Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 9
Helgin 17. - 18. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Minning Katrín Sigríður Dúadóttir F. 24.2. 1903 - D. 1.3. 1984 Hún Kaja frænka mín er dáin. Fyrir hálfu 6. ári var gerð á henni stór aðgerð vegna þess sjúkdóms, sem nú lagði hana að velli. Samt hélt ég ekki kominn dauðadaginn. Þegar hún var 8 ára, fæddist ég. Hún varð stóra systir mín, frekar en frænka. Við ólumst báðar upp á Krakavöllum í Fljótum. Þar var sameiginlegt heimili foreldra minna og afa og ömmu foreldra Kaju. Við áttum engar systur, bara bræður. Kaja fór með mig eins og litlu systur, kenndi mér ýmislegt sem hún kunni. Það voru margar ánægjustundir er við hekluðum rósaleppa o.fl., bjuggum til blóm úr fallegum pappír, sem til féll, svo sem utan af lampaglösum, innan úr umslögum og ýmsu öðru. Þá var ekki síður gaman að skoða, safna eða gróðursetja lifandi blóm, eða tína berin blá. Margs er að minnast, þannig leið bernska og æska okkar við leik og starf. Fjölskyldurnar fluttu til Sigl- ufjarðar, en foreldrar mínir fóru fljótlega aftur að Krakavöllum. Þá varð Kaja eftir hjá foreldrum sín- um. Hún skildi aldrei við þau fram- ar og annaðist þau af einskærri alúð, umhyggju og kærleika á með- an þau lifðu. Umhyggja fyrir öðrum var Kaju í blóð borin. Við systkinin áttum alltaf athvarf á heimili hennar og afa og ömmu, vorum þar oft tímum saman. Karl bróðir minn var hjá þeim síðasta vetur barnaskólanáms. Kaja sá um fermingu hans. Kalli vildi fermast með skólasystkinum sínum en ekki inni í Fljótum. Það lýsa Kaju vel orð sem hann, barnið sagði við hana: „Það er ég viss um að samviskusemin á eftir að gera útaf við þig“. Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn, fékk ég mislinga á sjöunda meðgöngumánuði og var mikið veik. Samt ætlaði ég að fæða á Krakavöllum. Þá gerði Kaja sér ferð inneftir og bauð mér að vera hjá sér, sem ég þáði. Það kom svo í ljós að fæðingin var það erfið, að útilokað var talið að barnið hefði fæðst lifandi hjálparlaust og vafa- samt að ég hefði lifað af. Nú geta verið skiptar skoðanir um, hvers virði hvert mannslíf er. Nú þegar eru afkomendur mínir orðnir 16, flestir ungir og óvitað um gagnsemi þeirra fyrir þjóðfé- lagið. Það voru ekki bara við systkinin, eða nánasta fólk, sem naut um- hyggju og hjálpar Kaju, heldur all- ir sem leituðu til hennar, eða hún vissi að voru hjálparþurfi. Þegar sjúkrahús var byggt á Siglufirði, komu margir úr ná- grannasveitum til þess að leggjast á sjúkrahúsið. Flestir til aðgerða. Samgöngur voru slæmar og stopul- ar. Þessvegna komu margir nokkru áður en þeir lögðust inn. Þurftu svo að vera tíma utan sjúkrahúss og jafna sig. Ættingjar og vinir voru alltaf hjá Kaju, þessa biðtíma, og nokkrir hjá mér í sama húsi, eftir að ég fluttist þangað. Þessvegna varð Sæmundi fósturbrður mínum að orði eitt sinn er hann var hjá okkur: „Það lítur út fyrir að þetta sé lager af sjúkrahúsinu" Það var ekki auðvelt að afla sér menntunar á þessum tíma. Þó fór Kaja ung í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þar námi. Einnig í garðyrkjunám í Gróðrarstöðinni þar. Seinna fór hún í húsmæðra- skólann „Ósk" á ísafirði. Það nám- ið sem nýttist henni þó best var saumanám. Hún tók próf í klæð- skeraiðn. Áður hafði hún lært mikið að saunta hjá móður sinni sem lærði fatasaum á Akureyri. Að iðn sinni vann Kaja bæði á Siglu- firði og í Ólafsfirði. Ungu mennirnir og fleiri í ætt- inni nutu góðs af kunnáttu hennar og gjafmildi. Hún saumaði falleg jakkaföt á alla bræðrasyni sína, svo og son minn, og gaf þeim fyrir fermingu ásamt fleiru. Áður hafði Kaja unnið ýmis störf á skrifstofu, í síld, verið ráðs- kona við línubáta og margt fleira. Þegar ég var að byrja í síld, var ég bæði sein og klaufsk. Þá kenndi hún mér og taldi í mig kjark. Hún var harðdugleg í síldinni og hand- fljót. Stundum sagði hún: „Hertu þig nú, þú tínir ekki 2 krónur upp úr götunni í vetur". 2 krónur voru borgaðar fyrir hverja saltaða tunnu, en engin vinna að vetrinum. Oft saumuðum við saman. Þá þýddi ekki að vera hroðvirk. Hvert spor varð að vera lýtalaust. Hvort sem það sást, eða var á milli laga og sást ekki, nema flíkinni væri sprett upp. Þannig var Kaja, allt varð að segja og gera eins rétt og vel og kostur var á. Hún hafði sínar skoðanir á hverju máli, oglét ógjarna af þeim. Kaja gekk ung í Góðtemplara- regluna og var einlæg bindindis- kona. Nokkur ár var hún gæslu- maður barnastúku á Siglufirði. Það sýnir vinsældir Kaju, að skólasystur hennar og vinnufélagar héldu margir sambandi við hana til hinstu stundar. Kaja var hagmælt og kastaði oft fram gamanvísum á góðri stund. Einnig vísum annars eðlis. Þetta skrifaði hún eitt sinn í vísnabók mína: Ætti ég nokkuð sem vœri þess vert við þig að segja, sem daglega ert tengd við það allt sem í sál minni er sannast og sjálfsagt við glamur í rusli þar kannast, vildi ég fögrum í vordagsins Ijóma, vina mín, litskrúði angandi blóma og bliki frá Eyglóareldinum djúpa um þig með kærleika brosandi hjúpa. En mig vantar allt,sem að á þarf að halda. Óskunum mínum er gagnslaust að tjalda ekkert ég get, netna aðeins að segja: En aldrei má samt okkar vinátta deyja. Glatist og gleymist gullin mín, skína geymdar frá samverustundum með þér, minningar kœrar, sem mér skulu sýna Magna, hvað gleði og sóldagur er. Og þó að hjúpi minn huga og sinni húmblœjudimman, með mundunum tveim, held ég að alltaf, já, alltaf ég finni indælar stjörnur i minningum þeim. Siglufirði 24. febr. 1931 Kaja Dúa. Katrín föðursystir mín, var fædd 24.2. 1903 í Langhúsum í Fljótunt, yngst systkina sinna, sem voru 6. Tvö dóu ung úr barnaveiki ásamt fósturbróður. Hin voru: Jón, Sæ- mundur, Karl og Katrín, sent var lang-yngst. Nú er Sæmundur faðir minn einn á lífi 94 ára. Hann dvelst hjá mér á Akureyri. Foreldrar voru Dúi Grímsson og Eugenía Jónsdóttir Norðmanns. Dúi var glæsimenni söngvinn og „þúsund þjala smiður" en svo gjaf- mildur, að hann hefði aldrei efnast, þótt þess hefði verið kostur. Eugenía var einstök gæðakona, miklum gáfum gædd, margfróð, Ijóðelsk, og lék allt í höndum henn- ar. Grímur Magnússon faðir Dúa, var fenginn til þess að flytjast úr Eyjafirði sem læknir í Fljót. Hann var ekki lærður læknir, en hafði leyfi til læknisstarfa. Ólöf Ólafsdóttir var af Hvassa- fellsætt, einstök geðprýðiskona, greind og fjölhæf. Jón Norðntann faðir Eugeníu, var prestur á Barði. Móðir hans var dóttir Jóns Þorláks- sonar á Bægisá, en faðir hans bróðir Vatnsenda-Rósu. Jón var mikill lærdómsmaöur og vel látinn í sókninni. Katrín móðir Eugeníu var Jóns- dóttir prests að Undirfelli í Vatns- dal og Bjargar Benediktsdóttur. Hún var mikill skörungur og fjölh- æf myndarkona. Katrín giftist um fertugsaldur, góðum manni. Hann hét Zophoní- as Gunnlaugsson, ættaður úr Skagafirði. Að honum stóð vel gef- ið og vandað fólk, sem reynst hefur Kaju mjög vel. Þau eignuöust ekki börn. Fyrst áttu þau heima á Siglu- firði, en fluttust svo til Ólafsfjarð- ar. Þar stundaði Katrín iðn sína og hafði fólk í vinnu. Maður hennar vann líka að saumum og lærði að sauma, en tók ekki próf. Síðar keyptu þau býlið Gilslaug í Fljót- um og settu þar upp gróðurhús. Ræktuðu tómata og höfðu einnig smá búskap. Þarna rnissti Katrín mann sinn. Hann varð bráðkvadd- ur, er þau voru að taka saman hey. Þetta varð henni mikið áfall. Varla er hægt að segja að hún bæri sitt barr eftir það. Eftir þetta var hún nokkur ár á Akureyri, vann þar í verksmiðjum. Lengst í Fataverksmiðju Heklu. Síðan fluttist hún suður. Fyrst til Hafnarfjarðar stuttan tíma, en( þaðan til Keflavíkur. Þar bjó hún ein í lítilli eignaríbúð. Það kom í hlut Jóns bróður míns og Báru konu hans, sem nú er dáin, að hjálpa Kaju og sjá um hana að mörgu leyti. Einnig litu börn Karls bróður hennar til rheð henni, eink- um Ásdís. Kaja var orðin sjúk, og einstæðingur. Þó mun hún hafa átt góðar stundir, einkum ef góða gesti bar að garði. Gestrisnin var söm fram að því síðasta. Enginn mátti koma, án þess að þiggja góðgerðir. Það er ómetanlegt fyrir okkur, sem erurn svo fjarri, allt það sem Jón hefir gert fyrir Kaju okkar. Nú sér hann um hennar hinstu för hér á jörð. Þökk sé henum og öðrum sent létt hafa henni lífið síðustu árin. Kaja var einlæg trúkona. Vonandi verður henni að trú sinni að fá að sjá ástvinina í öðru lífi. Þökk sé þér, Kaja mín, fyrir hartnær 73 ára lífsfylgd. Magna Sæmundsdóttir Aðalfundur Flugfreyjufélags íslands veröur haldinn í Víkingasal Hótel Loftleiöum mánu- daginn 26. mars kl. 20. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Auglýsing um innlausn happdrættisskuldabréfa rikissjoös D f lokkur 1974 Hinn 20. mars hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóös í D flokki 1974, (litur: grænn). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1974 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs er kr. 1.063,90 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innleyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðla- bankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar. Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 20. mars 1984. Reykjavík, mars 1984. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.