Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 13
Helgin 17. - 18. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Sú krataþróun sem varð og
byltingin sem var möguleg
Viðtal við rithöfundinn Dag Solstad
Dag Soistad: Ég hélt að menningarbyltingin i Kína gæfi svar við einni grund-
vallarspurningu... (Ljósm.: Atli).
kreppu. Eg segi fyrir sjálfan mig:
ég hélt að menningarbyltingin kín-
verska væri svar við grundvallar-
spurningu: hvernig er hægt að fá
fólkinu aftur völdin yfir skrif-
ræðinu. Nú, hvernig sem menn
annars dæma um Kína í dag, þá er
það ljóst að menningarbyltingin
var ekki þetta svar. En þetta svar
verður að finna. Annars verður
það nokkuð svo út í hött að berjast
fyrir sósíalisma.
- Einu sinni ætluðu allir höfund-
ar að verða heimsfrægir, nú um
hríð sýnist manni að flestir einbeiti
sér að ákveðnum hópum hið næsta
sér. Hvernig lítur þú á þessa hlið
mála?
- A áttunda áratugnum fannst
mér ekki skipta neinu máli, hvort
bækur mínar væru þýddar eða
ekki. Ég var meir en sáttur við að
reyna að skrifa fyrir norskan verka-
lýð. Nú hefur þetta breyst: ég hefi
meiri áhuga á þýðingum (og ýmis-
legt hefur verið þýtt eftir mig
reyndar). Ég lít á þetta sem eins-
konar ósigur: það er meira virði að
vera nátengdur sínu eigin fólki en
blandast við eitthvert evrópskt
menningarsamfélag. En svona er.
Þetta... Árni Bergmann.
Emils Jónssonar), Gestur Jóhannsson agent í Múla (tengdafaðir Jóns
Skaftasonar borgarfógeta), ?, Jóhann Kroyer bílstjóri, Sigrún Sigbjörns-
dóttir (kona Halldórs), Guðrún Guðmundsdóttir (kona Gísla), Sigríður
Jensdóttir (kona Ijósmyndarans), Hulda Sveinsson, síðar læknir, Jón
Gestsson, síðar rafveitustjóri á Isafirði, Vilhelmína Jónsdóttir (kona
Gunnlaugs) og Hermann Hermannsson iögregluþjónn. í dyrum hússins
stendur Agnar Pálsson heimamaður í Möðrudal. Myndina tók Eyjólfur
Jónsson klæðskeri og bankastjóri á Seyðisfirði.
Dag Solstad er kominn í
heimsókn, norskur rithöf-
undur, sem margir hafa heyrt
minnst á að minnsta kosti:
það er hann sem er þessi
skelfilegi maóisti og sósíal-
realisti, ojbara! Hress maður
reyndar, Dag Solstad, og
fljótur til svara um bók-
menntir og stjórnmál í því
viðtali sem hér fer á eftir.
- Ég gaf út mína fyrstu bók árið
1965, segir Dag í viðtali. Petta var
módernísk bók, smásagnasafn,
Kafka og Beckett mætti nefna þá
anda sem þar svífa yfir vötnunum.
Gagnrýnendur tóku henni vel, en
lesendur heldur illa, enda var þetta
vond bók.
- Hvers vegna dæmir þú hana
svo hart?
- Vegna þess að ég fór allt aðra
leið sjálfur síðar meir.
- Hvað olli? Árið 1968, uppreisn
æskunnar, róttæknin nýja?
- Bæði og. Sjálfur varð ég ekki
mikið var við þetta fræga ár, 1968.
En mér er það samt ljóst, að þeir
straumar sem þá fóru um heiminn
hafa haft mikil áhrif á mig.
Það sem ekki varð
- Fyrsta bókin sem ég skrifaði
svo í þessum ahda hét „Tuttug-
asta-og-fimmta-septembertorgið“
- en þann dag fór fram þjóðarat-
kvæðagreiðsla í Noregi um aðild að
Efnahagsbandalaginu. Þessi bók
fjallar um norskan iðnaðarbæ frá
því í stríðslok og fram til 1972, en
bókin kom út 1974. Sósíaldemó-
kratískri þróun í Noregi er lýst með
dæmi verkamannafjölskyldu,
föður og þriggja sona, sem hver fer
sína leið. Og spennan í bókinni er á
milli þess sem í raun og veru gerðist
í landinu á þessum tíma og annarra
möguleika, þess sem ekki varð.
Þessu næst skrifaði ég skáldsagn-
abálk um stríðsárin í Noregi, bæk-
urnar heita Svik, Stríð 1940 og
Brauð og vopn. Ég reyni þar bæði
að draga fram af sem mestri ná-
kvæmni staðreyndir og umhverfi
um leið og ég dreg fram þá mögu-
leika, sem ég tel að norsk verka-
lýðsstétt hafi þá átt til að láta að sér
kveða svo um munar. Ég legg þá
höfuðáherslu á árið 1942. Aðstæð-
urnar voru mjög sérstæðar, stjórn-
in í útlegð í London og sú mót-
spyrna sem fyrir hendi var í landinu
gegn þýsku hernámi, var mestan
part undir forystu þeirra sem vildu
hafa óvirka mótspyrnu ef svo mætti
segja. Ef að kommúnistar, róttæk-
asti hluti verkalýðsins, hefði komið
sér upp eigin stefnu, sjálfstæðri,
virki mótspyrnuhreyfingu, komið
fram í skýrri andstöðu við þá
óvirku, þá hefði það kannski orðið
forsenda fyrir byltingarþróun í
Noregi. Árið 1942 er þýðingar-
mikið vegna þess að staðan var enn
svo óviss, það var ekki Ijóst enn
hvor mundi sigra, bandamenn eða
Hitler.
Ég játa, að það er í þessum bálki
mínum verið að bera fram spurn-
ingar sem ekki eru til nein svör við.
En ég álít að það skipti miklu að
bera fram spurningar af slíku tagi.
Að gerast verkamaður
- Síðar hefur þú meðal annars
skrifað um það fyrirbæri að rót-
tækir menntamenn hafa gerst ör-
eigar í nafni sinnar byltingartrúar.
- Árið 1982 kom út síðasta skáld-
saga mín sem heitir „Petersen
menntaskólakennari segir frá“ -
titillinn er reyndar nokkru lengri.
Þar fjalla ég um hóp menntamanna
sem varð reyndar allstór í Noregi:
þeir urðu byltingarsinnar í þessu
friðarins landi, vegna þess trausts
Talar í
Norræna
húsinu
1 dag
o
Dag Solstad kemur fram á
norskri bókakynningu í Norræna
húsinu, sem hefst kl. 15 í dag,
laugardag, Tor Ulset sendikenn-
ari kynnir og nýjar norskar
bækur. i
í spjalli við Þjóðviljann sagði
Dal Solstad, að hann ætlaði ekki
að lesa upp úr verkum sínum
heldur spjalla um bækur, höf-
unda og lesendur í norsku sam-
hengi. '
Dag Solstad er þekktur skáld-
sagnahöfundur, hefur m.a. samið
skáldsagnaflokk um Noreg á
stríðsárunum,, andspyrnuhreyf-
inguna og norska verkalýðsstétt.
Hann hefur tekið sér stöðu yst ti^
vinstri í pólitík og ein af síðustu
bókum hans fjallar meðal annars
um menntafólk sem í nafni bylt-
ingartrúar sinjiar gerist verkafólk
og reynir að búa við sömu kjör og
alþýðan.
sem þeir settu á menningarbylting-
una í Kína - og það sem síðar gerð-
ist. Meðal annars er fjallað um
þessa „sjálfspróletariseringu" - aö
sumir þeirra gerðust verkamenn í
verksmiðjum til að tryggja sér
jarðsamband.
- Bíða þeir persónulegan ósigur?
- Persónulegan kannski, en það
er líka um ýmis önnur mynstur að
ræða í sögunni. Og það er ekki
hægt að segja, að ákvörðun þeirra
sé tilfinningalegs eðlis, eða að þeir
séu fyrst og fremst að leita leiðar út
úr tilgangsleysi. Byltingaráhugi
þeirra er blátt áfram tengdur því
sem þeim finnst skynsamiegt.
Róttækni og
bókmenntir
Þetta er síðasta bók mín, nema
hvað í haust kom út safn greina,
sem ég hefi skrifað lengi fyrir lítið
kratablað í Noregi. Greinar sem ég
skrifaði svosem utan við bók-
menntalegan metnað.
- Þegar róttækniskröfurnar risu
sem hæst þá mátti einatt heyra tal-
að um bókmenntalegan metnað
sem meiriháttar synd, ekki satt?
-Jú,þaðkomfyrirá vinstri kant-
inum, viss menntafjandskapur
jafnvel. En ég segi fyrir sjálfan
mig: ég hætti aldrei að hafa áhyggj-
ur af vandamálum formsins, gaf
þau aldrei frá mér, lagði mikla
vinnu í að glíma við þau. Og ég
held að t.d. sagnabálkurinn um
stríðið sé um margt ólíkur hefð-
bundinni raunsæissögu, hann er
ekki „breiður" eins og sagt er, það
er stílað upp á að þétta textann sem
allra mest í knöppum atriðum. Hitt
er svo annað mál að um tíma fannst
mér það óþarfi að blanda mér í
fræðiiega umræðu til að sanna að
ég legði stund á alvarleg vinnu-
brögð...
En höfundur sem er pólitískt
virkur hlýtur að gera sér grein fyrir
því, að ef hann er ekki sáttur við að
skrifa fyrir skoðanabræður sína
eina, þá kemst hann ekki út fyrir
þann ramma nema með því að
kunna að fara með mál og myndir,
kunna sitt verk.
Menningarbylting
í Kína
- Þú hefur tekið þátt í starfi AKP
(Verkamannaflokks kommún-
ista)? Hvernig vegnar maóistum nú
um stundir?
- Fylgið er ekki minna en það var.
En það er ljóst að þessi hreyfing er í
Myndin er tekin um eða fyrir 1940 í Möðrudal á Fjöllum og eru hér
Sey&flrðingar í skemmtireisu á fyrsta yfirbygg&a langferðabílnum á
Austurlandi. Á myndinni eru f.v.: Gísli Jónsson umboðsmaður Natans &
Olsens á Seyðisfirði (faðir sr. Gunnars í Glaumbæ), Einar Hilmar Bjarna-
son starfsmaður Apóteksins á Seyðisfirði, Baldvin Stefánsson hrepp-
stjóri í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, Vilhjálmur Jónsson í Möðrudal,
Gunnlaugur Jónasson gjaldkeri Útvegsbankans á Seyðisfirði, Halldór
Jónsson kaupmaður og konsúll, Brynhildur Haraldsdóttir símritari (kona
Gömul mynd
frá Möðrudal