Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 21
Helgin 17. - 18. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
bridge
Nýmarkmið
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Minnt er á aö Board-a-Match
(sveitakeppni með tvímennings-
sniði) hefst nk. þriðjudag. Önnur
umferð verður svo nk. miðviku-
dag.
Væntanlegir fyrirliðar eru
minntir á að láta skrá sveitir sínar
hið fyrsta til stjórnar eða keppnis-
stjóra.
Frá Bridgefélagi
Sauðárkróks
Laugardaginn 25. fébrúar var
spilaður aðaltvímenningur hjá fé-
laginu og urðu úrslit þessi:
Gunnar Þórðarson og Stig
Björn Guðnason Páll Hjálmarsson og 497
Garðar Guðjónsson Jón Tryggvi Jökulsson og 486
Steingrímur Sigfússon Einar Svansson og 473
Skúli Jónsson Kristinn Ólafsson og 452
Geir Eyjólfsson Bjarki Tryggvason og 451
Halldór Tryggvason 448
Mánudaginn 5. mars var spiluð
hjóna- og parakeppni hjá félaginu
og varð staða efstu para þessi: Stig Einar Svansson og
Sigríður Sigurðardóttir Erla Guðjónsdóttir og 261
Haukur Haraldsson Elín Pálsdóttir og 233
Valgarð Valgarðsson Hjördís Þorgeirsdóttir og 225
Broddi Þorsteinsson Skúli Jónsson og 225
Margrét Sigmundsdóttir Skúli Ragnarsson og 224
Efemía Gísladóttir Frá „TBK“ 219
Síðastliðinn fimmtudag 15. mars
var spiluð næstsíðasta umferðin af
sjö í Aðalsveitakeppni félagsins.
Sveit Gests Jónssonar er með ör-
ugga forystu og líklegast búin að
bera sigurorð af andstæðingum sín-
um í keppninni. Síðan koma sex
sveitir í einum hnapp á eftir og er
baráttan í algleymingi um næstu
sæti, en staðan fyrir síðustu umferð
er nú þessi:
Stig
1. Sv. Gests Jónssonar 95
2. Sv. Antons R. Gunnarssonar 75
3-5. Sv. Gunnlaugs Óskarssonar 74
3-5. Sv. Auðuns Guðmundssonar 74
3-5. Sv. Þorsteins Kristjánssonar 74
6. Sv. Bernharðs Guðmundss. 70
7. Sv. Gísla Steingrímssonar 68
Lokaumferðin verður svo næsta
fimmtudag 22. mars og hefst spil-
amennskan kl. 19.30 stundvíslega.
Fimmtudaginn 29. mars hefst
svo hinn sívinsæli BAROMETER-
tvímenningur og er skráning þegar
hafin, þeir sem áhuga hafa á þátt-
töku eru hvattir til að láta heyra í
sér eða bara mæta í Domus Medica
tímanlega jafnvel stakir, aldrei er
að vita nema vanti mannskap.
Eftirtaldir aðilar taka við skrán-
ingu: Bragi Jónsson í síma 30221,
Tryggvi Gíslason í síma 24856 og
Gísli Tryggvason í síma 34611.
Mætum öll hress og kát.
Frá Bridgedeild
Skagfirðinga
Þriðjudaginn 13. mars var spiluð
sveitakeppni við Briegedeild Hún-
vetninga. Áður en keppni hófst af-
henti Sigmar Jónsson félögunum
veglegan bikar að gjöf sem það fé-
lag eignast sem fyrr hefur sigrað í 5
skipti. Að þessu sinni unnu Skag-
firðingar með 151 stigi gegn 49.
Úrslit leikja urðu þessi:
Skagfírðingar
Borð
1. Magnús Torfason 20
2. Sigmar Jónsson g
3. Guðmundur Theódórsson 20
4. Guðrún Hinriksdóttir 20
5. Björn Hermannsson 20
6. Erlendur Björgvinsson 12
7. Sigrún Pétursdóttir 20
8. Stígur Herlúfsen 20
9. Jón Hermannsson 0
10. Ragnar Hjálmarsson 11
Húnvetningar
Borð
1. Hreinn Hjartarson 0
2. Halldór Magnússon 12
3. Haukur Sigurjónsson 0
4. Valdemar Jóhannsson 0
5. Jón Oddsson 0
6. Halldóra Kolka 8
7. Lovísa Eyþórsdóttir 0
8. Sigþór Þorgrímsson 0
9. Björn Kjartansson 20
10. Finnbogi Júlíusson 9
Þriðjudaginn 30. mars lýkur
Board-a-Match keppni félagsins.
Sœluvikubridge
Föstudaginn 6. apríl BÞáætlað að
fara til Sauðárkróks og spila við
heimamenn, föstudagskvöldið Op-
inn tvímenning og laugardag
sveitakeppni milli heimamanna og
gesta. Flogið er frá Reykjavík
föstudag kl. 12.30 og til baka sunn-
udag kl. 16.15. Upplýsingar og
skráning hjá Sigmari Jónssyni í
símum 16737, 12817 og 687070.
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Síðastliðinn mánudag lauk
þriggja kvölda Board-a-Match
keppni félagsins. Níu sveitir tóku
þátt í þessari keppni, en þetta fyrir-
komulag er nokkur nýlunda hjá fé-
laginu. Sveit Ólafs Gíslasonar tók
fljótlega forystuna, og hélt henni til
loka. Staða efstu sveita varð annars
þessi:
Stig
1. Sv. Ólafs Gíslasonar 207
2. Sv. Drafnar Guðmundsdóttur 165
3. Sv. Rögnu Ólafsdóttur 161
4. Sv. Þórarins Sóphussonar 152
Auk Ólafs spiluðu þeir Aðal-
steinn Jörgensen, Ragnar Magnús-
son og Rúnar Magnússon í sigur-
sveitinni.
Næsta mánudag verður spilaður
eins kvöld tvímenningur til til-
breytingar, en fljótlega hefst firm-
akeppni félagsins sem er einmenn-
ingur. Spilað er í íþróttahúsinu við
Strandgötu og hefst keppni kl.
19.30 að venju. Keppnisstjóri er
Hermann Lárusson.
Frá Bridgefélagi
Kópavogs
Bræðurnir Oddur og Hrólfur
Hjaltasynir unnu yfirburðarsigur í
barometer-tvímenningskeppni fé-
lagsins. Þeir leiddu keppnina frá
upphafi, og er upp var staðið höfðu
þeir hlotið 132 stig yfir meðalskori.
Úrslit urðu þessi:
Stig
1. Hrólfur Hjaltason -
Oddur Hjaltason 132
2. Grímur Thorarensen -
Guðmundur Pálsson 58
3. Helgi Lárusson -
Hannes Lentz 37
4. Óli M. Andreasson -
Guðmundur Gunnlaugsson 32
5. Garðar Þórðarson -
Valdimar Þórðarson 20
6. Sigurður Nordal -
Ingimar Valdimarsson 17
Næsta keppni félagsins er
sveitakeppni með Board-a-Match
sniði. Áætlað er að hún standi í 3
kvöld. Væntanlegir þátttakendur
geta látið skrá sig hjá Þóri
Sveinssyni eða Óla M. Ándreas-
syni. Spilað er í Þinghól v/ Hamra-
borg og hefst spilamennska kl.
19.45. Spilað er á fimmtudögum.
Um „innri“ málefni
bridge hér á landi
Umsjónarmaður átti samtal við
nokkra af gestum okkar á nýafstað-
inni Bridgehátíð. Þegar sænsku
keppendurnir, Göran Peterson og
Leif Svenzon voru kvaddir, sögðu
þeiríhálfgerðum kvörtunartón: Af
hverju sjást aldrei íslenskir spilarar
í Svíþjóð?
Það er nú það. Svo tekið sé undir
með Guðmundi Sv. Hermanns-
syni, varðandi þá hugmynd sem
Jakob R. Möller hefur sett fram
(ásamt fleirum), að hætta að senda
keppendur héðan til þátttöku á
NM-landsliða, frekar að styrkja
pör til þátttöku í valinkunnum
keppnum í Evrópu, sem haldin eru
hér allt í „kringum" okkur, árið um
kring. Þátturinn getur tekið undir
þetta sjónarmið, enda þjónar það
takmörkuðum markmiðum að
senda lið á þessi skandinavísku
meistaramót með ærnum kostnaði,
hafandi í huga þann árangur sem
þessi sömu lið hafa náð.
Til að ná upp meiri breidd í ís-
lenskum bridge og viðhalda ein-
hverri keppnisgleði okkar bestu
manna, verður að skapa meiri og
stærri viðfangsefni, þarsem and-
stæðingar eru óþekktir (við spila-
borðið alla vega) og þannig gefa
mönnum kost á víðari sjóndeildar-
hring. Þessi andapollur hér á klak-
anum hefur runnið sitt skeið til
sjávar og tími endurnýjunar og
hressingar er kominn. Sá doði sem
margir okkar bestu bridgespilarar,
því miður, virðast haldnir, má ekki
hafa þau neikvæðu áhrif, að bri-
dgespilið hljóti skaða af.
Öll þessi röksemdafærsla leiðir
okkur að þeirri niðurstöðu, sem
Jakob R. Möller hefur orðað.
Hættum að senda landslið (til að
byrja með á NM) til keppni er-
lendis, sendum frekar hóp valinna
para (einhvern hóp) út og tökum
þátt í nokkrum mótum. Reynum
að þjappa okkar bestu mönnum
saman og mynda þannig liðsheild
sem fengi dýrmæta reynslu er-
lendis, sem aftur kæmi sér til góða
þegar við teljum okkur reiðubúna
til þátttöku í landskeppnum, með
frambærilegt lið.
Að vera með gildir ekki lengur í
hörðum „bísness". Heldur hitt,
hvaða árangri þú getur stært þig af
Lítum á skákina til að mynda, þar
geta okkar ungu og efnilegu skák
menn stært sig af góðum árangri
(eða þannig) og það vekur athygli.
Samanlagður blaðsíðnafjöldi dag-
blaðanna hér í bæ um alþjóðlega
skákmótið var Víst um 350 bls., á
sama tíma og Bridgehátíð 1984
fékk um 25 bls....
Er ekki kominn tími til að bretta
upp ermarnar (og hringia í ritstjór-
ana...) bridgefólk?
Að slepptu öllu gamni (öllu
gamni fylgir einhver alvara, ekki
satt?) hefur umsjónarmaður þá
trú, að nv. Bridgesambandsstjórn
geti og geri eitthvað í málefnum
bridgespilara, varðandi þetta at-
riði. Inn í þessa umræðu kemur
einnig, að í framtíðinni munu stór-
fyrirtæki í Svíþjóð standa fyrir ár-
legri meistarakeppni á Norður-
löndum, með þátttöku 6 sveita,
einnar frá hverri þjóð, auk sveitar
frá viðkomandi fyrirtæki, þannig
að Norðurlandamótið sem slíkt
dettur út eða breytir verulega um
form.
Nánar síðar.
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður
haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík,
laugardaginn 24. mars 1984 og hefst kl. 13.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð
fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa og aukningu hlutafjár.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins
verða afhentir í aðalbankanum, Bankastræti 7,
dagana 21 .-23. mars, svo og á fundarstað.
Bankaráö Samvinnubanka Islands hf.
TILB0Ð ÓSKAST
í rafmagnslyftara 380 volt 3ja fasa Alimark-Scanko
árgerð 1976. Lengd ca. 18 metrar. Lítið notuð og í
sæmilegu ástandi.
Tækið verður til sýnis á Keflavíkurflugvelli miðviku-
daginn 21. mars kl. 1-5.
Sala varnarliðseigna
ffl
BÓKABÚÐ
MALS og menningar
LIFANDI STARF
Við leitum að ungri duglegri manneskju, til að taka að
sér deildarstjórastarf í erlendu bókadeildinni hjá okk-
ur. Starfið krefst málakunnáttu (a.m.k. ensku og norð-
urlandamála), góðrar alhliða menntunar og síðast en
ekki síst þekkingar og áhuga á bókum.
Hér er í boði gott tækifæri til að takast á við krefjandi
starf og hljóta uppskeru eins og til er sáð.
Frekari upplýsingar veitir verslunarstjóri Árni Einars-
son. Umsóknum skal skilað til blaðsins eða á skrif-
stofu bókabúðarinnarfyrir 22. mars. Fyllstatrúnaði er
heitið.
Bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18
c
LANDSVIRKJUN
Útboð
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu á undir-
stöðum vegna stækkunar tengivirkis við Sigöldu
ásamt undirstöðum fyrir sex möstur í Suðurlínu næst
tengivirkinu.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar í
Reykjavík frá og með fimmtudeginum 22. mars 1984
og kostar hvert eintak 1.000 krónur.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar Háa-
leitisbraut 68, 108 Reykjavík, fyrir kl. 14:00 mánu-
daginn 9. ágúst 1984 og verða þau oþnuð þar að
viðstöddum bjóðendum sama dag kl. 14:15.
Landsvirkjun
Þú lest þaö í Þjóðviljanum
Askriftarsíminn: 81333
Laugardaga
kl. 9—12: 81663
PJOÐVHJINN