Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. mars 1984
Við sjötnun
bókaflóðs
Spakir menn hafa talið að helsta
réttlæting þess að halda uppi byggð
í landi okkar sé bókmenntaframlag
þjóðarinnar. Þar gildir primó að
varðveita arfinn og sekúndó að
halda áfram að skapa eitthvað sem
bitastætt geti talist í heimsmenn-
ingunni. Af því er dregin hoil
lífsregla alltof fárra rithöfunda:
Enginn mælikvarði er til á bók-
menntir nema heimsmælikvarð-
inn. Mér skilst að ekki væsi um
menningararfinn þar sem hann er
geymdur í eldtraustu hólfi vestur á
melum En hvernig gengur okkar
mönnum að halda merki íslensk-
unnar á lofti í nýsköpun?
Hvað er á seyði
í Bodö?
Útvegurinn, aðalmatarhola ís-
lendinga hefur lengst af gengið
með bullandi tapi, sem kunnugt er.
Þess vegna telja hagspekingar sem
skyggnast í menningarafkimann að
allt gangi þar að óskum nú þegar
bókaforlög hafa bullandi tap, að
ekki sé minnst á þá guðsblessun
sem tapið í kvikmyndaframl-
eiðslunni er, hver frambærileg
kvikmyndin rekur aðra. Hér er allt
að verða vitlaust í fjölmiðla, byggð
okkar er ein sú myndsegulvædd-
asta á kringlu heimsins, borg Da-
víðs kvað stefna í sjónvarpsrekstur
í félagi við útverði fyrirtækja-
eigendastéttarinnar, og ekki ein-
asta eru komnar tvær rásir í ríkisút-
varpið heldur eigum við von á
margefldum fréttaflutningi frá Lill-
ehammer, Bodö og fleiri norskum
plássum gegnum gervitungl á sumri
komanda.
En bókmenntirnar þá? Eða ætti
ég kannski heldur að spyrja um
skepnu nokkra sem nýlega hefur
skotið upp kollinum í fjölmiðlum,
er nefnist bókin með ákveðnum
greini, og kvað vera kornið illa fyrir
henni? Samkvæmt nýjasta fjárlag-
afrumvarpi eiga höfundar að fá
eitthvað á áttundu milljón í styrki
úr hinum eina sanna Kassa. Voru
snjallar bækur íslenskra skálda á
síðasta ári fleiri en milljónirnar
sem kostað er til? Annars er allt í
lagi að góð bók kosti milljón ef hún
lendir í verðskulduðum vasa. Að
minnsta kosti ef gera má ráð fyrir
að góða bókin haldi áfram að vera
góð í ekki minna en svona sex átta
ár. Helst meira.
Ný raun
Það er verið að búa til tímabil í
íslenskri bókmenntasögu. Nú er
búið að skíra flokk skáldsagna frá
síðasta áratug nýraunsæi, það eru
sögur í félagsráðgjafamoll og
skýrslustíl sem greina frá hvunn-
Árni Sigurjonsson
skrifar um
bækur
degi og basli og nota hefðbundið
frásagnarform, - eru nú nokkrum
árum síðar álitnar fremur daufar
bókmenntir. Sögur eftir Ásu Sól-
veigu, Auði Haralds, Guðlaug
Arason, Ólaf Hauk Símonarson,
Véstein Lúðvíksson og fleiri eru
sagðar fylla þennan flokk. Alltaf er
skemmtilegt þegar ný bók-
menntasögutímabil eru búin til, en
kannski er svolítið leitt að ekki
fannst safaríkara nafn á þetta til-
tekna skeið og lýsir kannski skorti
á nýsköpun að nefna þetta „ný-
raunsæi". Næst á maður von á ný-
nýraunsæi og raun-nýraunsæi.
Kannski er þrátt fyrir allt ekki
laust við að nú kveði við nýjan tón í
bókum sem t.d. komið hafa frá
Einari Má Guðmundssyni, Einari
Kárasyni, Pétri Gunnarssyni, Vig-
dísi Grímsdóttur og Þórarni Eld-
járn, sem eiga það sammerkt að
vera háskólabókmenntuð, nálægt
þrítugu og höfundar óvenju athygl-
isverðra bóka. Þá sem vilja búa til
bókmenntatímabil má vara við:
Það er auðvelt að vera helsti fljótur
á sér í þeim efnum. Tíu bækur á
sjaldheyrðri tungu eru ekki mikið
bókmenntaskeið á heimsvísu.
Bókmenntirnar eru alltaf að verða
módernari og módernari, já og
jafnvel raunsærri, með hverju ár-
inu sem líður. Bækur nútímans
segja okkur eitthvað um nútímann
og nútíminn er annar en gamli tím-
inn.
Yfirleitt er talið erfitt í sagnfræði
að fjalla um samtíðina. Sumum
veitist líka erfitt að skrifa skynsam-
lega ritdóma, - ná því aldrei að
hefja sig yfir hreppapólitíkina, eða
skortir æfingu í lestri skáldskapar.
En mín skoðun á rægðum „nýraun-
sæisskáldsögum“ er að þær hafi nú
kannski verið góðar til síns brúks
og engan veginn víst að þær eigi
eftir að skara afturúr í ísienskum
skáldskap aldarinnar. Margar af
þessum bókum vörpuðu ljósi á fé-
lagsleg vandamál sem áður höfðu
verið lítt þekkt með þjóðinni og
óþekkt í bókum hennar.
Urvinnslugreinar
tungunnar.
Síendurtekin krafa bókmennta-
manna síðastliðnar aldir er að
skáldskapurinn hafi eitthvað nýtt
fram að færa. Hann á samkvæmt
því að vera einhvers konar upp-
götvun, færa lesendum þekkingu.
Flestir bókmenntafræðingar 20.
aldar hafa megnustu óbeit á klisj-
um, sannleika gærdagsins, endur-
teknum formúlum. Á því sviði hef-
ur sannast að skjótur fengur skjótt
forgengur (svo ég lagi málsháttinn
dálítið). Sumir hafa orðið svo ærir
af kröfunni um eitthvað - bara
eitthvað - nýtt, að þeir hafa leiðst
út í að gefa skít í allt það gamla, allt
frá íslendingasögunum og Shak-
espeare yfir í bókmenntir síð-
astliðins áratugar, oft með gífur-
yrðum. Slíkir óðgotungar gefa síg-
ildum listformum einkunnina mín-
us tuttugu og þrjá og segja ljóðið
og leikritið dautt, skáldsöguna
dauða, gufuradíóið dautt og svo
framvegis. Ungar olnbogaskyttur
sem vilja fá pláss og rödd og hljóð í
salnum gefa skít í það gamla
(jafnvel það sem er ekki nema tíu
ára gamalt) af prinsipástæðum:
Hér er komin ný kynslóð! Hvar er
hennar sæti.
Hin merka hreyfing Öreiga-
menning í Rússlandi árin 1917-
1923 og formalisminn á sama tíma
höfðu tilhneigingu til slíkrar af-
stöðu. f myndlist hafa menn ekki
undan að skrásetja ný vörumerki,
sem jafnan koma fyrir í tveim gerð-
um, annars vegar Stefnan og svo
hinsvegar Nýstefnan. í bók-
menntakenningu formalismans
birtist þetta með þeim hætti að
undirstöðuregla listar var talin sú
að gera eitthvað framandlegt,
vekja athygli á einhverju sem
menn voru hættir að sjá vegna
vaids vanans. I þessu fólst: list er
eitthvað nýtt, - bara eitthvað!
En það gamla verður auðvitað
heimta eitthvað nýtt. Það kemur
nefnilega alltaf eitthvað nýtt af
sjálfu sér.
Þegar menn eru að ragast í „ný-
raunsæinu" er stundum sagt að
einn höfuðgalli þess sé að það sé
ekki nógu gagnrýnið, að það sé
ekki nógu meðvitað um málið sem
er hlaðið blekkingum og goð-
sögum. Meira þurfi að rýna í orðin
sjálf. Það vanti efahyggju. Góður
rithöfundur, eins og ég skil það
hugtak, rýnir í málið, umgengst
það og þekkir betur en aðrir. Það
er hins vegar ekkert gagn í að vera
gagnrýninn á málið nema vera
gagnrýninn á málefni í leiðinni,
utan ef menn eru starfandi mál-
fræðingar. Við höfum málið að
verkfæri, þótt það virðist oft vaxið
inn í huga okkar.
Eða: Hvurn skrattann stoðar al-
menn efahyggja? Náttúrlega eiga
menn ekki að ganga sofandi að rit-
störfum fremur en öðrum störfum.
En efahyggja utan við sögu og
samfélag, efahyggja sem hvílir í
sjálfri sér á formi nokkurs konar
skátahróps þjónar ekki neinu,
óvíst að nokkur verði hennar var
nema handhafinn. Sá sem einsetur
sér að efast um allt og alla lendir
fijótlega í krónískri andlegri löm-
un.
Eftirminnileg listaverk hafa
alltaf fyllt menn efa um viðtekin
gildi, gert það viðtekna framand-
legt. Að efast er undanfari þess að
Hvað liggur okkur mest á að skilja?
Óskalisti kannski
Að mínu mati hlýtur grundvall-
arregla þeirra sem fjalla um bók-
menntir að vera: megi 1000 blóm
blómstra. Þar fyrir utan hefur um-
fjallandinn svo sinn smekk, finnst
gaman að lesa eitt og ekki annað,
heyrir til sinni kynslóð. Undirritað-
ur hefur t.d. litla unun af sveitalífs-
rómantík frá fyrri hluta þessarar
aldar og af reyfurum. En þessir
skáldskaparflokkar geta átt sinn
tilverurétt, og það er ekki í mínum
verkahring að taka bisniss frá nein-
um á þeim vettvangi. Aftur á móti
er leiðinlegt þegar menn flokka
fjöldaframleiddar afþreyingarbæk-
ur af lakari gerð undir andleg stór-
virki.
Metnaðarfullir höfundar á borð
við flesta þá sem hafa verið nafn-
greindir í þessari grein eiga von-
andi þá ósk heitasta að skrifa skáld-
skap sem mun halda áfram að afla
þakklátra lesenda í 50 ár og helst
miklu lengur. Ef það á að takast má
ekki einskorða sig við málefni líð-
andi stundar. Og vonandi langar
höfundana auk þess að skrifa
bækur sem eiga erindi í samtíð okk-
ar, tala máli hennar og tungu. Eigi
það að takast verða skáldin að líta
öðru hverju upp úr skruddunum.
Vonandi verður þeim að óskum
sínum.
Árni Sigurjónsson
Hvað er að gerast?
Þegar spurt er að því hvað sé að
gerast í bókmenntum eins og gert
var á stúdentafundi ekki alls fyrir
löngu, þá er venjulega gáð að ein-
hverju nýju og frumlegu og áður
óþekktu. Og verður þá ekki alit
nýtt sem sýnist. Pétur Gunnarsson
vissi það vel þegar hann lét Andra
sinn harma það, að bókmenntirnar
voru eins og kartöflugarður sem
búið er að taka upp úr. Það er
löngu búið að breyta hugarástandi í
persónur og atburði og strika út
landamæri innheima og útheima.
Það er löngu búið að pípa niður
hreintungustefnuna, afmeyja
bannhelgina og gefa söguþræðin-
um á kjaftinn. Það er búð að pæla í
reynsluheimi öreigans, hommans,
kommans og konunnar. Útrýma á
víxl staðreyndinni, raunsæinu og
hugarfluginu. Og satt að segja eng-
in ástæða til að hlaupa upp fagn-
andi þegar því er lýst yfir, að nú sé
von bókmenntanna fólgin í and-
raunsæi með suðuramrískri in-
spírasjón.
Allir þurfa að læra og það er víða
hægt að leita fanga. En annaðhvort
eru menn eitthvað af sjálfum sér
eða ekki. Og meðan tvær eða fjór-
ar bækur koma út nýjar á íslensku á
Arnl Bergmann
skrifar um
bækur
ári hverju sem fengur er að og
fögnuður, þá eru menn ekkert sér-
lega illa settir. Það má vel vera að
stórtíðindi í bókmenntum gerist
ekki einu sinni á hverjum áratug,
en við getum samt leyft okkur að
vona að þeirra tími sé ekki liðinn.
Svartsýni og stríð
En kannski skiptir það meiru
hvað er að gerast hjá lesendum?
Við vitum ekki svarið, því mið-
ur. En það hefur heyrst til útgef-
enda sem segja að bóksala á íslandi
hafi dregist saman um 40-50% á
tveim-þrem árum. Það má sjá
minna grand í mat sínum.
En við vitum ekki hvers eðlis
þessi samdráttur er. Hvort hann
bitnar helst á þeirri afþreyingu,
sem nú er komin á myndbönd, eða
nokkuð jafnt á hverskyns bókum.
Það hafa verið gefnir út allt að átta
hundruð titlar á ári að undanförnu
og það má vel færa sönnur á, að
það gerði lítið til þótt sú tala færi
niður í 400-500. Ef að „grisjunin"
ekki bitnar að ráði á þeim bókum
sem skástar eru.
Indriði G. Þorsteinsson var firn-
asvartsýnn í svari um bókmenntir í
skólum og tölvusamfélagi, sem
hann gaf Morgunblaðinu nú í vik-
unni. Hann segir:
„Við skulum ekki ætla bók-
menntum neinn sess í upplýsinga-
Skopmynd frá sextándu öld af bóka-
ormi.
og tæknisamfélagi nútímans. Ef-
laust vilja kennarar kenna þær af
því þær eru taldar einhvers virði.
Ef ekki, þá það. Upplýsinga- og
tækniþjóðfélag samtímans er sum-
part áróður, sumpart iðnaður og
eins fjarri bókmenntum óg Satúrn-
us jörðinni. Þetta sambland
áróðurs, iðnaðar og bisness tekur
einhverntíma enda, en á meðan
svo er ekki verða heilu kynslóðirn-
ar að týnast, bókmenntalega séð,
og við getum ekkert því gert“.
Bölsýni Indriða er skárri en
gasprið í tæknikrötum markaðs-
hyggjunnar, sem eru að reyna að
sannfæra okkur um að frelsið,
hamingjan og menningin búi í tíu
sjónvarpsrásum, helst tuttugu. En
Indriði er um leið einn þeirra sem
er reiðubúinn til að gefast upp
fyrirfram: nokkrar kynslóðir munu
týnast og enginn fær gert við því.
Það er ekki að efa að yfir ganga
breytingar sem verða bók-
menntum erfiðar, sem og margri
annarri þeirri viðleitni sem gerir
viðleitni til að vera þjóð ómaksins
verða, En það er þá eins gott að
gleyma því ekki, að góðar bækur
og merkar hafa sjaldan átt sér
tryggða greiða og þægilega leið að
hjörtum manna. Líf bókmennta
sem rísa undir nafni er, var og verð-
ur stríð, sem kallar á ólata lesend-
ur, þrautseiga kennara, þýðara og
rithöfunda sem sýna verki sínu full-
an trúnað og einbeitingu og hirða
aldrei hvað vídeóhanar gala á öðr-
um bæjum eða skyldir foglar.
AB.