Þjóðviljinn - 07.01.1984, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. janúar 1984
Veistu.. ?
að íslendingar héldu aldamót
hátíðleg er árið 1901 gekk í
garð en ekki þegar árið 1900
gekk í garð eins og sumir virð-
ast halda.
að þegar þessi öld hófst voru
5800 íbúar í Reykjavík en þá
voru 1067 íbúar á fsafirði,
1038 á Akureyri og 739 á
Eyrarbakka.
að þegar 6 norðlenskir þing-
menn komu til alþingis árið
1902 komu þeir gangandi
suður Sprengisand og voru 5
dægur á milli byggða úr Bárð-
ardal suður í Hreppa.
að árið 1905 greip um siggullæði
í Reykjavík þegar verið var að
bora eftir vatni í Öskjuhlíð og
talið var að borinn hefði kom-
ið niður á gull.
að skömmu eftir aldamót var
enskt félag með brennisteins-
námurnar í Námaskarði á
leigu og var þá með á prjón-
unum að leggja járnbraut frá
Húsavík og upp að Reykja-
hlíð í Mývatnssveit.
að sumarið 1910 fékk Sigurjón
Pétursson sér steypibað undir
Seljalandsfossi og hafa víst
aðrir ekki leikið það eftir.
að stytta Jóns Sigurðssonar, sem
nú stendur á Austurvelli, var
upphaflega sett upp fyrir
framan Stjórnarráðið og var
afhjúpuð þar á 100 ára afmæli
Jóns árið 1911.
að árið 1911 tefldi hinn frægi
skákmaður Capablanca frá
Kúbu fjöltefli í Kaupmanna-
höfn og bar þá íslendingur
sigurorð af honum. Pað var
Eggert Guðmundsson.
að fyrsti forseti ÍSÍ var Axel Tul-
iníus sýslumaður.
að í spænsku veikinni sem herj-
aði hér árið 1918 dóu um 260
manns í Reykjavík einni.
að fyrsta almenna listsýningin
hér á landi var haldin í barna-
skóla Reykjavíkur (Miðbæj-
arskólanum) árið 1919. Þar
voru sýnd 90 listaverk eftir 15
listamenn.
að Jón Kaldal ljósmyndari var, ^
er hann nam grein sína í j
Kaupmannahöfn, einn besti ■
hlaupari Norðurlanda á ’
lengri vegalengdum.
bæjjarrött
Ekki amalegt kompaní
hafði greinilega ekki haft mikla
lyst og leift næstum því öllu á
disknum sínum. En þeir áttu sal-
inn. Þeir tóku hóp af Ameríku-
mönnum tali og voru alldrjúgir
og slógu um sig á vafasamri
ensku. Svo komu sænskar kerl-
ingar á besta aldri til borðs og
þeir báðu þær að gera svo vel að
setjast - á ensku auðvitað - og
voru mjög riddaralegir. Svo
keypti annar sér vindil, rétti af-
greiðslustulkunni 10 krónur og
sagði að hún mætti eiga af-
ganginn. Sannarlega rausnar-
legúr. Þeir settust við borð rétt
hjá okkur. Ég komst ekki hjá því
að heyra að annar sagði: „Hvaða
vesen var þetta með Ölöfu í
gær?“ „Það var upphafið að
endanum", sagði hinn. Svo var
það ekki meira. „Komdu nú bara
heim til mín og við skulum fá
okkur hressingu", sagði hinn.
Svo stóðu þeir upp og fóru en
kvöddu fyrst Ameríkanana með
handabandi.
Sænsku kerlingarnar voru .
rjóðar og sællegar og horfðu
laumulegar hvor á aðra. Þær voru
að segja frá ævintýrum næturinn-
ar og ekki var hægt að komast hjá
að heyra að Broadway bar á
góma í því sambandi.
Fjórir ungir strákar komu inn
og einn þeirra sveif um salinn og
hneigði sig fyrir öllum en hinir
flissuðu og sussuðu á hann þess á
milli. Svo fór hann upp á hljóð-
færapallinn og greip í trommurn-
ar án þess að neinn kippti sér upp
við það nema helst félagar hans.
Ameríkanarnir brostu í kamp-
inn og horfðu góðlátlega á það
sem fram fór en sænsku kerling-
arnar voru of uppteknar af sjálf-
um sér til að taka eftir nokkru.
Nú bættist skrautleg fylking í
salinn. Það voru nokkrir kol-
svartir, virðulegir menn með
demantshringa á höndum og
tveir voru í afrískum skikkjum.
Skyndilega sló niður í huga minn:
„Þeir skyldu þó ekki vera frá Níg-
eríu. Þar var gerð bylting á gaml-
ársdag". Þeir settust beint fyrir
aftan okkur. Nú gat ég ekki
lengur á mér setið heldur hallaði
mér aftur á bak og ávarpaði þann
virðulegasta í hópnum: „Afsakið
herra minn, þú ert þó ekki frá
Nígeríu?" Jú, það stóð heima.
Svo spurði ég vandræðalega:
„Þið hafið náttúrlega heyrt um
byltinguna sem var þar í gær“. Jú,
þeir könnuðust við hana. „Eruð
þið kannski sendimenn ríkis-
stjórnarinnar sem var velt?“
„Nei, við erum'bara bisnessmenn
og erum hér í boði Flugleiða".
Svo var það ekki meira. Þessir
svörtu léku á alls oddi’og var ekki
á þeim að sjá eða heyra að þeim
þætti mikið um nýjustu tíðindi frá
Nígeríu.
Svona gekk þetta um hríð.
Ýmsar uppákomur voru á Esju-
bergi og einhver nýárssamkennd
með öllu fólki sem þar var. Við
skemmtum okkur konunglega og
sátum lengi og veittum öllu nána
athygli. Þetta var miklu skemmti-
legra en horfa á sjónvarp.
Daginn eftir las ég í blöðunum
að sá svarti sem ég talaði við hefði
verið sjálfur Mr. Adamo, eigandi
Kano Airlines í Nígeríu. Ekki
amalegt kompaní. - Guðjón
Við hjónin fengum okkur
hressilegan göngutúr á nýársdag,
svona til að hrista af okkur ofát
og eftirstöðvar gamlárskvölds-
gleðinnar. Úti var gola og gaddur
sem beit okkur í kinnamar og er
Hótel Esja var í sjónmáli hug-
kvæmdist okkur að steðja þangað
til að hlýja okkur og fá okkur
heita súpu. ■
Klukkan var að verða þrjú og á
Esjubergi var samankomið hið
merkasta lið af ýmsu þjóðerni þó
að mest bæri á langdrukknum
eða timbruðum íslendingum. Er
við höfðum komið okkur fyrir við
borð nokkurt fórum við að veita
athygli þeirri sérkennilegu
stemmningu sem þarna ríkti og
góðlátleg umburðarlyndi sem
fólk sýndi hvert öðru á þessum
fyrsta degi ársins.
Tveir menn í sparifötunum
voru að vafra um salinn. Auðséð
var að þeim hafði láðst að fara í
háttinn kvöldið áður og voru nú
staðráðnir í að halda áfram ára-
mótagleðskapnum. Þeir höfðu
fengið sér stóra máltíð en annar
sunnudagskrossgatan
I Nr. 405
/ Z 3 ¥ r (p ? s T~ T /0 7 II /2 9
J3 Z !</- S? /£" 10 T~ s? Ke /7 1$ \£ /9 3 9?
3! V l? 10 1*7 £>" 3 V 1*7 J/ r 10 i/
!l7 11 S? /ú <? 5T S? )o 1*1 9 ¥ S? / o hs V
s? 3 o // 3 <V[ <2 2/ 10 9 S? 3 /</- 18 V 13
)(? /S" 6“ r S? ZD 9 Y~ T~ s? T~ 22 <~7
23 /? ‘7 S? /y H /9 9 )¥ // 22 r SS ¥
7- s? 'ÍÝ 22 7 22 S" S? /¥ /5" 7- ss 2 8 V
22 r V II 10 T~ S? 2S 2á /0
/4- 22 8 T~ S? /t> 29- /0 Z/ S? 9 sr 3 2/ 2/
2l> íf ¥ V 28 3 ></- V 2*7 <? 9? // )¥ 7- 9
10 22 tg 9 S? 3 ¥ sr 22 2/ T 7- S? £2
/o V r /i 7- 3 S 22 18 S? ZT~ 9 £T ¥
A Á B D Ð E ÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
'1_______________ '_____' __________
/
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn.
Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðu-
múla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr, 405“. Skilafrestur er
þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
)(p 23 r z/ 1 9 30 3
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er
sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt.
Verð-
launin
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 401
hlaut Elías Valgeirsson, Efstas-
undi 55, Rvík. Þau eru Kvæða-
safn og greinar eftir Stein
Steinarr.
Lausnarorðið var Hróbjartur.
Verðlaunin að þessu sini er ein af
kiljum MM: Stöðvun kjarnorku-
vígbúnaðar eftir Kennedy og
Hatfield.
mnim
Edward Kennedy
MarkHatfíeld
Stöðvun
kjarnorku-
vígbúnaðar