Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. mars 1984 Sá, sem ekki getur hneigst til vin- áttu, geturekki elskað. Konu ber að vara sig á þeim manni, er lýsir þvi yfir, að hún sé sú eina sem hann elskar. Talleyrand. Stefán frá Hvítadal. „Eftirsótt er mannorð mannau Stefán skáld frá Hvítadal var í hópi þeirra angurværu skálda sem fram komu á fyrri hluta aldarinnar og hlutu miklar vinsældir. Hér birtum við sýnis- horn af skáldskap hans. Húsfreyjan að Hóli Húsfreyjan að Hóli hún hafði þann sið, að lœðast hljótt í húsunum og hlera jafnan við. Og hún stóð oft að hurðarbaki, er hjúin rœddust við, en slíkt er vondur vani og veitir engum frið. A kreiki er margt, er kvöldar, og kvikt um gumlan val. Og varla er öllum hollt að hlusta á hjúa sinna tal. Þau rœddu um hana í rökkrinu og rœddu um liðinn dag. Þau vöktu upp forna fleipur-lygi, þá fékk hún hjartaslag. Eftirsótt er mannorð manna og margt því sárið veitt. - Eg hygg þó ýmsum hentast að hlera ekki neitt. Hverfleiki Ég ærslaðist áfram œskunnar veg. En tœki á aðra tóm og þögn, táraðist ég. Þrítugs manns þreyta þögn á mig slœr. Ég er víst að verða veraldar-kœr. Annarra óláns ískulda finn. - Gaman vœri að geta boðið gleði manni inn. Hafdjúpa harma hugur minn sér... En get þó ekki grátið! Guð hjálpi mér! Póstkortið að þessu sinni er frá Reykjavík, einsog oftáður. Hér séryfirefri hluta Grjótaþorpsins og geta menn spreytt sigáaðfinna úthver húsineru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.