Þjóðviljinn - 03.03.1984, Síða 20

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Helgin 3. - 4. mars 1984 Hjartavernd Landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga HELDUR FUND FYRIR ALMENNING UM KRANSÆÐASJÚKDÓMA laugardaginn 10. mars 1984 kl. 13.30 í Domus Medica. Fundarstjóri Snorri Páll Snorrason prófessor. Dagskrá: 1. Ávarp. Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra. 2. Starfsemi Hjartavemdar, stutt yfirlit. Stefán Júlíusson framkvæmdastjóri. 3. Útbreiðsla kransæðasjúkdóma á íslandi. Rannsókn Hjartaverndar. Nikulás Sigfússon yfirlæknir. 4. Alkohólneysla í hófi. Hvar eru mörkin frá heilsufarslegu sjónarmiði? Dr. Bjarni Þjóðleifsson yfirlæknir. 5. Meingerð æðakölkunar. Dr. Guðmundur Þorgeirsson læknir. 6. Blóðfita og kransæðasjúkdómar. Hvert er sambandið þar á milli? Dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir. 7. Áhættuþættir kransæðasjúkdóms. Varnaraðgerðir vestrænna þjóða. Dr. Sigurður Samúelsson prófessor. 8. Getum við breytt lífsvenjum okkar til bættrar heilsu? Dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent. 9. Hvers vegna borgar sig að hætta að reykja? Dr. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir. 10. HRINGBORÐSUMRÆÐUR. Umræðustjóri dr. Þórður Harðarson pró- fessor. Starfsmaður í félagsmiðstöð Starfsmaður óskast í félagsmiðstöðina Agnar- ögn Kópavogi, fullt starf. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félags- málastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Umsóknarfrestur er til 9. mars n.k. Nánari upplýsingar í Agnarögn sími 42902 eða hjá Tómstundafulltrúa í síma 41570. Tómstundaráð Matreiðslumenn Almennur félagsfundur verður haldinn þriðju- daginn 7. mars að Óðinsgötu 7, Reykjavík. Dagskrá: Nýgerðir samningar. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórn F.M. Hjúkrunarfræðingar Fræðslufundur verður haldinn í Hjúkrunar- skóla íslands þriðjudaginn 6. mars kl. 20.30. Efni fundarins: Unglingarnir og fíkniefnanotkunin. Sjálfsmynd vímuefnaneytenda. Fræðslunefnd HFÍ Jónsteinn Haraldsson sextugur Því var hvíslað að mér í vikunni, að vinur minn, Jónsteinn Haralds- son, ætti 60 ára afmæli 4. mars. Jafnframt var látin í ljós sú ósk að ég sendi honum línu í blaðinu af I þessu tilefni. Þessu tók ég fjarri í i fyrstu. Ekki vegna þess að ég teldi | hann ekki eiga það margfaldlega skilið, ef hann kærði sig nokkuð um það. En sjálfum hefur mér alltaf leiðst að lesa afmælisgreinar ! - sem oft bera nokkurn eftirmæla- keim - um fullfríska menn á góðum aldri. Get nefnt sem dæmi að einmitt þegar ég stóð á þessum tíma- i mótum, skrifaði Magnús Kjartans- son grein, sem birtast átti í Þjóð- ; viljanum, en ég baðst undan að ! hún yrði birt. Og ekki síst fyrir það að hún var hlaðin meira lofi en ég taldi mig rísa undir. Ekki veit ég hvort Jónsteinn hef- ur sömu afstöðu til slíkra hluta - en ég-skal vera stuttorður og stilla lof- I inu í hóf. Fyrir 36 árum byrjaði ég að vinna á blaðinu okkar. Þá var Jón- | steinn auglýsingastjóri blaðsins. Ég held að við höfum kynnst i frekar lítið fyrstu árin, en við áttum [ eftir að verða nánir samstarfs- ! menn, eftir að hann varð fram- kvæmdastjóri blaðsins í ársbyrjun 1957. Sú samvinna var að mínu ! mati ákaflega góð. Hvert mat Jón- steins var skal ég ekki segja um. Jónsteinn var mjög dugandi framkvæmdastjóri og bar mikla umhyggju fyrir gengi blaðsins. Fjárhagur þess var þröngur eins og oftast, og kalda stríðið lék það grátt á þessum árum. En Jónsteinn stóð fyrir sínu, og satt að segja var ég stoltur yfir að hafa lagt mitt litla lóð á vogarskálina, þegar hann var ráðinn í starfið, sem vissulega stóð honum nær en öðrum. Og aldrei hef ég skilið til fulls hversvegna hann hætti, þó að ekki færi framhjá mér sá skoðanaágreiningur, sem myndast hafði um rekstur blaðsins. En þar fannst mér ekki rétt að mál- um staðið. Þetta varð svo til þess að mér var troðið í þetta starf, sem ég hafði aldrei haft mikinn áhuga fyrir, en Jónsteinn réðist sem verslunar- stjóri að Bókabúð Máls og menn- ingar. Þar hefur hann lengst af unn- ið síðan. Undir hans stjórn hefur búðin vaxið og eflst, svo að nú er hún ein stærsta og virtasta verslun landsins í sinni grein. Ég lofaði að vera stuttorður. Til- gangurinn var heldur enginn annar en sá að þakka Jónsteini fyrir mikla og góða samvinnu á árum áður, og að senda honum og fjölskyldu hans hugheilar óskir frá okkur Valborgu í tilefni dagsins. Lifðu heill. Eiður Bergmann Eitt er það í heimi hér sem streymir sífellt og hnökralaust, en það er tíminn. Stundum kemur það því á óvart að frétta, að vinir og kunningjar eigi stórafmæli. Eink- um gildir þetta vitaskuld um þá sem maður umgengst nær daglega um lengri tíma, öðru gildir um þá sem maður sér sjaldan. Það kom mér því nokkuð á óvart nú í vik- unni, þegar mér var sagt að hann Jónsteinn Haraldsson, sem að vísu hefur verið framkvæmdastjóri Bókabúðar Máls og menningar í tuttugu ár og ég hef starfað með sem formaður stjórnar MM í 10 ár, yrði sextugur um helgina. Jónsteinn er fæddur á Fáskrúðs- firði 4. mars 1924. Foreldrar hans voru Haraldur Frímannsson og Sveinborg Björnsdóttir, sem er ný- látin. Hann ólst upp hjá móður sinni fyrst á Fáskrúðsfirði og síðar á Reyðarfirði og Eskifirði. A barns- aldri veiktist hann af þeim háska- lega sjúkdómi berklum, sem höfðu af honum öll unglingsárin, því að- eins 9 ára lagðist hann á sjúkrahús, fyrst í Vestmannaeyjum og síðan á Vífilsstöðum. Þar var hann til 13 ára aldurs að aðeins birti til. Sjúk- dómurinn tók sig þó upp aftur skömmu síðar og þurfti hann þá að dvelja á Landspítalanum þar til hann var 18 ára. Þessi langa barátta við berklana hefur verið erfið ung- lingisem hefðiátt að vera að búa sig undir lífsstarf eins og jafnaldrarnir og hefur auðvitað haft mikil áhrif á ævi hans, þótt sjaldan minnist hann á það. Þegar hann loksins losnaði úr helgreipum sjúkdómsins réðist hanil til ritfangaverslunarinnar Pennans í Ingólfshvoli og var þar síðari stríðsárin. Upp úr stríðinu hóf hann svo störf á Þjóðviljanum og var þar til 1963, síðustu árin sem ffamkvæmdastjóri. Ekki mun hann alltaf hafa verið öfundsverð- ur af starfinu ar, því oft hafa verið örðugleikar á þeim bæ. Haustið 1963 urðu þáttaskil í ævi Jónsteins, en þá réðist hann til Máls og menningar og tók við for- stöðu nýju bókarbúðarinnar á Laugavegi 18, en hún var opnuð 5. okt. 1961. Fyrst var búðin aðeins á neðsta palli, þar sem nú eru rit- föng, en smátt og smátt jókst starf- semin og íslenskar og erlendar bækur færðust upp á pallinn, þar sem þær eru nú. Haustið 1969 var ráðist í það að innrétta sérstaka barnabókabúð í kjallaranum og er sú búð enn einstök hérlendis. Þrátt fyrir að rými fyrir bækur hefði aukist og þjónusta við viðskipta- vini batnað, kom fljótlega að því að of þröngt yrði um bækur í búðinni. Að því kom svo árið 1979 að ráðist var í það að byggja palla í efri hluta verslunarinnar og auka hillulengd í búðinni um helming, og eru er- lendar bækur þar nú. Á þeim rúmu tuttugu árum sem Jónsteinn starfaði hjá Bókabúð Máls og menningar hefur aðstaða og aðbúnaður að viðskiptavinum og starfsfólki breyst mjög til hins betra og er þetta nú stærsta bóka- búð landsins og hin vistlegasta. Hlutur Jónsteins í þessum umbót- um er ekki lítill, enda þarf þess oft við, ef vel á að gera og vanda til. Eins og ég gat um að ofan kynntumst við fyrst vel fyrir 10 árum, þegar ég tók við formennsku í stjórn Máls og menningar, þótt við könnuðumst hvor við annan miklu lengur. Samstarf okkar hef- ur verið ágætt og nær hnökralaust. Gott hefur verið að leita ráða hjá honum og gefist vel. Á sl. ári ákvað Jónsteinn að skipta um starfsvettvang og lét hann af starfi framkvæmdastjóra bókabúðarinnar um áramót, enda telur hann að enginn eigi að sitja of lengi í sama starfi og menn eigi að reyna fleiri svið en eitt um ævina. Ég vona að hann eigi velgengni að fagna á nýju starfssviði í framtíð- inni, hvort sem það verður í versl- un sinni Skákhúsinu að Laugavegi 46 eða annars staðar. Fyrir hönd stjórnar Máls og menningar vildi ég með þessum fáu orðum þakka Jónsteini störf hans fyrir forlag og bókabúð, og ég veit að gott er að eiga hann að. Ég óska honum og hans ágætu konu, Halldóru Krist- jánsdóttur, og börnum þeirra til hamingju með þennan áfanga á ævi hans og um leið velgengni í fram- tíðinni. Þorleifur Einarsson ITónlistarfélagið á laugardag: Garðar Cortes og Erik Werba Aukamiðar verða seldir við inn- ganginn. dr. Erik Werba í dag, laugardaginn 3. mars, kl. 14.00 munu þeir Garðar Cortes tenorsöngvari og Dr. Erik Werba píanóleikari halda tónleika í Aust- urbæjarbíói á vegum Tónlistarfé- lagsins. Garðar Cortes hefur að undan- förnu látið talsvert að sér kveða í óperusöng, bæði á vegum íslensku óperunnar og Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, en hann er ekki síður vel heima í ljóðasöng. Dr. Erik Werba er víðkunnur bæði sem píanóleikari og tónskáld, og hefur verið prófessor við Tón- listarháskólann í Vín síðan 1948. Mesta frægð hefur hann hlotið sem undirleikari við ljóðasöng og hefur leikið með söngvurum á borð við Nicolai Gedda, Peter Schreier og Christa Ludwig. Á efnisskrá tónleikanna á laug- ardag eru gamlar ítalskar aríur, lög eftir Haydn, Strauss og Brahms, auk þess íslensk lög eftir Kail O. Garðar Cortes Runólfsson og Árna Thorsteinsson og ensk lög eftir ýmsa höfunda.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.