Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 5
Helgin 3. - 4. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Leikfélag Hverageröis sýnir Tíu litla negrastráka Komu sér upp |míw?|ím leikhúsi sam- hliða œfingum Um þessa helgi, nánar tiltekið á sunnudagskvöld, frumsýnir Leik- félag Hveragerðis leikritið „Tíu litl- ir negrastrákar“ sem byggt er á margfrægri skáldsögu Agöthu Christie sem ber sama nafn. Þegar hafist var handa um æfing- ar blasti húsnæðisvandi við fé- laginu. Fram að þessu hefur alltaf verið æft og sýnt í Hótel Hvera- gerði, en nú er það lokað og læst vegna þess að eigendaskipti eru á döfinni. En áhugaleikarar á íslandi eru harðger kynstofn og lætur fátt stöðva sig. Fyrst var fengið inni með æfingar í barnaskólanum, en svo fékk hópurinn aðgang að sal á efri hæð í húsi Rafmagnsverkstæðis Suðurlands. Þar var drifið í því að reisa leiksvið og koma upp áhorf- endapöllum fyrir 80 - 100 manns. Var það heilmikið verk því allt þurfti að mála og snurfusa, auk smíðanna. Þarna verða Tíu litlir negrastrák- ar svo sýndir og bíður leikhópurinn spenntur eftir því hvernig gengur að venja Hvergerðinga á að sækja nýja leikhúsið. Leikstjóri í sýningunni er Eyvindur Erlendsson en leikmynd er eftir Kjartan Bjarnason. 11 Agatha heitin stendur alltaf fyrir sínu og nú sýnir Leikfélag Hvera- gerðis Tiu litla negrastráka. leikarar koma fram í sýningunni og eru það Bárður Jónsson, Hjörtur Benediktsson, Inga Wium, Gísli Garðarsson, Kristján Theódórs- son, Ingi Guðmundsson, Ingi Rafn Hauksson, Kristín Jóhannsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Hálfdán Theódórsson og Gunnar Jónsson. Alls koma 16 manns við sögu sýn- ingarinnar. Samhliða sýningum á Tíu litlum negrastrákum er fyrirhugað að fá myndlistarmenn til að sýna verk sín í stigum og göngum hússins. - ÞH Aðalfundir deilda KRON veröa sem hér segir: 3. 0G 4. DEILD Mánudag 26. mars kl. 20.30 í Afuröasölu SÍS Kirkjusandi. Félagssvæöi: Hlíöarnar, Holtin, Túnin, Laugarneshverfi, Kleppsholt, Heimar, Vogahverfi og Háaleitishverfi. 6. DEILD Þriöjudag 27. mars kl. 20.30 í fundarstofu KRON í Stórmarkaðnum. Félagssvæði: Kóp- avogur. 5. DEILD Miövikudag 28. mars kl. 20.30 í fundarstofu KRON Fellagörðum. Félagssvæöi: Smá- íbúöahverfi, Gerðin, Fossvogur, Breiöholt, Árbær og staöir utan Reykjavíkur. 1. 0G 2. DEILD Fimmtudag 29. mars kl. 20.30 í Hamragörö- um, Hávallagötu 24. Félagssvæði: Seltjarn- arnes, Vesturbær, Miðbær að og meö Rauðarárstíg og Flugvallarbraut. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Sjá einnig auglýsingar í verslunum KRON. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Starf forstööumanns og safnvaröar við Minjasafn- iö á Akureyri er laust. Háskólapróf í þjóðháttafræöum eöa öörum greinum, sem tengjast minjavörslu og safn- störfum, eráskilið. Umsóknir, ergreini aldur, menntun, fyrri störf og launakröfu, sendist formanni stjórnar Minjasafnsins, Páli Helga- syni, Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri, fyrir 10. maí næst komandi. Stjórn Minjasafnsins á Akureyri Steinullar- verksmiðjan hf Sauðárkróki Óskar eftir að ráða: FRAMKVÆMDASTJÓRA Verksvið: Yfirstjórn verksmiöjunnar með fjármál, sölu- og markaðsmál sem sérstök viðfangsefni. Skilyrði: Menntun á háskólastigi á sviöi viðskipta er æskileg. Reynsla í sölu- og markaðsmálum er áskilin. Góö kunnátta í ensku og amk. einu Norðurlandamálanna er nauðsynleg. VERKSMIÐJUSTJÓRA Verksvið: Yfirstjórn tæknisviös verksmiöjunnar bæöi á framkvæmdastigi og þegar verksmiöjan tekur til starfa. Tæknisviöiö spannar framleiöslu og viðhald ásamt rannsókna- og þróunarstarfsemi. Skilyrði: Verkfræöi- eöa tæknifræöimenntun er áskilin. Reynsla af iön- rekstri er æskileg. Góö kunnátta í ensku og amk. einu Noröurlandamál- anna er nauðsynleg. Umsóknir, þar sem m.a. eru tilgreindar hugmyndir um láunakjör, sendist til: Steinullarverksmiðjan hf., c/o Hagvangur hf., Grensásvegi 13, 108 Reykjavík fyrir 5. apríl nk. Þar má einnig leita nánari upplýsinga kl. 13-19, sími 91-83666. Steinullarverksmiðjan hf., er fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, Oy Partek ab., ríkis- sjóðs, Sambands ísl. samvinnufélaga og Sauðárkróksbæjar auk 300 minni hluthafa. Framkvæmdir við verksmiðjubyggingu eru hafnar og gert er ráð fyrir að verksmiðjan taki til starfa um mitt ár 1985. Áætlað er að 35-40 manns starfi við verksmiðjuna. Samvinnubankinn Suðurlandsbraut 18 mun frá og með þriðjudeginum 20. mars nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. EEtLEND 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.