Þjóðviljinn - 03.03.1984, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. - 4. mars 1984
fréttaskyring
Kvótakerfið
Hœttulegt vald og
afleiðingar þess
Aflaskipið Friðrik Sigurðsson. Sá er veitt hefur svo miklð á þetta skip
undanfarin ár, Sigurður Bjarnason seldi það í fyrra og fékk nýrra í stað-
inn. Fyrir bragðið missir hann um eitt þúsund tonn af þeim kvóta sem
hann hefði átt að fá, ef ekki hefði verið skipt um skip.
Hinn marg umræddi og um-
deildi aflakvóti sem ákveðið var
að taka upp sl. haust hefur nú
litið dagsins ljós. Allir þeir gallar
sem margir spáðu að fylgja
myndu honum hafa orðið skýrir
og engir aðrir sem ekki voru
séðir fyrir eða menn nefndu
aldíei á nafn. Strax í upphafi,
þegar kvóti var fyrst nefndur,
lögðust margir gegn honum og
færðu rök máli sínu til stuðnings.
Allt virðist það hafa komið fram
sem sagt var.
Aðeins einn kostur fylgir afla-
kvótanum. Með honum er hægt
að sjá til þess að einungis verði
veidd 220 þúsund tonn af þorski,
eða því sem næst. Allt annað
varðandi þennan kvóta virðist
vera neikvætt, hvernig sem á mál-
in er litið. Ef til vill var það alitaf
vitað og ekkert við því að gera ef
taka átti upp kvóta. Þó er ljóst að
svo alvarlegir gallar eru á kvóta -
kerfinu að þá verður að sníða af
ellegar afleggja kvótakerfið og
taka upp aðrar aðferðir til sókn-
arminnkunar. Þær leiðir eru til.
Á þær hefur verið bent.
Svikin
Eitt af því fyrsta sem kom
fram, þegar kvótinn leit dagsins
ljós, eru stórfelld svik hvað varð-
ar sölu á fiski framhjá vigt, sem
leiðir aftur til þess að aflanótum
er ekki skilað til Fiskifél. íslands.
Samkvæmt aflanótum FÍ er
hverjum bát úthlutaður aflai-
kvótii.Óskar Vigfússon formaður
Sjómannasambands íslands hef-
ur í harðorðri bókun í yfirnefnd
Verðlagsráðs sjávarútvegsins
bent á að stór svik ættu sér stað í
þessum efnum. Fiskur væri seld-
ur á uppsprengdu verði, undir
borðið og framhjá skiptum til sjó-
manna. Þetta hefur kvótinn sann-
að. Menn leita nú með logandi
ljósiaðaflanótum í tilraun sinni til
að auka kvóta sinn. Eins liggj a
útgerðarmenn í innflytjendum
bátavéla til að gefa falskar nótur
um viðgerðir á vélum báta sinna,
því að tekið er tillit til bilana við
Úthlutun kvóta. Þessu hafna flest-
ir vélainnflytjendur á þeim for-
sendum að sliíct komi óorði á við-
komandi vélategund.
í sjálfu sér má telja þetta mál til
kosta kvótakerfisins, ef það verð-
ur til að upp kemst um þessi svik.
En á móti kemur að marir útgerð-
armenn, sem sálfir stýra bátum
sínum, hafa um árabil selt fisk-
kaupendum afla í góðri trú um að í
þeir skili inn aflanótum eins og
þeim ber. Það hafa fiskkaupend-
ur aftur á móti ekki gert, til þess
að losna við að greiða ákveðin
gjöld sem þeim ber. Útgerðar-
menn, sem hafa á þennan hátt
verið sviknir, líða fyrir það nú
Verðmœtaröskun
Aflakvótinn leiðir einnig af sér
alvarlega eignaröskun. Hún felst
í því að nýir og glæsilegir bátar,
sem ekki hefur verið aflað vel á
sl. ár, verða nær verðlausir vegna
þess að þeim fylgir svo lítill kvóti.
Aftur á móti geta gamlir og úr sér
gengnir bátar, sem vel hefur ver-
ið aflað á, farið í hátt verð. Þess
eru dæmi að frægir aflaskip-
stjórar, sem skiptu um bát á síð-
asta hausti, seldu gamlan og
keyptu nýjan, fái kvóta, sem er
aðeins brot af því sem þeir hefðu
fengið ef þeir hefðu haldið gamla
bátnum. Sá frægi aflaskipstjóri
Sigurður Bjarnason í Þorláks-
höfn er dæmi um þetta. .Hann
seldi bát á síðasta ári, sem hann
hafði veitt á 1400 til 1600 tonn
fyrir árið í ár. Á bátinn sem hann
keypti hafði aflast illa og því fær
hann aðeins um 200 tonna árs-
afla. Sá sem keypti af honum
gamla bátinn situr uppi með stór-
an kvóta.
Sveinn Sigurgeirsson f Grinda-
vík skipti um bát á sl. hausti.
Hann seldi gamlan og lélegan 10
tonna bát, 25 ára gamlan, en
keypti 5 ára gamlan bát, sem lent
hafði í reiðileysi. Hann yfírtók
allar skuldir bátsins við Fisk-
veiðasjóð og aðra og hóf róðra.,
Ef hann hefði haldið gamla bátn-!
um hefði hann fengið vel á annað
hundrað lestir í aflakvóta í ár.
Þess í stað fær hann 60 lestir allt
þetta ár með nýja bátnum.
Sveinn sagði í samtali við undir-
ritaðan að hann þyrfti að veiða
um 300 lestir til að geta staðið f
skilum. Nú er útséð um það og
ekkert blasir við nema gjaldþrot.
Hann segist ekki geta selt nýja
bátinn, enginn kaupir bát sem
hefur ekki nema 60 lesta árs-
kvóta. Svona væri hægt að telja
upp fjölmörg dæmi. Ljóst er að
gjaldþrot blasir við fjölmörgum, •
sem keypt hafa báta nýlega, ef
ekki verður gerð leiðrétting hér
Atvinnuleysi
Þá hefur komið í ljós, að stór
útgerðarfyrirtæki eru tilbúin til
að kaupa smærri báta, jafnvel
gamla og lélega báta, sem að
öðru jöfnu væru verðlausir, fyrir
gott verð ef þeim fylgir ríflegur
kvóti. Þau kaupa ekki'þessi skip
til að gera þau út. Þeim á að
leggja en færa kvóta þeirra yfír á
togara og stóra báta, sem útgerð-
arfyrirtækin eiga. Þetta er löglegt
samkvæmt reglum kvótakerfis-
ins, þar sem leyft er að færa kvót-
ann á milli skipa.
Afleiðingar þessa geta orðið
þær, að fjölmörgum bátum sem
eru með 3ja til 5 manna áhöfn
verði lagt, kvóti þeirrá færður
yfir á önnur skip og sjómenn svo
hundruðum skiptir missa vinn-
una. Á þetta bentu fulltrúar sjó-
manna í kvótanefndinni og
lögðust eindregið gegn því að
leyft yrði að selja kvóta milli
skipa. „Slíkt mun leiða til
atvinnuleysis sjómanna“ sagði
Óskar Vigfússon formaður Sjó-
mannasambandsins í samtali við
Þjóðviljann, þegar verið var að
semja kvótareglurnar.
Frá því ákveðið var að ekki
mætti veiða nema 220 þúsund
lestir af þorski og ýmsar aðrar
fískitegundir takmarkaðar veru-
Sigurdór
Sigurdórsson
skriffar
lega, hefur legið ljóst fyrir að til
stórfellds atvinnuleysis muni
koma hér á landi strax í vor eða
sumar. Af samtölum við menn
víða um land er ljóst að til þess
kemur fyrr en menn uggði. Krist-
mundur Halldórssson, skipstjóri
í Ólafsvík, sagði í samtali við
Þjóðviljann í vikunni sem leið, að
nú lægi ljóst fyrir að stór hluti
bátaflota Ólsara yrði búinn með
sinn kvóta í þessum mánuði.
— Ekkert tekur við ef fiskvinnslan
bregst ogþví atvinnuleysi|fram-
undan. Kristmundur sagði að
hann og fleiri ætluðu að fara á
rækjuveiðar og að ætlunin væri
að stofnsetja rækjuverksmiðju í
Ólafsvík. Það myndi vissulega
bjarga einhverju. Hinsvegar ætla
sér mjög margir að fara á rækju-
veiðar, svo nú er haft á orði að
hún verði ofveiddd.
„Dráttarkarlar“
í ráðuneyti
Á mörgum trillum eru tveir
menn en þrjár skakrúllur. Þriðja
rúlla er þá nefnd „dráttarkarl".
Þessum trillukörlum er eins og
öðrum úthlutaður'kvótiog nú er
verið að fjalla um það í ráðuneyti
hvort „dráttarkarlinn" skulital-
inn með áhöfn en slíkt skiptir
máli varðandi kvótaúthlutun.
Kvóti trillanna er með öðrum
. hætti en stærri bátanna.
Trilluflotanum í heild sinni er út-
hlutað ákveðnu fiskmagni, sem
síðan er skipt innbyrðis á milli
þeirra. Þess vegna skiptir
„dráttarkarlinn“ máli. Þegar
miðstýring er komin á þetta stig
er hún orðin hlægileg. Það vald
sem Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra lét Alþingi sam-
þykkja sér til handa er slíkt að
hann einn ræður stóru sem smáu í
sjávarútvegi í dag. Margir telja
slíkt vald hreinlega hættulegt.
Þegar einn maður, hver sem hann
er, hefur líf og dauða allrar út-
gerðar í landinu £ hendi sér, er
málið komið á afar hættulegt stig.
Hæfasti maður sem setið hefur í
. stóli sjávarútvegsráðherra hér á,
landi, Lúðvík Jósepsson, sagði
við undirritaðan á dögunum: Ég
hefði aldrei tekið við slíku valdi,
ég hefði ekki viljað sjá það,
vegna þess að það er hættulegt.-
S.dór
rítst Jórnargreí n
Einokunaríhaldið í borgarstjórn
„Stjórnmálamenn eiga ekki að
vasast í atvinnurekstri. Það er
okkar hlutverk“, sagði formaður
Verslunarráðsins nýverið, og
þannig tala forkólfar Sjálfstæðis-
flokksins sí og æ, þó að þeir for-
taki ekki þátttöku opinberra að-
ila í fyrirtækjum ef sérstaklega
stendur á. „Við viljum hvorki
sækja til stjórnmálamanna vernd
gegn samkeppni né sérstaka fyr-
irgreiðslu heldur almenn starfs-
skilyrði og frjálsræði til að ná ár-
angri. Við viljum, að stjórnmálin
marki leikreglurnar, en taki ekki
þátt í leiknum". Hvað sem segja
má um þessa stefnu Verslunar-
ráðsins þá er engum blöðum um
það að fletta að hún er mjög í
anda þeirra hugmynda sem Sjálf-
stæðismenn halda að kjósendum
fyrir kosningar.
Samtrygging
hœgri afla
Nú gerist það að nokkur fyrir-
tæki sem hafa átt í erfiðleikum
með að hasla sér völl á nýju sviði
fjölmiðlunar slá sér saman og fá
borgina með í kompaníið. Þó að
sum þeirra séu aðilar að Verslun-
arráði er öllum meginhugmynd-
um varpað fyrir róða til þess að
koma á hagsmunasamruna og
undirbúa einokun á kapalsjón-
varpi og snældugerð fyrir mynd-
bönd. Ákvörðun Reykjavíkur-
borgar að taka þátt í lokuðu
hlutafélagi um fjölmiðlunarfyrir-
tæki með fjársterkustu fyrirtækj-
um landsins hefur verið harðlega
gagnrýnd. íhaldsmönnum í borg-
inni hefur gengið afar illa að rétt-
læta þessa ákvörðun sína en hafa
sýnt þeim mun meiri valdhroka í
meðferð málsins. Borgarstjóri
hefur að vísu talað f upphöfnum
tón um fyrirætlanir ísfilm, nýja
framtíðarsýn og annað þvíum-
líkt. Sigurjón Pétursson sagði í
borgarstjórn að það eina sem
stæði eftir þegar séð væri í gegn-
um þessar umbúðir borgarstjóra
væri hin pólitíska samtrygging
hægri aflanna og að skattpening-
ar borgarinnar væru betur komn-
ir í öðru en þessum bónbjargar-
styrk til nokkurra helstu gróða-
fyrirtækja landsins.
Misbeiting
pólitísks valds
Allir minnihlutaflokkarnir í
borgarstjórn hafa gert sérstakar
bókanir í sambandi við afgreiðslu
ísfilm-málsins. í bókun Alþýðu-
bandalagsins segir m.a. að Isfilm
sé stofriað til að stunda atvinnu-
rekstur í beinni samkeppni við
önnur fyrirtæki, sem þegar hafa
haslað sér völl á sviði kvikmynda-
gerðar í Reykjavík, og rutt
brautina á þeim vettvangi. Með
því að gerast hluthafi í fsfilm sýni
meirihluti borgarstjórnar ótrú-
lega valdníðslu í garð aðstand-
enda þessara fyrirtækja, og efni
tvímælalaust til óheiðarlegrar
samkeppni við þau.
Með því að velja sér lagsmenn
í Isfilm h.f. misbeitir meirihluti
borgarstjórnar pólitísku valdi og
áhrifum, auk þess að misnota
fjármuni almennings í þágu
þröngra flokkshagsmuna, og
beitir borgarkerfínu á blygðunar-
lausari hátt en nokkru sinni fyrr
fyrir flokksvagn Sjálfstæðis-
flokksins. Ekki er síður alvarlegt
að einstakir borgarfulltrúar
meirihlutans eiga hagsmuna að
gæta í einu eða fleiri þeirra fyrir-
tækja, sem standa að hlutafé-
laginu ísfilm.“
í bókuninni segir einnig að Al-
þýðubandalagið hafi haft frum-
kvæði að umræðu í borgarstjórn
um nýjar leiðir í fjölmiðlun, þar
sem opin lýðræðisleg vinnubrögð
væru höfð í heiðri, og afl og áhugi
almennings virkjaður í opinni
umræðu á undirbúningsstigi og
með þátttöku fjöldans þegar til
framkvæmda kæmi. Síðan segir
orðrétt:
Eigin hugsjónum
fargað
ísfilm er andstæða alls þess: 1.
Undirbúningurinn fór fram í pól-
itískum skúmaskotum klíku-
bræðra borgarstjórans. 2. Rekst-
urinn verður í höndum lokaðs
hlutafélags þessarar sömu cinlitu
klíku. 3. Eina aflið sem máli mun
skipta þegar markmið og leiðir
ísfilms h.f. verða valin, verður afl
peninganna. 4. Málatilbúnaður
þeirra, sem ráða ferðinni innan
borgarstjórnarmeirihlutans, lýs-
ir hugarfari þeirra, sem bæði
hafa misst sjónar á almennu pólit-
isku velsæmi og fargað megin-
hugsjón eigin hreyfingar.“
Inn í fortíðina
Adda Bára_Sigfúsdóttir sagði í
borgarstjórn að borgarstjóri tal-
aði um að menn væru að fara inn í
heillandi framtíð með ísfilm, en á
sama tíma þokaðist borgarstjórn
æ lengra inn í fortíðina. Þar er nú
allt orðið með einræðisblæ á ný.
Enda þótt að ísfilm málið sé allt
vafið í þoku af hálfu íhaldsmanna
er hverjum manni ljóst að í undir-
búningi er einokun sterkra fjár-
magnsafla á kapalsjónvarpi með
pólitískri aðstoð borgarinnar.
Það hefur sannast erlendis, þar
sem íhaldsöfl hafa sótt í sama
farveg, að með því er með alvar-
legum hætti vegið að frelsi í fjöl-
miðlun.