Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 17
Helgin 17. - 18. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Sr. Sigfús J. Árnason á Hofi í Vopnafirði: Ave crux, spes unica „Ave crux, spes unica“, heill þér, kross, vor einasta von. Með þesum orðum hyllti ofsótt kirkja lausnarkrossinn, og þetta ólýsanlega píslartól varð helgasta tákn kristinna manna. Krossinn, og sá hjálpræðisatburður sem hon- um er tengdur, hafa sameinað Isundraða kristni meira en nokkuð lannað. Jesú sonur Maríu og Lausnari vor sem á krossinn var negldur hefur upphafið þetta tákn, breytt því í einustu von veraldar. jr a messudegi Hugleiðum það við upphaf lönguf- löstu, þessa gjöfulustu tíð kirkju- lársins. Einn var hann úr ótölu- legum grúa krosshanganna sem ifékk heitið „hinn krossfesti“. Og jkriítin mystik hefur það fyrir satt, jað hann hafi breytt krossinum í ;innsta og dýpsta leyndardóm lífs Ivors. Með því að segja: „Faðir, fyrirgef þeim....“ Þau orð yfir- gnæfðu hamarshöggin. Um leið og krossinn var reistur jvar Jesús hafinn upp til þess að draga oss öll til sín. Vér hefjum hann ekki einasta upp í steikjandi sólarhita og svarm flugna og bit- varg með háðs- og fáryrðum, held- ur upp og út fyrir lága jörð duftsins barna - upphefjum hann sem þann jlífsins, ljóssins og kærleikans Guð, Isem allt vald er gefið á himni og jjörðu. Rökfræðilegt rugl segir ver- aldarviskan. Sannindi helgrar trúar segja lífið og reynslurökin. A sunnudaginn er kemur verð- um vér minnt á það, er djöfullinn freistaði Jesú og vildi gefa honum öll ríki veraldar ef hann krypi vítis- valdinu. En þegar hann hangir á krossinum og horfir yfir jörðina, er hann hafinn upp til heimsyfirráða í ríki kærleikans. f því ríki er kross- inn hástóll hans. í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal er róðukross, sem kyn- slóðirnar í Norðurlandi hafa lotið. Ef þú átt eftir að koma heim að Hólum skaltu stansa fyrir framan þennan kross. Kannske upplifir þú þá í hljóðu hugskoti þínu hvernig Lausnarinn vill fela þig í kær- leiksfaðmi sínum, þótt armarnir séu spenntir út á þvertré krossins - og ekki aðeins þig, heldur mannkyn allt, sem þráir slíkt armtak. Af krossinum hljóma orð hans út yfir þjáð og friðvana mannkyn: „komið til mín allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld“. Á krossinum gefast honum hinir mörgu að hlutskipti, honum, „sem bar syndir margra og var með illræðismönnum talinn". Sá fyrsti hinna mörgu var ræningi. Píslartól- ið er orðið tæki fyrirgefningar og endurlausnar, þegar Jesús skenkir öðrum deyjandi nýtt og eilíft líf. Davíð Stefánsson kvað um „lífs- ins tré“. Kirkjan hefur nefnt hann svo: „lignum vitae". Stundum er róðukrossinn með brum og blöð og allaufgaður til þess að sýna, að kirkjan lítur krossinn sem lifandi tré. Fyrir hann skal dauðinn að velli lagður, syndin hulin og afmáð, sjálft lífstréð gróðursett meðal vor að nýju. Guð á ný oss nær að gefa lífið sitt. Eins og fljót rann forðum frá Eden sem vökvaði garðinn og gaf öllu líf, streymir nú frá lífstrénu nýja (krossinum) annað fljót og nýtt í kaleikinn á altari kristinnar kirkju, friðþægingarblóð Lausn- arans, sem heiminum gefur líf. Þannig er krossinn farvegur nýs lífs og nýrrar vonar, vegur þinn til him- ins heim - heim til Guðs. Því lútum vér krossinum í auðmýkt, lotningu ogþökk. Fæstir sigla svo lygnansjó | í gegnum lífið að þeir eigi ekki sinn krossferil. Snauðir menn og van- nærðir, sjúkir, sárir, kúgaðir, von- lausir, kramdir og kvaldir á lífi og sál, nóg er af þeim. Og þeim fer sífellt fjölgandi á meðan veröldin lýtur ekki krossins Kristi, neitar að læra af honum, fylgja honum, þiggja af honum. Heldur þjálfar hún einn hermann í stað þess að veita 80 börnum 7 ára skólagöngu, smíðar eina orrustuflugvél í stað þess að koma upp 40 þúsund heilsugæslustöðvum, útbýr einn kafbát í stað þess að byggja 450 þúsund íbúðir nýjar. í stað þess að fara með hinum minnstu bræðrum frá Getsemane til Golgata. Á Golgata er fæðingarstaður hins nýja manns, vagga hins nýja niannkyns og eina von. Krypum vér þar hinu helga tákni í anda, sem vér höfum meðtekið bæði á enni og brjóst, lykjust haldin augun upp, hulan og móðan og mistrið hyrfu og vér myndum líta lífsins Guð á lífsins tré. En vér lítum í aðrar áttir til annarra lausnara, af því að „lielju er veröld vígð, veit ei sín lausnarorð, sjáandi sér ei drýgð saklausra brœðra morð. Villtur um veg og ráð vísar þar hver frá sér, allt þar til ógnin bráð yfir hann dynja fer. Pig, sem öll þjáning beitt, þig, sem ert heimsins von, ákallar angist heit, upprisinn mannsins son“. (Þorsteinn Valdimarsson) Já, „ave crux, spes unica" Góðar stundir. Kynnir: Magnús Axelsson. Stjórnandi: Sigurður Haraldsson. Verð kr. 70 iyrir böm yngri en 12 og kr. 130 fyrir lullorðna. Sjó einnig auglýsingu um Ferðaveislu í Súlnasal á sunnudagskvöld. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ara Stórglœsileg Hollandshátíð! Fjöldi góðra gesta irá Hollandi kemur með ýmislegt spennandi í pokahorninu, og íslenskir skemmtikraftar láta ekki sitt eftir liggja. í anddyrinu verða settir upp spéspeglar, límkassaleikari sér um tónlistina. tréklossasmiður og gamaldags ljósmyndari verða að störíum, og allir íá pönnukökur sem hollenskur bakari bakar á staðnum. ★ Inni í salnum verður teiknimyndasýning á stóra tjaldinu. * Aihent verða ókeypis bingóspjöld og allir taka þátt í glœsilegu íerðabingói þar sem aðalvinningurinn er að sjálísögðu dvöl í sœluhúsi i Hollandi fyrir alla íjölskylduna. ★ Allir taka þátt í nýstárlegum leikjum. ★ Baraaleikhúsið Tinna sýnir Nátttröllið - bráðskemmtilegt barnaleikrit. ★ Steini og Olli (Magnús og Ómar) mœta. og aldrei að vita hvað þeim dettur í hug. ★ Trúðurinn Skralli (Aðalsteinn Bergdal) leikur við krakkana. * Allir fá sœlgœti. 1 í Betokem SUM gólfílögn Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun í Þýskalandi, Sviþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru i upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLCOAT gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: Við erum með fjölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bilaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. EP0XY - GÓLF HAFNARFIRBI SÍMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.