Þjóðviljinn - 03.03.1984, Page 12
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN jHelgin 3. - 4. mars 1984
Atómstöðin
í dag (laugardag) frumsýnir kvikmyndafé-
lagið Öðinn kvikmyndina Atómstöðin sem
gerð er eftir samnefndri sögu Halldórs Lax-
ness. Leikstjóri myndarinnar er Þorsteinn
Jónsson, kvikmyndatöku annaðist Karl Ósk-
arsson en upptökustjóri er Þórhallur Sigurðs-
son og framkvæmdastjóri Örnólfur Árnason.
Kvikmyndin var tekin upp síðastliðið
sumar og haust í Reykjavík, Skaftafelli í
Öræfum og Hvalfirði. Myndin gerist fyrirtæp-
um 40 árum og hefur verið leitast við að
endurskapa umhverfi þess tíma í bygging-
um, húsbúnaði, farartækjum, fatnaði o.s.frv.
Atómstöðin er fyrsta íslenska bíómyndin
sem gerð er eftir verkum Halldórs Laxness
og jafnframt dýrasta mynd sem íslendingar
Atómstöðin
i
hafa gert til þessa, en kostnaðarverð hennar
er áætlað um 14 miljónir króna. Aðalhlutverk-
in í myndinni eru leikin af Tinnu
Gunnlaugsdóttur (Ugla) og Gunnari Eyjólfs-
syni (Búi Árland). Onnur helstu hlutverk leika
Arnar Jónsson, Árni Tryggvason, Jónína Ól-
afsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Helgi
Björnsson, Hannes Ottóson, SigurðurSigur-
jónsson, Barði Guðmundsson, Rúrik Har-
aldsson, Baldvin Halldórsson, Róbert
Arnfinnsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Þóra
Friðriksdóttir.
Þjóðviljinn tók nokkra aðstandendur
myndarinnar tali í vikunni og spurði þá nánar
um gerð myndarinnar.
dögunum, en þar voru mættir 40-50
íslendingar og höfðu sumir lesið
söguna en aðrir ekki. Þeir, sem At-
ómstöðina þekktu áður, sögðust
einmitt vera ánægðir með það,
hvemig við færðum út söguna án
þess að gefa upp hollustu við hana.
En þetta var semsagt erfitt verk-
efni. Mikið af leikurum, miklar
framkvæmdir við leikmynd, skipu-
lagsflækjur margar. Það er ljóst að
við gerð þessarar myndar spenntum
við bogann eins og hægt var og
kannski enn betur. Við vomm frá
upphafi ákveðnir í að fara í sam-
keppni við erlendar myndir sem
kosta kannski tífalt meira en þessi.
En það getur enginn sagt neitt um
það fyrirfram hvemig til tekst. Það
er heldur ekki hægt að reikna út
fyrirfram hinn íslenska áhorfanda.
Við reynum blátt áfram að gera eins
vel og hægt er - og vonum að það
skili árangri.
-áb.
irnar hér í bænum hafa enn á boð-
stólum húsmuni sem tilheyra þess-
umtímaog eldri.
Innisenurnar voru síðan allar
gerðar í upptökusal, en útisenur og
inn- og útgöngur fengum við að
taka seinna í Garðastrætinu, og þá
fyrst sá ég hvernig þetta hús lítur nú
út að innan. Óvissan um raunveru-
lega innviði hússins gerði mér
auðveldara að leika mér frjálst
með fúnksjónalismann í sviðs-
myndinni.
Hvaðan völduð þið hús organ-
istans?
Jú, þessi saga er saga tveggja
húsa og j afnframt tveggj a heima.
Við völdum okkur framhlið bak-
húss nokkurs við Laufásveginn,
þar sem Veturliði Gunnarsson
listmálari hefur vinnustofu sína.
Það gerðum við vegna hlýlegs um-
hverfis og vegna þess hvað hvönnin
meðfram stígnum að húsinu var
falleg. Það hvílir látleysi og hlýja
yfirþessu húsi.
En hvað um sviðsmy ndagerð
utandyra?
Jú, við þurftum líka að byggja
steinkirkju, og henni var valinn
staður í túninu á Hæðum við
Skaftafell. Það var ekki lítið verk
að koma henni upp. Falur bóndi
byggði hús yfir guðdóminn en ekki
yfir skepnurnar sínar, hestarnir
fengu að ganga úti. Fyrir mér var
þessi kirkj a eins konar fjárhús fyrii
almættið, og þar er barn Uglu skírt
í lok myndarinnar. Þá koma einnig
fyrir í myndinni atburðirnir á
Aústurvelli 30. mars 1949, og
verksummerki á Alþingishúsinu
eftir slaginn urðum við að gera með
bellibrögðum þar sem við fengum
hvorki að brjota rúður þar né klína
það útímálningu.
Hvað voruð þið lengi að vinna
þetta verk?
Þetta tók um það bil 10 vikur og
við höfðum4smiði, leikmunavörð,
2 aðstoðarmenn o.fl. Alls vorum
við um 8 manns í þessu. Ég held að
um 3/4 hlutar myndarinnar séu
teknirístúdíói.
Hvað segir þessi kvikmynd okk-
urídag?
Atómstöðin er saga ungrar
sveitastúlku sem afræður að fara
suður til þess að læra orgelspil.
Jafnframt er sagan saga þjóðarinn-
ar á þessum tíma, séð með augum
Uglu. Þetta ersú þjóðarsagaogsú
veraldarsaga sem enn er að gerast,
við sjáum að nú í dag er verið að
leggja hornsteininn að atómstöð-
inniEvrópu. Þannighefurþessi
mynd áhrifaríka skírskotun til af-
drifaríkustu vandamála samtímans
og á erindi til allra. _
Atómstöðin
Ugla og Gunnar (Tinna og Arnar Jónsson).
Þorsteinn Jónsson
kvikmyndleikstjóri:
Breytum sögunni
en ekki merk-
ingu hennar
Já, ég er ánægður með út-
komuna, segir Þorsteinn
Jónsson sem stjórnar Atóm-
stöðinni. Kannski er ég orðinn
of samdauna myndinni eftir
þriggja ára starf- þar af 10-16
tíma vinnu á dag síðustu tvö
árin, kannski er ég hættur að
sjá hana utanfrá. En mér
finnst leikur góður og hljóð-
upptaka og bygging myndar-
innar hafi lukkast, og alltént
hafa allir lagt sig vel fram. Ég
held það hljóti að skila ár-
angri.
Þorsteinn var spurður að því hvað
hefði verið erfiðast við gerð þessarar
myndar.
- Aðbreytasögunniíkvikmynd,
það er að segja handritsgerðin sjálf,
sem tók langan tíma. Enda þurfti að
gera margar atrennur, til að atburðir
þegar sagan verður til og því sem við
höfum í hy ggj u núna, þegar her-
stöðvamálið sjálft er ekki eins mikið
hitamái og þá. En þá viljum við
reyna að sýna málið í víðtækara
samhengi, smáþjóð í glímu stór-
velda, spuminguna um það hvort
sjálfstæði verði haldið. Og sem fyrr
segir: Það er líka talsverður eðlis-
munur á skáldsögu og kvikmynda-
handriti, þráðurinn verður að vera
einfaldari, kvikmyndin getur ekki
leyft sér eins mikla útúrdúra.
- Þegar skáldsaga er kvikmynd-
uð, koma menn sem hafa lesið hana
gjama að horfa á hana með mjög
fastmótaðar hugmyndir um það,
hvemig hlutimir eiga að vera?
- Já, sagði Þorsteinn, við vildum
einmitt koma slíku fólki á óvart. En
við viljum reyna nýtt sjónarhom án
þess að breyta merkingu sögunnar,
án þess að snúa út úr henni. Þetta
kom einmitt til tals á prufusýningu
sem var haldin í Kaupmannahöfn á
Sigurjón Jóhannsson leiktjaldasmiður:
Aldinblóö (Sigrún Edda Björnsdóttir)
Þorstelnn Jónsson
sögunnar reki sig sem skyldi í kvik-
mynd; til að móta persónur þannig
að þær gangi upp. Það er talsverður
munur á þeim hita- og átakatímum
Híbýiin iýsa personunum
Kvikmyndin Atómstöðin er
að stórum hluta tekin í upp-
tökusal og slíkt krefst að
vonum mikillar sviðsmynda-
gerðar. Það var Sigurjón Jó-
hannsson leikmyndasmiður
Þjóðleikhússins sem gerði
þessa umfangsmestu leik-
mynd í íslenskri kvikmynd til
þessa, og við leituðum til
hans til að forvitnast hvernig
það verk hefði gengið fyrir
sig.
Við unnum þetta í upptökusaln-
um Aðstaða í Vatnagörðum, þar
sem við höfðum 400 ferm. gólf-
rými,segirSigurjón. Þarhöfðum
við 300 ferm. vinnuflöt sem við
byggðum leikmyndina á.
Hvað var vandasamast við það
að gefa þessari mynd umhverfí?
Eg held að það hafi verið að
skapa Búa Árland og hans undar-
legu fjölskyldu hið rétta umhverfi,
sem hlaut um leið að vera eins kon-
ar lýsing á íbúunum eins og híbýli
ávallt eru.
Við völdum að fyrirmynd húsið
að Garðastræti 37, sem er byggt
1939 eftir teikningu mjög framsæk-
ins arkitekts á þessum tíma. Hús
þetta sem er í fúnkisstíl og ber ein-
kenni Bauhaus-stefnunnar er nú
aðsetur Síldarútvegsnefndar, en
var teiknað af Gísla Halldórssyni
arkitekt með smekklegri viðbygg-
ingu eftir Helga Hafliðason.
Við byggðum þetta hús upp á
nýjan leik á 2 hæðum í stúdíóinu. í
1. áfanga var 1. hæðin gerð hálf,
síðan hinn helmingurinn með stig-
apalli og anddyri og síðan var 1.
hæðinni breytt í 2. hæð hússins.
Auk þessa húss byggðum við
einnig heimili organistans, her-
bergi Gunnars og stofuna í Eystri-
Dal og að lokum ath varf Búa í
þessu sama stúdíói.
Var ekki erfítt að fínna við-
eigandi húsmuni?
Jú, því svo virðist sem þjóðin
hafi losað sig við alla innanstokks-
Sigurjón Jóhannsson.
muni með hinum nýja smekk eftir-
stríðsáranna. Ég varð meðal ann-
ars að leysa þetta með því að grípa
til klassískra húsgagna í renaissans
og barokk-stfl. Þó er því ekki að
neita að bestu húsgagnaverslan-
Ugla og guöinn Jens (Tinna og Siguröur Sigurjónsson)
Búi Árland (Gunnar Eyjólfsson) og Ugla.