Þjóðviljinn - 11.02.1984, Qupperneq 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. febrúar 1984
bacjarrölt
Veistu...
að árið 1960 sótti Krúsjeff Alls-
herjarþing Sameinuðu þjóð-
anna og tók þá af sér skóinn
og barði með honum í borðið
er honum mislíkaði ræðu-
flutningur. Til þess að þagga
niður í honum notaði þing-
forsetinn fundarhamarinn
svo ótæpilega að hann brotn-
aði. Þessi hamar var smíðaður
af Ásmundi Sveinssyni mynd-
höggvara.
j að það var fyrst árið 1961 sem
samþykkt var á Alþingi að
launataxtar karla og kvenna
skyldu vera jafnir fyrir svipuð
störf.
, að styttan af Ingólfi Arnarsyni er
ekki bara á Arnarhóli í
Reykjavík, heldur er sama
styttan einnig í Hrífudal í
Noregi, á bernskuslóðum
Ingólfs.
að þegar hipþaæðið stóð sem
hæst fóru bandarískir hippar í
stórum stfl með Loftleiðum
yfir Atlantshaf, enda ódýrast
að ferðast með þessu flugfé-
lagi. Gekk það þá undir nafn-
inu The Hip-hop Airlines í er-
lendum blöðum.
að árið 1964 samþykkti borgar-
ráð Reykjavíkur einróma að
ráðhús Reykjavíkur skyldi
byggt í norðurenda Tjarnar-
innar. Þrátt fyrir þessa ein-
róma samþykkt runnu fyrir-
ætlanirnar út í sandinn.
að eldgosið í Surtsey á árunum
1963-1966 er lengsta óslitna
gos hér á landi frá því að fs-
land byggðist.
að þegar Margrét, núverandi
Danadrottning, og Henrik
prins giftust gáfu íslendingar
þeim tvo reiðhesta: Stjömu
og Perlu.
að það eru víðar Þingvellir en við
Öxará. Skammt fyrir ofan
Stykkishólm er bær og gamall
fjórðungsþingstaður með
þessu nafni.
að árið 1944 slitnaði burðar-
strengur á þáverandi Ölfusár-
brú með þeim afleiðingum að
tveir bflar féllu í ána. Mann-
björg varð.
að Stykkishólmur heitir eftir
skeri, sem bryggja liggur nú
fram í. Nefnist það Stykkið.
Drepinn úr dróma bílsins
Þorri slær nú kuldaklóm, kalt
við hlær og gefur grið ei nein. Við
í borginni hörmum þó ekki afla-
tjón eða minnkandi stabba, held-
ur höfum við áhyggur af bflunum
okkar. Er það þó lítilvægt miðað
við hitt. Við óttumst að klaka-
hryggir rífi undan bflunum, þeir
renni utan í aðra bfla eða strandi
á skafli. Satt að segja er þetta vfl
okkar þó hálf hlægilegt því bflar
eru - eins og allir vita - gjörðir úr
einskis verðu blikki og járni og
endast okkur sjaldnast nema í
hæsta lagi í 10 ár.
Ég hef reynt að aka á skrjóðn-
um mínum öðru hverju síðan
Vetur konungur fór að byrsta sig
fyrir alvöru snemma í janúar og
var satt að segja kominn með
harðræðishnúta víða um líkam-
ann af eintómri streitu. Ég setti
jafnan í axlirnar undir stýri og var
með lífið í lúkunum í bókstaflegri
merkingu þess orðs. Um síðustu
helgi var mér nóg boðið og tók þá
skynsamlegu ákvörðun að láta
bfldrusluna eiga sig þar sem hún
er og fara ferða minna gangandi
eða með strætisbílum. Er
skemmst frá því að segja að þetta
er allt annað líf. Nú geng ég bros-
andi upp og niður stíga sem hafa
myndast um snjófjöllin á gang-
stéttunum eða þá á miðri götu,
rjóður í vöngum og streitulítill.
Hreyfingin og frostið örvar blóð-
rásina og stælir hug og dug.
Nýtt landslag hefur myndast í
borginni. Síðumúlinn sem venju-
lega er marflatur og sviplítill er
t.d. orðinn eins og lítil útgáfa af
Vatnsdalshólum. Þar eru brekk-
ur, farvegir, hólar hér og hvar
með margbreytilegu móti, gljúf-
ur, flákar og hvítar kynjamyndir.
Þessa getur maður ekki notið
nema vera frjáls og óbundinn af
blikkbeljunni. Því fylgir líka
barnsleg unun að fara ótroðnar
slóðir í þessu nýja landslagi,
ryðja brautina fyrir aðra sem
fylgja í fótmál manns eða eiga
þátt í að troða slóð annarra og
gera hana betri og traustari. Þess-
ir nýju gangstígar eru ekki lagðir
með reglustrikum heldur hlykkj-
ast þeir eftir duttlungum og
sköpunarþrá brautryðjenda.
Beint fyrir utan gluggann í
vinnunni minni hef ég undanfarn-
ar vikur fylgst með rauðum
Fólksvagni sem kúrir í geysi-
legum snjóskafli undir löngum
steinvegg. Ég er að skemmta mér
við tilhugsunina um hvflík orka
færi í að moka bflnum farveg út úr
snjófarginu. Svona er ég illgjarn.
Ég ætla að fylgjast méð þessum
vanmáttuga bfl það sem eftir lifir
vetrar. Ég held nefnilega að hon-
um skili ekki út fýrrení vorleys-
ingum. Svo stór er þessi skafl og
svo langt er í ruddan veg.
Hitt er annað mál að kannski
eru eigendur þessa bfls fullorðið
fólk sem ekki þorir út af ótta við
að hrasa eða renna og beinbrjóta
sig. Kynjaveröld Vetrarkonung-
sins er nefnilega ekki jafn spenn-
andi fyrir alla. En mér er skemmt
- eftir að hafa leyst mig úr læðingi
bflsins.
- Guðjón
sunnudasshrossaátan
1 2 3 4 5~ (o 7 22 8 T~ á> ? 22 2 L
)0 e // S? !2 2 V 9 3 )3 /3 22 14 Jó' ?
10 V ig ? 3 9 J3 22 3 /3 14 20 21 22
T~ /? /g 20 22 /? ID /2 7- // 22 )/ 4 ?
Zi 22 T' II 4 22 (í> 21 3 23 4 ? 22 24
3 ? // V 26> )6> Zo 2? 24 /2 ? // 4- 22 ?
5^ 22 3 23 3 ? 22 2 20 °) )3 y 22 24 M O /3 T
4 7- (d // 22 9 )(? )3 12 23 22 2 22
? é V 2 4 7 4/ 3 ? 22 20 & 27 2é? 13
22 21 )g 25 ? 20 ? 22 12 30 22 31 2/ 20
22 13 20 2b 22 23 18 ? 24 3 y vz 9 13 3 )5
i U 26> 3o 3 2? 23 20 24 24 )3 b 26 22 20
& 24 20 // 2(p 22 23 22 27 (p 2 20 20 4
Nr. 410
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á
stórborg í Evrópu. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til
Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 410“.
Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
2 5 26 30 )(s> 26 20 ?
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er
sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt.
Verð-
launin
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 407
hlaut Snjólaug Guðmundsdóttir,
Brúarlandi, 311 Borgarnesi. Þau
eru skáldsaga Heinrichs Böll: Og
sagði ekki eitt einasta orð.
Lausnarorðið var Grindavík.
Verðlaunin að þessu sinni er Ráð
við illum öndum eftir William
Heinesen.