Þjóðviljinn - 03.03.1984, Page 22

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Page 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. 4. niars 1984 Borealis - norrœn myndlist 1983 Fyrsta farsýning myndlist- ar á vegum Norrænu listmiðstöðvarinnar í Svea- borg stendur nú yfir. Hlaut hún nafnið „Borealis - nor- ræn list 1983“og voru valdir til hennar þrír listamenn frá hverju Norðurlandanna, nema einn Færeyingur. Af ís- lands hálfu eru þátttakend- urnir þau Ásgerður Búadótt- ir, Gunnar Örn Gunnarsson og Magnús Tómasson, en Svíinn Tage Martin Hörling valdi verkin á vegum Svea- borgar. Sýningunni var hleypt af stokk- unum í Helsingfors Konsthall þann 27. maí á síðasta ári og stóð franr í júlí, en var þaðan flutt á Charlott- enborg í Kaupmannahöfn, og nú inaviskan samnefnara". Það er fullt af slæmum dæmum slíkrar meðalmennsku annarsstaðar á hnettinum. Borealis sýnir margan vott þess, að það sé raunverulega mikið um að vera í listinni nú um stundir. Og ef til vill með meiri hraða en j afnvel sá, sem opinn er fyrir flestum nýj- ungum, getur með góðu móti fylgt. Borealis er ein af mest spennandi sýningum sem Listasafn Suður- Jótlands hefur enn boðið upp á. í blaði þýskumælandi Jóta, Der Nordschleswiger, kallar Uwe Lempelius umsögn sína „Mögnuð listaverk tjá kalda storma okkar tíma“. Síðan segir hann: „Hér er ekki sýnd nein glaðleg stofulist, sýningin í teikni aflmikillar listar, þar sem fjallað er um ýmiskonar mannlegar hneigðir á myndrænan hátt. Hvergi bregður þar fyrir köld- íslendingarnir á sýningunni: Ásgerður, Magnús og Gunnar Örn síðast var hún í Listasafni Suð- ur-Jótlands, þar sem henni lauk nú 15. janúar. Næsti áfangi hennar verður Kunstnernes Hus í Osló, en hingað á Kjarvalsstaði er hún vænt- anleg næsta sumar. Allmikið hefur verið um sýning- una skrifað, og hafa nú borist um- sagnir um Borealis í hinu nýja og glæsilega listasafni í Tönder. Ulf Gudmundsen skrifar í blaðið Vestkysten og segir: „ísland kemur á óvart. Vefnaður Ásgerðar Búa- dóttur, með upphleyptum hross- hársflötum, er heillandi, og Magn- ús Tómas ítrekar af snilld hið gam- algróna hugmyndafrelsi Sögu- eyjunnar. Kassar hans með upp- stoppuðum fuglum eru einkar á- hrifaríkir: Hér gengur eggið á fót- um, spörinn er sýndur sem stríðs- þota, leðurblakan hefur sig til flugs og gott ef steinninn fær ekki líka vængi! Hér mætir auganu fugl í raf- magnsstól, gagnnístur söngvari, og margt annað ótrúlegt er á seyði. Hinn þriðji íslendinganna er Gunnar Örn Gunnarsson, sem er sjálfur talsverður örn í áhrifamiklu málverki sínu og kröftugu litum. Bravó ísland!“ í Jydske Tidende segir Morten Böcker: „Skoðandinn hefur mikið upp úr Borealis. Sýningin er stór- kostlega eggjandi, hneykslandi, „geggjuð“, full af andstæðum-ogí heild sinni tjáning þeirrar veraldar sem við lifum í. Og hér er það vel að merkja, að Norðrið er ekki neitt einangrað fyrirbæri á jarðarkringlu þessa áratugar. Listamennirnir anda frjálslega, guði sé lof, því skelfing væri það leiðinlegt ef sýningin hefði verið skorin niður við einhvern „skand- um formalisma af ætt l’art pour l’art-viðhorfa. Fuglar íslendingsins Magnúsar Tómassonar verka í senn sem ákæra og hrollvekja. Hann setur hluti sína á svið. Rós liggur undir fallöxi, spörfugl er reyrður niður í rafmagnsstól. Áhorfandinn hlýtur að spyrja sig: Hver var dómarinn? Þessar sviðsetningar Magnúsai Tómassonar eru listrænt- fagurfræðilegar, en þær knýja skoðandann til þess að tengja þær hliðstæðum úr mannlífinu sjálfu. Mjög fáir hlutir á sýningunni eru hugsaðir sem hrein hugleiðingar- verk (Meditationsobjekte). Helst væri þar að nefna vefnaðinn. Ás- gerður Búadóttir sýnir stærð og formrænan styrk í veggklæðum sín- um, og með því að vefa í þau stríð hrosshársform tekst henni að skapa úr þeim sjálfstæðan hlut- veruleika. Þótt málaralistin hafi hvað eftir annað verið dæmd dauð, og eink- um snemma á sjöunda áratugnum, þegar objektið - hlutgervingurinn - var í hæstum metum, koma samt stöðugt fram ungir listamenn sem notfæra sér þann gamla miðil, olíu- litina, penslana og léreftið. Þannig skapar íslendingurinn Gunnar Örn Gunnarsson - mannamyndir og andlit úr óblönduðum litfíekkjum, sem eru þó í eðli sínu annað og meira: ímynd þeirra átakamiklu og sprengikenndu afla sem stjórna mannlegri tilvist. í því minnir hann mjög á Francis Bacon.“ Uwe Lempelius lýkur grein sinni með þeirri ósk, sem margir sýningar- gestir muni taka undir, að Borealis mætti einnig finna sér gististað sunnan landamæranna. g\oa® Saltkjöt og baunir Lítið við í verslunum okkar Stórmarkaöurinn. Skemmuvegi 4a KRON Fellagörðum KRON Snorrabraut KRON Stakkahliö KRON Dunhaga KRON Tunguvegi KRON Langholtsvegi KRON Hliöarvegi KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NAGRENNIS Sprengidagurinn Saltkjöt, gular baunir. Rófur, bacon og laukur. Opið: Mánud.-fimmtud. 9-19 föstud. 9-20 laugard. 9-16. JIS Jón Loftsson hf. /A A ▲ A A A » |~rr^a ocaurj | crcc r iBuuijLjj ■ rr e» *-JT3i JU~Ll'i * jM I ■ 1 I-Ml ’ I ILJ Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.