Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 11
Helgin 17. - 18. mars 1984 'þJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 RAGING BULL. Tónabíó. Banda- rísk frá 1981. Leikstjórn: Marin Scorsese. Handrit: Paul Schrader og Mardik Martin. Kvikmyndun: Michael Chapman. Sýningartími: 129 mín. Martin Scorsese er vafalítið í hópi athyglisverðustu kvikmynda- gerðarmanna frá Bandaríkjunum. Flestar mynda hans hafa verið sýndar hérlendis og má nefna myndir eins og New York, New York, Alice býr hér ekki iengur og Leigubflstjórinn (Taxi Driver), sem reyndar komst í heimsfréttirn- ar fyrir fáeinum árum, þegar byss- uglaður náungi ætlaði að ráða Ron- ald Reagan af dögum. Færði hann sér það til málsbóta, að mynd Scorseses um leigubílstjórann hefði orkað svo á hann, að hann yrði að fylgja fordæmi hetjunnar í myndinni. En bæði honum og fyrir- myndinni mistókst ætlunarverkið. Martin Scorsese er af ítölsku Karlrembusvín - Par Excellance ar og allir verða að snúast í kring- um. Eginkonan má ekki sýna vin- áttu í garð annarra karlmanna: þá sakar hann hana um að halda fram hjá sér. Jafnvel þegar eiginkonan Sigurður J. Ólafsson skrifar um kvikmyndir Bull, sem þýða má óður tuddi. Myndataka í svart/hvítu gefur þessari kvikmynd raunsæislegan blæ, en það virðist færast í vöxt, einkum meðal bandarískra kvik- myndagerðarmanna, að gera myndir í svart/hvítu fremur en lit. Kvikmyndatakan er vönduð að allri gerð; stundum er myndavélin á sffelldri hreyfingu, stundum er hægt á atburðarásinni (slow moti- on), þegar það á við. Allt er þetta gert af kunnáttu og smekkvísi, ef ekki á frumlegri hátt en oft áður. Á einum stað leyfir Scorsese sér að brjóta upp söguþráðinn með því að skjóta inn kafla, sem er tekinn eins og áhugamaður hefð gert hann með 8 mm. kvikmyndavél í hendi. Petta er að vísu engin nýjung af hálfu leikstjórans; svipað atriði mátti sjá í einni af fyrstu myndum hans, Mean streets, en hér fellur þessi kafli vel inn í heildarmynd- ina. Aðalhlutverkið er í höndum Ro- berts De Niros, sem leikið hefur í flestum kvikmyndum Scorseses. Honum tekst afar vel að lýsa þess- um tilfinningalausa og heimska rudda, sem krefst þess, að allir sitji og standi eins og hann vill, en held- ur jafnframt að allir sitji á svik- ráðum við sig. SJÓ Hressir og traustir fréttaritarar óskast Nútíminn hf. óskar eftir hressum og traustum fréttariturum um land allt. Þurfa að geta tekið myndir. Greiðslur fyrir hvert verk. Umsóknir skal senda til Nútímans h.f. Síðumúla 15, Reykjavík, og skulu þær ekki berast seinna en 1. apríl n.k. Starfandi fréttaritarar Tímans, er óska að halda störfum áfram sem slíkir sendi einnig bréf þar að lútandi fyrir sama tíma. Nútíminn h.f. Jack La Motta og Sugar Ray Robinson berjast um heimsmeistaratitilinn í milliþungavigt. bergi brotinn og margar af mynd- um hans gerast einmitt í hverfi ít- alskra innflytjenda í New York, enda þekkir hann þetta umhverfi af eigin raun. Svo er einnig um þá kvikmynd, sem hér er til umfjöll- unar, Raging Bull. Myndin spannar aldarfjórðung í lífi Jakes La Mottas, sem um skeið var heimsmeistari í milliþungavigt í hnefaleikum á fimmta áratug þess- arar aldar og er byggð á sjálfsævi- sögu hans. Jake hafði sitt lifibrauð af þessari íþrótt - eða hvort menn vilja nú heldur kalla þessar bar- smíðar ruddahátt eða göfuga sjálfs- varnarlist - þar til hann gerðist eigandi næturklúbbs og reyndi að halda uppi skemmtun meðal klúbbgesta með ómerkilegum bröndurum. Þessi kvikmynd er fyrst og fremst einkar raunsæ og hlutlæg lýsing á þeirri manngerð, sem þessi hnefaleikari er og án þess nokkuð sé undan dregið. Og sannarlega er Jake La Motta ekki sú persóna, sem hver og einn vildi eiga að vin. Hann er kaldlyndur og tilfinninga- laus og tekur ekkert tillit til ann- arra; markmið hans er aðeins eitt: að verða bestur allra hnefaleikara. Á heimilinu er hann sá sem stjórn- og bróðir hans, sem verið hefur hans stoð og stytta, heilsast eitt sinn með kossi, verður tilefni þess, að hann ásakar hann um að hafa sofið hjá eiginkonunni; hann ræðst fyrirvaralaust inn á heimili bróður síns og ber hann til óbóta. Jake La Motta er, eins og Diane Jacobs kemst að orði í Film Guide, karlrembusvín - par excellence. Bróðir hans fær sig fullsaddan á hlutverki hjálparhellunnar og snýr við honum baki og um síðir fer konan frá honum. í einhverju á- hrifamesta atriði myndarinnar hef- ur Motta verið hnepptur í varð- hald. í myrkum fangelsisklefanum ber hann með hnúum og hnefum og með höfðinu í vegginn, ásakar sjálfan sig fyrir eigin heimsku. En leiðir allt þetta til þess, að hann verði að betri manni? Fær hann uppreisn æru? Pvert á móti. í lok- aatriðinu er hann að búa sig undir að koma fram fyrir næturklúbbs- gesti í búningsklefanum. Um leið og hann sveiflar höndunum eins og hann sé að æfa fyrir hnefaleika- keppni tautar hann fyrir munni sér: „Hér er það ég sem stjórna. Hér er það ég sem ræð.“ Ef til vill er honum þó best lýst með heiti myndarinnar, Raging 3MILLJÓNIR ATKVÆÐA Þaö er engin tilviljun, að seldar hafa verið yfir 3 milljónir Ford Fiesta síðan hann var settur á markað. Alveg frá 1976 hefur verið unnið að stöðugum endurbótum bílsins. Hann er nú einn vinsælasti smábíll Evrópu. - Ford Fiesta 1984 er nú kominn á markað mikið endurbættur - betri bíll en fyrri árgerðir: | Endurbætt útlit - minni loftmótstaða t Sparneytnari (eyðir aðeins 6.2 1/100 km í bæjarakstri) ♦ Nýjar endurbættar vélar | Betri aksturseiginleikar | Framhjóladrif með bættri fjöðrun | Endurbætt innrétting | Ódýrari rekstur | Meiri aukabúnaður I Aukið rými Rafmagnsbílun! Neyöar- þjónusta nótt sem nýtan dag 'RAFAFL SÍMI: 85955 NEYTENDAÞJÓNUSTA í V-Þýskalandi hefur Ford Fiesta 4 sinnum fengiö verðlaunin: „Bíll skynseminnar“ Það er viðburður að sjá Fiesta á viðgerðarverkstæði Verð aðeins 243.000 kr. Mjög gott endursöluverð sSJ^Í7nnJHsson hf- FiESTFv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.