Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 19
Helgin 10. - 11. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
f r am og
cHed lit
MVE STOR
S Ó L IM"'
Hugsaðu þér að einhverja nóttina, meðan þú sefur, hefði jörðin þanist svo út, og stækkað hún væri
orðin eins stór og sólin og að allt á jörðinni hefði stækkað eins mikið, nema þú. Þú værir áfram jafnstór og
áður. Hvernig skyldi heimurinn líta út þegar þú vaknaðir?
Vonandi sleppur þú ómeiddur frá fyrstu hættunni sem á vegi þínum verður. Venjulega er ekkert
hættulegt að fara á fætur, en ef rúmið þitt hefði stækkað með jörðinni þá væri um það hil 50 metra
hengiflug fram af rúmstokknum og ofan á gólf eða jafnhátt og 17 hæða hús. (En engin lyfta).
Og það verður erfitt að þekkja aftur þá hluti sem þú sérð venjulega í kringum þig. Þú ert eins og
dvergur sem hefur villst inn til tröllanna í Jötunheimum. Stólfæturnir eru eins og risavaxin tré í skógi,
nálarnar eru á við stóreflis spjót og venjulegur blýantur er eins og fánastöng.
Eða flugurnar! Þær eru fljúgandi ferlíki, skrokkurinn eins og á sex ára barni. Og það þýðir ekkert fyrir
þig að spyrja pabba, mömmu eða systkini þín um þessi undur og ósköp. Þau taka hreinlega ekki eftir
svona örlitlu kríli eins og þú ert. Ætli þau þyrftu ekki bara stækkunargler til að sjá þig? Og stóri bróðir
sem var ekki nema fjórtán ára í gær, meðan allt var venjulegt. Hann hefur stækkað svo, að venjulegur
kirkjuturn nær honum rétt upp í mjöðm. Og þú getur gengið undir ilina á skónum hans, fyrir framan
hælinn án þess að beygja þig.
Svona stór er sólin.
Þursinn og skessan
sem reyndu sig að telja
Einu sinni var þursi, sem var óttalega r—-
Halló
Enn er vetur og ísland ætlar svo sannar-
lega að standa undir nafni í þetta sinn. ís-.
land - margir útlendingar halda að hér búi
fólk í snjóhúsum allan ársins hring og berj-
ist við ísbirni upp á hvern dag. Kannski
ekkert undarlegt miðað við nafnið á
landinu. Það er oft skemmtilegt að vera í
útlöndum og heyra fólkið tala um ísland og
kannski skrökva svolítið, svona bara til að
skemmta sjálfum sér. Þið hafið kannski
heyrt söguna um skáldið sem bjó í Kaup-
mannahöfn fyrir löngu síðan - eins og
skálda er vani var hann skítblankur, illa
klæddur og svangur. Hann hitti ríkan kall
og fór að segja honunt frá íslandi. Þar á
meðal töluðu þeir um norðurljósin. Sá ríki
sagði eitthvað sem svo að það væri nú ntun-
ur að hafa svo fögur ljós hér í borginni.
Skáldið var ekki að hugsa sig tvisvar um,
sagðist skyldi útvega honum norðurljósin
með næstu skipsferð, fyrir góða borgun
auðvitað. Sá ríki tókst allur á loft, snaraði
fram vænni fúlgu og hraðaði sér heim til að
monta sig yfir því að hafa náð í norðurljós-
in, áður en nokkrum öðrum hefði hug-
kvæmst það. Sagt er að skáldið hafi átt
dýrðlega daga og verið betur til fara en
skálda var siður, næstu vikur á eftir. Og enn
eru norðurljósin á sínum stað.
Lísa er að flytja til Danmerkur líka og
hún ætlar að segja, þeint sem spyrja asna-
lega, að það sé nú allt í lagi með ísbirnina,
nema þegar þeir komi inn í strætó. Bílstjór-
inn sé alltaf með úldið kjöt í plastpoka hjá
sér til að gefa þeim svo að þeir borði ekki
farþegana en svo þurfi allir að fara úr aft-
asta sætinu, því þar vilji ísbirnir helst sitja.
Hafið þið fleiri hugntyndir?
Einu sinni var þursi, sem var óttalega
seinn og silalegur að öllu og gat aldrei
komið neinu út úr sér. En skessan hans
var að sínu leyti eins fljótmælt og fljót-
huga og hann var seinlátur.
Einu sinni sagði skessan við þursinn
sinn:
„Heyrðu, karl minn, eigum við að
reyna hvort okkar verður fljótara að
telja upp að sextíu?“
Þursinn var til í það, og svo byrjaði
hann:
„E-e-e-e-e-einn, tvei-tvei-tvei-tveir,
þrí-rí-rí-rí-rír.“
Hann ætlaði aldrei að geta bögglað
þessu út úr sér, aumingja karlinn. En
skessan sagði bara:
„Tvisvar tíu, ellefu og níu, fimm og
fimmtán. Það eru sextíu" og þá var hún
búin.
Það fauk í þursinn, og hann vildi
reyna aftur. Svo byrjaði hann og var nú
svolítið fljótmæltari:
„E-e-e-e-einn, tvei-tvei-tvei-tveir,
þrí-rí-rí-rí-rír....“
En skessan sagði: „Tólf og tólf og
tólf og tólf og tólf.“ Þá var hún búin,
því að fimm sinnum tólf eru sextíu.
Þursinn varð enn verri og vildi reyna
einu sinni enn. Skessan lét ekki standa
á sér, og svo byrjaði hann aftur og flýtti
sér enn meira:
„E-e-einn, tvei-tvei-tveir, þrí-rí-
rír....“
En skessan sagði:
„Tíu og tvisvar tíu og þrisvar tíu.“
Það eru sextíu, og þá var hún búin að
vinna í þriðja sinn.
Nú náði þursinn ekki upp í nefið á sér
af vonsku og heimtaði, að þau reyndu
með sér einu sinni enn, og nú átti að
vera að marka það. Skessan lét ekki á
sér standa. Svo byrjaði þursinn og var
alveg óðamála:
„E-einn, tvei-tveir, þrí-rír....“
En skessan sagði ósköp rólega:
„Tuttugu og tuttugu og tuttugu.“ Þá
var hún búin, því að þrisvar tuttugu eru
sextíu.
Nú sá þursinn að ekkert þýddi fyrir
hann að reyna oftar, og svo gafst hann
upp.
(þýtt)
Svenna-skúffukaka
Besta súkkulaðikaka sem ég hef smakk-
að, er kakan hans Svenna. Hann hefur get-
að bakað hana meira og minna hjálparlaust
síðan hann var tíu ára, svo einföid er hún.
Sem sagt frábær fyrir byrjendur í bakstri,
börn og fullorðna. Brettu upp ermarnar,
settu á þig svuntu, rýmdu borðshornið og
skelltu þér í bakstur.
- Finndu til frekar stóra skál, þeytara (lítill
vélþeytari er bestur), skaftpott og settu ofn-
inn á 200 gráðu hita (á sumum ofnum 400).
- Tíndu saman efnið í kökuna á borðið
áður en þú byrjar að hræra.
Uppskriftin er svona:
2 bollar sykur
2 egg
J/2 bolli soðið vatn
125 grömm brætt smjörlíki
1 bolli mjólk
1 bolli kakó
3 bollar hveiti
1 teskeið salt
1 teskeið lyftiduft
1 teskeið matarsódi (natrón)
Eggjunum og sykrinum er blandað sam-
an og hrært vel. Hinu er svo bætt út í smátt
og smátt og hrært á milli. Passið að hræra
ekki mikið eftir að hveitið er komið út í, því
að þá verður kakan seig. Svo setjið þið
gumsið í smurða ofnskúffu og bakið í 15
mínútur. Almáttugur! ég gleymdi að segja
ykkur að smyrja skúffuna fyrst. (Stundunr
setur Svenni súkkulaðikrem á kökuna, en
þá er hún soldið væmin.)