Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. mars 1984
fréttaskýring
Ríkissjóður safnar skuldum hjá Seðlabankanum
og eykur þensluáhrifin • Hœtta á verðbólgu-
aukningu þrátt fyrir lífskjarafórnirnar
Fjárlögin sem áttu að vera þau
raunhæfustu til þessa reyndust
gatasigti. Tveimur mánuðum
eftir að þau voru samþykkt viður-
kenndu ráðherrar að tvo
milljarða króna vantaði uppá
áætlanir ríkissjóðs. Ekki tekur
betra við þegar lánsfjárlög og
lánsfjáráætlun er til afgreiðslu í
þinginu. Stjórnarandstöðuflokk-
arnir á Alþingi hafa því sameinast
um það álit að forsendur lántöku-
áætlana séu svo út í hött að vísa
eigi málinu aftur til ríkisstjórnar-
innar til endurskoðunar. Er-
lendar lántökur stefna yfir 60%
af þjóðarframleiðslu, skuldir rík-
issjóðs og ríkisstofnana við Seðla-
bankann hafa aukist um 900
milljónir og gjaldeyrisstaðan
versnað um 1340 milljónir á
fyrstu tveimur mánuðum ársins.
Oll ríkisfjármálin eru í uppnámi
og slík fjárvöntun í húsnæðislán-
akerfinu að horfur eru á því að
fresta verði fjórðungi lánveitinga
til næsta árs.
Erlendar skuldir
Þessar staðreyndir komu m.a.
fram á Alþingi í umræðunni um
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun
og lánsfjárlög:
Erlendar skuldir íslenska þjóð-
arbúsins nema nú 59.2% af vergri
þjóðarframleiðslu. Ætlun stjórn-
arinnar er að bæta þar við 500-
800 milljónum króna vegna
stofn- og rekstrarskulda útvegs-
ins. Létta á undir vegna lausa-
skuldavandann bænda með 100
milljónum króna. Þá vantar 300-
400 milljónir króna upp á að inn-
lend lánsfjáröflun skili inn í láns-
fjáráætlun 800 milljónum til
endurlána. Hér er því um að ræða
lánsfjárskort uppá u.þ.b. 1.2
milljarða króna.
60% ramminn sprunginn
Hvað þýða þessar auknu lán-
tökur erlendis fyrir 60% markið,
sem fjármálaráðherra setti?
Hann sagðist myndu segja af sér
ef erlendu skuldirnar færu upp-
fyrir 60% af þjóðarframleiðslu.
Hvert 1 % í þjóðarframleiðslu eru
um 600 milljónir króna. Miðað
við það sem fram er komið ætlar
ríkisstjórnin sér að minnsta kosti
að bæta 1.2 milljarði króna við
þau lán sem ákveðið var að taka
samkvæmt lánsfjárlögum. Stefnt
var að því að erlend lán næmu
ekki meira en 59.2% af þjóðar-
framieiðslu, en með viðbótar-
lántökunum mun það hlutfall
fara í 61-62%. Þar með er þessi
rammi sprunginn.
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins sagði af þessu
tilefni á Alþingi:
Erlendar
yfir 60%
„Staða ríkisstjórnarinnar, sem
tók við sl. vor til þess að bjarga
verðbólgunni og til þess að draga
úr erlendum skuldum, er nú
þannig, að það er veruleg hætta á
því að verðbólgan vaxi á ný frá
því sem verið hefur þrátt fyrir þær
lífskjarafórnir, sem almenningur
hefur fært. Erlendar skuldir hafa
ekki minnkað vitundarögn,
vegna þess að það hefur ekki ver-
ið tekið á einu einasta vandamáli.
Ekkert gert annað en að lækka
kaupið hjá fólkinu."
Peningamálin
í ólestri
Útlánaaukning bankanna var
33% í janúar og febrúar, töluvert
meiri en verðbólgan. Skuldir rík-
issjóðs og ríkisstofnana við Seðl-
abankann jukust í janúar og fe-
brúar um 857 milijónir króna.
Gjaldeyrisstaða bankanna hefur
versnað um 1340 millj. kr. fyrst
og fremst vegna yfirdráttar í Seðl-
abankanum. Þessar upplýsingar
komu fram hjá Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra í um-
ræðum um ríkisfjármálin á þingi.
Með þessu viðurkennir forsæt-
isráðherra að hallinn á ríkissjóði
undanfarnar viku hafi verið
fjármagnaður með erlendum lán-
tökum. „Ríkissjóðsdæmið er að
sjálfsögðu stór liður í meiri
þenslu en æskilegt er og hefur
staðan gagnvart Seðlabankanum
af þeim sökum versnað töluvert,"
sagði Steingrímur. Ríkið er rekið
með erlendum lántökum. Útlán-
aaukning bankanna er öll úr
böndunum. Ríkisstjórnin hafði
sett sér í fjárfestingar- og láns-
skuldir
markið
fjáráætiun að útlán bankanna
ykjust á þessu ári um 11.9%, en á
fyrstu tveimur mánuðum ársins
hefur útlánaþenslan orðið slík að
stjórnin er nánast búin að eyða
allri útlánaaukningunni fyrir-
fram. Á sama tíma og ríkisstjórn-
in eykur erlendar skuldir, ríkis-
fjármál og peningamál eru í ó-
lestri, kastar hún út úr ríkissjóði
skatti á ferðalög og ætlar sér að
rétta atvinnurekendum og
eignafólki stórar fjárhæðir í eftir-
gjöfum í gegnum skattakerfið.
Ekki munar stjórnina heldur um
það að rétta Flugleiðum 25
milljónir króna á þessu ári, enda
þótt fyrirtækið hafi afþakkað
frekari styrk samkvæmt blaða-
fréttum í september sl.
Óvissa og samdráttur
í húsnœðismálum
Fram hefur komið á Alþingi að
óvissa ríkir um fjáröflun til hús-
næðislánakerfisins uppá 900
milljónir króna. 17-25% sam-
dráttur í byggingarframkvæmd-
um blasir við. í Seðlabankanum
eru fram komnar hugmyndir í
fyrsta skipti í sögunni að loka á
Bygginarsjóð ríkisins og Bygg-
ingarsjóð verkamanna vegna
þess að félagsmálaráðherra hefur
stöðugt dregið á bankann til þess
að bjarga Húsnæðisstofnun án
þess að hafa nokkra vissu um
fjáröflun á móti. 200-300 millj.
kr. yfirdráttur hafði safnast fyrir í
Seðlabankanum um áramótin.
Það kom í ljós að samkvapmt
frumvarpi til lánsfjárlaga og
lánsfjáráætlun eins og hún liggur
nú fyrir, þá er ekki hugmyndin að
veita lán til neinna nýrra fram-
kvæmda í verkamannabústöðum
á yfirstandandi ári. Það þýðir
ennfremur að fresta verður 25%
framkvæmda við verkamanna-
bústaði sem þegar er í gangi. Þá
kom einnig fram í umfjöllun Al-
þingis að fresta verður afgreiðslu
á fjórðungi lánsumsókna hjá
Byggingarsjóði ríkisins til ársins
1985. Þessi frestun er ofan á 17%
samdrátt sem gert er ráð fyrir í
áætlunum.
Kjartan Jóhannsson formaður
Alþýðuflokksins sagði á þingi að
ætla mætti að ekki yrðu hafnar
framkvæmdir við 160 íbúðir í
verkamannabústöðum. Frestun á
þeim íbúðum sem eru þegar í
gangi gæti náð til 100-300 íbúða.
Þetta þýddi að í verkamanna-
bústaðakerfinu yrðu einhvers-
staðar á bilinu 300-500 manns
sem yrðu fyrir ófyrirsjáanlegum
töfum á afgreiðslu íbúða.
Eitthvað um 700 manns gætu orð-
ið fyrir barðinu á frestun á af-
greiðslu nýbyggingarlána og lána
til kaupa á eldra húsnæði hjá
Byggingarsjóði ríkisins. Þegar
svo tillit væri tekið til þeirrar
óvissu sem öll fjáröflun til hús-
næðiskerfisins væri háð þá hryllti
sig við ástandi húsnæðislána-
kerfisins.
Einar Karl
Haraldsson
skrifar
Samdráttur
á orkusviðinu
Ríkisstjórnin sem ætlaði að
minnka erlendar skuldir, bjarga
óreiðu í peningamálum, rétta rík-
issjóð af í eitt skipti fyrir öll,
koma gjaldeyrisstöðunni í gott
horf, hugðist einnig hefja stór-
huga framkvæmdir í orkumálum
eftir það sem íhaldið kallaði
„stöðnunar- og hægagangs-
stefnu“ í tíð Hjörleifs Guttorms-
sonar sem iðnaðarráðherra.
Nú mætti ætla að sá marghátt-
aði vandi sem að stjórninni steðj-
ar í ríkisfjármálunum stafaði af
þungri útgjaldabyrði vegna ork-
uframkvæmda. Hjörleifur Gutt-
ormsson sagði á Alþingi að það
þyrfti að fara 20 ár aftur í tímann
til þess að sjá lægri tölur í sam-
bandi við virkjunar- og orku-
framkvæmdir heldur en gert er
ráð fyrir að varið verði til þessa
málaflokks næstu árin. í upplýs-
ingum frá iðnaðarráðuneytinu
hefur komið fram að raforku -
framkvæmdir verða þriðjungi
minni næstu fjögur ár heldur en
þær voru sl. fjögur ár. „Þetta er
tölulega útfærð sóknin mikla á
orkusviðinu eins og hún blasir við
frá ríkisstjórninni", sagði Hjör-
leifur m.a. Þannig fór um hinar
stórhuga orkuframkvæmdir
stjórnarinnar að eins og nú horfir
stefnir í minni umsvif á því sviði
en verið hafa á nokkru 5 ára bili
áður.
Forsendulaus
lánsfjárlög
Kjartan Jóhannsson sem hafði
framsögu fyrir áliti minnihluta
fjárhags- og viðskiptanefndar
neðri deildar um lánsfjáráætlun
og lánsfjárlög sagði í lok ræðu
sinnar:
„Þessi lánsfjárlög eru for-
sendulaus eins og þau liggja hér
fyrir út frá þeim upplýsingum,
sem liggja fyrir frá ríkisstjórninni
sjálfri. Þess vegna er rangt að af-
greiða lögin núna með þessum
hætti. Það sem nú þarf að gera er
að forgangsraða á ný miðað við
aðstæðurnar eins og þær eru í
þjóðfélaginu og fara ofan í
saumana á þessu frumvarpi til
lánsfjárlaga að nýju. Að öðrum
kosti munu menn lenda í miklum
erfiðleikum með útfærslu á efna-
hagsstefnunni, stefna grundvelli
efnahagslífsins í voða, vekja
falskar vonir og lifa um efni fram
á ýmsum stöðum. Með tilliti til
þessa þá leggur minnihluti nefnd-
arinnar til að frumvarpinu verði
vísað til ríkisstjórnarinnar aftur.“
-e.k.h. tók saman.
ritstjornararem____________________
Bitlaust gagn í jafnréttisbaráttu
Fyrir skömmu lagði ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar fram
frumvarp til laga um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla og
skyldu lögin leysa jafnréttislögin
frá 1976 af hólmi. Það er athyglis-
vert að Alexander Stefánsson fé-
lagsmálaráðherra leggur ekki
fram þetta frumvarp í eigin nafni
heldur ríkisstjórnarinnar allrar
enda frumvarpsnefnan útötuð í
fingraförum karlþingmanna
Sjálfstæðisflokksins.
Það var í aprílmánuði árið 1981
sem Svavar Gestsson þáverandi
félagsmálaráðherra skipaði
nefnd með fulltrúum flokka og
fjöldasamtaka til að fjalla um
jafnréttismál karla og kvenna og
var eitt af meginverkefnunum að
koma með tillögur um breytingar
á gildandi lögum. Skyldi nefndin
taka mið af jafnréttisáætlun Sam-
einuðu þjóðanna frá 1980 og því
samstarfi sem hefur verið um þau
mál á norrænum vettvangi.
Á þeim tveimur árum sem
nefnd þessi starfaði undir stjórn
Vilborgar Harðardóttur kynnti
hún sér ýtarlega framkvæmd
jafnréttislaganna hér á landi og
erlendis. Niðurstaðan var sú að
langt væri í land með að jafnrétti
kynjanna væri náð og m.a. brýn
nauðsyn á róttækum laga-
breytingum ef takast ætti að snúa
þróuninni við. Því lagði hópurinn
fram tillögur að nýju lagafrum-
varpi í apríl 1983. Skömmu síðar
urðu stjórnarskipti og lýsti Alex-
ander Stefánsson, hinn nýi fé-
lagsmálaráðherra því yfir, m.a. á
fundum Jafnréttisráðs að hann
væri tillögum nefndarinnar sam-
þykkur og hygðist leggja þær
fram sem lagafrumvarp á Alþingi
innan tíðar.
Nú, nærri ári síðar, kemur
fram á Alþingi stjórnarfrumvarp
sem reynist ákaflega fjarskylt til-
lögum jafnréttisnefndarinnar.
Vart stendur steinn yfir steini og
lýsti Vilborg Harðardóttir því yfir
í viðtali við Þjóðviljann að þar
væri á ferðinni gagnslaust plagg
sem í litlu sem engu tæki fram
núgildandi Iögum frá árinu 1976.
Eitt helsta nýmælið í tillögum
jafnréttisnefndarinnar undir for-
ystu Vilborgar Harðardóttur var
að tilgangur laganna skyldi ekki
aðeins vera sá að koma á jafnrétti
og jafnri stöðu kynjanna heldur
beinlínis að bæta stöðu kvenna. í
frumvarpi ríkisstjórnarinnar er
þetta ákvæði lagt til hliðar. Ann-
að nýmæli í tillögum nefndarinn-
ar var að lögleiða skipan
jafnréttisnefnda í öllum kaup-
stöðum og stuðla þar með að
virku starfi í átt til jafnréttis.
Þessum bita gátu karlarnir í ríkis-
stjórnarflokkunum ekki kyngt.
Nefndin lagði mikla áherslu á
að efla bæri Jafnréttisráð og að
það fengi m.a. sjálfstæðan máls-
höfðunarrétt ef lögin yrðu brotin.
Það atriði er hvergi að finna í
stjórnarfrumvarpinu. Lagt var til
að þegar beðið er um tilnefningu í
stjórnir, ráð og nefndir á vegum
ríkis og sveitarfélaga skyldi nefna
bæði karl og konu. í íagafrum-
varpi ríkisstjórnarinnar er ekki
einn einsti stafur um það atriði.
Staðreyndin er sú að ríkis-
stjórnarflokkarnir, og þó sérstak-
lega Sjálfstæðisflokkurinn,-hafa
engan áhuga á því að stuðla að
jafnrétti kynjanna í þessu þjóðfé-
lagi. Vissulega breyta ný
jafnréttislög ekki öllu þar um, en
það er samdóma álit allra sem ná-
lægt jafnréttismálum hafa komið,
að góð lög eru betri en engin í
þeirri baráttu.
Ástæðan fyrir þessari afstöðu
borgaraflokkanna til jafnréttis-
mála er einföld og í rökréttu
framhaldi af því sögulega hlut-
verki sem þeir gegna. Atvinnu-
rekendur hafa hag af því að kon-
ur eru láglaunahópur eins og
könnun Kjararannsóknanefndar
sannar. Þeir og fulltrúar þeirra á
Alþingi hafa engan áhuga á að
glæða vitund fólks og gera því
kleift að heyja baráttu fyrir
jafnrétti. Allar hugmyndir sem
lúta að breytingum á þessu sviði
er í andstöðu við þau pólitísku
sjónarmið sem ríkja í fyrr-
greindum tveimur flokkum. Þess
vegna er stjórnarfrumvarpið,
eins og það er, bitlaust gagn í bar-
áttunni fyrir jafnrétti kynjanna.
Alþýðubandalagið átti frum-
kvæði að því að frumvarp til laga
um raunverulegt jafnrétti og
jafna stöðu karla og kvenna var
smíðað. Eftir að ríkisstjórn fé-
sýsluflokkanna tók við völdum
voru tillögur jafnréttisnefndar-
innar barnaðar af þeim viðhorf-
um sem verða til hjá karlrembdu
íhaldi. Núverandi frumvarp er
máttlaust pappírsgagn sem engu
breytir því misrétti sem ríkir í ís-
lensku samfélagi.