Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. janúar 1984
Helgin 7.-8. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Árni Ingólfsson
Eggert Pétursson
sýningu í Amsteraam
EftirmáU um
Víðtal við 8 Hstamenn sem þar sýndu
Síðastliðinn október voru opnaðar
nær samtímis, sýning á íslenskri list
í Fodor-safninu í Amsterdam og
sýning á hollenskri list í Nýlista-
safninu og Listasafni ASÍ. Hér
heima fengum við að kynnast hol-
lenskri samtímalist, en litlar fréttir
fengust að utan aðrar en þær að ís-
lensku sýningunni hefði verið vel
tekið og hlotið verðskuldaða at-
hygli. Mérfannst þvítímabærtað
taka þá menn tali sem sýnt höfðu í
Amsterdam og spyrja þá ýmissa
spurninga um sýninguna, myndlist í
samtímanum og stöðu lista hérá
landi.
Þess skal getið áður en lengra er haldið,
að sýningarnar í Reykjavík og Amsterdam
voru skipulagðar af forstöðumanni Fodor-
safnsins, Tijmen van Grootheest, en hug-
myndirnar höfðu lengi verið að gerjast.
Loks var það á síðast ári ofanverðu aö
ákveðið var að skipti skyldu verða á sýning-
um og kom van Grootheest hingað til að
velja úr tillögum sem honum höfðu borist.
Einnig kynnti hann sér vinnustofur lista-
manna hér, áður en hann tók ákvörðun um
val sýnenda og verka. „Yfir hádegis-
bauginn" eins og sýningarnar hétu, voru
sýndar á fleiri en einum stað. í Reykjavík
var hollenska sýningin í tveimur söfnum, en
í Amsterdam var sýnt í Fodor, þar sem
húsakynni eru um 300 fermetrar og sérlega
falleg. Þá var listbókasýning í Gallerí „A“,
sýningarsal í Amsterdam og kvikmyndir
voru sýndar á Stedlijk-safninu, en það er
aðalmiðstöð nútímalista í borginni. Ásamt
listaverkum sem héngu uppi eða lágu á
gólfi, voru sýndir gjörningar og myndband-
averk eftir fjölmarga íslenska listamenn.
Þetta er í fyrsta sinn sem Fodor-safnið,
sem hingað til hefur eingöngu helgað sig
list og listamönnum frá Amsterdam, heldur
sýningu á erlendri list. Safnið er í nánum
tengslum við Stedelijk-safnið og má skoða
það sem nokkurs konar „Kjarvalsstaði"
Amsterdamborgar.
Ég náði tali af nærfellt öllum þeim lista-
mönnum sem komu nálæ^t sýningunni í
Hollandi. Það voru þeir Arni Ingólfsson,
Eggert Pétursson, Helgi Þ. Friðjónsson,
Ingólfur Arnasson, ívar Valgarðsson, Krist-
inn Harðarson, Steingrímur E. Kristmunds-
son og Tumi Magnússon. Daða Guð-
björnsson vantaði, en hann er staddur er-
lendis.
Hvað varð um konseftið?
Ég byrjaði á að spyrja hópinn í heild um
nýjung og mikilvægi þessarar sýningar.
- Þetta er fyrsta hópsýningin sem haldin
er erlendis, þar sem sýnendur eru af yngstu
kynslóð íslenskra listamanna. Svona viða-
mikil sýning á íslenskri samtímalist hefur
ekki verið haldin síðan Listahöllin í Malmö
bauð 11 listamönnum að sýna þar fyrir
nokkrum árum. Þetta er því mikil viður-
kenning á íslenskri list.
Nú hefur orðið mikil breyting á ís-
lenskri list frá því að sýningin í Malmö
var haldin. Málverk hafa rutt sér til rúms
á kostnað concept- eða hugmyndverka.
Hvers vegna?
Kristinn: - Conceptið var komið í blind-
götu og menn voru orðnir þreyttir á þessari
stífu gáfumannalist.
Steingrímur: - Conceptið var farið að
höggva nærri rótum vitundariðnaðarins.
Ein af ástæðunum fyrir minnkandi vel-
gengni hugmyndlistarinnar er fólgin í áhrif-
um markaðarins á listirnar.
En markaðurinn býr fjandakornið ekki
til liststefnur þótt hann hafi mikil áhrif á
velgengni þeirra?
Ingólfur: - Nei, en mér finnst sem list-
bransinn, eða markaðurinn hafi tekið eina
af þeim leiðum sem voru að opnast út úr
concept-þreytunni og sett hana á oddinn.
Nýja málverkið var bara ein leið af mörgum.
En þrátt fyrir miklar breytingar á öllum svið-
um lista, valdi listmarkaðurinn þessa einu
leið.
Árni: - Það ræður miklu markaðslögmál-
ið. Þú sérð það bara á upphæðum sem
greiddar eru fyrir listaverk.
Helgi: - En það má ekki gleymast að
margir af concept-mönnunum selja verk
sín fyrir háar upphæðir. Það er rangt sem
sumir íslenskir gagnrýnendur halda, að
hugmyndlistin sé dauð. Hún er enn í fullum
gangi og eins mikill bísniss kringum hana
og nýja málverkið.
Ingólfur: - Það voru líka gerðar svo ó-
manneskjulegar kröfurtil concept-listarinn-
ar, um að hún mætti ekki sýna neinar tilfinn-
ingar.
Eggert: - Conceptlistin var einnig miklu
alþjóðlegri en sú list sem nú er efst á baugi.
Það eru mun staðbundnari einkenni í nýju
stefnunni og menn leita þessi einkenni
uppi.
Helgi: - Það var líka hægt að senda
hugmyndlistina í pósti milli landa. Hug-
myndin var send og svo gátu aðrir útfært
hana.
Árni: - En því má ekki gleyma að conc-
ept má finna í austurlenskri list, s.s.
japanskri og kínverskri.
Kristinn: - Japönsk og kínversk Ijóð eru
stundum eins og hugmyndlist, knöpp og
einföld.
Árni:-Já, sum Sen-ljóðgætu t.a.m. eins
verið verk eftir ameríska listamanninn Jos-
eph Kosuth.
Var það ekki einmitt Kosuth sem taldi
conceptið framhald heimspekinnar?
Eggert: - Ýmsum heimspekingum kom
nú saman um að hugmyndir hans og ann-
arra harðlínumanna í concept-listinni væru
einstaklega barnalegar.
Kristinn: - Þetta var svo hart og kalt,
yfirlýsingarog ekkert annað. Engin áhersla
á sjónræn eða Ijóðræn gildi.
Ingólfur: - Mér fannst nú samt sem áður
ýmislegt skemmtilegt í þessu harða con-
cepti.
Kristinn: - Jú, vissulega var þetta merki-
legur kafli í myndlistarsögunni.
Nýja málverkið og fleira
Var þreytunnar á hugmyndlistinni far-
ið að gæta viða um lönd?
Ingólfur: - Já, þetta gerðist í mörgum
löndum samtímis.
Árni: - En þegar frá líður eiga menn
eftir að sjá að þetta er ekkert stökk, heldur
hæg og róleg þróun. Það er bara menning-
arsagan sem býr til stökk úr svona breyting-
um.
Helgi: - Við getum tekið svissneska
málarann Urs Luthi sem dæmi. Þróun hans
úr conceptinu yfir í nýja málverkið var eins
og hægfara kvikmynd.
Árni: - Þaðyareinnigumhægfaraþró-
un að ræða hjá ítölunum. Þeir voru lengi að
hverfa frá hugmyndlistinni yfir í málverkið.
Maður sér einnig miklu meiri concept-áhrif
hjá ítölum s.s. málaranum Francesco
Clemente, heldur en hjá Þjóðverjunum.
Þjóðverjarnir eru hreinni og beinni express-
iónistar.
Eggert nefndi einmitt staðbundin ein-
kenni nýja málverksins áðan. Eru sér-
kenni þjóða aftur orðin áberandi?
Helgi: - Já. Nú er sterkt tilfinninga-
streymi í listinni og þegar svo er, koma
sérkenni þjóða ávallt upp á yfirborðið. Þeg-
ar listin sveiflast hins vegar yfir á hið vitr-
æna, eða rökræna svið, verða einkenni
landanna óskýr. Það er t.d. talað um sterk
svissnesk einkenni, ólík ítölskum og þýsk-
um, í nýju listinni.
Tumi: - Ég held maður geti sagt með
vissu hvaðan hvert málverk kemur, þegar
nýja málverkið er annars vegar.
Árni: - Já, það er merkilegt að jafnvel
þótt menn máli abstrakt koma þjóðar-
einkennin sterkt í gegn.
Kristinn: - Þeir voru nú eitthvað að
gagnrýna okkur fyrir hömluleysi, Hollend-
ingarnir. Þeim fannst við of lausbeislaðir og
töldu okkur skorta einhvern grunn.
Töldu þeir ykkur stefnulausa?
Kristinn: - Já, eitthvað í þá áttina.
Finnst ykkur vanta stefnu í íslenska
list?
Árni: - Ef svo er, þá er það hvorki
slæmt né gott. Þetta eru bara sögulegar
forsendur og viö erum mótaðir af þeim. Þótt
við stöndum utan við allar hefðir, sækjum
við sterkt í grunn annarra þjóða.
Tumi: - Það er bara ágætt, því það
forðar okkur frá því að lenda í einhverjum
ákveðnum stíl eða braut eins og Hollend-
ingar sjálfir eru fastir í.
Ingólfur: - Við verðum að gæta að því
að við erum smáþjóð með litla samfellda
hefð að baki í myndlistinni. Þó er íslensk list
engin eftiröpunarlist. Menn sneru baki við
hugmyndlistinni hér á nákvæmlega sama
tíma og annars staðar, óafvitandi um það
- sem var að gerast erlendis.
Kiddi: - Já, menn voru farnir að mála
hér, áður en erlend listtímarit báru fréttir af
nýja málverkinu að utan.
Var ekkert erfitt að taka upp pensiiinn
eftir alla tilraunalist 8. áratugarins? Er
enginn söknuður hjá ykkur eftir gömlu
góðu og kláru hugmyndunum, svo sem
í höggmyndinni; umhverfislistinni eða
landslagslistinni?
ívar: - Nei, maður hefur verið að velta
hlutunum fyrir sér og ekki haft sig mjög í
frammi af þeim sökum. Það tekur vissulega
tíma að átta sig á þessum breytingum. En
ég nota alls konar ef ni, reyndar allt ef ni sem
ég næ í og því verður maður aldrei endan-
lega málari, grafíker eða eitthvað annað.
Þetta er alltaf spurning um tilfinningu
gagnvart efninu og listinni.
Þið viljið m.ö.o. ekki láta kalla ykkur
þræla stílsins, festa ykkur í einhverju
sérstöku, heldur halda ykkur frjálsum
eftir megni?
ívar: - Einmitt. Ég vil ekki láta segja um
mig „þettaerhinn týpíski ívar“, eöaeitthvað
álíka og halda mig við það sama alla ævi.
Þar með er ekki sagt að ég elti uppi allt sem
skeður í myndlist, síður en svo.
Kristinn: - Mér finnst gaman að
grauta í öllu mögulegu, breyta um stíl og
vaða úr einu í annað.
Eggert: - Við erum líka mótaðir af öðr-
um hlutum en málverkinu, svo sem hug-
myndlistinni, flúxus-list Súmmaranna og
poppi. Það kom fram á sýningunni í Amster-
dam.
Helgi: - Hún var einmitt ekki ný-
malerísleg. Það má kannski kalla þessar
vatnslitamyndir málverk, en þær eru ekkert
í líkingu við það sem fólk kallar almennt
málverk. Meginuppistaðan í sýningunni
voru litlar pappírsmyndir.
Staða íslenskrar listar
Erum við íslendingar mjög háðir
sveiflum erlendisfrá, í listum sem öðru?
Kristinn: - Ýmislegt er háð utanað-
komandi aðstæðum, en samt er alltaf
eitthvað sérstakt við íslenska list.
ívar: - Ég held að persóna listamanns-
ins komi alltaf í gegnum miðilinn, hvað svo
sem hann gerir. Ef það er þá eitthvað í hann
spunnið.
Helgi: - Maður hefur séð að sumir
gamlir málarar hér hafa reynt að yngja sig
upp með því að fara yfir í nýja málverkið. En
vegna þess að þeir hafa ekki fylgst með því
sem hefur verið að gerast undanfarin 15-20
ár, verður breytingin bara á yfirborðinu.
Kiddi: - Já, vegna þess að þeir skilja
ekki undirstöðuna og afneita henni, verður
þetta bara yfirborðskák hjá þeim. Það er
ekki verið að fást við efnið beint í nýja mál-
verkinu heldur hugarfar. Þess vegna getur
nýja málverkið verið hvernig sem vera skal
ef það lýsir hugarfari listamannsins.
Arni: - Ef farið er tíu ár aftur í tímann
var mat fólks og hugarfar ákaflega ólíkt því
sem það er nú. Eftir eitthvert þægilegt
meltutímabil vaknar fólk upp við vondan
draum. Yfir því vofir einhver hörmung, al-
heimsútrýming, og þetta endurspeglast í
ákaflega sterkum og öfgafullum við-
brögðum. Þessum tilfinningum skila Þjóð-
verjar miklu betur en Hollendingar. Þeir
þora að opna sig og eru miklu hreinni og
beinni í sköpun sinni. Framsetningin erstór
og grípandi. Viðbrögðin verða að vera
snögg og allt verður að gerast hratt.
Eru Hollendingar agaðri eða klassísk-
ari en bæði Þjóðverjar og íslendingar?
Kristinn: - Þeir eru mjög afmarkaðir.
Þeim er búinn bás sem þeir fara eftir. Það er
einhver sérhæfing í hugsun þeirra og glímu
við efnið.
ívar: - Einmitt. Þeir eru svo ofsalega
bundnir hefðinni.
Tumi: - Það er svo sterkt í þeim að
myndlist eigi að vera svona en ekki öðru-
vísi. Þaö er ætlast til að þeir haldi sig innan
viss ramma.
Steingrímur: - Hollenski listamaður-
inn er skilgreindur af stjórnvöldum. Ýmsar
stéttir réttlæta listina, s.s. hagfræðingar, og
fólk lærir að bera virðingu fyrir henni sem
einum af útvörðum hollenskrar menningar í
baráttu hennar gegn vandalisma. íslend-
ingar eru tradisjónslausir, en listin byggir
mjög á hefð. Öll myndlist hér er byggð á
erlendum forsendum og myndmálið er
fengið að utan. Menn verða að gera sér
grein fyrir því að hugmyndir listamannsins,
þess sem býr verkið til, og áhorfandans,
verðandi kaupanda, eru orðnar alltof ólíkar
hérlendis. Listamaðurinn reynir að tjá
eitthvað með verki sínum, en kaupandinn
hefur fyrst og fremst í huga kaup á innan-
stokksmun, sem hefur ekkert með inntak
verksins að gera. Þetta leiðir til skilnings-
leysis á mikilvægi myndlistar hér á landi.
Helgi: - Við höfum verið að reyna að
koma nýjum hugmyndum á framfæri gegn-
um Nýlistasafnið, til að auka skilning fólks á
samtímalist, en það er reynt að kæfa allt
slíkt í fæðingu og margirgagnrýnendur láta
sem við séum ekki til. Það hefur verið reynt
að koma óorði á starfsemina hér og jafnvel
höfum við verið gerð tortryggileg í augum
almennings.
Árni: - Það hefur verið reynt að draga
fjöður yfir allt starf okkar og verkin í eigu
safnsins; stór partur af því sem hefur verið
safnað af popplist, list SÚM-félaganna,
starfsemi Suðurgötu 7 og concept-list síð-
ustu 15 árin, liggur undir skemmdum. Öll
þessi verk hafa að meira eða minna leyti
verið skrásett og mynduð í sjálfboðavinnu,
af fólki sem annars er í fullri atvinnu. Safnið
hefur alltaf þurft að búa við fjársvelti.
ívar: - Við höfum ekkert bolmagn til að
sinna brýnum og aðkallandi verkefnum
eins og þeim að varðveita þessi verk eins
og skyldi. Þ.a.l. getur safnið ekki rækt hlut-
verk sitt á þessu sviði.
Árni: - Hættan er sú að reynt verði að
þurrka burt úr íslenskri listasögu stóran
hluta af því sem gerst hefur hér í myndlist
undanfarin 15 ár.
Helgi: - Ég er hræddastur um hug-
myndlistina, að allt varðandi konseftið týn-
ist af spjöldum sögunnar.
Kristinn: - Margir yrðu sjálfsagt fegnir
ef það gerðist. Ein af ástæðunum fyrir því
hve lítið fé Nýlistasafnið hefurfengið, segja
menn að sé vegna þess hve lítið er skrifað
um safnið og starfsemina þar.
Árni: - Það er fjári hart að vita til þess
að margir koma á Nýlistasafnið, jafnvel
kennarar á vegum ríkisins, til að leita upp-
lýsinga um samtímalist sem þeir hafa
hvergi fengið á þeim söfnum sem eiga að
sinna slíkri upplýsingaþjónustu. Svo fá
þessi sömu söfn margfalt meiri fjárveitingu
en við, til að sinna þessum verkefnum.
En haldið þið ekki að Fodor-sýningin
muni einhverju breyta og skilningur á
starfi ykkar vaxi meðal ráðamanna?
Tumi: - Auðvitað vonum við það,
a.m.k. var sendur maður frá menningar-
málaráðuneytinu til að fylgjast með móttök-
unum í Hollandi. Hann hélt ræðu við opnun
sýningarinnar og fylgdist með okkur allan
tímann og vissulega hjálpaði ráðuneytið á
ýmsa lund.
Árni: - Það væri ömurlegt til þess að
hugsa ef einungis útlendingar hefðu áhuga
á íslenskri samtímalist. Þá á ég við Holl-
endinga núna, Ameríkana á „Scandinavia
Today“ og Svía, þegar þeir buðu 11 ís-
lenskum listamönnum að sýna í Malmö
Konsthall.
Eggert: - Það er óhæfa ef íslensk list á
sífellt að lifa sníkjulífi og þiggja ölmusu af
erlendum þjóðum. Það voru Hollendingar,
Ameríkanar og Svíar sem höfðu frum-
kvæðið að þessum íslensku sýningum er-
lendis.
Tumi: - Til að eitthvað breytist í þess-
um efnum, þurfa íslensk yfirvöld að koma
sér upp raunhæfri menningarpólitík og reka
burt flokkspólitískar krumlur sem sífellt eru
með puttana í listinni.
Kristinn Harðarson
Steingrímur E. Kristmundsson
f STRAUSS
Hópurinn sem sýndi í Amsterdam
„Thick Air“. Bækur sem gefnar voru út í öskju af Museum Fodor, í tilefni sýningarinnar.
Myndirnar sem fylgja greininni og merktar eru höfundum, eru teknar úr bókunum. Hér
er einungis um eina blaðsíðu að ræða úr hverri bók. Myndirnar gefa því ekki rétta
innsýn í bækurnar, sem hugsaðar eru hver sem eitt verk.
Tumi Magnússon