Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. mars 1984 bæjarrelt S Astríður úr Spjör Ég er einn af þeim skrýtnu ís- lendingum sem er sólginn í gaml- an fróðleik og stundum kem ég mér fyrir í sófanum í stofunni heima, gríp gamalt manntal og les það eins og ég væri að lesa spennandi reifara. Þetta er und- arleg árátta og líklega virkar það á suma eins og ég læsi símaskrána daginn út og daginn inn - sem ég reyndar geri stundum. Manntöl eru ákaflega þurrar upptalningar nema maður hafi lag á að kreista safann úr þeim. í vikunni greip ég t.d. Manntal á íslandi árið 1845 sem nýlega hef- ur verið gefið út á bók og var að skemmta mér við að lesa nöfnin á þurrabúðunum og hjáleigunum á Snæfellsnesi og verð ég að segja eins og að þau eru forkostuíeg sum hver og lýsa sjálfsagt kjörum þeirra sem þar bjuggu. Eftir því sem ég fletti lengra varð ég hug- fangnari og brátt fóru að líða fyrir hugskotssjónum myndir af basli í örreitiskotum á síðustu öld. Ein Þurrabúðin í Búða- kaupstað hét t.d. Pjatla og önnur Gjóta. Hvers konar mannabú- staðir ætli þær hafi verið? í báð- um kotunum bjuggu tvenn hjón ásamt börnum þeirra og lifa hús- bændurnir af sjóróðrum, kaupa- vinnu og einn af handarvikum eins og sagt er í manntalinu. Tvær hjáleigur frá Hóli í sömu sveit heita hins vegar Glaumbær og Lukka og hafa húsbændurnir í þeim báðum gras eins og sagt er. Það hlýtur að hafa verið bjartsýnisfólk eins og nöfnin benda til. Verra hefur það líklega verið í grashúsinu Þrengslabúð í Hellnaplássi eða Pukru á Hellis- sandi. I síðastnefnda plássinu eru líka tómthúsin Seigla, Kofi, Rönd, Leggur, Hnúta, Löpp og Snoppa. Kannski hefur Jónatan á Löpp dregið sig á eftir heimasæt- unni í Snoppu og Dóra í Hnútu kastað hnútum að þeim. Eða Mangi í Pukru verið á röndum eftir Höllu í Rönd en Gunna í Seiglu samt náð í hann á enda- num. Já, okkur finnst dálítið skrýtið að búa í Löpp en þó er eiginlega ennþá skrýtnara að búa í Lapp- arkofa sem líka er til. Eða upp á Rönd. Og þarna er líka Stóra- Dumpa og Litla-Dumpa og í Set- bergssókn er Pumpa. í Fróðár- sókn er hjáleigan Pínukot. Hvað skyldi það hafa verið stórt? í Pín- ukoti búa fjórar manneskjur. í sömu sveit er líka Dallur en þar búa hvorki meira né minna en níu manneskjur. Sum kotin bera stórfengleg nöfn. Svo er t.d. um Arabíu í Staðastaðarsókn, Keisarabúð á Hellissandi og Róm í Ólafsvík. Það hefur ekki verið amalegt að heita Gróa í Keisarabúð. Verra hefur það verið með Sig- mund greyið í Spjör í Grundar- firði og Ástríði konu hans. Ef hún hefði farið frá honum væri hún ekki lengur í Spjör. Við þetta var ég að skemmta mér á miðvikudagskvöld uppi í sófa og gleymdi bara alveg að horfa á Dallas. -Guðjón Veistu... að Pétur Sigurgeirsson biskup er sonur Sigurgeirs Sigurðssonar biskups. að a.m.k. þrjú dæmi eru um það áður að feðgar hafi setið á bislcupsstóli á fslandi. að séra Kári Valsson fyrrum prestur í Hrísey hét upphaf- lega Karel Václav Alexius Vorovka og er frá Prag í Tékk- óslóvakíu. að séra Robert Jack prestur á Tjörn á Vatnsnesi er frá Glas- gow í Skotlandi. að fleiri útlendingar eru í hópi ís- lenskra guðfræðinga. Svo er t.d. um sr. Myjako Þórðar- son. Hún er japönsk í húð og hár. að Andrés Björnsson útvarps- stjóri er hálfbróðir Andrésar Björnssonar sem var þekktur leikari og Ijóðskáld og dó ári áður en Andrés útvarpsstjóri fæddist. að Ási í Bæ heitir raunverulega Ástgeir Ólafsson og hálf- bróðir hans er Kristinn Ólafs- son fréttaritari útvarpsins á Spáni. að börn Ása í Bæ eru þau Kristín Ástgeirsdóttir varaþingmaður og Gunnlaugur Ástgeirsson kennari og gagnrýnandi, eitt sinn stýrimaður Framboðs- flokksins. að þrjú skáld hafa borið nafnið Benedikt Gröndal. Þeir eru Benedikt Jónsson Gröndal (f. 1760), Benedikt Sveinbjarn- arson Gröndal (f. 1826) og Benedikt Þorvaldsson Gröndal (f. 1870). að Birgir Sigurðsson leikrita- skáld er bróðir Ingimars Er- lendar skálds. að Einar Kárason, nýjasta stjarnan í hópi ungra skáld- sagnahöfunda, er náskyldur Einari H. Kvaran rithöfundi. að Elías Mar rithöfundur er Cæs- arsson. að skáldin Gréta Sigfúsdóttir og Hannes Sigfússon eru syst- kini. að Guðrún frá Lundi var frá Lundi í Stíflu í Fljótum í ( Skagafirði. sunnudagskrossgátan Nr. 415 J Z 3 6 7- 8 9 3 )0 IV i/ V Y /z /3 /jr /6? I/ 9 (e> ty /8 W /8 /<? 20 7~ 2/ i? 22 b 23 // V /s~ /3 u> 2/ 28 V 22 V (p // 2o /9 ¥■ i> jO S2 2/ /(s> 1? 21 V lt 2? /7- /? s~ <9 10 V 20 I? U ¥■ I? 2? 9 22 23 U 7 V 9 2(e 2o JH- 2/ 9 21 V" /r 9 (p 21 V /8 /3 // 9 9 Zb V (s> O 19 Us> 2? U 9 9 II 9 V 20 '8 rí 2S~ V 20 22 lé> 21 H- 2S 22 IS~ 20 7- U SS b 2/r \T 16 /sr 3 SS /*} (p 2/ 2? 23 'l 21 20 21 13 21 H- 10 r 9 (o SP 'rtL /ö 1? H k> r 9 sr 9 2! ¥ V 21 /? Ib 21 23 II S2 20 V 7 30 V4 22 2A A Á B D ÐEÉF GHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á þorpi á Vestfjörðum. Sendið þettanafnsem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 415“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. /0 28 /8 27 21 2 /2 ? Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp “því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í .þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- 'hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verð- launin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 412 hlaut Jón Z. Sigriksson, Hjarðar- holti 18, 300 Akranesi. Þau eru Niðjatal Thors Jensens og Mar- grétar Þorbjargar. Lausarnorðið var Svíþjóð. Verðlaunin að þessu sinni er bók- in Bréf til Sólu, rituð af Þórbergi Þórðarsyni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.