Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. mars 1984
Alþýðubandalagið á Egilsstöðum:
Góðir félagar - Hreppsmálaráð
Fundur hjá Hreppsmálaráöi Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum
verða sem hér segir fram á vor:
Mánudagur 19. mars. Umræðuefni: Staða mála, Dagheimili og Safna-
stofnun.
Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál.
Mánudagur 16. apríl. Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og
sameiningarmál.
Fundirnir verða haldnir að Dynskógum 3 (kjallara), og hefjast kl. 20.30
stundvíslega.
Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt
skína. -Stjórnin.
Aðalfundur AB Stykkishólmi
Aðalfundur félagsins verður í verkalýðshúsinu sunnudaginn 18. mars
kl. 13.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. - Stjórn-
in.
Almennur fundur
á Djúpavogi
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á
stjórnmálafundi í skólanum á Djúpavogi laugar-
daginn 17. mars kl. 13.30. Fundurinn er öllum
opinn.
- Alþýðubandalagið. Hjörleifur
Alþýðubandalagið á Akureyri og nágrenni:
Kvennahópur
Annar rabbfundur á Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, þriðjudag 20.
mars kl. 20.30. Allar konur, sem áhuga hafa, velkomnar. Kaffiveiting-
ar. - Undirbúningshópur.
Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis
Almennur félagsfundur
verður haldinn næstkomandi fimmtudag 22. mars kl. 20. 30 að Kirkju-
vegi 7. Á dagskránni er m. a. inntaka nýrra félaga, fréttir af flokksstarfi
og rætt um atvinnumál á Selfossi.
Stjórnin
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Fundur um
nýtt leiðakerfi SVR
Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til fundar um
tillögur að nýju leiðakerfi SVR fimmtudaginn 22. mars kl. 20.30 að
Hverfisgötu 105. Framsögu á fundinum hefur Baldvin Baldvinsson,
verkfræðingur hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Fjölmennið! - BMR.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík:
Félagsvist
Ný þriggja kvölda keppni hefst þriðjudaginn 20.
mars að Hverfisgötu 105 klukkan 20 stundvís-
lega. Veitt verða verðlaun fyrir hvert kvöld, þeir
sem ekki geta mætt öll kvöldin eiga endilega að
drífa sig með líka. Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður mætir í kaffinu og segir fréttir af
þinginu. - Nefndin.
Guðrún
Helgadóttir
Söfnum leikföngum
Félagið okkar í Reykjavík er nú komið með nýja og glæsilega aðstöðu
að Hverfisgötu 105. Stórátak meðal félagsmanna hefur gert drauminn
um gott húsnæði að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og
leikja.
En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldrar hafa rekið sig á að
sárlega vanhagar um er leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í flokks-
miðstöðinni enn sem komið er. Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks
og velunnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr þessu. Allt verður vel
þegið, hvort sem það eru fjárframlög eða gömul nothæf leikföng. Ef
þið lúrið á einhverju, vinsamlega látið Kristján Valdimarsson vita í síma
17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017).
Framlög verða sótt heim ef óskað er.
Alþýðubandalagið:
Stofnfundur AB-félags
í lágsveitum Árnessýslu
Stofnfundur Alþýðubandalagsfélags í lágsveitum Árnessýslu verður
haldinn í félagsheimilinu Gimli, Stokkseyri, sunnudaginn 18. mars, ki
16
Allir Eyrbekkingar, Stokkseyringar og aðrir nærsveitungar eru hvattir
til að mæta.
Nánari upplýsingar gefur Dagbjört í símar 3240. Undirbuningsnefn-
din
Alþýðubandalag Borgarness og nágrennis
Aðalfundur
verður haldinn laugardaginn 24. mars kl. 14.00 að Brákarbraut 3 í
Borgarnesi. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Reikningar
Röðuls. 3) Kosning ritstjórnar Röðuls. 4) Kosning hússtjórnar. 5)
Lagabreytingar. - Stjórnin.
F élagsleg
þj Ónusta
undanfarið og framundan
„FéJagsleg þjónusta undanfarið
og framundan" er yfirskriftin á
fjölmennri ráðstefnu sem lýkur í
dag og staðið hefur frá því á
fimmtudag.
Á fimmtudaginn var rætt um
framlag um málefni fatlaðra.
Fundarstjóri var Bragi Benedikts-
son úr Hafnarfirði. Framsögn hafði
Margrét Margeirsdóttir úr Reykja-
vík. Pá var rætt um nýmæli í fram-
kvæmd félagsþjónustu. Fundar-
stjóri var Guðgeir Ingvarsson
Akranesi. Framsögn höfðu Hrafn
Sæmundsson Kópavogi um at-
vinnuleysisskráningu, Björn
Líndal um umsagnir í barnavernr
darmálum, Snorri Aðalbjörnsson
um samvinnu við lögreglu í
afbrotamálum barna, Olafur
Oddsson um tilsjónarmenn í barn-
averndarnefnd, Jón Björnssson
um hjálpargögn við vinnslu barna-
verndarmáls og Ólöf Thorarensen
um öldrunarþjónustu.
Á föstudag var framhald þessar-
ar umræðu undir stjórn Matthíasar
Viktorssonar frá Sauðárkróki.
Guðrún Kristinsdóttir fjallaði um
námskeið fyrir fósturforeldra, Ása
Ottesen um ættleiðingar erlendis
frá, Helga Torfadóttir um nám-
skeið í sparnaði í heimilisrekstri,
Helga Gunnarsdóttir um starf
félagsmálafulltrúa, Bragi Guðb-
randsson um breytta skipan félags-
mála.
í gær var svo félagsleg þjónusta
undanfarið ogframundan efni mál-
þings sem Bragi Guðbrandsson
setti. Fundarstjóri var Jón Tynes.
Alexander Stefánsson félagsmál-
ráðherra flutti ávarp. Sveinn Ragn-
arsson flutti erindi um efnið,
Ásgeir Daníelsson unt þróun
félagsþjónustu í ljósi hagfræðinn-
ar, Sigríður Jónsdóttir um samfé-
Yfirskriftin
á fjölmennri
ráðstefnu
sem haldin
er í
Reykjavík
lagslega velferð og Stefán Ólafsson
um félagslega þjónustu hér á landi í
samanburði við nágrannalöndin.
í dag, laugardag, er svo meining-
in að fjalla áfram um sama efni.
í>au Gunnar Sandholt, Jón Björns-
son, Álfheiður Steinþórsdóttir og
Guðfinna Eydal flytja framsögu
fyrir hádegi.
Eftir hádegi verður svo fjallað
um félagslega þjónustu frá mis-
munandi stjórnmálaviðhorfum.
Framsögu hafa þeir Jónas Haralz
bankastjóri og Ingólfur H. Ingólfs-
son fulltrúi. Björn Friðfinnsson
mun svo flytja framsögu um arð og
gagnsemismat í félagslegri þjón-
ustu. Pá er áformað að þessari við-
amiklu ráðstefnu ljúki með panel-
umræðum sem hefjast klukkan
16.30. Áformað er að freista þess
að safna öllum framsöguerindum
saman og gefa út í formi bæklings.
-óg
Alþjóðlegt skákmót
haldið í Neskaupstað
Keppendur verða 12,þar af 3 stórmeistarar
Annað Alþjóðamót Tímaritsins
SKAKAR f'er fram í Egilsbúð í Nes-
kaupstað daganna 19. mars til 1.
apríl nk. Á mótinu verða 12 kepp-
endur og tefldar ellefu umferðir.
Keppendur eru þessir: Stór-
meistarnir Lombardy, Guðmund-
ur Sigurjónsson og Knezevic, al-
þjóðameistararnir Margeir Péturs-
son, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjart-
arson, McCambridge og Svíarnir
Harry Schussler og Tom Wedberg
og skákmeistararnir Benóný Bene-
diktsson, Dan Hansson og Róbert
Harðarson.
Mótið er í áttunda styrkleika-
flokki FIDE og þarf 8 vinninga til
að ná áfanga til stórmeistaratitils
og 6 vinninga til að ná áfanga til
titils alþjóðameistara.
Á undanförnum árum hefur
Tímaritið SKÁK efnt til svokail-
aðra helgarmóta á landsbyggðinni
II. ALÞJÓÐAMÓTIÐ
EGILSBÚÐ - NESKAUPSTAÐ
og eru þau nú orðin 22 að tölu. í
beinu framhaldi af þessunt mótum
var ákveðið að efna til alþjóðlegra
móta utan Reykjavíkur og er hinu
fyrsta nýlokið í Grindavík.
Aðstæður til af tefla í Egilsbúð
eru mjög ákjósanlegar og þar
eystra er vor í lofti, glampandi sól-
skin, stafalogn og 20 stiga hiti í for-
sælu.
Tímaritið SKÁK efur notið
mikillar velvildar heimamanna við
þessi skákmót. I Neskaupstað hef-
ur bæjarstjórinn, Logi Kristjáns-
son, verið í fararbroddi við undir-
búning mótsins ásamt félögum úr
Taflfélagi Norðfirðinga.
Þess má geta, að Flugleiðir
bjóða uppá helgarpakka" til Nes-
kaupstaðar meðana' mótinu stend-
ur, en auk þess að fylgjast með
skákmótinu gefst fólki tækifæri til
að stunda skíðaíþróttina, þar sem
mjög góð skíðaaðstaða er í Nes-
kaupstað.