Þjóðviljinn - 11.02.1984, Síða 4
4 'SÍÐA ÞjaÐVlÍLjÍNN Helgin 11! -12. febrúar 1984
Vináttan opnar augu okkar fyrir
þeim göllum ífari vina, sem orð-
ið geta þeim til ógœfu. Hins vegar
sjáum við þá galla eina i fari
þeirra, sem við elskum, er bitnað
geta á sjálfum okkur.
La Bruyére.
Kristján Fjallaskáld
,Einn ég
harma,
einn
ég styn“
Kristján Jónsson Fjallaskáld (1842-
1869) varð aðeins 27 ára gamall en náði
þó langt á skáldabrautinni. Hann var í
vinnumennsku í átthögum sínum og
átti lítilla kosta völ til menntunar. Ævi
Kristjáns var oft dapurleg, enda bera
kvæði hans þess vott. Hér eru nokkur
dæmi:
Einmana
Engan trúan á ég vin,
auðnudagar þverra.
Einn ég harma, einn ég styn,
einn ég tárin þerra.
Einn ég gleðst, og einn ég hlœ,
er amastundir linna.
Aðeins notið einn ég fœ
unaðsdrauma minna.
Staka
Við skulum ekki víla hót,
það varla léttir trega,
og það er þó ávallt búningsbót
að bera sig karlmannlega.
Haust
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.
Tárið
Pú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurskœra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal lœknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt Ijós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
því drottinn telur tárin mín, -
ég trúi og huggast læt.
Spjallað við
Jóhanrt
Hjartarson,
nýbakaðan
alþjóðlegan
meistara í skák
- Ætlarðu ekki að fara út í frekara nám?
- Ég býst við að innrita mig í Háskólann í
haust.
- í hvað grein?
- Lögfræði. Það virðist eiga vel við skák-
menn.
- En hvernig gengur það upp fjárhags-
lega að helga sig skákinni?
- Menn virðast alltaf geta komist í það að
skrifa eitthvað um skák og hafa tekjur af
því.
- En fá titilhafar einhvern fjárhagsstuðn-
ing?
- Allir nýir titilhafar fá eina stóra greiðslu
úr svokölluðum Landsbankasjóði og ég
vonast til að fá hana. Það er hins vegar ekki
fyrr en menn verða stórmeistarar að mögu-
leiki er á launum.
- Þarf ekki mikið líkamsþrek til að standa
sig í sterkum mótum?
Jóhann: F.kkert að hugsa um stórmeistaraáfanga. Ljósm.: Atli.
„ Ég villtist inn í
Taflfélag Reykjavíkur“
Ámiðvikudagskvöld bættist nýrtitilhafi
í hóp íslenskra skákmanna og er hann
sá sjötti í þann hóp. Þetta er ungur og
yfirlætislaust piltur, aðeins 21 árs gam-
all, og heitir Jóhann Hjartarson eins og
flestum mun vera kunnugt sem fylgjast
með skák og fjölmiðlum. Þetta kvöld
vann hann biðskákir við tvo alþjóðlega
meistara, þá Jón L. Arnason og De
Firmian og ertaplaus á mótinu þegar
tvær skákir voru eftir. Við slógum á
þráðinntil Jóhannsá
fimmtudagsmorgun og ætluðum að
biðja um dálítið gott viðtal en Jóhann
sagðist þá vera á kafi í skákpælingum
en seinna um daginn átti hann að
keppa við HelgaOlafsson, helsta
keppinautinn á mótinu. Það varð þvíúr
að hafa stutt símaviðtal við Jóhann og
bíða með stóra viðtalið þar til eftir að
mótinu lýkur.
- Er langt síðan þú byrjaðir að tefla, Jó-
hann?
- Ætli það séu ekki svona 10 ár síðan ég
byrjaði af einhverju viti?
- Og hvað olli því að þú fékkst þennan
áhuga?
- Það var ekkert sérstakt. Ég villtist inn í
Taflféiag Reykjavíkur á sínum tíma.
- Og hvenær vaktirðu fyrst verulega at-
hygli?
- Það var kannski helst þegar ég varð
íslandsmeistari í skák árið 1980. Þá komst
ég í sveit íslendinga á Ólympíumótinu í
skák sem haldið var á Möltu þannig að það
ár var ansi mikilvægt fyrir mig.
- Er skákáhugi á heimili þínu?
- Enginn sérstakur. Pabbi teflir og hefur
gaman af að fylgjast með en það er allt og
sumt.
- Hverjir eru foreldrar þínir?
- Þau heita Hjörtur Magnússon og Sigur-
laug Jóhannsdóttir.
- Teflirðu við pabba þinn?
- Ekki lengur.
- Nú átt þú möguleika á að ná stór-
meistaraáfanga í tveimur síðustu umferð-
um mótsins. Hvernig leggst það í þig?
- Ég er ekkert að hugsa út í það. Ég hugsa
bara um hverja skák fyrir sig, kæri mig ekk-
ert um að klúðra mínum málum með því að
þenja mig einhver ósköp og sprengja mig
svo kannski fyrir bragðið. Maður hefur
horft á hvernig hefur farið hjá hinum al-
þjóðlegu meisturunum hérna.
- Helgar þú þig eingöngu skák núna?
- Ég lauk stúdentsprófi sl. vor og vann
svo í Búnaðarbankanum fram að jólum en
nú hef ég hugsað mér að helga mig skákinni
þetta árið.
- Það er mjög nauðsynlegt til að hafa gott
úthald. Ég er farinn aó stunda sund og svo
labba ég dálítið mikið.
- Hefurðu önnur áhugamál en skákina?
- Það er ekki mikill tími fyrir annað. Mér
finnst gaman að fara á skíði þegar ég get.
- Finnst þér íslenskir skákmenn fá nóg
tækifæri?
- Nei, árangurinn byggist náttúrulega
töluvert á að þeir fái tækifæri til þess að taka
þátt í sterkum mótum eins og þetta er. Það
eru allir mjög ánægðir með þetta framtak
Búnaðarbankans og hann gefur með þessu
öðrum fyrirtækjum gott fordæmi. Það væri
t.d. í lófa lagið fyrir fyrirtæki eins og Flug-
leiðir að halda sterk skákmót meðan ferð-
amannatíminn stendur ekki sem hæst. Þá
eru þeir bæði með hálftómar flugvélar og
hótel.
- En það er allgóð tíð hjá ykkur núna?
- Já, þetta er hálfgert skákfestival. Og
mót eins og þetta Búnaðarbankamót eru
ekki svo dýr. Ég reikna með að það kosti
ekki nema svona 500 þúsund krónur að
halda það.
- Hverja telurðu bestu skák þína fram að
þessu á mótinu?
- Líklega síðasta skákin í gærkvöldi sem 1
ég tefldi við DeFirmian. Hún var löng, erfið
og fjörug.
-GFr.
9rtii
Þetta póstkort ereitt hið
frcegasta í sögu íslands.
Þarna ríða þeir hlið við
hlið vinirnirFríðrik
VIII. konungur Dana-
veldis ogHannes Haf-
stein rúðherra íslands
við Kambabrún úrið
1907. Erþeir komu til
Kolviðarhóls talaði kon-
ungur í rœðu um ríkin
sín tvö en varð að taka
ummœlin til baka vegna
kröfufrd Danmörku.
Eftir þessari Ijósmynder
eittfrœgasta mdlverk
ÞórarinsB. Þorldks-
sonarmúlað.