Þjóðviljinn - 07.01.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Síða 7
Helgin 7.-8. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Sigurður Sigurðsson, hinn landskunni útvarpsmaður sem var einn stofn- enda Samtaka íþróttafréttamanna, afhenti í eigin persónu Einari Vil- hjálmssyni áritað eintak af bók sinni, Komiði sæl. Þeir sem voru í tíu efstu sætunum í kjörinu fengu einnig áritað eintak af bókinni. Mynd: -eik. Einar Vilhjálmsson fyrstur til aðfeta ífótspor föður síns sem íþróttamaður ársins Úrslitin í kjöri íþróttamanns ársins 1983 uröu þessi: 1. Einar Viihjálmsson, UMSB-frjálsar íþróttir..............60 2. ÁsgeirSigurvinsson.Stuttgart-knattspyrna................42 3. AtliEðvaldsson,Dusseldorf-knattspyrna...................34 4. BjarniFriðriksson, Ármanni-júdó.........................31 5. SigurðurLárusson, ÍA-knattspyrna........................26 6. Þórdís Gísladóttir, ÍR-frjálsar íþróttir................17 7.-8. Kristján Hreinsson, UMSE-frjálsaríþróttir.............. 13 7.-8. EðvarðÞ. Eðvarðsson, Njarðvík-sund......................13 9.-10. KristínGísladóttirj Gerplu - fimleikar................ 11 9.-10. Kristján Arason, FH-handknattleikur.............. 11 íþróttafréttamenn voru ekki í nokkrum vafa um hverjum bæri sæmdarheitið íþrótta- maður ársins 1983. Hver fjöl- miðill sem að kosningunni stóð, réð yf ir 10 stigum til handa efsta manni, og Einar Vilhjálmsson, spjótkastarinn kunni, hlaut sextíu stig af jafnmörgum mögulegum. Þetta er sögulegur atburður á fleiri vegu en einn, með þessu kjöri hafa feðgar í fyrsta skipti hlotið þennan eftirsótta titil, Vilhjálmur Ein- arsson, faðir Einars, fékk hann fimm sinnum á fyrstu sexárunum. v Hermann Gunnarsson, formað- ur Samtaka íþróttafréttamanna, flutti skörulega ræðu við afhend- inguna í gær, eins og þess ljúfa út- varpsmanns var von og vísa. Við skulum grípa niður í síðari hluta ávarps hans til íþróttamanns árs- ins: „Veturinn 1982-83 þegar Einar hafði náð sér að fullu var haldið áfram við þrotlausar æfingar, hver mínúta var skipulögð, tæknin bætt á vísindalegan hátt og markið sett hærra; frábær og skapfastur íþróttamaður var kominn á fulla góðum árangri á næstu Olympíu- leikum. Ég hef verið svo lánsamur að geta fylgst með og kynnst Einari á síðustu árum, sannari íþrótta- mann og heilbrigðari félaga hef ég ekki þekkt. Eiriar er reglumaður á áfengi og tóbak, fullkomin fyrir- mynd æskufólks á öllum sviðum, hreinlyndur, heiðarlegur, ákveð- inn og jákvæður og vinnur mar- Enginn vafi - sextíu at- kvæði af sextíu mögulegum Einar Vilhjálmsson, íþróttamaður ársins 1983, sker fyrstu sneiðina af glæsilegri, óvenjulegri og óhemju bragðgóðri tertu sem fram var borin að krýningunni lokinni. Mynd: -eik. ferð. Einar varð bandarískur há- skólameistari sl. vetur, kastaði 89,98 metra, og í Vancouver sig- raði hann alla bestu spjótkastara Kanada, kastaði 89,18 metra. Háp- unktur sumarsins hjá Einari var keppni úrvalsliðs Norðurlanda og Bandaríkjanna í Stokkhólmi, keppni sem beðið var með mikilli eftirvæntingu. Einar var hetja Norðurlanda í þessari keppni, hann sigraði í spjótkasti, setti glæsilegt íslandsmet, kastaði 90,66 metra, og var fjórum metrum á undan heimsmethafanum, Tom Petranoff. Einar náði sér ekki á strik, í eina skiptið á árinu, á sjálfu heimsmeistaramótinu í Finnlandi, kastaði 81,72 metra og vantaði að- eins tólf sentimetra til að komast í úrslitakeppnina. Ég veit með vissu, að Einar reynir ekki að afsaka eitt eða neitt frá Helsinki, það er ekki hans vani, heldur bítur á jaxlinn, eins og alltaf áður, og stefnir að kvisst að öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þetta er ekki orðagj- álfur á stund sem þessari, heldur stór orð og sönn sem sæma þessum unga og sanna afreksmanni. Einar, við erum stolt af afrekum þínum, framkomu og árangri og þú hefur verið þjóð þinni til sóma, jafnt innan vallar sem utan.“ Að þessu mæltu tók Einar við hinum veglega verðlaunagrip og fleiru sem fylgdi og loks bauð Velt- ir hf. honum formlega að vera við- stöddum útnefningu íþróttamanns Norðurlanda sem kjörinn verður í Gautaborg þann 19. janúar. Einar verður fulltrúi íslands í því kjöri. Við óskum Einari til hamingju með unnin afrek, hann er vel að valinu kominn. Einar er eina raun- hæfa von okkar íslendinga um verðlaunahafa á Olympíuleikun- um í Los Angeles 1984 og þessi útnefning verður honum vafalaust hvatning til dáða. - VS. íslenska járnblendifélagið hf. vill ráöa til starfa mann meö efna- og eölis- fræöiþekkingu, sem ætlunin er að sérhæfi sig einkum í fræðum, sem snúa að kolefnum, innkaupum þeirra og notagildi í ofnrekstri fél- agsins. Starfsmaður þessi mun vinna m.a. við eftirlit ofnanna, úrvinnslu á rekstrartölum og athug- unum á eiginleikum kola og koks. Hann verð- ur að gera ráð fyrir allmiklum ferðalögum erlendis. Haldgóð þekking a.m.k. á ensku og einu norðurlandamáli er nauðsynleg. Nánari upplýsingar um starf þetta gefur dr. Jón Hálfdanarson í síma 93-3944 á skrif- stofutíma kl. 7.30 - 16. Umsóknir um starfið ásamt prófskírteinum skulu berast ekki síðar en 31. janúar nk. á eyðublöðum, sem fást á skrifstofum félags- ins að Tryggvagötu 19, Reykjavík og að Grundartanga og í Bókaverslun Andrésar Ní- elssonar hf., Akranesi. Grundartanga 2. jan. 1984.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.