að gömlum manni og fínnst fram-
koma dýralæknisins og þeirra hjá
Sauðfjárveikivörnum fyrir neðan
allar hellur. Að ryðjast svona inn á
heimili manns og ræna frá mér
lífsbjörginni með harðneskju
hlýtur að brjóta í bága við ákvæði
laga um mannréttindi", sagði
Stefnir Ólafsson bóndi á Reykja-
borg í Laugardai en i lok nóvember
var öllu fé hans slátrað þar sem
dýralæknir taldi að riðuveiki hefði
komið upp ■ fjárstofni hans.
„Ég hef beðið lögfræðing minn
um að gerð verði rannsókn á þessu
athæfi og að rannsakað verði hvort
kindurnar mínar sem þeir stálu frá
mér hafi verið veikar. Ég er
sannfærður um að þær voru stál-
hraustar utan ein sem hafðí sýkst af
öðru fé. Ég skrifaði aldrei undir
samning um að þeim væri þetta
heimilt og trúi því ekki að menn
geti ráðist svona að manni. Það er
víst að ég skrifa ekki undir neitt
nema kæru á hendur Sigurði dýra-
lækni", sagði Stefnir ennfremur.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
ég verð fyrir ofsóknum vegna fén-
aðar míns. Haustið 1968 rændi
Reykjavíkurborg frá mér 20 kind-
um, vorið eftir 6 ám fullorðnum,
komnum að burði. Nú er enn
höggvið að mér. Svona er jólagleð-
in hjá þessum mönnum og það
segja mér fróðir menn að þessi
. slátrun alls fjárstofnsins míns hefði
vel mátt bíöa. Það vita það allir að
riðuveiki er landlæg um allt land og
búin að vera hér í yfir 100 ár. Hvers
vegna mátti ekki bíða með þessar
aðgerðir, að minnsta kosti þar til
sýnt yrði að fé mitt væri raunveru-
lega sjúkt?“, spurði Stefnir Ólafs-
son að lokum.
- v.
Jón Helgason
landbúnaðar-
ráðherra:_____________
Ég fékk
bréfið
- Það liggur ljóst fyrir að ég fékk
þetta umrædda bréf frá Fram-
leiðsluráði, og ég hef aldrei þrætt
fyrir það, sagði Jón Helgason land-
búnaðar- og dómsmálaráðherra
við Þjóðviljann í gær, en hann
hafði samband við blaðið í tilefni
fréttar á forsíðu í fyrradag „Hví
neitar Jón?“
- Ég hafði þegar samband við
tollstjóra og tollgæslustjóra, enda
skiptir mestu að koma í veg fyrir
svona afbrot í framtíðinni. Það
gerði ég í framhaldi af bréfi Fram-
leiðsluráðsins. Hins vegar vissi ég
ekki um kæru Framleiðsluráðsins
síðar og ég taldi blaðamann Þjóð-
viljans þá vera að spyrja mig um
hana. I því kann misskilningurinn
að vera fólginn. Hins vegar hef ég
ekkert með vinnubrögð rann-
sóknarlögreglu að gera. Það er
ekki dómsmálaráðuneytisins að
segja fyrir um hvað eigi að rann-
saka og hvað ekki, sagði Jón
Helgason dómsmálaráðherra, en
Framleiðsluráðið hafði farið þess á
leit við hann í bréfinu að hann
beitti áhrifum sínum sem yfirmað-
ur lögreglumála að kannað yrði
hvað hæft væri í ásökunum um
kjötsmygl.
-óg
Svartá í Bárðardal
Maður féll í
ána og drukknaði
Laust eftir hádegi í fyrradag vinna við íshreinsun á vatnsinn-
varð það slys við Svartá í Bárðar- taki, ásamt öðrum manni, cn var á
dal að maður sem var að vinna við leið niður í stöðvarhúsið er slysið
virkjun í ánni féll í hana og druk- varð. Þar sem maðurinn féll í ána
knaði. Maðurinn hafði verið að er djúpur hylur undir fossi. Hafði
Undirbúningur í fullum gangi
Sj ávarútvegsstefna
Alþýðubandalagsins
haldin síðla í janúar
Undirbúningur fyrir sjávarút-
vegsmálaráðstefnu Alþýðubanda-
lagsins sem halda á í byrjun næsta
árs, er í fullum gangi.
Samkvæmt landsfundarsam-
þykkt Alþýðubandalagsins verður
haldin ráðstefna um sjávarútvegs-
mál í byrjun næsta árs. Þremenn-
ingarnir, Margrét Frímannsdóttir,
Engilbert Guðmundsson og
Steingrímur J. Sigfússon hafa með
höndum undirbúning fyrir ráð-
stefnuna. Stefnt er að því að ráð-
stefnan verði haldin í Reykjavík
eða nágrenni helgina 21.-22. janú-
hann runnið til á klakahröngli og
henst í hylinn.
Leit var þegar hafin af heima-
mönnum og mönnum úr Björgun-
arsveitinni Þingey og nokkru síðar
komu menn úr Björgunarsveitinni
Stefáni til leitar. Stóð leit fram á
nótt en án árangurs. í birtingu í
gærmorgun var svo leit hafin á ný af
sömu björgunarsveitum ásamt
Björgunarsveitinni Garðari á
Húsavík. Líkið fannst kl. 11.15 í
gærmorgun. Veður var gott meðan
á leit stóð en aðstæður við ána
mjög erfiðar.
- mhg
ar. Dagskráin er í burðarliðunum,
en sjávarútvegsmálin hafa mjög
verið í brennidepli að undanförnu.
Talsmaður undirbúningsnefndar
sagði í viðtali við Þjóðviljann, að
greinilegt væri að almenningur
í bráðabirgðastjórn Nútímans,
hlutafélagsins sem á að taka yfír
rekstur Tímans eru þeir Einar
Birnir formaður félags íslenskra
stórkaupmanna, heildsali, Þor-
steinn Ólafsson aðstoðarforstjóri
SIS, Vilhjálmur Jónsson forstjóri
Olíufélagsins, Haukur Ingibergs-
son framkvæmdastjóri Framsókn--
arflokksins og Hákon Sigurgríms-
son stjórnarformaður núverandi
Tíma og framkvæmdastjóri Stétt-
arsambands bænda.
Nýja hlutafélagið mun taka yfir
hefði velt sjávarútvegsmálum
meira fyrir sér að undanförnu en
oft áður, enda mætti segja að kom-
ið væri að tímamótun í sjávarút-
vegsmálum þjóðarinnar.
rekstur Tímans nú um áramótin.
Öllum starfsmönnum Tímans
nema Þórarni Þórarinssyni hefur
verið sagt upp störfum og liggur
ekki ljóst fyrir hvernig endurráðn-
ingum verður háttað. Hafa menn
áhyggjur af ótryggri atvinnu Tíma-
manna.
Nokkur átök munu vera um það
innan Framsóknarflokks að hve
miklu leyti flokkurinn á að blanda
sér inní hina nýju sameign SÍS og
kaupmanna.
-og
Starfsfólk Tímans hefur
fengið uppsagnarbréf
Stórkaupmenn og SÍS
að taka yfir Tímann