Þjóðviljinn - 11.02.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Side 7
Helgin 11.—12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 vefnaðarvöruversfun í porti JL — hússins Ver/ð velkomin TAU OG TÖLUR 1 JL — portinu Hrinjlbraut l^i Hc-ykjavík Sími 23675 m 11 nvi rn 111111 • 111 n ri i rn i rriVm n rrrn rrmn 11 u • • n nnvi ri Samkeppnin er hörð segir Alfreð Jóhannesson framkvæmdastj óri ísfugls h.f. Sumir dagar eru svo leiðinlegir í Reykjavík að það er beinlínis nauðsynlegt að yfirgefa það pláss um stund. A einum slíkum skrupp- um við Magnús Bergmann Ijós- myndari upp í Mosfellssveit, það þarf svo sem ekki að fara langt. Við Reykjaveginn þar í sveit er fugla- sláturhús Isfugls. Framkvæmda- stjórinn, snaggaralegur maður um þrítugt, Alfreð Jóhannsson heitir hann, segir okkur fúslega frá starfseminni og sýnir okkur stað- inn. Sláturhúsið annast slátrun fyrir 3 stóra kjúklingabændur þarna í ná- grenninu, sem allir framleiða undir Isfuglsnafninu og er framleiðslan um 30.000 þúsund fuglar á mánuði eða 30-35 tonn. ísfugl kaupir fram- leiðsluna af bændum og sér þar af leiðandi um sölu hennar. ísfugl er hlutafélag og eru hluthafar bæði einstaklingar og fyrirtæki, um 60 talsins. - Hvernig gengur svo að selja framleiðsluna? - Stöku sinnum framan af vott- aði fyrir offramleiðslu. Við brugð- umst við henni með ýmsum hætti, minnkuðum framleiðsluna, settum á markaðinn ýmsar nýjungar og lækkuðum verðið. Núna er mark- aðurinn í jafnvægi og hefur verið um langt skeið. Við eigum nokk- urra vikna birgðir jafnan, jú, þær eru nauðsynlegar til að mæta óvæntri eftirspurn og árstíða- bundnum sveiflum, t.d. toppunum um jól, páska, á sumrin o.s.frv. Fyrirtækið hefur lagt í verulega fjárfestingu í vélakosti sláturhúss- ins t.d. fer öll slátrun fram við færi- band, þar sem vélar vinna flest störfin, eins og gerist hjá fullkomnustu sláturhúsum er- lendis. Alfreð segir okkur að sam- keppnin sé allhörð í þessari bú- grein. Á undanförnum fjórum árum hefur fyrirtækið og kjúkling- abændur náð mjög góðum árangri í að kynbæta kjúklingana, með því m.a. að flytja inn nýja stofna frá Noregi. Þessir nýju stofnar hafa náð sláturþyngd (1200 g) á 7-8 vik- um í stað 10-12 vikum hjá gömlu stofnunum. Við þetta stórminnkar fóðurkostnaðurinn sem er um helmingur kostnaðar við kjúkl- ingauppeldið. - Við stefnum að því að auka vaxtarhraðann meira, niður í 5-6 vikur eins og hann er t.d. í Dan- mörku. Þetta ásamt bættri aðstöðu á búunum (vatn, fóður, loftræst- ing, hitastig o.fl.) hefur orðið til þess að verð á kjúklingum hefur verið tiltölulega stöðugt miðað við verð annarra landbúnaðarafurða. Aðalávinningurinn er nú samt hve kjötið af þessum nýja stofni er betra en af þeim gömlu. Það er meyrara, safaríkara og þarf styttri steikingartíma. Helsti út- litsmunurinn á þessum kjúklingum og þeim af gamla stofninum er að þeir eru lappastyttri, lærin hold- meiri og fuglinn allur mun kjöt- meiri. Sem helstu nýjungar í fram- leiðslunni nefnir Álfreð „Rúllett- IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG urnar“ sem komu á markaðinn í haust og eru þegar orðnar frægar um allt land. Hér er um að ræða úrbeinaða kjúklinga bragðbætta ýmist með bacon, sveskjum eða þá að þeir eru léttreyktir. Þá talar Al- freð einnig um gæsir, endur og kalkún, sem líkur eru til að komi á markaðinn áður en langt um líður. Þess má geta að Alfreð er ný- kominn af stórri sýningu í Atlanta í Bandaríkjunum þar sem sýndar voru helstu nýjungar í framleiðslu og meðhöndlun kjúklingakjöts í heiminum í dag og mega menn vænta ýmissa nýrra rétta úr kjúkl- ingakjöti frá ísfugli á næstunni. Nú starfa hjá ísfugli hf. um 20 manns. Unnið við kjúklingapökkun hiá ís- fugli h.f.. Alfreð Jóhannsson, framkvæmda- stjóri ísfugls hf.með eina af auglýs- ingum fyrirtækisins í bakgrunni. Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara- samningum. Fóstrur á eftirtalin dagvistarheimili: Laufásborg, Iðuborg, Holtaborg, Tjarnarborg e.h. Upplýsingar veitir forstöðumaður viðkom- andi heimilis. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 20. febrúar 1984. FULLTRÚASTARF Ein af aðaldeildum Sambandsins óskar eftir að ráða starfsmann í fulltrúastöðu. Leita að manni með góða bókhalds- og rekstrarþekk- ingu ásamt þekkingu á tölvubúnaði. Viðskiptafræði- og/eða endurskoðunar- menntun æskileg. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra er veitir nán- ari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 20. þessa mánaðar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALO Samvinnubankinn á Akranesi mun frá og með þriðjudeginum 14. febrúar nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um kaup og sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að kaupa innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERI .END \TÐS Akranesi Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.